Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 37 hlýtur sú spurning hins vegar að koma upp, hvort nokkur þörf sé á að Bandaríkin reki þá aðstöðu áfram. Við Íslendingar getum allt eins séð um rekstur Keflavíkurstöðvarinnar, ekki sízt vegna þess að með því væru Íslendingar í beinum sam- skiptum við hinar erlendu flugsveitir og öðluðust nauðsynlega reynslu í samstarfi við þær, t.d. á sviði leitar og björgunar og hryðjuverkavarna. Umsvif Landhelgisgæzlunnar munu augljós- lega aukast mjög. Til þess að bæta upp brottför björgunarþyrlna varnarliðsins verður að fjölga þyrlum gæzlunnar og hugsanlega einnig flugvél- um hennar. Þetta verður að gerast eins fljótt og auðið er, því að eins og nýleg dæmi sanna dugir ekki að hafa tvær þyrlur; þær geta báðar verið í lamasessi á sama tíma. Þyrlusveit Bandaríkjamanna mun hins vegar skilja eftir sig tiltekið tómarúm í leitar- og björg- unarmálum á Norður-Atlantshafi, vegna þess að hún var eina sveitin, sem hafði yfir að ráða þyrl- um sem geta tekið eldsneyti á flugi og eru fyrir vikið miklu langdrægari en t.d. stóra þyrla Land- helgisgæzlunnar. Eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur bent á þurfum við að leita samstarfs við nágrannaríkin við Norður- Atlantshaf, Danmörku, Noreg og hugsanlega Rússland, til að bregðast við þessum nýju að- stæðum. Auk þessa munu Íslendingar þurfa að taka á sig kostnað af rekstri Keflavíkurflugvallar, sem Bandaríkjamenn hafa borið til þessa. Það var raunar löngu tímabært, eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á. Auðvitað hljótum við að standa sjálf undir rekstri okkar eigin alþjóða- flugvallar. Geir H. Haarde upplýsti í umræðum á Alþingi á fimmtudag að áætlaður kostnaðarauki vegna eflingar þyrlusveitar Landhelgisgæzlunnar og aukinna verkefna á Keflavíkurflugvelli hefði ver- ið áætlaður 1,5–2 milljarðar króna á ári. Þetta er að sjálfsögðu kostnaður, sem okkur Íslendingum er ekki nokkur vorkunn að taka á okkur; hann er einfaldlega hluti af því, sem það kostar að vera sjálfstætt ríki. Hann er sömuleiðis lítill þegar hann er borinn saman við útgjöld bandalagsríkja okkar í NATO til eigin varna. Greiningardeild KB banka tók sem dæmi í vikunni að ef Íslend- ingar verðu jafnháu hlutfalli landsframleiðslu til varnarmála og Danir eða Norðmenn væri um 17– 19 milljarða króna að ræða. Breytt samskipti Það vekur raunar at- hygli að samkvæmt frétt Washington Post á föstudag telja Bandaríkin sig spara um 18 milljarða króna á samdrætti í Keflavíkurstöðinni, sem er sambæri- leg upphæð og sú, sem greiningardeildin nefnir. Hins vegar væri óraunhæft að ætla að Íslend- ingar gætu með slíkum fjárhæðum tryggt sama varnarviðbúnað og hér hefur verið síðustu ár. Við munum áfram þurfa að leita á náðir bandamanna okkar í NATO til að tryggja varnir landsins. Það þýðir meðal annars að sú stefna, sem hef- ur verið mörkuð, að Ísland verði virkari þátttak- andi í starfi NATO, m.a. í friðargæzluverkefnum, verður áfram afar mikilvæg, jafnvel enn mikil- vægari en áður. Við getum ekki ætlazt til að bandalagsríki okkar verði reiðubúin að verja háum fjárhæðum til lofthelgiseftirlits á Íslandi, ef við erum ekki reiðubúin að leggja eitthvað af mörkum til sameiginlegs öryggis bandalagsríkj- anna. Við getum líka búizt við