Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR                                                                        !      "       # $%       !"# &                        '       (  "                               "              # $%  #$$ %   &&&' ' (    )*+ ),-. /01  2, 3 !3  4   5  # )    !*                    "                         !*                  *  +        !     , *  AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | „Það fer mikill tími í að spila hér og þar. En það er svo skemmtilegt,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, tvítugur fagottnemandi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hvatningarverðlaun Glitnis banka voru veitt í fyrsta skipti við skólaslit Tónlistarskólans og komu þau í hlut Rebekku. Rebekka hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Keflavík ung að árum og hélt náminu áfram við stofnun Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Ég er alin upp í þessu. Mamma [Karen Sturlaugsson] er trompetleikari og tón- listarkennari. Ég fékk oft að fljóta með í tónleikaferð- um,“ segir Rebekka. Hún byrjaði að læra á píanó og bætti síðan sellóinu við. Einnig lærði hún á baritonhorn. „Mömmu fannst ekki sniðugt að ég færi með í lúðrasveit- arferðalög án þess að hafa blásturshljóðfæri þannig að ég fór að læra á fagott og svo bættist bassinn við. Fagottið er núna aðalhljóðfærið en ég spila líka á bassa,“ segir Rebekka. Rebekka hefur alla tíð verið virk í starfsemi Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Hefur verið dugleg að taka þátt í hljómsveitarstarfi og verið ötul í fjáröflunarstarfi fyrir tónleikaferðir. Hún hefur einnig verið eftirsótt sem fagottleikari utan skólans. Hún segist hafa tekið þátt í starfi Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna og Sinfóníuhljómsveit ungs fólks, einnig tekið þátt í uppfærslu með Íslensku óper- unni, svo nokkuð sé nefnt. „Hún hefur því haldið nafni Tónlistarskóla Reykjanesbæjar víða á lofti,“ svo vitnað sé til orða Unu Steinsdóttur, útibússtjóra Glitnis, við af- hendingu hvatningarverðlaunanna. Rebekka stundar nú nám við Kvikmyndaskóla Íslands samhliða tónlistinni. „Ég er nýbyrjuð en þetta er mjög skemmtilegt nám,“ segir hún. Þá vinnur hún með þessu öllu í bakaríinu hjá Sandholt á Laugavegi. „Það verður að ráðast,“ segir Rebekka þegar hún er spurð um framtíðaráformin. Hún segist hafa verið ákveðin í því á tímabili að gerast ekki atvinnumaður í tónlist. Svo komi tímabil þar sem hún spyrja sjálfa sig af hverju hún ætti ekki að slá til og láta reyna á þetta. „Það kemur alveg til greina,“ segir hún og viðurkennir að gaman sé að fá hvatningu eins og birtist í hvatningar- verðlaunum Glitnis. Auk heiðursins sem felst í verðlaununum fær Rebekka styrk frá Glitni sem varið er til greiðslu skólagjalda hennar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottnemandi við Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, fékk hvatningarverðlaun Glitnis Skemmtilegt að spila Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Hvatning Rebekka Bryndís Björnsdóttir stundar kvik- myndanám og leikur á fagott og rafbassa. MIKIL spenna er fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar á Akureyri í dag. Ef marka má skoðana- kannanir er meirihluti sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna fallinn en framboðin störfuðu öll af fullum krafti í gær, og kynntu stefnumál sín, m.a. fyrir vegfarendum í miðbænum. Oddvitar fram- boðanna sex komu svo fram í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Aksjón í gærkvöldi og þá voru meðfylgjandi myndir teknar. Kynntu sig í beinni útsendingu Jóhannes Bjarnason, oddviti framsóknarmanna, og Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðis- manna, sestir fyrir útsendinguna, hljóðnemi festur á Odd Helga Halldórsson, oddvita L-listans, en Björn Þorláksson sjónvarpsmaður er tilbúinn í slaginn. Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonStarfsmaður Aksjón festir hljóðnema á Hermann Jón Tómasson, oddvita Samfylkingarinnar. Til hægri er Baldvin H. Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna. ÖLL framboðin til bæjarstjórnar verða með kosningakaffi í dag og kosningavöku í kvöld. Framboðin taka fram að allir séu velkomnir.  B-listinn | Kosningakaffi fram- sóknarmanna verður í Vélsmiðj- unni kl. 14.30–18. Kosningavaka verður að Hólabraut 13 og hefst kl. 21.  D-listinn | Kosningakaffi sjálf- stæðismanna verður á Hótel KEA kl. 14–17. Kosningavaka hefst á sama stað kl. 22.  L-listinn | Kosningakaffi Lista fólksins verður í Allanum (áður húsi aldraðra) kl. 13–17. Kosn- ingavaka á sama stað frá kl. 21.  O-listinn | Kosningakaffi Fram- fylkingarflokksins verður á Par- ken kl. 14–17. Kosningavaka verður á Strikinu og hefst kl. 22.  S-listinn | Kosningakaffi Sam- fylkingarinnar verður kl. 13–18 á Kaffi Akureyri. Kosningavaka hefst í Lárusarhúsi kl. 22.  V-listinn | Vinstri grænir verða með kosningakaffi á Rocco (áður Oddvitanum) kl. 14–18. Kosn- ingavaka hefst á sama stað kl. 21. Kosningavökur og kaffiboð SÝNING verður opnuð á Íslands- verkum þýska myndlistarmannsins Rudolfs Reiters í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Hannes Sigurðsson, forstöðu- maður Listasafnsins á Akureyri, segir sýninguna mjög sérstaka. „Á sýningunni eru þrír voldugir strangar, sem kalla mætti „eld- verk“ því aðeins ellefu dögum síðar, eða hinn 8. júní, verða myndirnar fluttar með tilþrifum austur í Kröfluhraun þar sem þeim verður sökkt í stóra gjá að listamanninum viðstöddum ásamt hópi aðdáenda meistarans og fjölda erlendra blaðamanna. Þarna í iðrum jarðar munu verkin svo að fá að „malla“ á lágum hita í 3–4 vikur. Að því búnu verða þau sótt og höfð til sýnis á sama stað í þeirri mynd sem náttúr- an hefur skilað þeim,“ segir Hann- es. Fyrir rúmu ári fór Rudolf Reit- er í könnunarleiðangur til að finna hentugan stað til að sökkva nokkr- um myndum í eldinn. Með hjálp fróðra jarðfræðinga fann hann djúpa og mikla gjá í norðanverðu Kröfluhrauni sem virtist vera mjög hentugur staður til að fremja gjörn- inginn. Í framhaldi af Íslandsferð- inni málaði Reiter mörg málverk sem hafa verið til sýnis í Þýska- landi, nú síðast á flugvellinum í München, þar sem þær kallast á við landslagsljósmyndir Emils Þórs Sigurðssonar. Rudolf Reiter, sem er borinn og barnfæddur Bæjari, er einn af kunnustu myndlistarmönnum sam- tímans í Þýskalandi. Hann hefur verið kenndur við „nýrómantík“ og telst jafnframt í fremstu röð þeirra sem fást við þá tegund málaralistar sem á þýsku gengur undir heitinu „Informelle Malerei“ (óformlegt málverk), að sögn Hannesar. Verkefni þetta er unnið í sam- vinnu við Listasafnið á Akureyri, Menningarmiðstöðina í Listagili og Icelandair. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15. Íslandsverk Reiters verða látin malla í iðrum jarðar við Kröflu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.