Morgunblaðið - 13.04.2006, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞETTA er mjög mikil hækkun og
kemur í kjölfar mikilla gengisbreyt-
inga. Auk þess er olíuverð hátt um
þessar mundir og ennþá, svo merki-
legt sem það er, hækkun á fasteigna-
markaði að því er virðist. Þetta
leggst allt saman og er svona í meg-
inatriðum í takt við þær spár sem
bankinn hafði gert en þó heldur í efri
kanti þeirra,“ sagði Davíð Oddsson,
formaður bankastjórnar Seðlabank-
ans.
Hann sagði að þeir teldu að fast-
eignamarkaðurinn hlyti að fara að
róast. Vaxtakjör hefðu þrengst og
mettun orðið og verð á nýrri íbúðum
hefði farið lækkandi og meiri sölu-
tregða þar en áður hefði verið.
Tekur tíma að síast inn
„Engu að síður má einnig búast
við því að það taki nokkurn tíma fyrir
gengisbreytingar
af þessu tagi að
síast inn í verð-
lag, þannig að
þeim áhrifum er
ekki öllum lokið
ennþá,“ sagði
Davíð.
Hann sagði að
viðskiptahallinn
myndi minnka
þegar fram í sækti vegna þessara
breytinga, auk þess sem menn ættu
að fá trú á því að gengið væri komið í
meiri jöfnuð, þó að vísu að þekkt
væri að yfirskot gætu orðið í genginu
bæði þegar það hækkaði og lækkaði.
Davíð sagði að aðhald skipti mjög
miklu máli við þessar aðstæður. Það
væri ljóst að ýmis umbrot á launa-
markaði væru til þess fallin að auka
verðbólguþrýsting verulega.
Formaður bankastjórnar Seðlabankans
Í meginatriðum í takt
við spár bankans
Davíð Oddsson
HALLDÓR Ás-
grímsson for-
sætisráðherra
segir að hækkun
neysluverðsvísi-
tölunnar sé mikil.
Þess hafi verið
vænst að verð-
bólguskot kæmi í
kjölfar breytinga
á genginu. Það
sem vekti athygli
sína væri að þetta væri að mestu
vegna eigin bifreiðar og húsnæðis.
Það hefðu flestir búist við að húsnæð-
isliðurinn lækkaði, en sá liður væri
um það bil 30% af þessari hækkun nú.
Halldór sagði að það væri að sumu
leyti jákvætt að fá nú fram þessar
breytingar á genginu en það yrði til
þess að það drægi hraðar úr við-
skiptahallanum. Sér væri hins vegar
ljóst að það myndi taka nokkurn tíma
að verðbólguskotið gengi yfir.
„Það er mjög mikilvægt nú á næst-
unni að allir gæti aðhalds, bæði rík-
isvaldið og sveitarfélögin. Ég veit að
það er erfitt í kosningabaráttunni, en
það er mjög mikilvægt. Það er líka
nauðsynlegt að hemja launamarkað-
inn þótt ég geri mér grein fyrir því að
það verði ekki hjá því komist að á
næstunni verði einhverjar leiðrétting-
ar á allra lægstu laununum. Vandinn
er hins vegar sá hvernig því verði við
komið án þess að það hafi áhrif á ann-
að,“ sagði Halldór.
Hann sagði að ef það gerðist myndi
það ekki skila neinum kjarabótum
heldur verðbólgu fyrst og fremst.
Halldór sagði að það væri líka mik-
ilvægt að bankarnir hemdu útlán sín.
Það hefði gengið hægar að því er virt-
ist en hann hefði vonast til, en þeir
fullyrtu að það væri í farvegi.
Halldór benti á að gengi krónunnar
hefði lækkað mjög mikið og hann teldi
það ekki endurspegla efnahagslegan
veruleika. Það væri komið yfirskot, en
hann væri að vonast til að jafnvægi
skapaðist í kringum það gengi sem
væri um þessar mundir.
Efnahagslífið stendur
mjög traustum fótum
Hann teldi að efnahagslífið stæði
mjög traustum fótum og enn traust-
ari fótum en áður eftir þessar breyt-
ingar, því útflutningsatvinnuvegirnir
sem hefðu kvartað mest hefðu nú
fengið leiðréttingu. Það væru já-
kvæðu fréttirnar, en neikvæðu frétt-
irnar væru það verðbólguskot sem
kæmi í kjölfarið.