að þurfa að efla enn frekar samband okkar við einstök NATO-ríki. Á sambandinu við Bandaríkin verður hins vegar eðlisbreyting. Ef lítið innihald verður í raun í tví- hliða varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna er sú sérstaða, sem samband okkar við Banda- ríkin hefur notið, úr sögunni. Samskiptin verða þá líkari því, sem gerist á milli Íslands og ann- arra NATO-ríkja og Ísland mun ekki þurfa að taka neitt sérstakt tillit til Bandaríkjanna við mótun utanríkisstefnu sinnar, umfram það sem það gerir í samskiptunum við NATO-ríkin yf- irleitt. Varnarliðið og efnahagsmálin Morgunblaðið hefur löngum verið þeirr- ar skoðunar að Ís- lendingar ættu ekki að vera efnahagslega háðir veru varnarliðsins hér á landi. Í áðurnefndri samantekt greining- ardeildar KB banka kemur fram að efnahags- leg áhrif af brotthvarfi herafla Bandaríkjanna verði óveruleg; tekjur af varnarliðinu hafi í fyrra verið 2,3% útflutningstekna, eða um 0,8% af landsframleiðslu. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, kemur fram að efnahagslegt vægi varnarliðsins hefur snarminnkað á undanförn- um árum. Sú uppsveifla, sem nú er í efnahags- lífinu, mildar að sjálfsögðu þau áhrif, sem um er að ræða. Efnahagslega munu fáir finna fyrir þeim nema einstaklingar og fjölskyldur á Suð- urnesjum, og væntanlega aðeins tímabundið. Missir 500 starfa á Keflavíkurflugvelli er raunar ekki miklu meira áfall fyrir samfélagið á Suðurnesjum en þegar t.d. sjávarútvegsfyrir- tæki í litlu þorpi hættir starfsemi. Mörg dæmi eru um slíkt, sem menn hafa með þrautseigju getað unnið sig út úr. Það ber að gjalda varhug við þeim viðbrögð- um sumra sveitarstjórnarmanna á Suðurnesj- um að mæna nú til ríkisvaldsins og bíða eftir einhverjum heildarlausnum á þeim tíma- bundna atvinnuvanda, sem nú verður til. Suð- urnesjamenn þurfa ekki á neinum ríkislausn- um að halda. Og það er líka rangt að einblína á álver í Helguvík sem einu lausnina. Það verður að hafa sinn gang, hvort úr þeim áformum verður eða ekki, og þar eru margir óvissuþætt- ir, m.a. varðandi orkuöflun og hvort fleiri álver rúmast innan þeirra alþjóðlegu skuldbindinga um útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem Ís- land hefur undirgengizt. Almennt talað er ekki þörf á neinum sér- stökum aðgerðum í efnahags- eða atvinnumál- um vegna brotthvarfs flugsveita Bandaríkja- manna og það er jákvæð niðurstaða. Við áttum aldrei að verða fjárhagslega háð varnarliðinu. Morgunblaðið/RAX Fari svo að Keflavíkurstöðin verði fyrst og fremst bækistöð fyrir eftirlitsflugsveitir NATO-ríkja er engin þörf á að Bandaríkin reki hana. Ísland getur eins gert það sjálft. Ekkert hefur komið fram um að nein breyting hafi orðið á matinu á þeim ógn- um, sem steðja að Atlantshafsbanda- laginu í heild, eða að til standi að hætta að tryggja öllum NATO-ríkjum eft- irlit flugvéla allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, svo notuð séu orð Nicholas Burns. Það, sem ákvörðun Bandaríkjanna, sem Burns tilkynnti Geir H. Haarde á mið- vikudaginn, getur því þýtt í raun er að Bandaríkin séu fyrst og fremst að ýta kostnaðinum af eft- irliti með lofthelgi Íslands yfir á önnur ríki Atlantshafs- bandalagsins. Laugardagur 18. marz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.