Morgunblaðið - 14.12.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 14.12.2006, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „TRÚIN er fyrst og fremst bæn. Hin kristna trú er fyrst og fremst bæn í Jesú nafni,“ sagði Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands. Hann safnaði saman efni í Bænabókina – leiðsögn á vegi trúarlífsins. Þegar bókinni er flett leynir sér ekki að mikil hugsun liggur að baki jafnt efni og umbúnaði þess. Í frétt frá út- gefanda segir að þetta sé stærsta og viðamesta bænabók sem komið hef- ur út hér á landi. Aðspurður sagði Karl biskup afar mikilvægt að veita fólki leiðsögn á vegi trúarlífsins. „Það eru margir sem hafa löngun til að kynna sér hvað trúin er. Það gerir maður umfram allt í gegnum bænina,“ sagði Karl. „Trúin er iðkuð í bæninni sem er samfylgd með Guði. Þar búum við yfir gríðarlega miklum reynslusjóði kynslóðanna. Í Bænabókinni er leitast við að draga fram úr þeim góða sjóði, bæði nýtt og gamalt.“ Bænir Biblíunnar verða ætíð grundvöllur bæna kristinna manna, að mati Karls. Davíðssálmarnir hafa fylgt þjóð Guðs og kirkjunni frá örófi alda. Í Biblíunni er einnig að finna bæn Drottins, Faðir vor. Að auki koma til sálmar og vers sem oft eru það fyrsta sem fólk lærir þegar það fer að tileinka sér trúarlíf. Í Bæna- bókinni er reynt að safna þessu sam- an og gera aðgengilegt. En hvað um bænir frá eigin brjósti? „Í meginstofni kirkjunnar hefur verið lögð mikil áhersla á bæn á grundvelli Orðsins og þá skrifaðar bænir,“ sagði Karl. „Það er mjög ríkt í okkar þjóðkirkju og kemur fram t.d. í Passíusálmunum þegar Hallgrímur Pétursson segir: Bæn þína aldrei byggðu fast á brjóstviti náttúru þinnar. Í guðs orði skal hún grundvallast; það gefur styrk trúarinnar. Í bæninni erum við að staðsetja okkur í samfélagi meðal þeirra sem tilbiðja Guð og erum með einum og öðrum hætti að taka undir með þeim.“ Enginn Frelsaranum fremri Karl taldi mikilvægt, þegar maður byrjar að feta veg bænarinnar, að leita eftir því að ganga við hlið ann- arra eða taka undir með þeim sem hugsanlega eru komnir eitthvað lengra á þeirri braut. „Þess vegna eru í þessari bók bænir frá hinum ólíkustu hefðum kirkjunnar, okkar eigin þjóðkirkjuhefð, frá kaþólskum, orþódoxum og mótmælendakirkjum af öllu tagi. Bókin er samkirkjuleg í þeim skilningi. Meira að segja eru auðar síður aftast þar sem hver og einn getur skrifað sínar eigin bænir eða eitthvað til að halda til haga.“ En skyldi biskup Íslands eiga sér eftirlætisbænir eða bænahöfund? „Það tekur enginn Frelsaranum fram. Faðir vor er bæn allra bæna og nær í raun utan um allt sem bænalíf kristins manns snýst um. Þar eru tilbeiðslan, lotningin, trún- aðartraustið og hinar daglegu þarfir. Faðir vor held ég að hljóti að vera sú bæn sem kristnum mönnum er töm- ust og allar aðrar bænir miðast út frá því,“ sagði Karl. „Bænavers Hallgríms Péturssonar eru okkur líka töm og hugstæð. Svo er bæn sem kemur til okkar úr austurkirkj- unni, orþódoxhefðinni, svokölluð Jesúbæn: „Jesús Kristur, Sonur Guðs, miskunna þú mér.“ Þessi bæn á sér afar merkilega sögu og er mér afar kær.“ Að taka tíma til bæna Biskup Íslands er væntanlega önnum kafinn alla jafna. Hefur hann tíma til bæna í dagsins önn? „Mín reynsla er sú sama og allra annarra – maður hefur aldrei tíma! Tími er eitthvað sem maður tekur sér. Það snýst um að ryðja sér til rúms, taka sér stund til bæna. Það er stöðugt viðfangsefni því það er svo margt annað sem vill taka tím- ann frá manni.“ En getur verið að fólk mikli það fyrir sér að biðja? „Það er vel til, ég hugsa að margir hafi afar góðan ásetning í þessum efnum en finni að það sé hægara sagt en gert,“ sagði Karl. „Í þessari bók eru leiðbeiningar um hvernig má t.d. taka til minn- isvers eða bænarorð, geyma þau í huga sér og hverfa til í þessum stuttu vökum sem gefast í dagsins önn. Það er með bænina eins og alla iðkun og allt mannlegt líf að það eru þurrkatímar og gróskutímar. Gildi bókar eins og þessarar er að það hjálpar manni á þurrkatímunum að hafa hana að hverfa til. Öll reynsla trúarinnar staðfestir að það sé mjög mikilvægt að hafa reglu á trúariðkun sinni, eitthvað sem minnir mann á. Þess vegna hefur kirkjan lagt upp úr því að hafa ákveðna daga, eins og rauðu dagana á almanakinu og há- tíðir eins og jólin, til að minna sig á Guð. Þá virka þessir dagar og stund- ir eins og vörður á vegi trúarinnar.