Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ                    !"! #$      Króatía % &  !% &                                ' ()**! $   * ++, -$ "." % ///& ! 0&            %(1 *" ) $(."$ 21  "0$ %(1   -"  1$  *0 "0 3+ 5 *"*$ - %(1 6**$*$ *** !% *#"0 RÍKISÚTVARPIÐ Á TÍMAMÓTUM Þ etta er ríkisstofnunarkaffi. Það er ekki búið að oháeffa okkur ennþá,“ segir Óðinn Jónsson af- sakandi, réttir blaðamanni bollann og sest við skrifborðið. Það liggur greinilega vel á honum og hann bætir við: „Er Páll ekki búinn að segja þér allt sem má segja?“ Óhætt er að segja að Fréttastofu útvarps hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu misserum. Frétta- og þjóð- málaþættir hafa verið færðir að fullu undir fréttastof- una, Síðdegisútvarpið, Spegillinn og Morgunvaktin. Með nýju skipuriti færist vefurinn ruv.is og textavarpið undir Fréttastofu útvarps ásamt svæðisstöðvunum. „Þetta er tvöföldun í mannskap og umsvifum,“ segir Óðinn. „Hugsunin er sú að gott sé að vista þetta undir Fréttastofu útvarps af því að við erum með fréttavakt allan sólarhringinn alla daga ársins. Þetta fer vel sam- an.“ Hann segir að varlega verði farið í breytingar og mikilvægt að nýta vel þá fjármuni og mannskap sem úr sé að spila. „Útvarpsdagskrá á ekki að breytast hratt,“ segir hann og bætir við kankvíslega: „Mogginn getur leyft sér að breyta baksíðunni og skammar okkur svo fyrir að skipta um stef! Strax farinn að kvíða steflaus- um jólum!“ Hann hristir höfuðið. Bundið er í þjónustusamning RÚV við mennta- málaráðuneytið að það þjóni öllum landsmönnum og Óðinn segir enga ástæðu til að ætla að hlutafélagið muni skera niður kostnað á því sviði. „Okkur ber skylda til að halda úti mannskap og fréttaöflun á lands- byggðinni og fullur vilji er fyrir því,“ segir hann. „Skipulagið hefur að einhverju leyti staðið í vegi fyr- ir því að hægt hafi verið að nýta svæðisstöðvarnar með einbeittum hætti. Svo er auðvitað full ástæða til að raddir landsbyggðarinnar heyrist enn betur á lands- rásum okkar. Meðal þess sem Ríkisútvarpið á að gera er að halda þessari þjóð saman. Og það á ekki að vera neinn vandi. Við megum ekki láta eins og hér búi millj- ónaþjóð.“ RÚV Á AÐ HALDA ÞJÓÐINNI SAMAN Morgunblaðið/Árni Sæberg Rödd Óðinn vill heyra raddir landsbyggðarinnar. S igrún Stefánsdóttir verður yfir dagskrá út- varpsins, bæði Rásar 1 og Rásar 2, samkvæmt nýju skipuriti sem gengur í gildi um mán- aðamótin. „Þetta felur í sér að báðum rásum verður stjórnað af sama borði,“ segir hún. „Fyrir vikið verður auðveldara að vinna heildstætt að því að skapa rásunum sérstöðu og gera þær ólíkar, þó að það kunni að hljóma mót- sagnakennt. Eitt af mínum stóru verkefnum verður að skilja rásirnar betur að.“ Sigrún hefur haft aðsetur á Akureyri og stýrt Rás 2 og svæðisstöðvunum þaðan, en flytur nú suður. „Þær fara úr mínum höndum undir fréttasvið út- varpsins, en við eigum þó enn eftir að leysa úr því hvernig haldið verður utan um umtalsverða dag- skrárgerð svæðisstöðvanna fyrir Rás 1 og Rás 2.“ Sigrún segir að með breyttu rekstrarformi gefist meira svigrúm en áður og það skapi ný tækifæri. „Þetta eru spennandi tímamót, en þau eru líka sár. Mér er það alveg ljóst að þessi dagur á föstudag var ekki öllum auðveldur. Það er hópur yfirmanna að hætta og 40 manns höfðu áður ákveðið að fara á biðlaun, þannig að út fer stór hópur með mikla þekkingu. Við hin þurf- um því að bretta upp ermarnar. En það er líka spenn- andi. Ég varð sextug í vikunni, þannig að ég hlakka til að byrja nýjan fasa í mínu lífi.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Suður Sigrún er á leið suður í spennandi verkefni. ÞURFUM AÐ BRETTA UPP ERMARNAR lækkar kostnaður við yfirstjórn um 20 milljónir og ef til vill er það tákn- rænt að lagt er niður starf fram- kvæmdastjóranna þriggja sem menntamálaráðherra skipaði áður. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála, hætti þegar störfum, en óljóst er hvað verður um Dóru Ingvadóttur, fram- kvæmdastjóra útvarps. Bjarni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins, verður aðstoðarmaður útvarpsstjóra. Og það þykir kaldhæðnislegt að einmitt þegar leggja eigi aukna fjár- muni í innlenda dagskrárgerð sé ekki gert ráð fyrir Rúnari Gunn- arssyni forstöðumanni við það borð eftir 40 ára vinnu að þeim málum, margra þeirra magurra. Sárindi á rás 1 Ekki er laust við að starfsmönnum rásar 1 hafi brugðið þegar ljóst varð að Margrét Oddsdóttir dagskrár- stjóri missti starfið, en hún hefur stýrt rás 1 í tuttugu ár. Hún frétti fyrst af þeirri ákvörðun