Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Davíð Dav-íðsson fæddist í Reykjavík 7. nóv- ember 1922. Hann lést á LSH í Kópa- vogi 4. febrúar síð- astliðinn. Faðir hans var Davíð Jónsson, kennari í Gaulverjabæ í Ár- nessýslu, síðar lög- regluþjónn og bif- reiðarstjóri í Reykjavík, f. 13.10. 1889, d. 14.9. 1922. Móðir var Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18.10. 1889, d. 24.2. 1977. Stjúpfaðir Guðjón Bene- diktsson múrari, f. 5.5. 1896, d. 6.9. 1977. Alsystkini Davíðs voru Guðmundur Kjartan, Hannes Kristinn, Kristín Davíðey auk Guðmundar Kjartans Guðjóns- sonar. Maki 17.2. 1953 Ester Helga- dóttur ljósmóðir, f. 19.6. 1930. Foreldrar hennar voru Helgi Þor- steinsson, sjómaður í Keflavík, f. 22.1. 1905, d. 8.2. 1988, og Ingi- björg Guðmundsdóttir húsfreyja. Stjúpfaðir Esterar var Jósep Guð- jónsson, bóndi í Pálshúsum, f. 16.6. 1899, d. 10.11. 1989. Börn Davíðs eru: 1) Stúlka f. 30.7. 1952, d. 1.8. 1952. 2) Guðmundur Kjart- an lífefna- og lífeðlisfræðingur og læknir í Wales, f. 24.8. 1953, maki Helen Jane Fairhurst læknir, f. 2.7. 1959. Barn Anna Kristín. 3) Edda arkitekt, f. 7.3. 1955. Maki 1 fræðingsleyfi í meinefnafræði 17.12. 1962. Prófessor í lífeðlis- og lífefnafræði við læknadeild HÍ, frá sept. 1957 - des. 1964 og pró- fessor í lífefnafræði frá jan 1965- 92. Yfirlæknir (forstöðum.) rann- sóknardeildar Landspítalans frá stofnun hennar í sept. 1958 til starfsloka 1992. Kom á fót ísó- tópastofu Landspítalans 1961 og hóf þar ísótóparannsóknir í sjúk- dómsgreiningarskyni. Beitti sér fyrir skipulagðri menntun meina- tækna og stofnun meinatækna- skóla innan Tækniskóla Íslands 1966 og átti sæti í stjórn náms- brautar við skólann 1966-92. Hafði yfirumsjón með rannsókn- arstofu Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar frá upphafi starf- semi hennar 1967-96. Konrektor HÍ 1970-72 og starfandi rektor um tíma. Meðstofnandi Hjartavernd- ar 1964 og í aðalstjórn og fram- kvæmdastjórn hennar til 1996. Hvatamaður að samstarfi HÍ og heilbrigðisstjórnar um uppbygg- ingu og rekstur Landspítalans sem háskólasjúkrahúss. Fulltrúi læknadeildar í byggingarnefnd LSP 1965-72. Í úrvinnslustjórn og rannsóknarstjórn Hjartaverndar 1970-96. Formaður kennslu- nefndar læknadeildar HÍ 1970-72. Fulltrúi menntamálaráðherra í yfirstjórn mannvirkjagerðar á Landspítalalóð 1972-82. Í siðaráði landlæknisembættisins 1987-92. Gengdi ýmsum félags- og trún- aðarstörfum fyrir m.a. Lækna- félag Reykjavíkur, læknadeild HÍ og Vísindasjóð. Útför Davíðs var gerð í kyrr- þey. Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson lista- maður. Barn Ester. Maki 2 Markku Lappalainen byggingar- verkfræðingur og arkitekt, f. 13.9.1955. Börn Iris Edda og Petra Sif. 4) Davíð kennari, kerf- isstjóri, f. 26.1. 1958. Maki 1 Þórunn Krist- jánsdóttir hjúkr- unarfræðingur , f. 16.9.1959. Börn Kristín, Ingibjörg og Edda. Maki 2 Þórarinna Söebech mannfræð- ingur, f. 2.9. 1972. Börn Þórhildur og Hrafnhildur. 5) Bjarni bóndi í Danmörku, f. 1.1. 1959. Maki Anna Lilja Hafsteinsdóttir bóndi, f. 24.4. 