Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 61
Ólafsdóttur. Verkið fjallar um íslenskar fjölskyldur og vandamál þeirra. Hægt er að panta miða í síma 848 5448 eða á midasala@gmail.com Miðaverð er 1.000 kr. 500 kr. fyrir nema og börn undir 16 ára. Uppákomur Borgarbókasafn – aðalsafn | Sögustund, Ingibjörg Hafliðadóttir les úr barnabók- um. Fyrirlestrar og fundir Alanóhúsið | Tólf spora samtök Debtors Anonymous funda í Alanónhúsinu, Selja- vegi 2, kl. 11–12. Eru skuldirnar að stjórna lífi þínu? Það er til lausn! Samtök hömlu- lausra skuldara. Iðnó | Á bókmenntakvöldi Dante- félagsins í Iðnó 21. mars ræða Thor Vil- hjálmsson og Halldór Guðmundsson um kynni Halldórs Laxness af Ítalíu en þau hófust árið 1925 er hann vann að Vef- aranum mikla frá Kasmír. Kynningin hefst kl. 20 og gefst kostur á fyrirspurnum og umræðum. Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna verður með opið hús í Skógarhlíð 8, 21. mars kl. 20. Á dagskrá verður: Tískuráð- gjöf á vegum Debenhams, Erla Lúðv. stíl- isti sýnir vortískuna og veitir ráðgjöf. Snyrtifræðingur kynnir nýjungar og leið- beinir. Ingibjörg Sigurbj. gullsmiður sýnir skartgripi. Vöfflur með rjóma. Norræna húsið | Umræðufundur um fjöl- menningu á Norðurlöndum verður 20. mars kl. 14–17. Einkum um Danmörku. Aðalfyrirlesari verður Inge Thorning, for- stöðukona Interkulturelt Center, Árósum. Aðrir málshefjendur eru: Gestur Guð- mundsson, Jon Milner, Sesselja T. Ólafs- dóttir og Sigrún Sigurðardóttir. Fund- urinn fer fram á dönsku. Fréttir og tilkynningar GA-fundir | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Hægt er að hringja í GA-samtökin (Gamblers Anonymous) í síma: 698 3888. Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð HÍ 20. apríl. Skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði og skráningarfrestur er til 21. mars. Nánari upplýsingar: Tungumála- miðstöð H.Í. Nýja Garði: 525 4593, ems@hi.is, www.hi.is/page/tungu- malamidstod og www.testdaf.de Háskóli Íslands heldur einnig 12. maí nk., hin alþjóðlegu DELE próf í spænsku. Inn- ritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ sem staðsett er í kjallara Nýja Garðs. Frestur til innritunar rennur út 7. apríl. Nánari upplýsingar um prófin og inn- ritun: http://www.hi.is/page/dele **FRMT** MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 61 DAGBÓK Íslenski dansflokkurinn stendur nú í annaðsinn að dansnámskeiði fyrir stráka. Nám-skeiðinu er ætlað að efla áhuga stráka ádansi. Á mánudag munu piltar úr 9. og 10. bekk Víkurskóla og Austurbæjarskóla fá að spreyta sig og fræðast undir leiðsögn sumra fremstu karldansara landsins. „Hugmyndin að baki verkefninu er að örva og vekja áhuga stráka á unglingsaldri á dansi, en eins og staðan er í dag er skortur á karldöns- urum á Íslandi,“ segir Bryndís Nielsen, kynn- ingarfulltrúi hjá Íslenska dansflokknum. „Það hefur lengi loðað við að strákum þyki frekar hallærislegt að dansa og þessu viljum við breyta og teljum að marga langi að stunda dans en vanti aðgang, fyrirmyndir og möguleika til að læra dans innan um aðra stráka.“ Ungu dönsurunum er boðið að heimsækja dansflokkinn í Borgarleikhúsinu þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði listarinnar. Þá er þeim skipt í hópa og er hverjum hópi falið að semja eigið dansverk sem piltarnir síðan sýna í skólum sínum. „Við leggjum áherslu á að draga fram persónulegan styrk hvers og eins og örva sköpunargleði og kraft,“ segir Bryndís en Peter Anderson hefur yfirumsjón með kennslunni og nýtur liðsinnis karldansara dansflokksins. Peter Anderson hefur starfað hjá Íd síðan 2001 og m.a. samið fjölda verka og gert dansmyndir. Sem fyrr sagði er þetta í annað skiptið sem Íslenski dansflokkurinn stendur fyrir verkefni af þessum toga og tóku síðast þátt í því átján pilt- ar en þá var Hlíðaskóli fenginn til samstarfs. „Það var mikil ánægja með verkefnið frá öllum hliðum og okkur sýnist að enn meiri þátttaka verði í námskeiðinu að þessu sinni.