Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
áfram viðræðum. Þá er þessi hótun inn-
antóm.‘Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði við Háskóla
Íslands, um viðbrögð stjórnvalda við ákvörðun
Bandaríkjamanna um að hverfa burt með herþoturnar
og þyrlurnar.
’ Það er einfaldega óhóf ef einhverjirungir menn sem eru rétt skroppnir úr
skóla og varla það, ætla að telja manni
trú um að þeir þurfi á einu ári að taka í
sinn hlut ævilaun duglegra hjóna, 200-250
milljónir.‘Guðni Ágústsson gagnrýndi á opnum stjórnmálafundi
á Narfastöðum í Reykjadal á þriðjudagskvöld, það
sem hann kallaði óhóf og græðgi stjórnenda íslenskra
banka.
’ Það er auðvitað nokkuð kaldhæðn-islegt að fórna eigi Íbúðalánasjóði og að
hann eigi að bjarga bönkunum úr þeirri
stöðu sem þeir eru sjálfir búnir að koma
sér í með óábyrgri útlánastarfsemi.‘Jóhanna Sigurðardóttir , fyrrverandi félagsmálaráð-
herra, sagði á Alþingi á þriðjudag að hverjar sem
’ Hins vegar er það þannig að varn-arsamningur án nokkurra varna er ekki
mikils virði.‘Geir H. Haarde , utanríkisráðherra um ákvörðun
bandarískra stjórnvalda að flytja allar herþotur og
þyrlur af landi brott í haust.
’ Þeir lögðu af stað í leiðangur, komustaldrei þangað sem þeir ætluðu sér og eru
nú aftur á byrjunarreit. Ástæðan fyrir
því er augljós. Þeir lögðu upp með úrelta
heimsmynd í farteskinu, röng samnings-
markmið og ranghugmyndir um eigin
stöðu gagnvart bandaríska stjórnkerf-
inu.‘Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi um ráðamenn
þjóðarinnar og varnarsamninginn við Bandaríkin.
’ Það er margbúið að hóta því í dipló-matískum samskiptum þjóðanna að varn-
arsamningnum verði sagt upp ef þetta
gerist. Það var sagt margoft árið 2003.
Svo þegar þetta gerist á bara að halda
breytingarnar yrðu á Íbúðalánasjóði þá þyrfti að
tryggja íbúðalánaþjónustu við alla landsmenn.
’ Við viljum að menn fari aftur að um-gangast vatn með vinsemd og við skulum
því hafa hraðar hendur vegna þess að
ástandið er mjög hættulegt.‘Loic Fauchon , leiðtogi Heimsráðs um vatn. Heims-
ráðstefna um vatnsbúskap á jörðinni hófst í Mexíkó á
fimmtudag, en um 1.100 milljónir manna hafa ekki að-
gang að öruggu drykkjarvatni.
’Við vitum að sumir keppinauta okkarstóðu á bak við þessi harkalegu viðbrögð
við fréttum sem eru gamlar.‘Sigurður Einarsson , stjórnarformaður Kaupþings
banka, sagði á aðalfundi hans á föstudag að sumir
keppnauta bankans hefðu reynt að draga úr trúverð-
ugleika hans með þrálátum rangfærslum eða mis-
skilningi.
’Síðustu dagar Tonys Blairs‘Fyrirsögn á bresku útgáfu tímaritsins The Economist
á fimmtudag. Lán Verkamannaflokksins frá stuðn-
ingsmönnum þykja álitshnekkir fyrir Blair og flokk-
inn.
Ummæli vikunnar
Reuters
MEXÍKANSKIR drengir hella vatni í ílát sem
þeir hyggjast síðan bera fimm kílómetra leið
í þorpið Xaxamayo þar sem ekkert rennandi
vatn er að hafa. Vatnsskortur í heiminum var
til umræðu á þingi í Mexíkó í liðinni viku.
Skortur á drykkjarvatni
Á skrifstofu Kristínar Ástgeirsdótt-ur hangir plakat með mynd afdigrum og búralegum hópi karl-manna. Þegar nánar er að gáðsjást kunnugleg andlit. Þetta eru
leiðtogar þjóðanna og ein kona á myndinni. Til-
efni plakatsins ráðstefna um konur, völd og
lögin. Veggspjöldin eru fleiri af sama toga, s.s.
af 200 ljósklæddum meyjum fremst í fylkingu
kvenna þegar þær fengu kosningarétt 19. júní
árið 1915.
Þetta eru fótboltaplakötin á Rannsóknar-
stofu í kvenna- og kynjafræði í aðalbyggingu
Háskóla Íslands. Þau eru vitnisburður um
markverðustu og eftirminnilegustu sigrana.
En ekki vinnst alltaf sigur. Þrjú póstkort á
veggnum af landinu sem sekkur við Kára-
hnjúka.
