Morgunblaðið - 14.12.2006, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ KristrúnBjarnadóttir
fæddist í Reykjavik
16. október 1908.
Hún lést á Vistheim-
ilinu Víðihlíð í
Grindavík fimmtu-
daginn 7. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingveldur Sverr-
isdóttir, f. 7.12.
1875, d. 26.11. 1938
og Bjarni Jónsson, f.
14.2. 1875, d. 4.9.
1963. Kristrún átti
tvo bræður, Jón, f. 4.5. 1904, d.
10.9. 1988 og Sverri, f. 3.2. 1907,
d. 17.10. 2002.
Fóstursonur Kristrúnar er
Ágúst Ísfjörð, f. 3.8. 1944, kvænt-
ur Kristínu Einarsdóttur og eiga
þau fjögur börn, þau eru: 1) Ragn-
hildur, f. 12.3. 1965, maki Ólafur
Baldursson og eiga þau eina dótt-
ur, Guðrúnu Ósk. 2) Kristrúnu, f.
5.9. 1970, maki Steingrímur Ell-
ertsson og eiga þau tvö börn,
Birgittu og Ellert.
3) Einar Rúnar, f.
9.12. 1972, maki
Helga Þórhalls-
dóttir og eiga þau
tvö börn, Elsu Björk
og Ágúst Ísfjörð. 4)
Jens Karl, f. 13.7.
1978, maki Marí-
anna Bjarnleifs-
dóttir.
Kristrún ólst upp
í Reykjavík til 10
ára aldurs, en þá
flutti hún með for-
eldrum sínum að
Hvammi í Skorradal. Kristrún
flutti aftur til Reykjavíkur um
1940 og vann hin ýmsu verka-
kvennastörf, lengst af hjá ull-
arverksmiðjunni Framtíðinni við
Frakkastig eða rúm 45 ár og svo
hjá sútunarverksmiðju S.S. við
Grensásveg í fimm ár, eða til 75
ára aldurs.
Útför Kristrúnar verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku Dúna amma mín, þú áttir
langa og farsæla ævi, mikill dugnað-
arforkur í alla staði og ákaflega
ósérhlífin. Listamaðurinn í þér var
óendanlegur, allt sem þú gerðir í
höndunum var æðislegt og þær eru
ófáar flíkurnar sem þú gerðir handa
mér amma mín, allar myndirnar
sem þú málaðir, allt sem þú saum-
aðir, allt sem þú prjónaðir, ég gæti
talið ennþá fleira upp, því þú gerðir
svo margt elsku amma. Það rifjast
upp svo ótal minningar um þig
amma mín, allar stundirnar á Bú-
staðaveginum, en þar bjuggum við
saman í mörg ár, það voru forrétt-
indi að hafa þig á neðri hæðinni,
stundirnar okkar þegar ég var hjá
þér á föstudagskvöldum, þú fléttaðir
allt hárið á mér í margar fléttur og
með þær svaf ég, allt gert til þess að
fá flottar krullur, stundirnar okkar á
sunnudögum kl. fjögur, við tvær og
Húsið á sléttunni. Allar sögurnar
sem þú sagðir mér frá Hvammi í
Skorradal.
Ferðirnar með þér, pabba,
mömmu og systkinum mínum til út-
landa … alveg yndislegar minningar
þar á ferð bæði í Danmörku og Hol-
landi. Öll skiptin amma, sem þú
reddaðir mér flottum dressum fyrir
kvennakvöldin hjá Fák.
Við áttum tvennt algjörlega sam-
eiginlegt; ég fékk þann heiður að
vera skírð í höfuðið á þér og hitt er
að áhugamál okkar var alveg það
sama, hestar og aftur hestar. Guð
hvað við gátum talað og talað enda-
laust saman um þá og ekki nóg með
það heldur náðum við að ríða út
saman. Mikið var nú æðislegt þegar
þú komst með mér upp í hesthús
fyrir fjórum árum, varst þar með
mér í nokkra klukkutíma, þú ætlaðir
sko ekki að fara strax, varst bara
komin á sópinn og inn í hlöðu að ná í
hey. Þetta eru algjörlega ómetan-
legar minningar.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja þig á Bústaðaveginn því það
var hægt að ræða við þig um allt
milli himins og jarðar, þú varst svo
vel inni í öllum hlutum. Þér gat ég
sagt allt. Þú varst líka mjög nösk að
sjá það á mér ef mér lá eitthvað á
hjarta og það sama var með mig, ég
sá það líka alltaf á þér ef það var
eitthvað. Við vorum mjög nánar alla
tíð, þú varst trúnaðarvinur minn frá
fyrstu tíð. Ég á með mér svo margt
fallegt sem þú sagðir mér er þú
tókst pabba að þér, þegar þú talaðir
um það brast þú ávallt í grát, því þú
varst svo þakklát fyrir að eiga hann
pabba að, og hann pabbi minn gat
ekki fengið betri fósturmóður, ykk-
ar samband var einstakt og missir
hans er mikill.
