Morgunblaðið - 31.03.2006, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
STJÓRNVÖLD í Íran standa
frammi fyrir tveimur kostum; að
halda fast í áform sín um auðgun úr-
ans og einangrast þannig á alþjóða-
vettvangi eða snúa aftur að samn-
ingaborðinu og leggja kjarnorku-
áætlanir sínar til hliðar. Þetta voru
þau skilaboð sem utanríkisráðherrar
sex stórvelda sendu ráðamönnum í
Teheran í gær, degi eftir að örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti ályktun þar sem Írönum er
veittur 30 daga frestur til að hætta
tilraunum með auðgun úrans.
Utanríkisráðherrar ríkjanna
fimm, sem fastafulltrúa eiga í örygg-
isráðinu, hittust á fundi í Berlín í gær
en gestgjafinn, þýski utanríkisráð-
herrann Frank-Walter Steinmeier,
sat einnig fundinn.
„Þetta voru skýr skilaboð til Írana
um að þeir ættu að velja leið við-
ræðna en ekki árekstra,“ sagði
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í gær um ályktun ör-
yggisráðsins en bandarísk stjórn-
völd eru sannfærð um að markmið
kjarnorkuáætlana Írana sé að búa til
kjarnorkuvopn, í andstöðu við samn-
inginn um bann við frekari út-
breiðslu kjarnavopna (NPT).
Íranar staðhæfa hins vegar að
þeir hyggist einungis framleiða
kjarnorku í friðsamlegum tilgangi,
þ.e. til orkunotkunar. Og talsmenn
þeirra brugðust í gær hart við sam-
þykkt öryggisráðsins. „Ákvörðun Ír-
ans um auðgun [úrans], einkum að
því er víkur að rannsóknum og þró-
unarvinnu, verður ekki breytt,“
sagði Aliasghar Soltanieh, sendi-
herra Írans hjá Alþjóðakjarnorku-
málastofnuninni í Vín (IAEA).
Komið til móts við sjónarmið
Rússa og Kínverja
Ályktun öryggisráðsins, sem var
samþykkt samhljóða með atkvæðum
allra fimmtán fulltrúanna í ráðinu, er
útvötnuð útgáfa af ályktunardrögum
sem Frakkar og Bretar höfðu lagt
fram; tóku vesturveldin þann kost að
koma til móts við óskir Rússa og
Kínverja sem hafa ekki viljað ljá
máls á neinum refsiaðgerðum gagn-
vart Íran, en þeir eiga í miklum við-
skiptum við Írana.
Í ályktuninni eru Íranar hvattir til
að fara þegar að tilmælum IAEA,
þar er lýst áhyggjum af því að írönsk
stjórnvöld hyggist með leynd koma
sér upp kjarnorkuvopnum, og kveðið
er á um að eftir þrjátíu daga eigi IA-
EA að skila öryggisráðinu skýrslu
þar sem fram komi hvort Íranar hafi
orðið við kröfunni um að leggja
kjarnorkuáætlanir sínar til hliðar.
Fá Íranar sem fyrr segir 30 daga
frest í stað tveggja vikna, sem var
upphafleg tillaga Frakka og Breta.
Ekki er kveðið á um neinar refsi-
aðgerðir, verði Íranar ekki við kröfu
öryggisráðsins, en Jack Straw, utan-
ríkisráðherra Bretlands, sagði í gær
að slíkt gæti fylgt í kjölfarið. Hér er
hins vegar ágreiningur milli þjóð-
anna, sem funduðu í Berlín í gær, því
að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði Rússa í gær mót-
fallna öllum refsiaðgerðum. Lausnin
á deilunni yrði að finnast á vettvangi
IAEA; sem eftirlit hefur með því að
þjóðir, sem undirritað hafa NPT-
samninginn, haldi hann í heiðri.
Loftárásir raunhæfur kostur?
Hljótist enginn árangur af þeim
þreifingum, sem nú standa yfir,
verður að teljast líklegt að hugsan-
leg hernaðaríhlutun komi til um-
ræðu í framhaldinu. En sá kostur er
fyrst og fremst talinn fela í sér, að
Bandaríkin og/eða Ísrael myndu
gera loftárásir á kjarnorkustöðvar
Írana og þannig draga verulega úr
tækifærum þeirra til að þróa kjarn-
orkuvopn í nánustu framtíð.
Vandinn er hins vegar sá, eins og
fram kom í fréttaskýringu Pauls
Reynolds á vefsíðu BBC, að kjarn-
orkustöðvar Írana eru dreifðar um
allt landið og er ein meira að segja
neðanjarðar.