“ Nýtt og gamalt dregið fram úr fjársjóði bænarinnar Bænabókin – leiðsögn á vegi trúarlífsins, geym- ir bænir, hugleiðingar, fræðslu og hagnýtar leiðbeiningar. Morgunblaðið/RAX Leiðsögn Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, safnaði efni í Bænabókina. Í HNOTSKURN »BÆNABÓKIN – leiðsögn ávegi trúarlífsins, er heiti nýrrar bókar eftir Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands. Útgefandi er Skálholts- útgáfan. »Björg Vilhjálmsdóttir í Bóthannaði útlit bókarinnar og Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir myndskreytti. Bókin er 540 blaðsíður í handhægu broti og skiptist í fjölda kafla með bænum og bænaleiðsögn. GRAFARVOGUR Íbúar í Grafar- vogshverfi eru ósáttir við hugmynd- ir um tengingu Hallsvegar og Vest- urlandsvegar, að sögn Elísabetar Gísladóttur, formanns Íbúasamtaka Grafarvogs. „Við erum búin að berjast gegn þessu frá 1991. Fyrir kosningarnar í vor spurðum við alla flokka um af- stöðu og þá sögðu t.d. sjálfstæð- ismenn að aðrar leiðir en þessi tenging Hallsvegar við Vestur- landsveg yrðu skoðaðar,“ sagði El- ísabet í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að þessi tenging sé angi af miklu stærra máli. Létta eigi umferðarþunga af Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi og beina honum í gegnum íbúðarhverfi Grafarvogs að Sundabraut. Hún ritaði grein sem birtist í Grafarvogsblaðinu í liðinni viku þar sem hún benti á að Hallsvegur myndi í framtíðinni tengja saman fyrirhugaða Sundabraut og Suður- landsveg. Elísabet kveðst óttast að Hallsvegur verði í raun hluti af þjóðvegi eitt. Þrýstingur vegna verslunar Elísabet segir að þeir sem eru að byggja stórverslun í Stekkjabrekk- um knýi nú á um mislæg gatnamót á mótum Vesturlandsvegar og Hallsvegar sem eigi að kosta um milljarð króna. „Þetta var pressað í gegn fyrir tveimur vikum og nú vilja þeir fara með þetta í umhverf- ismat. Það þýðir að þeir eru að ýta þessu af stað og hefja þessar fram- kvæmdir,“ sagði Elísabet. Ennfremur segir hún að það hafi ekki tekið stjórnvöld langan tíma að samþykkja að fara í umhverfismat á mislægu gatnamótunum. Það hafi verið samþykkt í öllum viðkomandi ráðum Reykjavíkurborgar. Samkvæmt aðalskipulagi 2001– 2024 er gert ráð fyrir vegtengingu frá nefndum gatnamótum Hallsveg- ar og Vesturlandsvegar, upp Úlf- arsárdal, framhjá Langavatni, um Hólmsheiði að Suðurlandsvegi. Vilja ekki fá þyngri umferð á Hallsveg LUDOVIKUS Oidt- mann, annar eigandi glerverkstæðisins Dr. H. Oidtmann í Linnich í Þýskalandi, lést að- faranótt síðasta þriðjudags 77 ára að aldri. Ludovikus fæddist í Linnich árið 1929 og starfrækti þar glerverkstæði ásamt bróður sínum Fritz, en fyrirtækið hefur verið rekið af fjöl- skyldu þeirra í eina og hálfa öld. Þeir voru þriðja kynslóð fjöl- skyldunnar til að taka við rekstrin- um og nú hafa synir þeirra tveir tek- ið við starfseminni. Glerverkstæðið er það elsta í Þýskalandi sem sér- hæfir sig í steindum gluggum. Bræðurnir Ludovikus og Fritz Oidtmann hafa á síðustu áratugum búið til steint gler og mósaík fyrir fjölda íslenskra listamanna og verk þeirra prýða kirkjur og stofnanir um allt land. Kynni þeirra bræðra af Ís- landi hófust árið 1958 þegar þeir voru fengnir til að búa til steinda glerið í glugga Gerðar Helgadóttur í Skálholts- kirkju. Þeir sáu einnig um að búa til altaristöflu Nínu Tryggvadóttur í kirkjuna og síðar mósa- íkverk Gerðar á Toll- stöðvarhúsinu. Seinasta verkefni Ludovikusar hérlendis voru steindu gluggarnir í Reykholts- kirkju eftir Valgerði Bergsdóttur. Árið 2004 sæmdi for- seti Íslands þá Ludovi- kus og Fritz heiðurs- merki Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til menningar og listar á Íslandi. Lu- dovikus Oidtmann bar alltaf sterkar tilfinningar til Íslands og átti hér marga vini. Síðustu árin lærði hann íslensku í frístundum sínum vegna áhuga á landi og þjóð. Ludovikus Oidtmann lætur eftir sig fjögur uppkomin börn sem hann átti með Ingrid Oidtmann. Útför Ludovikusar Oidtmann fer fram á morgun, föstudaginn 15. des- ember, í Erkelenz í Þýskalandi. Andlát Ludovikus Oidtmann Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.