Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 47

Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 47 UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali GRÍMSHAGI - TVÆR ÍBÚÐIR - LAUS STRAX Stór og rúmgóð 184 fm kjallari/jarðhæð í húsi sem er byggt 1978. Íbúðin er innst í botnlangagötu fyrir framan opið svæði, og er í dag skipt upp í tvær íbúðir, báðar með sérinng. Stærri íbúðin skiptist í forstofu, hol, borðstofu, stofu, eldhús, stofu, tvö herbergi og baðherbergi. Minni íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, baðherbergi og stofu/herbergi. V. 32,0 m. 5681 HRAUNBÆR - RÚMGÓÐ OG HLÝLEG ÍBÚÐ Góð þriggja herbergja íbúð á 3. hæð með fallegu útsýni. Íbúðin er í húsi, sem er ofar- lega í Árbænum og er staðurinn mjög barnvænn. Íbúðin skiptist í hol, baðher- bergi, tvö svefnherbergi, stofu og eldhús. V. 16,2 m. 5679 NÝTT SUMARHÚS VIÐ ÞINGVALLAVATN. Nýr og sérlega vandaður 65,4 fm sumar- bústaður sem skiptist annarsvegar í 57,6 fm hús með anddyri, stofu, tveimur her- bergjum, eldhúsi og baðherbergi og hins- vegar í 7,8 fm í sérhúsi. 5.000 fm eignar- land. Útsýni. Einungis 45 mín. akstur frá Reykjavík. V. 14,5 m. 5684 SUMARHÚS VIÐ ÞINGVALLAVATN Fallegur 37,5 fm sumarbústaður í Miðfells- landi sem skiptist í anddyri, baðherbergi, svefnherbergi, eldhús, stofu og svefnloft. Sumarbústaðurinn stendur á 5.000 fm leigulóð. Einungis 45 mín. akstur frá Reykjavík. V. 7,9 m. 5683 ÞORRAGATA M. BÍLSKÚR Glæsileg 3ja-4ra herbergja íbúð á 3. hæð í þessu vinsæla lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í stóra stofu, bókaherbergi/sjónvarpsherb., eldhús, baðherbergi, þvottahús og for- stofu. Innangengt er í bílskúrinn. Um er að ræða íbúð fyrir eldri borgara. 5675 LANGAMÝRI - GARÐABÆR 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi, sólskála og verönd. Íbúðinni fylgir stór bílskúr. Íbúðin skiptist í hjónaherbergi, barnaherbergi, þvottahús, baðherbergi, eldhús, stofu, sjónvarpsstofu, sólstofu og geymslu. V. 32 m. 5680 OPIÐ HÚS - LEIFSGATA 28 JARÐH. 73,6 fm jarðhæð á vinsælum stað í mið- borginni. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, tvær stofur, eldhús, bað og geymslu. Hús- ið stendur við rólega götu. Nýlega hefur verið endurnýjað, í heild eða hluta, í íbúð- inni gluggar og gler, raflagnir, gólfefni fyrir fáum árum, ofnalagnir og ofnakranar. EIGNIN VERÐUR TIL SýNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-16. Á bjöllunni stendur Sigurður Jónsson. V. 16,9 m. MÁNAGATA - NORÐURMÝRI Góð 2-3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Íbúðin skiptist m.a. í hol, stofu, herbergi, eldhús og bað. Í kjallara fylgir sérgeymsla auk sam. þvottahúss. Geymsl- uris fylgir. V. 15,5 m. 5690 ÖLDUGRANDI - MEÐ STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU 2ja herbergja íbúð á annarri hæð ásamt stæði í góðri bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, baðherbergi og svefnherbergi. Í kjallara fylgir rúmgóð geymsla svo og sam. hjólageymsla o.fl. Innangengt er í bílageymsluna en innaf bílageymslunni er mjög gott þvottahús með vélum. Öll sameign er snyrtileg. V. 15,3 m. 5686 TÓMASARHAGI - SÉRHÆÐ. Glæsileg og nýlega endurnýjuð 129 fm neðri sérhæð með tvennum svölum ásamt 39,2 fm bílskúr. Hæðin skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi (voru þrjú), stofu, borðstofu, sjónvarpshol, baðherbergi og eldhús. Íbúðin er mjög mikið endurnýjuð m.a. öll gólfefni, innréttingar, hurðir, skáp- ar, eldhús og tæki, baðherbergi, rafmagn ofl., V. 39,4 m. 5678 VEGHÚS - RÚMGÓÐ OG SNYRTILEG MJÖG FALLEG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á ANNARRI HÆÐ Í LITLU FJÖLBÝLI.Húsið lítur mjög vel út og sameign nýlega teppa- lögð og máluð. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi, stofu og geymslu í risi. V. 23,9 m. 5676 HRAUNBÆR - SNYRTILEG ÍBÚÐ 2ja herbergja íbúð í 3ja hæða fjölbýlishúsi. Húsið lítur vel út og var málað fyrir um 2 árum síðan. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu, bað og svefnherbergi. Íbúðin er í ró- legu hverfi og stutt er í útvist, verslun, íþróttaiðkun og margt fleira.V. 13,0 m. 5677 GOÐALAND Í FOSSVOGI ATH - Eignin er aðeins í skiptum fyrir 100- 140 fm íbúð í Fossvogi. Fallegt 227,5 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem stend- ur fyrir ofan götu. Bílskúr er í lengju fyrir neðan húsalengjuna. Húsið skiptist þannig að á efri hæð (aðalhæð sem er 137 fm) er forstofa, gestasnyrting, hol, þrjú herbergi (voru fjögur), baðherbergi, eldhús og stofa. Á neðri hæð er hol, stórt sjónvarpsh., tvö herbergi, baðherbergi, gufubað og geymsla. 5666 DALTÚN - KÓPAVOGUR Glæsilegt 248,1 fm parhús. Á miðhæð er forstofa, þvottahús/herbergi, innra hol, stórt eldhús, stofa og borðstofa og snyrt- ing. Á efri hæð er hol, baðherbergi og þrjú stór herbergi. Í kjallara er 46,4 fm stórt herbergi og 46,4 fm bílskúr. V. 44,5 m. 5662 IÐUFELL Snyrtileg 3ja herbergja 85 fm íbúð í blokk sem hefur verið klædd með varanlegri klæðningu. Íbúðin skiptist í hol tvö her- bergi, eldhús, baðherbergi, stofu og yfir- byggðar svalir. Á jarðhæð er sameiginlegt þvotthús með vélum og sér geymsla. V. 13,7 m. 5687 SÓLTÚN - EFSTA HÆÐ - ÚTSÝNI Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega 3ja herb., 115 fm íbúð á 7. hæð í nýju lyftu- húsi, ásamt stæði í bílageymslu. Einangrun er í gólfi til aukinnar hljóðvistar. Myndsími. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni. Kaupendur geta valið um viðaráferð og tæki. Íbúðin af- hendist fullbúin án gólfefna 1. des. nk. V. 49,0 m. 5661 „meingerð sem verði að ganga til baka.“ „Villta vestrið“ Daginn fyrir gamlársdag var staðan mjög á reiki. Skammast Ís- landspóstur sín fyrir ómennskt as- naspark eða heldur fyrirtækið sínu striki, rekur virtan og afar vinsælan starfsmann sinn í þrjá áratugi og hrúgar verkefnum hans á þann landpóst sem eftir er og hefur nú þegar nóg á sinni könnu? Verða vöru- og farþegatengslin við Ísa- fjörð og Hólmavík slitin? Stjórn- arformaður Íslandspósts sagði við þingmann að við Djúpmenn værum ekkert of góðir til að skella frímerki á mjólkina, skyrið og brauðin (og láta Íslandspóst flytja þau fyrir 50 kr. kg.). Sá bíll færi með vöruna framhjá viðtakendum síðdegis, hún væri látin í safnkassa á víðavangi inn við Steingrímsfjarðarheiðar- vegamót og á svo að skila sér með landpósti til baka næsta dag ef veð- ur og færð leyfa. Í nefndum kassa við alfaraleið á síðan að „varðveita“ ábyrgðarpóst hvers konar, m.a. tékkhefti, pen- ingasendingar og upplýsingar um korta- og ávísanareikningsnúmer. Einnig áfengissendingar og bjór fyrir hótel, lyf fyrir menn og skepn- ur, húsgögn og heimilistæki, bensín, olíur og gas fyrir þá sem lengst eiga í slíka þjónustu, auk alls ann- ars sem verðmæti eru í. Og þar sem bilaður bíll má varla standa í vegarkanti yfir nótt hér við Djúp svo ekki sé búið að stela úr honum öllu steini léttara og í bígerð er að koma löggæslu okkar á Hólmavík suður til Borgarness, auk þess sem svona „póstvarðveisla“ mun ekki heimil samkvæmt lögum og reglugerðum Íslandspósts, þá eigum við íbúar hér engin nógu sterk orð yfir þá vanvirðu sem okk- ur er sýnd með þessari fyrirætlan. Hér er nóg gegnumstreymi af ribböldum, eiturfíklum og veiðiþjóf- um nú þegar, þó póstræningjar bætist ekki við. Ef á að hafa vopn- aðan vörð við kassann að staðaldri þá fer nú væntanlega þessi 1,1 milljón króna áætlaði sparnaður fyrir lítið. Ég vil að síðustu vara dreif- býlisfólk við næstu sparnaðarstefnu margnefnds fyrirtækis. Ef við hér þurfum ekki að fá póst nema þrisv- ar í viku, plús þær misþyrmingar á þjónustu landpósta sem hér áttu að taka gildi 2. jan. síðastliðinn hlýtur þá ekki að vera næsta skref hvað ykkur snertir að fækka póstdreif- ingardögum í sveitum almennt um einn eða tvo? Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.