Ekki er talið að þessi kostur sé í
reynd ofarlega í huga manna um
þessar mundir, það var m.a. mat
Magnúsar Þorkels Bernharðssonar,
sérfræðings í sögu Mið-Austurlanda,
á fundi í Háskóla Íslands í gær en
hann sagði lítinn pólitískan stuðning
við slík úrræði í Bandaríkjunum sem
stendur. George W. Bush Banda-
ríkjaforseti hefur á hinn bóginn lýst
því yfir án nokkurra málalenginga að
Bandaríkin geti ekki sætt sig við eða
horft upp á það aðgerðalaus, að Íran
komi sér upp kjarnorkuvopnum.
Ályktun öryggisráðs SÞ
„skýr skilaboð“ til Írana
Talsmenn stjórnvalda í Teheran aftaka með öllu að verða
við kröfum um að hætta auðgun úrans
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
SAMNINGAVIÐRÆÐUR hófust í
gær um að réttarhöld í stríðsglæpa-
máli Charles Taylors, fyrrverandi
forseta Líberíu, færu fram í Haag í
Hollandi. Stríðsglæpadómstóll í
Síerra Leóne fór formlega fram á að
réttað yrði yfir Taylor í dómhúsi Al-
þjóðlega sakamáladómstólsins í
Haag af öryggisástæðum. Óttast er
að átök geti blossað upp fari rétt-
arhöldin fram í Freetown, höfuð-
borg Síerra Leóne.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Hollands, Dirk-Jan Vermeij, sagði
að stjórn landsins myndi verða við
beiðninni ef nokkrum skilyrðum yrði
fullnægt, meðal annars að öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna heimilaði
með sérstakri ályktun að réttarhöld-
in færu fram í Haag.
Seldi uppreisnarmönnum
vopn fyrir demanta
Charles Taylor er 58 ára og var
stríðsherra áður en hann var kjörinn
forseti Líberíu. Hann er talinn hafa
átt mjög stóran þátt í borgarastríð-
um í heimalandi sínu og grannríkinu
Síerra Leóne á árunum 1989 til
2003. Stríðin kostuðu um 400.000
manns lífið í löndunum tveimur.
Alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll í
Síerra Leóne hefur ákært Taylor
fyrir glæpi gegn mannkyninu. Er
hann sakaður um að hafa selt upp-
reisnarhreyfingu í Síerra Leóne
vopn fyrir demanta. Hreyfingin
gerðist sek um skelfileg grimmdar-
og níðingsverk, morð, nauðganir og
skipulegar limlestingar á tugum
þúsunda manna. Vígamenn hreyf-
ingarinnar hjuggu fætur og hendur
af fórnarlömbunum með sveðjum og
öxum. Börn voru hneppt í þrældóm
og neydd til að taka þátt í hern-
aðinum.
„Sönnunargögnin sem við höfum
benda til þess að hann hafi notað
demantana okkar til að kynda undir
stríðinu og valda þjóð okkar ólýs-
anlegum þjáningum,“ hafði frétta-
vefur breska ríkisútvarpsins, BBC,
eftir dómsmálaráðherra Síerra
Leóne, Frederick Carew.
Óttast skæruhernað
Óttast er að stuðningsmenn Tay-
lors safni liði og hefji skæruhernað í
Líberíu og Síerra Leóne fari rétt-
arhöldin fram í Freetown. Fyrrver-
andi ráðgjafi Taylors, Kilari Anand
Paul, sagði að hann yrði ánægður
með að réttarhöldin færu fram í
Haag. Stuðningsmenn Taylors ótt-
ast að réttarhöldin verði ekki sann-
gjörn fari þau fram í Freetown, jafn-
vel þótt dómararnir komi frá öðrum
löndum.
Taylor nýtur enn talsverðs stuðn-
ings í heimalandi sínu. James Bleet-
an, ritstjóri dagblaðsins New Stand-
ard, kvaðst telja að Taylor hefði
sigrað örugglega í síðustu forseta-
kosningum í Líberíu hefði hann ver-
ið í framboði.
Sigurvegari kosninganna, Ellen
Johnson-Sirleaf, sagði eftir að hún
tók við forsetaembættinu í janúar að
endurreisn landsins hefði forgang,
ekki mál Taylors. Tveimur mánuð-
um síðar kom þó í ljós að hún hafði
óskað eftir því formlega við stjórn
Nígeríu, þar sem Taylor var í útlegð,
að hann yrði framseldur til Líberíu.