1959. Börn Ólafur Ómar, Davíð Freyr, Elín og Ingunn Lilja. 6) Kári rafmagnsverk- og tölv- unarfræðingur, f. 4.8. 1970. 7) Skúli tölvunarfræðingur í Finn- landi, f. 19.1. 1973. Maki Eva Vier- ros ljósmyndari. Barn Elías Timo. Davíð varð stúdent frá MR, 10.6. 1944. Cand med 24.4. 1953. Sérfræðinám í meinefnafræði með styrk British Council við Postgraduate Medical School of London, Hammersmith Hospital okt. 1954 - sept. 1957, jafnframt í lífeðlisfræðinámi í University Col- lege í London frá okt. 1956 - sept. 1957. Naut enskra styrkja og Rockefeller fellowship. Almennt lækningaleyfi 24.4. 1962. Sér- Davíð lauk embættisprófi í lækn- isfræði í ársbyrjun 1953 og sótti framhaldsmenntun til Hammers- mith-sjúkrahússins í London. Ís- lenskum læknum fylgir sá orðstír að þeir leiti framhaldsnáms til bestu há- skóla erlendis. Margir hafa af því góðan frama. Þar af leiðandi erum við sjálfbjarga á læknisfræðilegum svið- um með örfáum undantekningum. En þegar heim er komið gerist mörgum leiðin torsótt á vísindabrautinni. Margir ná ekki að þræða áfram nýjar brautir í fræðunum, m.a. vegna dæg- urstrits. Davíð fyllti flokk þeirra, sem náðu að þræða nýjar brautir, þrátt fyrir dægurstritið. Hann tók við ný- stofnuðu prófessorsembætti í lífeðlis- og lífefnafræði árið 1957, en varð síð- an prófessor í lífefnafræði frá 1965 er prófessorsstaða var stofnuð í lífeðl- isfræði. Þegar litið er yfir starfsferil Davíðs kemur í ljós að hann brást ekki væntingum manna. Hann gerð- ist brautryðjandi í klínískri lífefna- fræði á rannsóknarstofum sjúkra- húsa á Íslandi og beitti sér m.a. fyrir stofnun meinatæknaskóla árið 1966. Þegar ég kom heim 1967 frá Karól- ínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, var kominn rannsóknarstofa í hæsta gæðaflokki á Landspítalanum. Davíð átti einnig meginþátt í nútímavæð- ingu á fyrsta hluta læknanámsins. Áður fyrr var kennsla í líffærafræði megininntak nær helmings lækna- námsins líkt og lengi tíðkaðist í læknaskólum austantjalds. Hann var forseti læknadeildar HÍ 1962 til 1964 og 1970 til 1972. Af meiru er að taka í þróunarstarfi Davíðs og erfitt að tak- marka skrifin. Ég vil þó geta frumkvæðis hans í að fá breska arkitektinn John Weeks hingað til lands. Þá varð til þróun- aráætlun um sameiginlegar bygging- ar fyrir Landspítalann og lækna- deildina, þ.e. bygging háskólasjúkrahúss í fyllstu merkingu þeirra orða. Ennfremur vil ég minna á hlutverk Davíðs í stofnun Hjarta- verndar. Davíð var líklega einn af ör- fáum sem skildi vel tilgang hjarta- verndarrannsóknarinnar. Tilgangurinn var að leggja grundvöll að faraldsfræðilegum rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum á Íslandi. Davíð veitti þeim sem þetta ritar ómetanlegan stuðning við að stefna að þessu marki. Nemendur hans, vin- ir og félagar stóðu að útgáfu „Bók Davíðs“ 1996, sem af mörgum er talin ein merkasta bók Háskólaútgáfunn- ar. Vísindaframfarir byggjast á rótgróinni sannleiksleit, fordómaleysi og baráttuhug. Davíð var hreinlyndur og djarfur hugsuður og elti ekki