Pabba og mömmu votta ég samúð
mína.
Elsku besta amma mín, takk fyrir
allt, hvíl í friði. Þín
Kristrún.
Dúna amma, 98 ár eru langur
tími. En eftir sitja minningarnar og
þegar ég fór að skoða hvað ég ætti
að skrifa þá komu upp svo margar
minningar. Bæði frá þeim tíma þeg-
ar maður fékk að gista hjá þér á Bú-
staðaveginum sem smápolli, og þeg-
ar við sátum og vorum að spila.
Ferðirnar til útlanda eru líka fullar
af minningum. Þegar ég var bara
polli og þú varst að koma heim úr
vinnunni þá fór maður alltaf hlaup-
andi á móti þér. Ég mun aldrei
gleyma kleinunum þínum, þær voru
bestu kleinur í heimi og þó að þú
hafir alltaf sagt að nú færirðu að
hætta að baka kleinur þá gat maður
alltaf fengið þig til að baka eina og
eina hræru. Alltaf gátum við talað
saman um heima og geima og
skemmtum við okkur konunglega
við að ræða hvort heldur það var
pólitík eða annað enda lágum við
ekki á skoðunum okkar á samfélag-
inu þegar við hittumst.
Fróðleikur sem þú miðlaðir til
mín er ómetanlegur, eins fannst
Elsu dóttur minni svo gaman að
spjalla við þig og hún sagði alltaf við
mig, hún langamma er svo fróð og
getur frætt mann um svo margt.
Pabba og mömmu votta ég samúð
mína.
Elsku Dúna amma, hvíl í friði.
Þinn
Einar Rúnar Ísfjörð.
Með þessum orðum viljum við
kveðja þig Dúna langamma og
þakka þér fyrir allar notalegu
stundirnar sem við áttum með þér,
öll samtölin þar sem þú fræddir okk-
ur um hvernig lífið var í gamla daga.
Innst inni öfundaði ég þig að hafa
upplifað allar þessar breytingar á
heiminum síðastliðin hundrað ár.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín á Bústaðaveginn, það fyrsta
sem ég gerði var að telja öll fallegu
blómin þín sem voru út um alla íbúð
og voru langt yfir hundrað talsins.
Hvíl í friði, elsku langamma.
Elsa Björk og Ágúst Ísfjörð.
Þegar pabbi hringdi í mig á
fimmtudagskvöldið í síðustu viku og
sagði mér að þú værir látin leið mér
undarlega. Þó ég vissi að þú værir
hvíldinni fegin þá kom yfir mig
söknuður vegna þess ég hafði ekki
bara misst ömmu heldur einnig
mína bestu vinkonu. Samband okkar
var nokkuð sérstakt en við deildum
ýmsu, s.s. að vera léttar í lund,
áhuga fyrir líðandi stund og þeim
margbreytileika sem lífið færir okk-
ur. Ófá voru hlátursköstin sem við
áttum saman á Bústaðaveginum.
Oftar en ekki var tilefnið eitthvað
lítilfjörlegt vegna þess að ekki þurfti
mikið til að kitla hláturtaugarnar
hjá okkur. Þegar ég var staddur hjá
þér í Grindavík fyrir um tveimur
vikum rifjuðum við m.a. upp eina
sumarbústaðaferðina af mörgum
með fjölskyldunni norður að Mýri.