Spurður hvort gengisbreytingarn-
ar undanfarna daga ýttu undir um-
ræðu um evruna sagði Halldór: „Ég
tel að þessar sviptingar leiði hugann
að því hvað íslenskt efnahagslíf og ís-
lenska krónan er viðkvæm fyrir ut-
anaðkomandi áhrifum og þar af leið-
andi komi til með að verða miklu
meiri umræða um evruna í atvinnulíf-
inu og í fjármálastofnunum en áður
hefur verið. Ég hef áður margoft bent
á það hvað sú umræða er lítil, en það
eru hlutir sem verður að horfa á til
lengri tíma litið. Það er ekkert sem
gerist á stuttum tíma, en ég tel mik-
ilvægt fyrir okur að læra af þessari
reynslu og draga réttar ályktanir út
frá því. Vaxtakostnaður er alltof hár
hér á landi. Það er staðreynd sem
menn komast ekki framhjá, vaxta-
kostnaður sem skerðir samkeppnis-
stöðu landsins og við þurfum að svara
þeirri spurningu hvernig við getum
lækkað hann til lengri tíma litið með
okkar viðkvæmu krónu hafandi það í
huga að við erum hér á frjálsum fjár-
magnsmarkaði þar sem menn flytja
peninga á milli eftir því sem hverjum
sýnist,“ sagði Halldór ennfremur.
Verðbólgan er nú sú mesta sem mælst hefur hér á landi í fjögur ár eða 5,5% undanfarna tólf mánuði
Nauðsynlegt að hemja
launamarkaðinn
Halldór
Ásgrímsson
Mun taka nokkurn tíma að verðbólguskotið gangi yfir
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands segir
að verðbólguhorfur næstu mánuði
séu dökkar og búast megi við að veik-
ing krónunnar skili sér í auknum
mæli út í verðlag á næstu mánuðum.
„Ekki er ljóst að hve miklu leyti
veiking krónunnar leiðir til hækkunar
á vöruverði þegar það er haft í huga
að styrking krónunnar skilaði sér
bara að hluta til lækkunar á vöruverði
þegar krónan var hvað sterkust,“ seg-
ir ennfremur á vef ASÍ vegna nýrrar
neysluverðsvísitölu.
„Síðustu tólf mánuði hefur verð-
bólga samkvæmt mælingu Hagstof-
unnar verið 5,5%. Verðbólgan er því
heilum 3% stigum yfir verðbólgu-
markmiði Seðlabanka Íslands. Fara
þarf aftur til maí 2002 til að finna við-
líka verðbólgutölur. Verðbólgan hef-
ur nú verið yfir verðbólgumarkmiði
Seðlabankans í tvö ár og yfir efri vik-
mörkum bankans í átta mánuði í röð.
Aukin verðbólga nú skýrist af mikl-
um hækkunum á bensíni og dísilolíu,
nýjum bílum og húsnæði, auk þess
sem áhrifa hækkandi vaxta á íbúða-
lánum er farið að gæta í vísitölunni.
Þessu til viðbótar hækkar fatnaður
nokkuð vegna útsöluloka.“ Þá segir
að líkur séu á að verðbólgan aukist
umtalsvert á næstu mánuðum.
Trúverðug efnahagsstjórn
skiptir öllu
„Seðlabankastjóri hefur sagt að til
greina komi að hækka stýrivexti í
16%. Ekki hefur heyrst neitt frá rík-
isstjórninni hvað hún hyggst leggja
að mörkum til að hemja verðbólgu og
koma á stöðugleika. Grannt verður
fylgst með viðbrögðum ríkisstjórnar-
innar og Seðlabankans. Trúverðug
efnahagsstjórn skiptir öllu máli.“
ASÍ um veikingu krónunnar
Verðbólguhorfur
dökkar næstu mánuði
SJÁLFBOÐASAMTÖKIN Verald-
arvinir hyggjast á næstu sex árum
hreinsa íslensku strandlengjuna í
samstarfi við sveitarfélög landsins.
Til þess verður óskað eftir bæði ís-
lenskum og erlendum sjálf-
boðaliðum og segir Þórarinn Ív-
arsson, formaður samtakanna, að
alls muni um 1.600 sjálfboðaliðar
koma að verkefninu. Strandlengja
Íslands er um 4.950 kílómetrar og
talið er að 134.400 vinnustundir fari
í verkefnið á sex árum.
Veraldarvinir voru stofnaðir árið
2001 að frumkvæði Þórarins og eru
samtökin að hluta til að erlendri fyr-
irmynd og er þar horft til sjálf-
boðaliðasamtaka sem vinna að nátt-
úruverndar- og samfélagslegum
verkefnum með aðstoð sjálfboðaliða
hvaðanæva úr heiminum. Sjálfboða-
starfið fer þannig fram að unnið er í
12–20 manna hópum í tvær vikur í
senn og segir Þórarinn að fólk komi
sér sjálft á staðinn en fái mat og hús-
næði á meðan unnið er.
