Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 12

Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 12
12 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Velkominn Noregur! 25 félög mynda úrvalsvísitöluna í norsku kauphöllinni. Þegar ég sat og var að skrifaþessa grein skaut uppboðum um tölvupóst áskjánum hjá mér með fyr-irsögninni „Milosevic- réttarhöld stöðvuð“. Skeytið var frá fjölmiðlaskrifstofu Stríðsglæpadóm- stóls Júgóslavíu í Haag. En það væri rangt að ljúka máli sem þessu með þessum staðlaða hætti. Eftir að Slo- bodan Milosevic lést 11. mars hafa fréttaskýrendur sprottið fram og tíst eins og gaukar á svissneskum vegg- klukkum um gjaldþrot dómstólsins, sem Milosevic hafi greitt náðarhögg- ið með því að deyja. Mín viðbrögð eru þau að þeir hafi ekki hugmynd um um hvað þeir eru að tala. Tilraun um glæpadómstól Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í málum gömlu Júgóslavíu í Haag hefur frá því að störf hans hófust verið tilraun. Hvað annað gat hann verið? Alþjóðleg réttvísi er í þróun, hvort sem um er að ræða mál Milosevic, Saddams Husseins eða Alþjóðlega stríðs- glæpadómstólinn. Augljóst er að dómstóllinn í Haag hefur gert nokk- ur hrapalleg mistök. Teknar hafa verið ótækar ákvarðanir og skrif- finnska hefur íþyngt honum. Hins vegar er það allt of oft svo að þeir, sem vilja gera lítið úr dómstólnum, gera það eins og rétturinn væri ein- hvers konar geimskip, ótengt þeim löndum og því fólki, sem hann á að þjóna. Fyrir nokkrum vikum tók ég rútu frá Sarajevo til Belgrað. Nokkrum klukkustundum eftir að við fórum stoppaði rútan á spánnýrri, upplýstri bensínstöð til þess að farþegarnir gætu farið á klósettið og fengið sér kaffibolla. Á veginum var niðamyrk- ur og engin önnur umferð. Í nokkrar mínútur stóð ég bara og pírði augun til að greina eitthvað í hæðunum, minnugur þess að hérna var serbn- esk eftirlitsstöð í stríðinu og á þess- um slóðum hefðu hryllilegir atburðir átt sér stað. Þorp á krossgötum Þorpið Konjevic Polje stendur á krossgötum, sem liggja annars vegar til Belgrað og hins vegar til Srebre- nica. Í upphafi Bosníustríðsins 1992 þraukuðu íbúar Konjevic Polje í nokkra mánuði áður en herir Serba náðu þorpinu á sitt vald, en þeir þurftu á því að halda vegna hernað- arlegs mikilvægis. Þegar Srebre- nica, sem var á valdi Bosníu-músl- íma, féll sumarið 1995 flúðu þúsundir manna þaðan og hingað. Margir þeirra voru gripnir hér rétt hjá, hóp- að saman og teknir af lífi. Í nokkurra kílómetra fjarlægð, spottakorn eftir veginum við Kravica, er staðurinn þar sem lífið var murkað úr 1.500 manns með köldu blóði. Þar má enn sjá förin eftir byssukúlurnar. Í Kravica gerðist það einnig á jóla- dag rétttrúnaðarkirkjunnar 1993 að herir múslíma réðust þar inn og drápu 49 Serba, suma með köldu blóði. Hranca nefnist næsta þorp. Þar man ég eftir að hafa séð í upphafi stríðsins lík sjö ára stúlku, Selmu Hodzic, sem hafði verið myrt daginn áður þegar serbneskir þjóðvarðliðar réðust inn í þorpið. „Ég grét í réttarsalnum“ Auðvitað er augljóst að Milosvic var stjarnan í Haag þar sem hann var fyrrverandi þjóðarleiðtogi. En enginn þeirra atburða, sem ég hef lýst hér, er gleymdur á þessum slóð- um. Þegar hefur til dæmis fallið dómur um þjóðarmorð í Srebrenica. Emir Suljagic, sem lifði af þegar Srebrenica féll og vann síðar sem blaðamaður við dómstólinn í Haag, sagði mér frá því hvernig sér hefði orðið við þegar Momir Nikolic, yf- irmaður úr liði Bosníu-Serba, gekkst við sekt sinni vegna hlutar síns í fjöldamorðunum í Srebrenica. „Ég grét í réttarsalnum,“ sagði Suljagic. „Þegar hann sagði: „Ég er sekur“ hljóp ég niður og læsti mig inni á klósetti og hágrét. Það var raunverulegur léttir að heyra mann eins og hann segja: „Já, við myrtum sjö eða átta þúsund manns.““ Nú skaltu margfalda þessi viðbrögð með milljón úr hópi allra fórnarlambanna í gömlu Júgóslavíu og reyndu svo að segja að dómstóllinn hafi brugðist.“ En dómstóllinn snýst ekki aðeins um að fullnægja réttvísinni. Annars staðar í Bosníu er lítill bær, sem heit- ir Kozarac. Hann hefur bókstaflega risið úr rústum þökk sé dómstólnum. 19 morðingjar eða samverkamenn þeirra hafa verið ákærðir og dæmdir eða með öðrum hætti fjarlægðir af hinum pólitíska vettvangi þar, þökk sé dómstólnum. Þetta hefur gert þúsundum Bosníu-múslíma kleift að snúa heim til þessa svæðis, sem nú tilheyrir serbneska hluta Bosníu. Ef hinir ákærðu gengju lausir … Með sama hætti hefði ekkert kom- ið í veg fyrir að fólk á borð við Radov- an Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba í stríðinu, væri enn í forystu þeirra ef ekki væri fyrir dómstólinn. Gríðar- legar framfarir hafa átt sér stað í Bosníu á þeim rúmlega tíu árum, sem liðin eru frá því að stríðinu lauk. Lífið þar er ekki eins og best verður á kosið, en það gæti verið miklu verra ef allir þeir, sem hafa verið ákærðir í Haag, væru enn í stjórn- málum. Þar með er hins vegar ekki sagt að ferill dómstólsins sé flekklaus. Til dæmis ákvað dómstóllinn rétt áður en Milosevic dó að Ramush Harad- inaj, Kosovo-Albani og fyrrverandi forsætisráðherra héraðsins, sem var ákærður fyrir að hafa framið morð í Kosovo-stríðinu, mætti halda áfram í pólitík á meðan hann væri laus gegn tryggingu og biði réttarhalda. Sak- sóknarinn hafði haldið því fram að þetta myndi verða til þess að draga kjark úr hugsanlegum vitnum og því grafa undan málatilbúnaðinum. Serbar, sem þegar litu svo á að rétt- urinn væri hlutdrægur, yppta öxlum og segja: „Þetta sögðum við ykkur.“ Chuck Sudetic skrifaði um Bosn- íustríðið fyrir The New York Times og skrifaði bókina Blood and Ven- Milosevic og stríðsglæpadómst Haft hefur verið á orði að dauði Slobodans Milosevic grafi undan stríðsglæpadómstólnum í Haag. Dómstóllinn hefur hins vegar komið mörgu til leiðar og segir Tim Judah að hann eigi ekki að láta staðar numið þrátt fyrir andlátið heldur fella úrskurð með einhverjum hætti. Reuters Frá réttarhöldum stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.