Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ digri Danny nær í vatn í brunninn. Nánustu vinir hans treysta honum ekki. Á gólfinu er pottur með vatni sem sýður yfir kolum. Shotgun tek- ur örlítið vatn og prófar hitastigið með fingrunum. Blæs varlega á vatnið. Lætur það kólna aðeins. Tálgar grein til að hræra með. Set- ur sóda í vatnið. Hrærir varlega. Kíkir á áferð og upplausn. Rúllar sér aðra jónu. Rosa, nýja kærastan hans, bíður eftir að hann og Danny klári að búa til krakk svo að hún geti farið að sjóða hrísgrjón. Fólk kemur inn og út úr kofanum. Tvær aðrar konur leigja hluta af kofanum og búa þar með börnunum sínum. Karlar koma inn, tala og hlæja. Þeir rúlla jónur, kaupa krakk, reykja krakk og fara út aftur. Rósa er mjög afbrýðisöm og hossar brosandi tannlausum strák annars hugar. Flestir karlarn- ir eiga börn með mörgum konum. – Shotgun á hann, brosir hún við stráknum í kjöltu sér. – Ég á þrjú önnur börn sem búa þar sem ég ólst upp, segir hún. – Elsti strákurinn minn er 12, segir Rósa, sem er 24 ára. Juice er í fangelsi í Bluefields í klefa með 25 öðrum. Inni er dimmt, yfir þrjátíu stiga hiti og lykt af sveittum líkömum og hlandi. Margir liggja í plasthengirúmum sem eru fest í rimlaloftið. Reggítónlist úr út- varpinu berst í gegnum loftgat frá næsta herbergi. Í þessum klefa eru þeir sem afplána fangelsisvist fyrir gróft ofbeldi, fíkniefnasölu og alvar- leg rán. Juice hallar sér að einum bedd- anum í herberginu. Hann fann 60 kíló af kókaíni. Seldi 30 kíló og fékk 3.000 dollara fyrir kílóið. Hann vildi selja meira en var tekinn með 15 kíló af kókaíni límd utan á líkamann. Hann hefur setið í fangelsi í tvær vikur. – Ég er ekki hræddur um að þurfa að vera 17 ár í fangelsi. Komdu heim til mín um helgina, þá verð ég sloppinn, daðrar hann. Og útskýrir: – Í minni stöðu þarf ég að borga lögfræðingnum 2.000 dollara, lög- fræðingi ríkisins 2.000 dollara og dómaranum 3.000 dollara. Og þá á ég ennþá mikla peninga eftir. Hann staðfestir það sem heyrist í Bluefields að þegar maður gerir eitthvað ólöglegt þarf maður að stela fyrir að minnsta kosti tvo, bæði sig og lögfræðinginn sinn. Önnur ummæli staðfesta spill- inguna: Ef þú færð tækifæri til að taka peninga en nýtir það ekki, ertu heimskur. Í götu í nágrenninu er verið að matbúa skjaldbökukjöt. Nágrannar hafa safnast saman og njóta lostæt- isins. Á götuhornum standa njósn- ararnir. Hlaupadrengirnir. Þeir sem vara fólk eins og Danny og Shotgun við þegar lögreglan nálgast. Þá heyrist leyniorðið „DAS! DAS!“. Smástrákar hlaupa í allar áttir og tísta aðvarandi á milli stólpahúsa, bakgarða og þröngra stíga í hverf- inu. DAS er kreólsk stytting á orð- unum „Da Ass is Sailing“. Lögregl- an er í nágrenninu. Svartur bíll glansar í kvöldsólinni sem er lágt á lofti. Hliðarnar eru skreyttar með gulum og rauðum logum. Ungur eigandinn þvær bíl- inn ásamt nokkrum félögum sem allir eru berir að ofan. Þeir spenna vöðvana í vatni og sápu og njóta þess að láta fólk horfa á sig. Lítill strákur gengur öfundsjúkur fram hjá. – Allir tengjast fíkniefnaviðskipt- unum. Þeir sem ekki fjárfesta, flytja, kaupa, selja eða búa til, gera öðrum smágreiða eða halda kjafti um það sem gerist í hverfinu, segir Panther. Hann er taugaóstyrkur. Panther er einn af þeim sem gera stórar „fjárfestingar“ af og til. Í dagrenn- ingu á að koma bátur inn í lónið sem á að líta út eins og venjulegur fiski- bátur en er frá kólumbískum tengi- liðum. Áður en báturinn kemur í land í Bluefields með morgunaflann á hann að stoppa stutt á ákveðnum stað. Þar bíða tveir vinir með þrjá hesta sem eldsnöggt eiga að landa nokkur hundruð kílóum af kókaíni, hverfa inn í skóginn og að næsta fundarstað. Því næst hverfur kók- aínið í minni skömmtum til kaup- enda sem bíða í nágrenninu. – Stórar hallir spretta upp í bæn- um og frumskóginum. Allir vita hvaðan peningarnir koma. Mitt hús er eins, segir hann og ypptir öxlum. – Ömmur grafa kókaín í garðin- um alveg eins og ungir menn. Allir gefa hver öðrum eitthvað fyrir greiða. En lögreglumennirnir eru verstir. Þeir kaupa og selja sjálfir. Þeir vilja það sama og við. Þeir koma aldrei þegar kallað er á þá vegna heimiliserja eða ofbeldis. En Auðvelt er að búa til krakk úr kókaíni. Matarsóda er blandað saman við kókaín. Eftir nokkrar mínútur blæs blandan út og er þá hituð varlega þar til hvítt efni myndast og eru kristallarnir þá kældir niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.