– Ég er gráti næst vegna Kárahnjúka, segir
Kristín. Mér finnst þessi stefna stjórnvalda
ömurleg og áherslurnar rangar.
Í því hagræðir hún bollanum við kaffivélina.
Ekki er hægt að hefja viðtalið án þess að uppi-
stöðulón sé komið í kaffibollann.
– Hér er extra fínt kaffi, segir hún. Við fáum
það í sekkjum frá Kaffitári.
Í fundarherberginu er abstrakt mynd eftir
Guðmundu Andrésdóttur, blað með orðunum
„Þessar stelpur eru ofurmenni“ og hilla með
lykilbókmenntum í kvenna- og kynjafræðum.
Meginhlutverk Rannsóknarstofunnar er að ýta
undir og halda utan um rannsóknir á því sviði.
– Við gerum það með rannsóknarverkefn-
um, bókaútgáfu, ráðstefnum, málþingum og
sérfræðilegri aðstoð, segir Kristín.
– Snúast flest verkefnin um konur?
– Verkefnin snúast að miklu leyti um konur,
enda hallar á þær í þjóðfélaginu. En áherslan
fer vaxandi á karla og hinsegin fræði, þ.e. sam-
kynhneigða, og hin ýmsu kyngervi. Mikill
áhugi er fyrir karlarannsóknum á Norðurlönd-
um, s.s. karlar í foreldrahlutverki, karlar sem
gerendur í kynbundnu ofbeldi, karlar sem
kaupa vændi, kynmótun karla og skólaganga
drengja.
– Margt neikvætt tengist karlímyndinni.
– Já, mér finnst ástæða til að hafa áhyggjur
af karlmönnum. Sjálfsmorð eru tíðari meðal
þeirra, þeir beita meira ofbeldi og ekki bara sín
á milli, þeim gengur verr í skóla og heilsan er
ekki eins góð. Að mörgu er að huga.
Kristín er fædd í maí árið 1951, dóttir Frið-
meyjar Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðings og
hins þjóðkunna Ása í Bæ.
– Móðir mín ólst upp í Laxnesi, en afi og
amma keyptu jörðina af Guðnýju, móður Hall-
dórs Laxness. Afi minn fórst í seinna stríði.
Hann var á línuveiðum á Jarlinum, sem hvarf
með manni og mús. Ekkert er vitað um örlög
bátsins. Móðir mín kynntist föður mínum, þau
settust að í Eyjum og ólu þar upp fjögur börn.
Nú er hún sest í helgan stein.
Pabbi var fæddur og uppalinn í Eyjum og
fór snemma að yrkja. Hann gekk í Samvinnu-
skólann, var mikill sósíalisti og ekkert sérlega
vel við Jónas frá Hriflu, sem var skólastjóri,
segir Kristín glettin. Einn hans besti vinur var
Oddgeir Kristjánsson tónskáld og samstarf
þeirra skilaði dýrmætum arfi, meðal annars
laginu „Ég veit þú kemur“.
Við fluttum til Reykjavíkur árið 1968 og ég
fór í MH. Ég vildi auðvitað fara í nýjasta og
róttækasta skólann, segir hún og hlær. Þá var
skemmtileg bylgja að ganga yfir. Það gekk á
með mótmælum og fjöri. Ég tók meðal annars
þátt í að ryðjast inn í Kvennaskólann til að
mótmæla því að honum væri breytt í kvenna-
menntaskóla. Ég varð reyndar hlynnt því síð-
ar. Sumir af minni kynslóð fóru því miður illa á
hassi og LSD. Ég var aldrei fyrir slíkt. Ég
skildi ekki hvernig mætti breyta heiminum
með eiturlyfjum.
Kristín nam sagnfræði einn vetur í Svíþjóð
og lauk náminu hér heima ásamt almennri bók-
menntafræði. Síðar lauk hún meistaragráðu í
sagnfræði. En fyrst fór hún í pólitík.
– Árið eftir kvennaárið gekk ég til liðs við
rauðsokkuhreyfinguna.
Hún var einn af frumkvöðlunum á bak við
kvennaframboðið árið 1982 og sat á þingi frá
1991 til 1999.
Eftir þingmennsku fór Kristín á vegum frið-
argæslunnar til Kosovo að starfa fyrir UNI-
FEM. Það var þegar níu mánuðir voru liðnir
frá því átökunum lauk og vann hún þar í sam-
tals 15 mánuði.
– Það var lærdómsrík reynsla að koma til
svæðis sem hafði orðið fyrir svo mikilli eyði-
leggingu, t.d. hafði sígaunahverfið í Pristina
verið brennt til að koma í veg fyrir að þeir
sneru aftur. Sorgin var yfirþyrmandi. Þó að
mannfallið hafi víða verið meira, þá létust
margir og nokkur þúsund Albanar voru enn í
fangelsi í Serbíu. Ekki var vitað um örlög fjöl-
margra. Enda yfirgaf nánast hver einasti Alb-
ani Kosovo og flúði til Albaníu eða Makedóníu.