Sú ferð lýsir þér afar vel að mínu
mati. Það var sumarið 1993, ég 15
ára og þú 85 ára. Fjölskyldan og
gestir höfðu farið niður að vatni að
spóka sig í norðlenskri veðurblíð-
unni og ég tók eftir því að þú varst
ekki með. Ég spurði mömmu hvar
þú værir og hún sagði mér að þú
hefðir ætlað að leggja þig. Ég brun-
aði á skellinöðrunni upp í bústað og
það passaði alveg, þú varst að hvíla
þig. Við fórum að spjalla og ég
spurði hvort þig langaði ekki að
koma niður að vatni, það væri svo
fallegt veður. Þú hélst það nú en þá
sagði ég þér að ég væri á skellinöðr-
unni og þá kom einn gullmolinn frá
þér: ,,Heldur þú að ég hafi nú ekki
setið stærri mótorhjól en þetta um
ævina“ og af því sögðu gerðum við
okkur klár að bruna eftir vegslóð-
anum niður að vatni, þú settir upp
hjálminn og settist aftan á. Þegar
við komum niður að vatni brá fólk-
inu svolítið og við töluðum um það
eftir á að þetta hefði verið svona
„Kodak moment“. Þarna var þér
rétt lýst, fyrir þér var aldurinn svo
sannarlega afstæður. Annað sem við
deildum var áhugi á bílum. Ekki var
nóg með það að þú fylgdist vel með
nýjungum í bílaframleiðslu, heldur
hafðir þú mikinn áhuga á aksturs-
íþróttum, formúlunni aðallega og
þar var Þjóðverjinn Schumacher
þinn maður. Mörgum þótti það und-
arlegt að svo fullorðinn einstakling-
ur hefði áhuga á slíku en það skipti
þig engu vegna þess að þér var bara
alveg sama hvað öðrum fyndist. Þú
hafðir unnið við vélbúnað hjá Slát-
urfélaginu og vissir hvað teldist til
vandaðs búnaðar og varst vel að þér
þegar við vorum að spá í bíla, hrifn-
ust varstu af þýskum bílum, sér-
staklega vegna þess hve hljóðlátir
þeir væru. Ófáar voru bílasöluferðir
okkar og í einni þeirra komstu með
snilldar heilræði, þá var ég að hugsa
um að kaupa mér Ford Fairlane
árg. 1959. Við fórum að kíkja á grip-
inn á bílasölu þar sem höfuðstöðvar
Eflingar standa nú og þú skoðaðir
bílinn vel og vandlega og sagðir eft-
irfarandi: ,,Þetta er afar skemmti-
legur bíll og var vinsæll á sínum
tíma en hann á eitt sameiginlegt
með fallegum konum, þ.e. hann
eyðir allt of miklu“ og að því sögðu
hlógum við innilega og héldum heim
á Bústaðaveginn. Betra heilræði var
vandfundið og í sjálfu sér sniðið og
hnitmiðað fyrir unglinginn mig. Þær
minningar sem ég hef rifjað hér upp
eru einungis brot af ótal minningum
sem ég geymi um þig og þær hjálpa
mér að bíða eftir þeirri stund er við
hittumst á nýjan leik.
Elsku amma, þú ert best. Með
einlægri þökk fyrir allt og allt.
Undir háu hamra belti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan,
hjartasláttinn, rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður, kyssa blómið,
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson.)
Guð geymi þig,
Jens Karl Ísfjörð
Þeir sem komu í þennan heim á
fyrsta áratug síðustu aldar safnast
nú óðum til feðra sinna. Þannig er
nú einu sinni lífsins gangur. Ein úr
þessum hópi, föðursystir mín, Krist-
rún Bjarnadóttir, fór héðan af heimi
fyrir nokkrum dögum. Hún andaðist
á heimili aldraðra í Grindavík hinn
7. þessa mánaðar, 98 ára að aldri.
Dúna eins og hún var jafnan
nefnd fæddist á Njálsgötunni í
Reykjavík en faðir hennar Bjarni
reisti fyrsta húsið, sem byggt var
við þá götu og stendur það hús enn.