“ Bryndís bætir við glettin að það hafi ekki reynst nei- kvætt fyrir vinsældir strákanna að taka þátt í því . Bryndís segir að alltof algengt sé að fólk komi sér upp röngum staðalmyndum af dönsurum: „Þessar staðalmyndir eru ekki allskostar réttar. Dans er ekki bara bleikar sokkabuxur og tútú- pils heldur mjög fjölbreytt listform. Sem dæmi má nefna að dansflokkurinn hefur núna í sýn- ingum tvö dansverk og er annað þeirra, til að mynda, fremur aggressíft og með tónlist sem höfðar mjög vel til stráka,“ bætir Bryndís við. Tvö námskeið eru haldin, 20. og 27. mars. Í hinu síðara taka nemendur úr Haga- og Val- húsaskólum þátt. Þótt námskeiðið sé að þessu sinni í samstarfi við skólana fjóra sem hér að of- an voru nefndir segir Bryndís að áhugasömum ungum karldönsurum úr öðrum skólum sé frjálst að setja sig í samband við Dansflokkinn og sækja um að fá að koma. Að námskeiðinu loknu er piltunum boðið á sýninguna „Talaðu við mig“ sem í eru tvö verk, eftir Didi Veldman og Rui Horta, og dansflokk- urinn setur upp um þessar mundir. Nánari upplýsingar um dansflokkinn og nám- skeiðið má finna á heimasíðu Íslenska dans- flokksins: www.id.is Dans | Íslenski dansflokkurinn býður strákum úr 9. og 10. bekk að kynnast danslistinni Strákarnir fá að dansa  Bryndís Nielsen fæddist í Madison-borg, Wisconsin í Bandaríkj- unum 1977. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1998 og BA- prófi í sálfræði með kynjafræði sem auka- grein frá Háskóla Ís- lands 2003. Þá lauk Bryndís mastersnámi í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths college í Lundúnum 2006. Brýndis hefur sinnt ýmsum ritstörfum og kynningarmálum en frá áramót- um hefur hún starfað sem kynningarfulltrúi Íslenska dansflokksins. Skráning og afhending gagna Ræ›a formanns Hrund Rudolfsdóttir, forma›ur stjórnar SVfi Ávarp Valger›ur Sverrisdóttir, vi›skiptará›herra Sk‡rsla um stö›u og horfur í fljónustugreinum á Íslandi Katrín Ólafsdóttir, a›júnkt Háskólanum í Reykjavík Innovation in the service sector - characteristics and policy consequences Per Koch, a›sto›arframkvæmdastjóri NIFU STEP, Rannsóknarstofnunar um n‡sköpun í Noregi A›ger›ir til a› bæta samkeppnishæfni fljónustufyrirtækja Gu›mundur Arason, framkvæmdastjóri Securitas hf. Annáll SVfi 2005 Sigur›ur Jónsson, framkvæmdastjóri SVfi Veitingar - Afhending gagna fyrir a›alfund Hef›bundin a›alfundarstörf D A G S K R Á 12:45 13:00 A›alfundur SVfi – Samtaka verslunar og fljónustu haldinn 21. mars 2006 á Grand Hótel Reykjavík fiema fundarins: N‡sköpun í fljónustu Á fundinum ver›ur kynnt vi›amikil úttekt á stö›u og horfum í íslenskum fljónustugreinum 14:40 15:00 Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Per Koch Valger›ur Sverrisd. Katrín Ólafsdóttir Hrund Rudolfsdóttir Gu›mundur Arason Sigur›ur Jónsson Vinsamlega tilkynni› flátttöku í síma 511 3000 e›a me› tölvupósti til svth@svth.is E in n t v e ir o g þ r ír 3 62 .0 0 9 Vilhjálmur Egilsson Jakob aftur. Norður ♠Á53 ♥543 A/Allir ♦6 ♣KG10654 Vestur Austur ♠K972 ♠D64 ♥2 ♥Á109876 ♦K98732 ♦Á5 ♣D9 ♣73 Suður ♠G108 ♥KDG ♦DG104 ♣Á82 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 hjarta 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Hjónin Jakob Kristinsson og Gail Hanson voru í vörn gegn þremur gröndum eftir sagnirnar að ofan. Spilið kom upp í hliðarkeppni á þjóðarleik- unum í Orlando fyrir tveimur árum. „NS voru næststerkasta par keppn- innar,“ segir Jakob – og bætir við: „Þú veist hvers vegna.“ Jakob kom út með smáan tígul og Gail tók með ás og spilaði tígulfimmu um hæl. Tígulstaðan lá þá nokkuð ljós fyrir og Jakob sá að hann yrði að leita fanga annars staðar. En hvar og hvernig? Jakob tók á tígulkónginn og skipti yfir í spaðakóng! Sagnhafi drap með ás og fór að telja punkta: Vestur hefur sýnt tvo kónga og virðist eiga spaða- drottningu líka. Austur hlýtur þar með að eiga laufdrottningu með rauðu ás- unum, því annars er enginn styrkur til að opna á einu hjarta. Sagnhafi drap því á á spaðaás, spil- aði laufgosa og lét hann rúlla til Jakobs í vestur. Einn niður og hreinn