Kristín segir merkilegt að upplifa slæma
stöðu kvenna í múslímsku samfélagi.
– Hjá Sameinuðu þjóðunum reyndum við að
ráða sem jafnasta tölu karla og kvenna, en
margir karlar áttu erfitt með að skilja að konur
fengju vinnu á meðan karlar væru atvinnulaus-
ir. Við byggðum upp kvennasamtök og stóðum
fyrir umræðum, þar sem við drógum t.d. fram
staðalmyndir til þess að skýra stöðu kynjanna.
Og það var sláandi hversu margar konur töl-
uðu um að framkoma karla einkenndist af virð-
ingarleysi.
Mikið var um heimilisofbeldi og við reyndum
að vekja umræðu um ofbeldi gegn börnum, en
það mátti ekki ræða. Þetta var lærdómsríkur
tími og ég myndi ráðleggja öllum að taka að
sér svona starf. Áhættan var í raun lítil og sér-
stakt að vera innan um alla þessa hermenn, en
maður fann öryggið.
– Þannig að þú ert þegar farin að sakna
varnarliðsins?
– Ég segi það nú ekki, svarar hún og brosir.
Kristín segir ákaflega mikla áherslu lagða á
móðurhlutverkið meðal múslíma og það séu
talin skelfileg örlög að giftast ekki.
– Framið var heiðursmorð þegar ég var í
Kosovo. Þá hafði stúlka varpað skugga á heið-
ur fjölskyldunnar með því að vera með karl-
manni fyrir hjónaband, sem varð til þess að
henni var skilað daginn eftir brúðkaupið.
Bræður hennar drápu hana. Þetta sýnir vel
hversu einangraðir Albanir hafa verið; það lifir
með þeim gömul hugmyndafræði. Viðhorf
þeirra til hefndarinnar minntu mig oft á Sturl-
ungu.
Sjálf er Kristín ógift og barnlaus...
– ... og hef alltaf verið, segir hún. Íslensk
kvennabarátta hefur einkennst af viðhorfum
og aðstæðum útivinnandi giftra mæðra. En ég
hef lagt áherslu á að það sem við eigum sam-
eiginlegt sé að vera aldar upp sem konur – í
þjóðfélagi þar sem körlum og konum er mis-
munað.
– Það verður æ algengara að fólk giftist ekki
og eignist ekki börn.
– Heimilum með einum íbúa hefur fjölgað
mikið á Vesturlöndum og er sú þróun mikið
áhyggjuefni í Evrópusambandinu, enda kallar
það á að borgir verði skipulagðar öðruvísi, t.d.
þjónusta í hverfum. Einnig eru vaxandi
áhyggjur af einangrun þessa hóps. Hér á landi
eru karlmenn stærsti einstaki hópur sem fær
félagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. En
fólk velur í æ ríkara mæli að vera eitt. En auð-
vitað getur það átt í samböndum og verið í fjar-
búð.
Kristín er í bleikum femínistabol með áletr-
uninni: „Cogito Ergo Feminist Sum“, sem út-
leggja má þannig: Ég hugsa, þess vegna er ég
feministi. Þegar hún var að ganga til liðs við
kvennahreyfinguna var bleikt bannlitur. Hún
segir að umræðan hafi m.a. snúist um einka-
lífið, atvinnulífið, menntun, mismunun, tungu-
málið, kennslubækur og barnabækur.
– Enid Blyton féll ekki í kramið!
– Stundum var hlutunum ofgert, segir Krist-
ín og brosir góðlátlega. Ég hef sagt að ekki
megi gleyma góðum sögum. Ég las til dæmis
fimm-bækurnar og var ofboðslega hrifin af
þeim. En það hefur sorglega lítið breyst á síð-
ustu 30 árum. Það er helst að bæst hafi við
stórir og viðamiklir málaflokkar, sem ekki
voru á dagskrá, t.d. kynbundið ofbeldi.
Og ég verð að segja að kvennaframboðið er
það merkilegasta sem ég hef tekið þátt í um
ævina, enda hafði Kvennalistinn mikil áhrif og
er sárt saknað. Ung stúlka í kynjafræðinni
spyr við öll tækifæri eins og Kató gamli: Er
ekki kominn tími á nýjan Kvennalista?
Þess vegna er ég femínisti
Morgunblaðið/Ásdís
VIÐMANNINNMÆLT
Pétur Blöndal ræðir við
Kristínu Ástgeirsdóttur
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
„Mér finnst ástæða til að hafa áhyggjur af karlmönnum.“