Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 24

Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 24
24 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR                                                                        !      "       # $%       !"# &                        '       (  "                               "              # $%  #$$ %   &&&' ' (    )*+ ),-. /01  2, 3 !3  4   5  # )    !*                    "                         !*                  *  +        !     , *  AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | „Það fer mikill tími í að spila hér og þar. En það er svo skemmtilegt,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, tvítugur fagottnemandi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hvatningarverðlaun Glitnis banka voru veitt í fyrsta skipti við skólaslit Tónlistarskólans og komu þau í hlut Rebekku. Rebekka hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Keflavík ung að árum og hélt náminu áfram við stofnun Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Ég er alin upp í þessu. Mamma [Karen Sturlaugsson] er trompetleikari og tón- listarkennari. Ég fékk oft að fljóta með í tónleikaferð- um,“ segir Rebekka. Hún byrjaði að læra á píanó og bætti síðan sellóinu við. Einnig lærði hún á baritonhorn. „Mömmu fannst ekki sniðugt að ég færi með í lúðrasveit- arferðalög án þess að hafa blásturshljóðfæri þannig að ég fór að læra á fagott og svo bættist bassinn við. Fagottið er núna aðalhljóðfærið en ég spila líka á bassa,“ segir Rebekka. Rebekka hefur alla tíð verið virk í starfsemi Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Hefur verið dugleg að taka þátt í hljómsveitarstarfi og verið ötul í fjáröflunarstarfi fyrir tónleikaferðir. Hún hefur einnig verið eftirsótt sem fagottleikari utan skólans. Hún segist hafa tekið þátt í starfi Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna og Sinfóníuhljómsveit ungs fólks, einnig tekið þátt í uppfærslu með Íslensku óper- unni, svo nokkuð sé nefnt. „Hún hefur því haldið nafni Tónlistarskóla Reykjanesbæjar víða á lofti,“ svo vitnað sé til orða Unu Steinsdóttur, útibússtjóra Glitnis, við af- hendingu hvatningarverðlaunanna. Rebekka stundar nú nám við Kvikmyndaskóla Íslands samhliða tónlistinni. „Ég er nýbyrjuð en þetta er mjög skemmtilegt nám,“ segir hún. Þá vinnur hún með þessu öllu í bakaríinu hjá Sandholt á Laugavegi. „Það verður að ráðast,“ segir Rebekka þegar hún er spurð um framtíðaráformin. Hún segist hafa verið ákveðin í því á tímabili að gerast ekki atvinnumaður í tónlist. Svo komi tímabil þar sem hún spyrja sjálfa sig af hverju hún ætti ekki að slá til og láta reyna á þetta. „Það kemur alveg til greina,“ segir hún og viðurkennir að gaman sé að fá hvatningu eins og birtist í hvatningar- verðlaunum Glitnis. Auk heiðursins sem felst í verðlaununum fær Rebekka styrk frá Glitni sem varið er til greiðslu skólagjalda hennar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottnemandi við Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, fékk hvatningarverðlaun Glitnis Skemmtilegt að spila Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Hvatning Rebekka Bryndís Björnsdóttir stundar kvik- myndanám og leikur á fagott og rafbassa. MIKIL spenna er fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar á Akureyri í dag. Ef marka má skoðana- kannanir er meirihluti sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna fallinn en framboðin störfuðu öll af fullum krafti í gær, og kynntu stefnumál sín, m.a. fyrir vegfarendum í miðbænum. Oddvitar fram- boðanna sex komu svo fram í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Aksjón í gærkvöldi og þá voru meðfylgjandi myndir teknar. Kynntu sig í beinni útsendingu Jóhannes Bjarnason, oddviti framsóknarmanna, og Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðis- manna, sestir fyrir útsendinguna, hljóðnemi festur á Odd Helga Halldórsson, oddvita L-listans, en Björn Þorláksson sjónvarpsmaður er tilbúinn í slaginn. Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonStarfsmaður Aksjón festir hljóðnema á Hermann Jón Tómasson, oddvita Samfylkingarinnar. Til hægri er Baldvin H. Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna. ÖLL framboðin til bæjarstjórnar verða með kosningakaffi í dag og kosningavöku í kvöld. Framboðin taka fram að allir séu velkomnir.  B-listinn | Kosningakaffi fram- sóknarmanna verður í Vélsmiðj- unni kl. 14.30–18. Kosningavaka verður að Hólabraut 13 og hefst kl. 21.  D-listinn | Kosningakaffi sjálf- stæðismanna verður á Hótel KEA kl. 14–17. Kosningavaka hefst á sama stað kl. 22.  L-listinn | Kosningakaffi Lista fólksins verður í Allanum (áður húsi aldraðra) kl. 13–17. Kosn- ingavaka á sama stað frá kl. 21.  O-listinn | Kosningakaffi Fram- fylkingarflokksins verður á Par- ken kl. 14–17. Kosningavaka verður á Strikinu og hefst kl. 22.  S-listinn | Kosningakaffi Sam- fylkingarinnar verður kl. 13–18 á Kaffi Akureyri. Kosningavaka hefst í Lárusarhúsi kl. 22.  V-listinn | Vinstri grænir verða með kosningakaffi á Rocco (áður Oddvitanum) kl. 14–18. Kosn- ingavaka hefst á sama stað kl. 21. Kosningavökur og kaffiboð SÝNING verður opnuð á Íslands- verkum þýska myndlistarmannsins Rudolfs Reiters í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Hannes Sigurðsson, forstöðu- maður Listasafnsins á Akureyri, segir sýninguna mjög sérstaka. „Á sýningunni eru þrír voldugir strangar, sem kalla mætti „eld- verk“ því aðeins ellefu dögum síðar, eða hinn 8. júní, verða myndirnar fluttar með tilþrifum austur í Kröfluhraun þar sem þeim verður sökkt í stóra gjá að listamanninum viðstöddum ásamt hópi aðdáenda meistarans og fjölda erlendra blaðamanna. Þarna í iðrum jarðar munu verkin svo að fá að „malla“ á lágum hita í 3–4 vikur. Að því búnu verða þau sótt og höfð til sýnis á sama stað í þeirri mynd sem náttúr- an hefur skilað þeim,“ segir Hann- es. Fyrir rúmu ári fór Rudolf Reit- er í könnunarleiðangur til að finna hentugan stað til að sökkva nokkr- um myndum í eldinn. Með hjálp fróðra jarðfræðinga fann hann djúpa og mikla gjá í norðanverðu Kröfluhrauni sem virtist vera mjög hentugur staður til að fremja gjörn- inginn. Í framhaldi af Íslandsferð- inni málaði Reiter mörg málverk sem hafa verið til sýnis í Þýska- landi, nú síðast á flugvellinum í München, þar sem þær kallast á við landslagsljósmyndir Emils Þórs Sigurðssonar. Rudolf Reiter, sem er borinn og barnfæddur Bæjari, er einn af kunnustu myndlistarmönnum sam- tímans í Þýskalandi. Hann hefur verið kenndur við „nýrómantík“ og telst jafnframt í fremstu röð þeirra sem fást við þá tegund málaralistar sem á þýsku gengur undir heitinu „Informelle Malerei“ (óformlegt málverk), að sögn Hannesar. Verkefni þetta er unnið í sam- vinnu við Listasafnið á Akureyri, Menningarmiðstöðina í Listagili og Icelandair. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15. Íslandsverk Reiters verða látin malla í iðrum jarðar við Kröflu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.