á hádegi á föstudag. Hún boðaði þá fund með starfsmönnum rásar 1 kl. 13.30, sagði þeim frá þessari ákvörðun og fór heim. Starfsmannafundur út- varpsstjóra var svo haldinn kl. 15. „Það er enginn á rás 1 á móti skipulagsbreytingunum, en okkur þykir sárt að sjá á bak hæfum dag- skrárstjóra sem hefur af stakri smekkvísi haldið úti vandaðri dag- skrá á rás 1,“ segir Hjálmar Sveins- son, dagskrárgerðarmaður á rás 1. Hann segir engar efasemdir um nýjan dagskrárstjóra, Sigrúnu Stef- ánsdóttur, en að starfsfólki rásar 1 hafi brugðið þegar breytingin var kunngerð. „Það virða allir full- komlega þessar ákvarðanir. Páll sagði skýrt að það myndi sparast talsvert fé við að leggja niður yf- irmannsstöður og að það fé myndi renna til dagskrárinnar. Við fögnum því og vonumst til að útvarpið muni njóta góðs af því líka.“ Óánægja hefur verið með það á rás 1 hversu afskipt starfsfólkið þar hefur verið. Til marks um það er bent á að Páll hafi valið sér aðstoð- armann sem áður hafi verið fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins. Og að hann hafi fyrst haldið fund með starfsfólki rásar 1 rúmu ári eftir að hann tók við. Fókusinn á sjónvarpinu Hjálmar segir að fókusinn hjá út- varpsstjóra sé klárlega á sjónvarp- inu. „Við álítum að rás 1 sé mik- ilvægur miðill og megi ekki gleymast. Það hefur verið ákveðin hógværð ríkjandi og á að vera það. En við minnum samt á að margir líta einmitt á það starf sem unnið er á rás 1 sem helstu réttlætingu þess að starfrækt sé ríkisútvarp. Þess vegna má það ekki verða hornreka.“ Hjálmar segir auðvelt að stilla því þannig upp að starfsfólk rásar 1 sé á móti öllum breytingum eða eins og einn viðmælandi orðaði það „hinir nöldrandi gáfumenn á rás 1“. „En því er ekki þannig farið,“ bætir hann við, „enda hefur hér átt sér stað mjög framsækin dagskrárgerð og ekki vandalaust að halda ákveðnum standard og smekkvísi.“ Óvissa í of langan tíma Staða forstöðumanns fréttasviðs var einnig lögð niður, en henni gegndi Bogi Ágústsson. Hann segir allar líkur á því að hann verði áfram á Ríkisútvarpinu, þó að það eigi eftir að koma í ljós, og að sér standi til boða starf á fréttastofu sjónvarps við að skrifa og lesa fréttir. „Því miður hefur ríkt óvissa í allt- of langan tíma um rekstur Rík- isútvarpsins. Nú er loksins komið á hreint hvað eigandinn vill með þetta fyrirtæki sitt. Og mér líst vel á þær nýju áherslur sem lagt er upp með.“ Segja má að staða forstöðumanns fréttasviðs hafi verið það eina sem eftir stóð af vinnu að sameiningu fréttastofa útvarps og sjónvarps, þar sem milljónir voru lagðar í und- irbúning, úttektir og ráðgjöf frá IMG. Þegar til kastanna kom var það vilji útvarpsráðs að ekkert yrði af sameiningunni, fréttastofurnar yrðu sjálfstæðar og kepptu sín á milli. Úr varð að Bogi gerðist yf- irmaður og eini starfsmaður beggja sviða. Með því er hann sagður hafa fest í stjórnunarhlutverki, sem kippti honum úr sambandi við báðar fréttastofurnar. Hann hafði áður lát- ið að sér kveða sem fréttastjóri sjón- varps, en hafði ekki nógu skýrt hlut- verk gagnvart fréttastofunum til geta heitið yfirmaður fréttastjór- anna og þeir fóru sínu fram. Óljósar breytingar Starf íþróttastjóra verður einnig lagt niður í breytingunum, en því gegnir Samúel Örn Erlingsson sem unnið hefur í aldarfjórðung að íþróttafréttum nú í apríl. „Ég fékk vitneskju um að það ætti að gera hér breytingar og þess hefur verið óskað við mig að ég haldi hér áfram störfum, en ég veit ekki í hverju þau eru fólgin, en starf íþróttastjóra er ekki lengur til undir því nafni. Auðvitað hugsar maður sinn gang eftir því sem þau mál ganga fram, en það jákvæða hlýtur alltaf að vera það ef þess er óskað að maður sé áfram hjá fyrirtækinu sínu þó að menn vilji endurraða verkum.“ Íþróttadeildin hefur með höndum þriðjung af því efni sem flokkast undir innlent efni. „Þessa umsýslu hafa fáir annast, þannig að ég lít svo á að hér sé einungis um skipulags- breytingu að ræða, en ekki það að hér hafi verið of mikill mannskapur, öðru nær.“ Á eftir að opna hina kassana Ómar Benediktsson, stjórn- arformaður Ríkisútvarpsins ohf., sagði í kvöldfréttum sjónvarps í mars að fjárhagsstaða RÚV mætti vera betri, það þyrfti að velta öllum steinum við og skoða hvort einfalda mætti ferla eða taka nýja tækni í notkun, svo meiri fjármunir væru til dagskrárgerðar. „Það er bara Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimur sjónvarpsfrétta Það er ýmislegt sem áhorfendur heima í stofu sjá ekki í fréttaútsendingum. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.