Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ M iklar skyldur eru lagð- ar á Ríkisútvarpið ohf. í þjónustusamn- ingi við mennta- málaráðuneytið sem undirritaður var á föstudag. Flestöll ákvæði byrja á „Ríkisútvarpið skal“, sem kann að þykja nokkuð einhliða samningur milli tveggja aðila. En bæði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri eru ánægð með að meginmarkmiðin í rekstrinum hafi verið skilgreind, hverjar skyldur RÚV séu fyrir fjár- framlag ríkisins, sem nemur um 2⁄3 af tekjum félagsins. Klukkutími á dag Í samningnum er kveðið á um að RÚV auki hlutfall innlends dag- skrárefnis á kjörtíma í sjónvarpi úr 44% á viðmiðunarárinu 2005 í 65% í lok samningstímans vorið 2012. Það felur í sér 50% aukningu á samn- ingstímanum eða sem nemur um klukkustund á dag af innlendu efni frá því sem var árið 2005. Hluti af aukningunni felst í kaup- um á íslensku sjónvarpsefni af sjálf- stæðum framleiðendum, svo sem heimildarmyndum, og hækkar við- miðunin þar úr 100 milljónum á ári í 250 milljónir að lágmarki. „Þetta tvennt eru stærstu tölu- legu og mest krefjandi markmiðin, en að öðru leyti er samningurinn skilgreining á hlutverki og skyldum RÚV,“ segir Páll Magnússon. Arður fer í að bæta dagskrána Fjárhagur RÚV hefur verið bág- borinn, en um mitt síðasta ár var eig- ið fé neikvætt um rúmar 600 millj- ónir. Páll vill því taka vara fyrir því að það fyllist ekki allar kistur af pen- ingum til að búa til íslenskt efni. „Það tekur tíma að beygja og rétta af kúrsinn. Vonandi sér breyting- anna stað í einhverjum mæli strax í haust, en við komum ekki út úr beygjunni og sjáum afraksturinn fyrr en eftir tólf mánuði hér frá. Ef okkur tekst vel upp, og ég geri mér vonir um það, verður breytingin orð- in mjög áþreifanleg á innlenda efn- inu í lok næsta árs.“ Síðustu árin hefur verið taprekst- ur upp á 200 til 500 milljónir á ári, sem Páll segir nánast innbyggt í reksturinn og stafi m.a. af samdrætti í rauntekjum af afnotagjöldum, sem ekki hafi fylgt verðlagsþróun í rúm- an áratug. Nú stendur til að snúa rekstrinum við og munar þar um að létt hefur verið af RÚV lögbundnum hlut í rekstri Sinfóníuhljómsveit- arinnar upp á 150 milljónir á ári. Og þegar afnotagjöldum verður breytt í nefskatt í árslok 2008 snarlækkar innheimtukostnaður. Einnig er stefnt að talsverðri hag- ræðingu í rekstri með formbreyting- unni. Og fyrir liggur yfirlýsing frá eiganda um að það eigi ekki að taka arð af rekstrinum og að félagið eigi ekki heldur að byggja upp eigið fé. „Það þýðir að afraksturinn, sá ár- angur sem næst, fer allur beint í vöruna sjálfa – í að bæta dagskrána. Það er arður eigandans,“ segir Páll. Dagskrárdrifið skipulag Fyrstu breytingar sem ráðist er í innan Ríkisútvarpsins ohf. fela í sér breytta forgangsröðun og hagræð- ingu. Það ríkti spenna og eftirvænt- ing þegar útvarpsstjóri efndi til starfsmannafundar, þar sem hann kynnti einfaldað skipurit, „dagskrár- drifið“ eins og hann orðaði það, þar sem dagskrár- og fréttafólk er í fjór- um af fimm stöðum næstráðenda. Ekki gengu allir sáttir af fundi, enda voru lagðar niður fimm yf- irmannsstöður og framtíð fleiri í uppnámi, fólks sem hafði jafnvel unnið áratugum saman hjá RÚV. Þeim var tilkynnt um ákvörðunina fyrr um daginn með allt niður í klukkutíma fyrirvara. „Þetta eru ekki mannasiðir,“ sagði einn um það. Með skipulagsbreytingunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Útsending Nei, þetta er ekki mynd frá geimferðastofnun NASA heldur Ríkisútvarpinu.                                        !     "    # $  "%  & "  #         $          ' ( "  ') " $    * !  ( "  ')  +    , - & ./" ' "  +%  " ,           RÍKISÚTVARPIÐ Á TÍMAMÓTUM U m fjörutíu starfsmenn nýttu sér biðlaunarétt sem myndaðist þegar þeim var sagt upp hjá Ríkisútvarp- inu og þáðu ekki starf hjá nýja fé- laginu. Í nánast öllum tilvikum fengu starfsmennirnir tólf mánaða biðlaun og meirihluti þeirra sem hættu var kominn yfir sextugt, þar af náðu margir eftirlaunarétti á biðlaunatíma eða komust inn á 95 ára regluna, þar sem lagður er saman starfsaldur og lífaldur. Ómar Ragnarsson Á meðal þeirra sem hættu voru nokkur andlit eða raddir sem landsmenn ættu að kannast við. Ómar Ragnarsson hættir á frétta- stofu Sjónvarps og hefur svo sem í nógu að snúast, er kominn í fram- boð til Alþingis og leikur í söng- leiknum Ást í Borgarleikhúsinu. En það stendur ekki til að Rík- isútvarpið sleppi honum alveg, því hann á mikið af efni sem hann hef- ur tekið í gegnum tíðina og það getur að sögn kunnugra enginn annar ratað um þær lendur hans, þannig að hann mun vinna úr því sjálfur þegar tími gefst. Helgi H. Jónsson Helgi H. Jónsson hættir á frétta- stofu Sjónvarps og verður dul- arfullur er hann ræðir framtíðina. „Ég reikna með að mig verði að finna í öðrum landshluta en Kópa- voginum innan tíðar. Ég reikna fastlega með að flytja út á land. Það vill svo til að ég hef átt löng og góð kynni við ágæta konu, sem ekki alls fyrir löngu tók við starfi austur á fjörðum. Nú ræður ástin för, sjáðu,“ segir hann og kímir. Hann segir ekki afráðið hvað hann taki sér fyrir hendur, kannski skriftir auk þess sem hann sé með í maganum þáttagerð- arhugmyndir fyrir sjónvarp. „Svo verður tíminn að leiða í ljós hvað úr verður í þeim efnum, hvað er keypt og til hvers menn geta feng- ið peninga. Menn vita ekki mikið hvað verður hér á þessari stofnun, ef stofnun má kalla. Óhjákvæmi- lega fylgja nýir siðir nýjum herr- um. Og hvað úr verður vita starfs- menn ekki á þessari stundu. Það verður tíminn að leiða í ljós.“ En það er best að geyma sér alla dóma um hvernig til tekst, að sögn Helga. „Nýir menn verða að fá sín tækifæri og ég óska þeim velfarn- aðar í þessu starfi. Ég hef unnið í áratugi á þessum stað, þolað bæði súrt og sætt. Því súra kýs ég að gleyma en muna þeim mun betur hið sæta og allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með. Mér finnst persónulega að meira mætti vera um framleiðslu sjónvarpsefnis, inn- lendar heimildarmyndir og leikið innlent efni, auk þess sem betur má sinna listum og menningu en gert hefur verið að undanförnu. Umfram allt er ég rúvari og vil ganga svo langt að segja, að ef menn geti talað um einhvern þjóð- arháskóla, þá hafi það verið RÚV alla sína tíð.“ Hann þagnar. „Var þetta ekki flott!?“ Katrín Pálsdóttir Katrín Pálsdóttir hættir á frétta- stofu Sjónvarps um mánaðamótin eftir 20 ára starf. Hún útskrifaðist árið 2006 frá viðskipta- og hag- fræðideild HÍ með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun með áherslu á mannauðsstjórnun. „Þetta þýðir að ég hef verið á út- leið,“ segir hún. „En ég hef verið að bíða eftir því að málin skýrðust hér á Ríkisútvarpinu. Nú hef ég heilt ár á biðlaunum og hef þá svigrúm til þess að skoða hvernig ég get nýtt námið á öðrum vett- vangi.