Þar ólst hún upp fyrstu æviárin hjá
foreldrum sínum, Bjarna Jónssyni
trésmið og Ingveldi Sverrisdóttur,
ásamt tveim bræðrum, Jóni og
Sverri, sem báðir eru látnir. Í lok
heimsstyrjaldarinnar fyrri hófu for-
eldrar hennar búskap í Hvammi í
Skorradal. Þar í þeim fagra dal
dvaldi hún síðan til fullorðinsára og
þar mótaðist hún með þeim hætti,
sem einkenndi allt hennar líf. Yf-
irborðið gat stundum verið hrjúft og
svörin hvöss en undir sló hlýtt
hjarta konu, sem var miklum mann-
kostum búin. Dúna gekk í Kvenna-
skólann í Reykjavík en á sumrin
vann hún heima í Hvammi og hjálp-
aði til við bústörfin. Eftir að móðir
hennar Ingveldur dó árið 1938 bjó
hún um hríð með föður sínum
Bjarna, en bræður hennar voru þá
báðir að heiman farnir. Þar reyndi
strax á þá eiginleika Dúnu, sem mér
eru mjög eftirminnilegir, trygglynd-
ið og samviskusemina. Hún vildi
ekki yfirgefa föður sinn, sem orðinn
var einn. Það sagði henni samvisk-
an, Hún flutti þó suður og starfaði
hjá Framtíðinni, klæðaverksmiðju
Sambandsins. Þar vann hún síðan
mest alla sína starfsævi. Leiðir
þeirra Dúnu og föður hennar lágu
þó enn saman langa hríð því þegar
Bjarni seldi Hvamminn hófu þau bú-
skap í Blesugróf. Þar var á árunum
eftir síðari heimsstyrjöldina merki-
legt mannlíf, sem lesa má um í bók-
um Tryggva Emilssonar. Frá ung-
lingsárum eru mér minnisstæðar
reglubundnar heimsóknir okkar
feðga í Blesugrófina á sunnudags-
morgnum. Þar áttu þau lítið ein-
býlishús sem afi hafði sniðið að
þeirra þörfum af hagleik sínum.
Þarna áttu þau heima uns hann féll
frá en þá flutti Dúna á Bústaðaveg
þar sem hún bjó með vinum sínum
blómunum allt til þess er hún flutti á
heimili aldraðra í Grindavík. Hún
var handlagin enda af slíkum komin.
Í dag væri sennilega sagt að hún
væri listfeng. Eftir hana liggja
margir gripir á mörkum handiðnar
og listar hvar svo sem þau mörk
liggja. Þó er ónefndur einn eiginleiki
þessarar konu, sem mér þykir
merkilegastur og er mér minnis-
stæðastur allra en það er hófsemin.
Þessi eiginleiki sem svo mikil þörf er
fyrir á okkar dögum og svo lengi
hefur verið þörf fyrir allt síðan er
meistarinn frá Nasaret sagði í ræðu
sinni „sælir eru hófsamir“. Hún
stjórnaði lífi sínu með harðri hendi.
Þar sátu vinnusemi og sjálfsagi í
fyrirrúmi.
Dúna giftist ekki en engu að síður
átti hún bæði fjölskyldu, börn og
barnabörn. Í kaupavinnu í Skorra-
dal eignaðist hún kæra vinkonu.
Þessi vinkona hennar féll frá langt
um aldur fram. Hún átti ungan son,
sem hún bað Dúnu að sjá til með og
enn sannaðist það sem sagt er að
það tekur tryggðinni í skóvarp, sem
er tröllum einum vætt. Hún brást
ekki þessari vinkonu sinni. Sonurinn
ólst upp undir handarjaðri hennar
og eignaðist bæði konu og börn.
Þetta varð hennar fjölskylda, son-
urinn, konan og börnin. Það er
vissulega fagurt að sjá hvernig þau
hafa öll goldið fósturlaunin og á
dauðastundinni voru þau sonurinn
og tengdadóttirin hjá henni uns yfir
lauk. Þau hafa reist sér óbrotgjarn-
an minnisvarða. Enn liggja vegir
þeirra Dúnu og afa saman því hún
verður jarðsett við hlið hans í Foss-
vogskirkjugarði. Nú þegar leiðir
okkar skiljast verður mér hugsað til
þess að sunnan undir húsveggnum í
sveitinni okkar vex hjá mér rósa-
runni, sem Dúna gaf mér fyrir
mörgum árum. Á sumrum ber hann
rauðar rósir og minnir mig daglega
á frænku mína, blómavininn mikla
og minnisstæða.
Gunnar Jónsson.