toppur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Kisur í miðborginni ÉG LAS uppástungu um það í Mbl. 16. mars að banna lausagöngu katta í miðborginni. Þeir væru greyin að reyna að hlýja köldum klóm með því að fara inn í búðir við Lauga- veginn. Ef þetta eru kettir sem eig- endur henda út úr húsi þegar þeir fara að heiman á morgnana er það forkastanlegt og það ætti enginn sem annt er um dýrið sitt að gera. Hins vegar ef um er að ræða ketti sem eru í neyð ber fólki að koma þeim til aðstoðar samkvæmt dýra- verndunarlögum. Sigríður í Katt- holti og hennar góða fólk eru alltaf tilbúin að hjálpa kisum. Þar er sko ekki kisum í kot vísað. Annars er einhver árátta hér að dýr í bæjum megi bara ekki sjást. Það sem vantar frekar er að hlúa að dýrum og vera góð við þau og mikið vantar upp á að sumt fólk sýni ábyrgð varðandi kattahald. Mega margir skammast sín í þeim efnum. Annað mál er, gerði það svo voðalega til að búðareigandi leyfði kaldri kisu að hlýja sér smástund? Mundi það ekki bara lífga upp á annars fremur dauflegan Lauga- veg? Eins kostar nú engar fúlgur að gefa svangri kisu þurrmat í gogginn. Að lokum, kæru kattavinir, styðj- um við bakið á Kattholti og því mikla og óeigingjarna starfi sem þar er unnið í þágu vegalausra og yfirgefinna katta. Kattavinur. Hreyfing Faxafeni ÁRIÐ 2001 stundaði ég líkamsrækt hjá Hreyfingu. Faðir minn greiddi reikninginn með visakorti og skrif- aði undir samning. Ári seinna sagði ég samningnum upp. Ég byrjaði aftur í Hreyfingu á síðasta ári, gerði greiðslusamning, að taka ætti mánaðarlega af debetkortinu mínu. Fyrir nokkrum vikum kom í ljós að þeir hjá Hreyfingu hafa dregið þennan pening af visakorti pabba í nær ár án hans samþykkis. Pabbi fór þangað til að fá skýringar. Þeir sáu að þeir höfðu gert mistök, kort- ið var notað í heimildarleysi (korta- upplýsingarnar hans voru enn í tölvunni 2005!). Pabbi krafðist end- urgreiðslu. Þeir spurðu hvort hann gæti ekki rukkað dóttur sína um peninginn! Pabbi hélt nú ekki, sagði að þeir hefðu verið að nota visa- kortið ólöglega. Pabbi fór í bankann og í kjölfarið var send krafa frá bankanum á Hreyfingu um endur- greiðslu. Ég hringdi svo nokkum vikum seinna og tala við starfs- mann hjá Hreyfingu. Ég fékk ekki blíðar móttökur, starfsmaðurinn byrjaði á því að segja að þeir væru búnir að reyna að hringja oft í mig út af þessu máli og að krafan væri komin. Ég var ekkert ánægð með þetta rugl hjá þeim og sagði það. Hún spurði hvort það væri ekki allt í góðu milli mín og pabba míns og hvort ég skoðaði ekki yfirlitið af debetkortinu! Hún var ekki á því að þeir hefðu gert neitt ólöglegt. Þetta mál er alvarlegt, að þeim skyldi detta það í hug að pabbi ætti að rukka mig fyrir pening sem þeir væru búnir að taka af honum á ólöglegan hátt. Ég var aldrei beðin afsökunar. Ég er hætt hjá Hreyf- ingu og þykir mér það miður. Guðný Hrund Rúnarsdóttir (160578-3519). Lyklakippa týndist FÖSTUDAGINN 10. mars töp- uðust húslyklar. Lyklakippan er merkt Renault. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 553 4569. Sigurrós. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HALDNIR verða tónleikar til heið- urs Jóni Nordal í Tónlistarhúsinu Laugarborg í dag. Flytjendur á tón- leikunum eru Tríó Reykjavíkur í samvinnu við Tónskáldafélag Ís- lands og hefjast tónleikarnir kl. 15. Á tónleikunum verða eingöngu flutt verk eftir Jón Nordal sem varð áttræður í þessum mánuði. Uppi- staðan er kammerverk fyrir fiðlu, selló og píanó sem spanna allan feril Jóns. Flest verkanna eru meðal þekktustu kammerverka Jóns sem hafa fyrir löngu náð hylli íslenskra flytjenda og tónlistarunnenda. Elst verkanna er Systur í Garðshorni fyr- ir fiðlu og píanó frá árinu 1944 en þar á eftir verður leikin Fiðlusónata frá 1952. Þá verða flutt Dúó fyrir fiðlu og selló frá 1983, Myndir á þili fyrir selló og píanó frá 1992 og loks tríóið Andað á sofinn streng fyrir fiðlu, selló og píanó sem samið var 1998. Jón Nordal heiðraður í Laugarborg Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.