Talið er að vestræn stjórnvöld,
einkum Bandaríkjastjórn, hafi lagt
fast að Sirleaf að krefjast þess að
Taylor yrði framseldur. Hermt er að
hann hafi reynt að flýja til Kamerún
eftir að skýrt var frá því að stjórn
Nígeríu hefði samþykkt framsals-
beiðnina.
Sirleaf kvaðst í gær vera hlynnt
því að Taylor yrði dreginn fyrir rétt
í Haag.
Talsmenn stríðsglæpadómstólsins
í Síerra Leóne lögðu áherslu á að
hann ætti að annast réttarhöldin
þótt þau færu fram í Haag. Samein-
uðu þjóðirnar, stjórn Síerra Leóne
og ríki, sem hafa veitt landinu að-
stoð, stofnuðu dómstólinn til að
fjalla um stríðsglæpi sem framdir
voru í landinu. Enginn dómstólanna
í Haag hefur umboð til að fjalla um
þá glæpi sem Taylor er sakaður um.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði að öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna þyrfti að heimila að rétt-
arhöldin færu fram í Haag og
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, teldi að slík
ályktun yrði samþykkt „tiltölulega
fljótt“.
Óska eftir því að
réttað verði yfir
Taylor í Haag
Óttast að átök blossi upp fari réttar-
höldin fram í Síerra Leóne
6'1+>?1@>A+
"
$%%&
'(($
'(('!
"
'(()#
$ %! &
'$
'((*
%
(
( (
&
%
&
)
&( %
'(((* &
#,-
. &
&"
+ , - . / +
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
’Hreyfingin gerðist sekum skelfileg grimmdar-
og níðingsverk, morð,
nauðganir og skipulegar
limlestingar á tugum
þúsunda manna.‘
YFIRVÖLD í nokkrum ríkjum Mið-Evrópu eru í við-
bragðsstöðu vegna mikillar flóðahættu eftir miklar
rigningar, asahláku í fjöllum og leysingar. Í gær
var ástandið einna verst í suðausturhluta Tékklands
og var um 10.000 manns í bænum Znojmo gert að
yfirgefa heimili sín í fyrradag, eftir að vatnsmagn
árinnar Dyje þrjátíufaldaðist. Rennur Dyje í Dóná.
Þá hafa vatnavextir í helstu ám í Slóvakíu, Póllandi,
Austurríki, Þýskalandi og Ungverjalandi leitt til
viðvarana um flóðahættu í miðhluta álfunnar. Tveir
hafa látist í flóðunum, einn í Tékklandi, annar í Sló-
vakíu.
Íbúar tékkneska bæjarins Vranov nad Dyji róa
hér báti eftir að vatn flæddi inn í hús þeirra.
AP
Varað við flóðahættu í Evrópu
Bagdad. AFP. | Mannræningjar í Írak
slepptu í gær úr haldi bandaríska
blaðamanninum Jill Carroll en henni
var rænt í Bagdad fyrir tólf vikum.
Carroll, sem starfaði fyrir blaðið
Christian Science Monitor, var við
góða heilsu.
Vopnaðir mannræningjar myrtu
íraskan túlk Carroll er þeir rændu
henni í Bagdad 7. janúar sl. Þeir hót-
uðu ítrekað að drepa Carroll ef kröf-
um þeirra yrði ekki mætt, en mann-
ræningjarnir vildu að öllum konum í
fangelsum Írak
yrði sleppt.
„Ég er glöð yfir
því að geta um
frjálst höfuð
strokið. Mestu
skiptir fyrir mig
að hitta ástvini
mína sem fyrst,“
sagði Carroll.
Hún bætti við að
gíslatökumenn hefðu aðeins leyft
henni að fara á milli herbergisins,
sem hún var geymd í, og salernisins
meðan á fangavistinni stóð. Hún
kvaðst ekki vita hvers vegna mann-
ræningjarnir tóku hana í gíslingu.
„Ég fékk aðeins einu sinni að lesa
dagblað og horfa á sjónvarp, svo ég
vissi hvað væri að gerast í umheim-
inum,“ sagði Carroll, sem er 28 ára
gömul. „Það var komið vel fram við
mig. Þeir börðu mig aldrei. Ég var á
öruggum stað, með góðum húsgögn-
um og nóg af mat. Mér var leyft að
fara í sturtu.“
Laus úr haldi mannræningja í Írak
Jill Carroll