Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 22

Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 22
22 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ástandið í útgáfu námsefnisá framhaldsskólastigiþykir slæmt. HeiðaBjörk Sturludóttir, verk-stjóri sögudeildar Fjöl- brautaskólans við Ármúla – fjölmenn- asta framhaldsskóla landsins – segir að allt of litlu fjármagni sé varið til námsefnisgerðar. „Það má túlka það sem svo að menntamálaráðuráðu- neytið leggi ekki mikla áherslu á vandað og fjölbreytt námsefni fyrir íslenska nemendur. Af þessum sökum er ekki um auðugan garð að gresja fyrir framhaldsskólakennara í sögu. Sem dæmi má nefna að hér við skól- ann eru kenndir sex söguáfangar, en kennslubækur eru til fyrir eingöngu þrjá þeirra.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, er sama sinnis. Hún segir að sumar bækur sem kenndar eru í framhaldsskólum landsins séu „ekki alls kostar góðar“. Ennfremur full- yrðir hún að mikill skortur sé á kennsluefni. „Ef maður skoðar t.d. upplýsingatæknina og áhrif hennar á skólastarfið er mikill skortur á góðu vefkennsluefni á íslensku. Síðan ríkir almennur skortur á kennsluefni og útgáfa á nýju kennsluefni í samræmi við nýja þekkingu. Framboð kennslu- bóka helst engan veginn í hendur við aðalnámskrá framhaldsskólans. Út- gáfan er ekki í neinu samræmi við þær þarfir og kröfur sem aðalnám- skrá gerir til þess sem á að kenna. Það er einfaldlega ekki til mikið af því efni, sem á að kenna samkvæmt nú- verandi aðalnámskrá,“ segir Aðal- heiður. Alvarlegar villur Eftir stutta eftirgrennslan fann greinarhöfundur 22 staðreyndavillur í einum kafla bókarinnar Fornir tímar. Bókin er kennd í grunnáfanganum Sögu 103 í mörgum framhaldsskólum landsins. Kaflinn sem um ræðir fjallar um íslam. Dr. Jón Ormur Halldórs- son, sem hefur ritað fjölda bóka um íslam og er einn fremsti fræðimaður Íslands um sögu trúarinnar, staðfest- ir að um staðreyndavillur sé að ræða. Dæmi um staðreyndavillur í bók- inni Fornir tímar má finna á bls. 97. Þar er að finna mynd af Hvelfingu klettsins (e. Dome of the rock). Í neð- anmálstexta myndarinnar segir með- al annars: „Klettamoskan í miðborg Jerúsalem er annar heilagasti staður múslíma.“ Í þessari einu setningu eru þrjár staðreyndavillur: Byggingin, sem myndin er af, er ekki moska. Hún er ekki í miðborg Jerúsalem, heldur í gamla hluta bæjarins. Líklega er höf- undur að reyna vísa til al-Aqsa-mosk- unnar, sem er nokkrum metrum frá Hvelfingu klettsins, en moskan er þriðji helgasti staður múslíma – ekki annar. „Þetta er mjög mikilvægt,“ segir dr. Jón Ormur Halldórsson um umrætt dæmi. Hæðin sem Hvelfing klettsins og al-Aqsa- moskan liggja á er bæði múslímum og gyðingum heilög. Gyðingar gera tilkall til svæðisins á þeim forsendum að helgasti staður þeirra, Annað musterið (e. The se- cond temple), hafi staðið þar áður en Rómverjar lögðu það í rúst. En al- Aqsa-moskan, sem þar stendur nú, er eins og áður sagði þriðji helgasti stað- ur múslíma. Segja má að umrætt svæði sé mið- depill deilu gyðinga og múslíma um heilaga landið. Skemmst er að minn- ast þess er Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, steig fæti inn í al-Aqsa- moskuna árið 2000. Sú heimsókn varð kveikjan að annarri uppreisn Palest- ínumanna gegn ísraelsku hernámi. Uppreisnin hefur verið blóðug, þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið á báða bóga og öryggi margra annarra ríkja verið raskað. Myndina má einnig finna á bls. 127, þar sem Hvelfing klettsins er aftur sögð „annar heilagasti staður músl- íma“. Ónothæft kennsluefni Sögukennarar í framhaldsskólum hafa tvær bækur til að velja úr í kennslu í grunnáfanganum Sögu 103. Auk áðurnefndrar bókar stendur til boða bókin Íslands- og mannkyns- saga NBI. Í þeim kafla hennar sem fjallar um íslam fann greinarhöfund- ur einnig margvíslegar staðreynda- villur. Dr. Jón Ormur Halldórsson staðfestir að 12 staðhæfingar í þeim Kennsluefni í framhal Formaður félags framhalds- skólakennara og deildarstjóri námskrárdeildar mennta- málaráðuneytis eru sammála um að skortur sé á fjármagni til útgáfu kennsluefnis á framhaldsskólastigi. Afleið- ingarnar eru þær að mörgum nemendum eru kenndar bækur sem „ekki eru alls kostar góðar“, auk þess sem skortur er á kennsluefni til að fullnægja markmiðum aðal- námskrár framhaldsskóla. Ingólfur Shahin kynnti sér málið og tók meðal annars fyrir umfjöllun um íslam í kennslubókum. AP Nokkuð leynist af villum í þeim námsbókum sem í boði eru. Á þessari mynd eru al-Aqsa moskan (lengst til vinstri) sem er þriðji helgasti staður múslima og Hvelf- ing klettsins (lengst til hægri) sem í bókinni Fornir tímar er ranglega er sögð annar helgasti staður múslima. Morgunblaðið/Þorkell Framhaldsskólanemendur þreyta próf. Úrval námsbóka fyrir framhaldsskólanema þykir af heldur skornum skammti. Íslands- og Mannkynssaga NBI:  Rangt – „Shíatrúflokkurinn telur kalíf- ana vera afkomendur Múhameðs“  Rétt – Shíatrúflokkurinn klauf sig undan sunnítrúflokkinn vegna þess að kalífarnir voru ekki af ætt Múhameðs. Eðli vísinda:  Á blaðsíðu 149 stendur „Mjög mik- ilvægt er að gera sér grein fyrir mun- inum á atómmassa og massatölu“.  Á blaðsíðu 150 er sýnidæmi þar sem atómmassa er ruglað saman við massatölu. Félagsfræði:  Rangt – Á bls. 132 segir að þeir sem aðhyllast íslam séu ,,um 6% af íbúum heims eða um það bil 315 milljónir eru múslímar“.  Rétt – Þeir sem aðhyllast íslam eru 1,3 milljarðar eða um 21% af íbúum heims.  Bókin Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag, var fyrst gefin út árið 1997. Hún fór í endurprentun árið 1998 og var endurútgefin árið 2001. Heimildaskrá: Adherents. 2005. „Major religions of the world“. Ranked by number of ad- herents. Vefslóð: http://www.al-shia.com/html/eng/p.php?p=philosophy&url=book2 Síðast skoðuð: 15.03.2005. Al-Shia. 2005. „Our belief“. A brief description of Islam as the shi’ites be- lieve. Vefslóð: http://www.al-shia.com/html/eng/p.php?p=philosophy&url=book2 Síðast skoðuð: 1503.2005. Eðli vísinda. 2005. Inngangur að eðlis- og efnafræði. Mál og menning, Reykjavík. Félagsfræði. 2001. Einstaklingur og samfélag. Mál og menning, Reykjavík. Íslands og mannkynssaga NBI. 2000. Frá upphafi til upplýsingar. Nýja bókafélagið, Reykjavík. Dæmi um villur í kennslubókum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.