Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MARS ÍSLENSKA lambalærið er alltaf gott kryddað og ofnsteikt, en það er líka hægt að gera á því ýmsar tilraunir með góðum og gómsætum árangri. Daglegt líf fékk Sólmund Oddsson, kjötiðnaðarmeistara hjá Nóatúni, til liðs við sig. Hann var beðinn um að kenna áhugasömum réttu handtökin við úrbeiningu lambalæris og auk þess að koma með hugmyndir að tveimur ólíkum fyllingum, sem hægt er að fylla lærin með áður en þau eru sett í ofninn. Áður en Sólmundur hófst handa við úrbeininguna lagði hann á það ríka áherslu að mikilvægt væri að brúka góða og beitta kjöthnífa við athöfn þessa. Úrbeiningin fælist í því að fjarlægja þrjú bein úr lær- inu, í fyrsta lagi rófubeinið, síðan mjaðmabeinið og loks lærlegginn. Á meðfylgjandi myndum sést hvernig best er að bera sig að við úrbein- inguna, en treysti menn sér ekki í athöfn þessa má alltaf leita til kjöt- meistara Nóatúns, að sögn Sól- mundar, sem úrbeina fyrir við- skiptavini með glöðu geði. Einnig má benda á að læri fást úrbeinuð og fyllt í verslunum Nóatúns. Sólmundur bar fram tvær ólíkar fyllingar í lærin. Annars vegar vill- isveppa- og tómatfyllingu og hins- vegar ávaxta- og gráðostafyllingu. Að lokum er fyllta lærið steikt í ofni við 180–200° í 1½–2 tíma. Gott er að snúa því tvisvar til þrisvar á meðan á steikingu stendur.  HELGARSTEIKIN | Úrbeinað, ofnsteikt, fyllt lambalæri í matinn Gómsætar fyllingar gera gæfumuninn 1. Lærið fituhreinsað. Rófubein fjarlægt. 2. Mjaðmabein losað frá mjaðmalið. 3. Skorið upp með lærleggnum allan hringinn. 4. Lærinu snúið við. Skankinn úrbeinaður og skorið meðfram lið. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is 5. Himnur skafnar frá leggliðnum. 6. Lærleggurinn snúinn út. 7. Sjáanleg fita hreinsuð út. 8. Þegar úrbeiningunni er lokið hafa þrjú bein verið fjarlægð, rófubeinið, mjaðmabeinið og lærleggurinn.9. Fyllingin sett inn í lærið, en gott er að krydda það smávegis að innan áður. Villisveppa- og tómatfylling Þurrkaðir villisveppir, bleytt- ir upp í volgu vatni í 15–20 mínútur. Sólþurrkaðir tómatar ásamt olíunni af tómötunum Fetaostur án olíunnar Krydd eftir smekk Ávaxta- og gráðostafylling Þurrkaðir ávextir Gráðostur eftir smekk, skor- inn í sneiðar Krydd eftir smekk Eftir að úrbeiningin er um garð gengin, er annarri hvorri fyllingunni komið fyrir innan í lærinu. Tvær aðferðir eru til við að loka lærinu, að sögn Sól- mundar. Best er að loka lærinu með neti, en ef það er ekki til, má loka lærinu með því að stinga löngum tréprjóni í gegn- um það svo fyllingin haldist á sínum stað. Uppáhaldskryddið hans Sólmundar á lamb- asteikina er kryddið „Best á lambið“, en auðvitað hafi menn sína sérdynti þegar kemur að krydduninni. Morgunblaðið/Kristinn Sólmundur Oddsson, kjötiðnaðarmeistari hjá Nóatúni, segir mikilvægt að brúka beitta kjöthnífa við úrbeininguna á lambalærinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.