Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 29
voru kafbátaleitarflugvélar og hinum megin er gamla flugstöðin, þar sem Íslendingar komust upp á lagið með að drekka bjór klukkan sex á morgn- ana. Í flugskýli innar er þyrluskýli, þar sem tvær þyrlur eru eftir og áhafnir, sem virðast helst hafa fyrir stafni að pakka niður, enda hættu þeir á vakt hér landi á föstudaginn var. „Það er rólegt,“ segir Steve Huss, sem kom til landsins í janúar með konu sinni og þremur börnum, þann- ig að tíðindin komu honum í opna skjöldu í mars að það ætti að leggja starfsemina niður. „Það komu meira að segja nokkrir 15. mars, sama dag og tilkynnt var um lokunina,“ skýtur Friðþór Eydal inn í. „Þeim hefur áreiðanlega brugðið í brún.“ Að sögn Huss er góð þjálfun að fljúga á Íslandi vegna erfiðra að- stæðna. „Jöklarnir eru til dæmis með eigið veðrakerfi og þar er allt hvítt, þannig að maður hefur enga tilfinn- ingu fyrir hæðinni. Eini staðurinn sem mér hefur fundist erfiðari er Kúveit. Þar þyrlast sandurinn upp, ekki síst í logni, og ef myrkrið bætist við sér maður ekkert.“ Pósthúsinu lokað síðast Innihlaupabrautinni verður lokað eftir viku, þó að líklega geti það ekki talist mannfrek starfsemi. Og tóm- legt er um að litast í íþróttahúsinu. Eini viðskiptavinurinn á leið út og því óhætt að ganga í gegnum auðan kvennaklefann að stórri vatnslausri innisundlaug með vatnslausri renni- braut sem liggur út um vegginn og inn aftur. Þegar blaðamaður hverfur á braut er útidyrunum skellt í lás. Síðasta starfsemin sem leggst af á varnarstöðinni verður pósthúsið og gerist það 28. september. Þar er enn í nógu að snúast, fólk að skrifa nöfn og heimilisföng á erlendri grundu á kassa og umslög. Og innan skamms verður allt fólkið sem skrifar á kass- ana að nöfnum með heimilisföng á er- lendri grundu. Keila Chris og Karla Bennett kynntust Íslendingum í keiluíþróttinni. » Snemma á tíunda áratugnum bjuggu 5.700 manns á varn- arstöðinni. Þá var þetta sjötta stærsta byggða- lag á Íslandi. pebl@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.