Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 23
kafla séu rangar. Aðspurður hvort
hann telji kaflann um íslam í bókun-
um tveimur nothæfan til kennslu seg-
ir Jón Ormur: „Nei. Að mínu mati
gefur þetta afar villandi mynd.“
Ekki var leitað að villum í fleiri
köflum en um íslam í bókunum Fornir
tímar og Íslands- og mannkynssögu
NBI. Greinarhöfundur getur því ekki
staðfest að bækurnar séu að öllu leyti
ónothæfar. Þó má þess geta að kafl-
inn um íslam í bókinni Fornir tímar
samanstendur af rúmum fimm blað-
síðum, en bókin í heild sinni er prent-
uð á 384 blaðsíðum. Kaflinn um íslam í
bókinni Íslands- og mannkynssaga
NBI samanstendur af rúmum þrem-
ur blaðsíðum, en að öllum blaðsíðum
samantöldum er bókin 288 síður.
Ekkert gæðaeftirlit af
hálfu menntamálaráðuneytis
Menntamálaráðuneytið hefur ekk-
ert eftirlit með því hvort bækur, sem
gefnar eru út til kennslu, fullnægi
þeim faglegu kröfum sem aðalnám-
skrá setur.
Á heimasíðu menntamálaráðuneyt-
is (http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/
AFsamfelagsgreinar.pdf) má finna
áfangalýsingar í samfélagsgreinum. Í
inngangi að námskrá fyrir sögu segir
meðal annars: „Söguleg þekking og
innsæi getur dýpkað skilning og auk-
ið víðsýni og lífsnautn í mannlegu fé-
lagi þar sem skrafað er saman, leitað
er lausna á þjóðfélagsvanda og lista
notið.“ Í áfangalýsingu fyrir Sögu 103
er sérstaklega kveðið á um að kenna
skuli efni um menningarheima mið-
alda. Þar segir meðal annars: „Kristni
og íslam eru hin stóru trúarbrögð sem
breiddust út á fyrri hluta miðalda og
hafa síðan mótað mannlíf á stórum
svæðum og mæst með friðsamlegum
hætti eða árekstrum allt til þessa
dags.“
Aðspurður hvernig brugðist sé við
ef upp komist um villur í kennslubók-
um segir Sigurjón Mýrdal, deildar-
stjóri námskrárdeildar menntamála-
ráðuneytis, að „fyrsta skrefið væri þá
ábending eða viðvörun. Síðan yrði
væntanlega fylgst með því hvort
gerðar yrðu úrbætur“.
Edda útgáfa með um
70% markaðshlutdeild
Báðar sögubækurnar eru gefnar út
hjá útgáfufélaginu Eddu, sem hefur
um 70% markaðshlutdeild af kennslu-
bókamarkaðinum á Íslandi.
Val á höfundum kennslubóka mið-
ast ekki við það að hæfustu sérfræð-
ingar á hverju sviði séu fengnir til að
rita námsefni. Sagnfræðingurinn sem
fenginn var til að rita kaflann um ísl-
am í bókinni Fornir tímar er sérhæfð-
ur í sögu verkalýðs. Sagnfræðingur-
inn sem fenginn var til að rita kaflann
um íslam í bókinni Íslands- og mann-
kynssaga NBI er sérfróður í Íslands-
sögu 18. aldar.
Bækurnar sem greinarhöfundur
skoðaði hafa farið í endurprentun án
þess að villur í þeim hafi verið leið-
réttar. Bókin Fornir tímar var fyrst
gefin út árið 2003 og fór í endurprent-
un árið 2004. Hún hefur verið kennd í
rúm þrjú ár. Bókin Íslands- og mann-
kynssaga NBI var fyrst gefin út árið
2000 af Nýja bókafélaginu, en Nýja
bókafélagið gekk inn í Eddu árið
2003. Hún hefur verið kennd í rúm
fimm ár.
Dæmi eru til þess að útgáfufélagið
Edda framleiði fleiri en eina kennslu-
bók í fjölmennum áföngum á borð við
Sögu 103. En í áföngum sem færri
nemendur eru í, líkt og í Sögu 303, eru
engar bækur framleiddar.
Skortur á fjármagni
til námsefnisgerðar
Námsefnisskorturinn bitnar helst á
áföngum námsgreina sem eru á kjör-
og valsviði aðalnámskrár framhalds-
skólanna. Aðalheiður Steingrímsdótt-
ir, formaður Félags framhaldsskóla-
kennara, segir að skorturinn á
kennsluefni sé mjög mikill. „Ástandið
er virkilega slæmt í mörgum kjör-
sviðs- og valáföngum og í starfsnám-
inu. Í sumum greinum hafa hvorki
námskrár litið dagsins ljós – í sam-
ræmi við núgildandi aðalnámskrá
framhaldsskóla frá árinu 1999 – né
nýtt kennsluefni í samræmi við hana.“
Aðalheiður segir að til sé námsefn-
issjóður sem kennarar geta sótt um
styrk úr til að framleiða námsefni, en
fullyrðir að hann sé vanefnum búinn.
Árið 2005 úthlutaði menntamála-
ráðuneytið 19,3 milljónum til náms-
efnisgerðar á framhaldsskólastigi.
Samanlagðar fjárbeiðnir voru um 77
milljónir.
Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri
námskrárdeildar menntamálaráðu-
neytis, viðurkennir að ráðuneytið út-
hluti ekki nægilegu fé til framleiðslu
kennsluefnis. „Það er auðvitað aldrei
nóg fjármagn og ég veit það er ekki
nægilegt. Við myndum auðvitað vilja
að það væri framleitt miklu meira af
íslensku námsefni. Það gefur auga-
leið. Við vitum um þessa takmörkun.“
Sigurjón segir ennfremur að náms-
efnissjóður fyrir framhaldsskóla sé
mjög lítill og því eru úthlutaðar upp-
hæðir lágar.
Aðeins ein leið til úrbóta
Aðalheiður Steingrímsdóttir, for-
maður Félags framhaldsskólakenn-
ara, útskýrir hvað hefur farið úrskeið-
is: „Kennarar sinna námsefnisskrif-
um samhliða kennslunni og það sjá
auðvitað allir að það kemur lítið út úr
því á meðan staðan er svona. Árið
2004 voru t.d. 70 verkefni til námsefn-
isgerðar styrkt eða að meðaltali um
270 þús kr. á hvert þeirra. Það segir
sig sjálft að ekki er hægt að vinna
mikil stórvirki í námsefnisgerð fyrir
þá umbun. Margir kennarar leggja á
sig ómælda vinnu til að bjarga því
sem menntamálaráðuneytið á að sjá
til að sé í lagi.“ Aðalheiður sér aðeins
eina leið til úrbóta. „Námsefnissjóður
hefur einfaldlega ekki nægilega pen-
inga til að verða við þörfum um efnis-
skrif og því fá miklu færri styrk en
sækja um. Á meðan námsefnissjóður
er svona fátæklegur og vanefnum bú-
inn mun ástandið ekki batna. Sjóður-
inn er á vegum menntamálaráðuneyt-
isins og fær fé af fjárlögum. Það þurfa
einfaldlega að koma miklu meiri fjár-
munir til.“
Magnús Björn Ólafsson lagði til (e.
contributed) greinarinnar.
Heimildaskrá:
Fornir tímar. 2003. Spor mannsins frá Lae-
toli til Reykjavíkur 4.000.000 f.Kr. til 1800 e.Kr.
Mál og menning, Reykjavík.
dsskólum ábótavant
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 23