“ Gísli Sigurgeirsson Gísli Sigurgeirsson nýtir sér einnig biðlaunaréttinn og hættir um mánaðamótin. „Ég hef verið lengi að, tuttugu ár í frétta- mennsku og vann áður sem blaða- maður í áratug. Þegar maður er kominn af gelgjuskeiðinu er ágætt að breyta aðeins til. Það fylgir þessum nýju áherslum að meiri áhersla verður lögð á innlenda dagskrárgerð og ég hyggst taka þátt í þeirri vakningu, snúa mér að dagskrárgerð og þá fyrst og fremst heimildarmyndum. Það eru nokkur verkefni í takinu, en ekki er tímabært að tíunda það fyrr en ég fæ fastar undir í fótinn í þeim efnum.“ Hann segir að sér lítist vel á stöðu Ríkisútvarpsins; það hafi verið orðið mjög þarft að gera reksturinn straumlínulagaðri eins og sagt sé á fínu máli. Hvað varðar hlut landsbyggðarinnar segist hann lengst af hafa unnið úti á landi hjá fjölmiðli sem staðsettur væri í Reykjavík. „Það er alltaf barátta að koma landsbyggðarmál- unum að. En ég get ekki neitað því að róðurinn hefur verið að þyngj- ast með nýrri kynslóð. Þegar ég var að byrja hjá Sjónvarpinu voru við stjórnvölinn menn sem höfðu mikil tengsl út á land, höfðu verið í sveit, í síld eða á vertíð á sumrin á skólaárum sínum. Nú er þetta að hverfa. Það eru ekki sömu tengslin hjá þeim sem eru við stjórnvölinn hverju sinni í Reykjavík og það er ekki eins algengt að hitta á fólk sem hefur landsbyggðarvinkil, en sem betur er það fólk innan um og nær að halda kúrsinum réttum.“ Finnbogi Hermannsson „Mér skilst að ég fari á biðlaun og þar með er ég genginn út um mánaðamótin næstu og fer bara heim,“ segir Finnbogi Her- mannsson. „Já, já, þetta er ekkert öðruvísi. Ég bara hætti að keyra í vinnuna.“ Hann nýtir sér svokallaða 95 ára reglu, þar sem starfsaldur og elli leggjast saman eins og hann orðar það, og verkefnin bíða í bíl- skúrnum. „Ég á samtals fimm bíla. Já, já, og það bíða tveir. Gamall Volvo, árgerð ’87, og annar í vara- hluti. Og Subaru árgerð ’91, gamli útvarpsbíllinn, sá fyrsti á Vest- fjörðum. Ég keypti hann á upp- boði hjá ríkinu á fullu verði.“ Svo bíður handrit að bók í tölv- unni frammi í kompu. „Sú bók gæti alveg heitið Barn í köldu stríði eða kannski Var hann pabbi þá óvinur ríkisins? Það er svolítill Proust í þessu líka. Þetta er frá því ég fór að muna fyrst eftir mér og það var í mjög köldu stríði. Já, já, það er ekkert öðruvísi.“ Finnbogi býr á Bakkavegi 11 í Hnífsdal. „Ég er hér með bílskúr og kartöflugarð,“ segir hann. – Það fylgir nú minni tilhlökkun kartöflugarðinum? „Nei, nei, nei, það er alveg sér- stök tilhlökkun. Ég rækta líka hvítkál, salat og blómkál og svo fleiri kál sem ég kann ekki að nefna.“ Fleiri að hætta Og fleiri eru að hætta störfum sem fréttamenn. G. Pétur Matt- híasson hættir á fréttastofu Sjón- varps og hefur verið ráðinn sem upplýsingafulltrúi hjá skrifstofu Vegamálastjóra. Þá hættir Ari Sigvaldason, en hann hefur komið á fót ljósmyndagalleríi. Hjördís Finnbogadóttir, sem vann á frétta- stofu útvarps í tuttugu ár, hefur ráðið sig til umboðsmanns Alþing- is. Anna Kristín Jónsdóttir er orð- in umsjónarmaður meistaranáms í fjölmiðlafræði við HÍ. Loks er Páll Benediktsson að hugsa sinn gang, en hann hefur umsjón með kosn- ingasjónvarpinu í maí og tekur ekki ákvörðun fyrr en eftir það. ÞEKKT ANDLIT HVERFA AF SKJÁNUM Gísli Sigurgeirsson Finnbogi Hermannsson G. Pétur Matthíasson Katrín Pálsdóttir Ómar Ragnarsson Helgi H. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.