Hann segir að Veraldarvinir hér
heima hafi undanfarin ár einbeitt
sér að náttúruvernd, m.a. með því
að leggja gönguleiðir og rækta
plöntur en einnig með því að hreinsa
strandlengjuna og má því segja að
verkefnið sé þegar hafið. Hinir ís-
lensku veraldarvinir hafa hreinsað
strandlengjuna á Norðausturlandi
undanfarin þrjú ár og segir Þór-
arinn að í kjölfarið hafi verið tekin
ákvörðun um að hreinsa alla strand-
lengjuna.
„Það er mikið af plasti, netadræs-
um og öðru rusli sem rekur á
strandirnar sem þarf að hreinsa,“
segir hann og bætir við að ætlunin
sé ekki að fjarlægja rekavið af
ströndunum heldur fyrst og fremst
það sem á ekki erindi í náttúruna.
Elsti sjálfboðaliðinn 73 ára
Sveitarfélögin munu svo aðstoða
samtökin við að flytja úrganginn
burt og endurvinna hann. Það sem
ekki er unnt að fjarlægja með ber-
um höndum verður kortlagt og fjar-
lægt síðar, segir Þórarinn.
Undanfarin sumur hafa samtökin
tekið við miklum fjölda af erlendum
sjálfboðaliðum og segir Þórarinn að
alls hafi á fimmta hundrað manns
komið hingað til lands síðasta sumar
til að taka þátt í verkefnum samtak-
anna. Hópurinn er fjölbreyttur, frá
27 löndum og á öllum aldri, þótt al-
gengast sé að ungt fólk taki þátt. Sá
elsti sem kom í fyrrasumar var hins
vegar 73 ára að sögn Þórarins. Að-
spurður hvort ekki sé reynt að fá Ís-
lendinga til þátttöku segir hann að
það standi að sjálfsögðu til boða en
hins vegar sé það sín reynsla að Ís-
lendingar séu ekki mjög viljugir að
taka að sér vinnu án þess að fá greitt
fyrir hana. Þó komi einnig til að
samtökin hafi ekki lagt mikið upp úr
að kynna starfsemi sína hér á landi.
Hann vill hins vegar hvetja alla Ís-
lendinga til að taka þátt í starfinu og
aðstoða við að hreinsa strandlengj-
una hér við land.
Samtökin Veraldarvinir ætla í stórátak á næstu sex árum
Hreinsa strandlengju
Íslands í sjálfboðavinnu
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Um 1.600 sjálfboðaliðar munu á næstu sex árum hreinsa strandlengju Íslands en hún er um 4.950 kílómetra löng.
TENGLAR
..............................................
www.wf.is
HANNES G.
Sigurðsson, að-
stoðarfram-
kvæmdastjóri
Samtaka atvinnu-
lífsins, segir að
gengi krónunnar
hafi lækkað ört
undanfarið og
hraðar en búist
hafi verið við.
Innflutningsfyr-
irtæki hafi mörg hver brugðist
strax við hækkun innflutningsverðs
með hækkuðu vöruverði og mark-
aðurinn taki við verðhækkunum
vegna mikils eftirspurnarþrýstings.
Nýjasta verðbólgumæling Hagstof-
unnar staðfesti þetta.
Hættulegar væntingar
„Væntingar um mikla verðbólgu
eru hættulegar efnahagslífinu
vegna þess að þær eru sjálfar til
þess fallnar að stuðla að verðhækk-
unum og vaxandi verðbólgu. Það er
almennt mjög erfitt að vinda ofan af
slíkum væntingum og það á sér-
staklega við um núverandi aðstæð-
ur í efnahagslífinu þar sem inn-
streymi fjármagns vegna
stóriðjuframkvæmda er enn mikið
og framkvæmdamet eru slegin í
íbúðafjárfestingum,“ sagði Hannes
ennfremur.
Hann sagði að það sem helst gæti
unnið gegn miklum verðbólguvænt-
ingum væri að um hægist á fast-
eignamarkaði, að það dragi úr lán-
veitingum til íbúðamarkaðarins og
að hart verði stigið á bremsurnar í
opinberum fjármálum, bæði ríkis og
sveitarfélaga.
Framkvæmdaáform
verður að endurskoða
„Mikil framkvæmdaáform opin-
berra aðila á næsta ári verður því
að endurskoða. Þá er það alveg ljóst
að launahækkanir, hvort sem þær
koma í kjölfar kjarasamninga, per-
sónubundinna samninga eða ólög-
legra verkfallsaðgerða á borð við
setuverkföll, virka sem olía á verð-
bólgubálið. Það er útilokað að ná
verðbólgunni niður á svipað stig og
í löndunum í kringum okkur nema
að það hægi á launabreytingum á
næstu misserum og að þær komist
niður á svipað stig og í viðskipta-
löndum okkar,“ sagði Hannes einn-
ig.
Launahækkanir
virka sem olía á
verðbólgubálið
Hannes G.
Sigurðsson