Kristrún Bjarnadóttir, Dúna, eins
og hún var ávallt kölluð, er látin í
hárri elli, 98 ára að aldri. Heilsu
hennar hafði farið hrakandi á und-
anförnum mánuðum en þó var hún
ávallt andlega hress. Dúna var
frænkan í fjölskyldunni og fastur
punktur í tilverunni svo langt sem
minni rekur til. Hún var tíður gestur
á æskuheimilinu á Bragagötunni og
hún var ómissandi hlekkur í fjöl-
skyldutengslunum alla tíð.
Dúna fæddist á Njálsgötu 37,
Reykjavík, sem var fyrsta húsið sem
var reist við þá götu. Faðir hennar,
Bjarni Jónsson trésmiður, byggði
húsið, hann hafði fengið þar út-
mælda lóð og það var áður en gatan
varð til. Þetta hús, sem enn stendur,
er á tveimur hæðum, portbyggt.
Þetta var fjölskylduhús, á efri hæð-
inni bjuggu afi minn og amma,
Bergur Bárðarson og Guðbjörg
Sverrisdóttur, en hún var systir
Ingveldar móður Dúnu. Þær voru
frá Sólheimum í Mýrdal.
Þegar Dúna var níu ára eignaðist
faðir hennar jörðina Hvamm í
Skorradal og þangað fluttist fjöl-
skyldan og hóf búskap og þar lærði
Dúna fljótt til verka. Til er ljósmynd
frá þessum tíma, sem tekin var af
Jóni afa Dúnu fyrir utan gamla bæ-
inn í Hvammi. Þá mynd tók þýskur
ferðamaður vegna þess að gamli
maðurinn var með svo sítt og fallegt
skegg. Mundi Dúna vel eftir þessu
atviki.
Dúna var einhleyp og barnlaus og
vann lengst af í ullarverksmiðjunni
Framtíðinni á Frakkastíg. Hún var
hörkudugleg og vinnusöm. Hún var
sérlega skemmtileg í tilsvörum,
stundum snögg upp á lagið og lét
menn heyra það, ef þeir voru ekki
með á nótunum. Hún bjó lengi
ásamt föður sínum Bjarna Jónssyni
í Blesugróf í Reykjavík, en hann lést
árið 1963. Síðar bjó hún á Bústaða-
veginum og ræktaði þar garðinn
sinn. Það voru blóm hvert sem litið
var inni hjá henni og mörg eingöngu
í vatni. Var ótrúlegt að sjá hve natin
hún var með blómin og gat hún
komið smæstu afleggjurum til vaxt-
ar og blóma. Skipti þá engu hvort
tegundin var frá suðlægum eða
norðlægum slóðum.
Síðustu árin er heilsan fór að bila
bjó Dúna á heimili fóstursonar síns
Ágústar Ísfjörð og konu hans Krist-
ínar í Keflavík. Hafa þau hjón og
börn þeirra verið Dúnu mikill styrk-
ur gegnum tíðina og annast hana af
mikilli umhyggju í veikindum henn-
ar. Þau voru einnig hjá henni síð-
ustu stundir jarðlífsins.
Síðustu tvö æviárin var hún á
dvalarheimili aldraðra, Víðihlíð í
Grindavík, og naut þar góðrar
umönnunar. Þar var afmælisveislan
hennar haldinn á afmælisdaginn 16.
október sl. og reyndist vera sú síð-
asta. Það er söknuður á kveðjustund
en sjálf var Dúna tilbúin til að fara
og fá hvíldina. Blessuð sé minning
hennar.
Eggert Óskarsson.
Kristrún Bjarnadóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ÁGÚSTA JÓNASDÓTTIR,
Lindargötu 5,
Sauðárkróki,
sem lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki
föstudaginn 8. desember, verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 16. desember
kl. 14:00.
Einar Sigtryggsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Marta Sigríður Sigtryggsdóttir, Jón Ósmann Magnússon,
Ingibjörg Hólm Vigfúsdóttir,
Ólöf Helga Pálmadóttir, Margrét H. Pálmadóttir,
Jenny Inga Eiðsdóttir, Ágúst Brynjar Eiðsson,
Svanhildur D. Einarsdóttir, Gunnar S. Einarsson,
Ásgeir B. Einarsson,
Ágústa J. Stoltenberg, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir,
langömmubörn og langalangömmubörn.