lýð- hylli, en hann bjó yfir raunsannri þekkingu á samfélaginu og samúð. Hann var mjög listhneigður maður. Sjónarrönd hans náði lengra en margra annarra. Hans verður lengi minnst sem brautryðjanda. Innilegar kveðjur til Esterar og barna. Inga, Ólafur Ólafsson og fjölskylda. Tveir tindar blasa við, þegar horft er til starfsferils Davíðs Davíðssonar: Hjartavernd og rannsóknardeild Landspítalans. Davíð var einn helsti ráðgjafi og samstarfsmaður Sigurðar Samúelssonar við stofnun Hjarta- verndar og skipulagningu hóprann- sóknarinnar miklu, sem hófst árið 1967. Davíð réð því til dæmis, að ekki var einvörðungu leitað til aflögufærra atvinnurekenda til stuðnings Hjarta- vernd, heldur var einnig höfðað til verkalýðsleiðtoga. Það bar góðan ár- angur og leiddi til víðtækari stuðn- ings við stofnunina en ella. Mestu skipti þó, að Davíð og samstarfsmenn hans vönduðu svo til skipulagningar hóprannsóknarinnar, að hún á sér varla hliðstæðu í veröldinni. Sjást þess meðal annars merki á síðustu ár- um, þegar virtasta stofnun Banda- ríkjanna í heilbrigðisvísindum hefur talið Hjartavernd vænlegasta sam- starfsaðila, sem völ er á, þegar meta skal heilsufarslegar afleiðingar öldr- unar. Þekktasta hóprannsókn heims- ins, svonefnd Framingham-rann- sóknin, stenst ekki samanburð við hóprannsókn Hjartaverndar, nema að því einu leyti, að miklu fleiri vís- indagreinar hafa sprottið upp af hinni fyrrnefndu. Davíð Davíðsson var forstöðumað- ur rannsóknadeildar Landspítalans frá stofnun hennar árið 1958 og allt til starfsloka árið 1999. Hann innleiddi nútímann í lífefnafræðilegum rann- sóknum á Landspítalanum. Þó varð- aði enn meiru þau beinu og óbeinu áhrif, sem hann hafði á hugsanagang samstarfsmanna sinna og nemenda. Davíð var ævinlega talsmaður rök- hugsunar og vísindalegrar nálgunar. Hann brýndi fyrir stúdentunum og ungu læknunum megindlega (kvan- titativ) aðferðafræði umfram hina eigindlegu (kvalitativ) og gladdist, er honum varð ágengt á því sviði. Óvíst er, að koma ungs læknis til starfa á Landspítalanum hafi í annan tíð markað jafndjúp spor í viðhorfi stétt- arbræðranna til lífvísinda. Davíð var með skemmtilegustu mönnum, húmoristi og sögumaður. En hann var líka gagnrýninn með af- brigðum og hlífðarlaus í alvarlegum rimmum. Þær átti hann allmargar um ævina. Enginn var fundvísari á rökveilur í málflutningi en prófessor Davíð, en mesta óbeit hafði hann á óheilindum, yfirlæti og sérdrægni. Raunar gerði Davíð svo ríkar kröfur til málflutnings lærisveina sinna, að hann varaði sterklega við notkun lýs- ingarorða, sem hann taldi í eðli sínu ónákvæm, ef ekki marklaus. Það var ekki ónýtt fyrir unga lækna á sjöunda áratugnum að kynn- ast lífinu og fræðunum í föruneyti Davíðs Davíðssonar, Theódórs Skúla- sonar, Snorra Páls Snorrasonar og Jóns Þorsteinssonar, svo að nokkrir séu nefndir. Sú samfylgd takmarkað- ist ekki við vinnustaðinn. Tekist var á yfir taflborði eða við græna bridsdúk- inn. Steinway flygillinn var tekinn til kostanna. Stundum var jafnvel lyft glasi. Ester Helgadóttir er traust kona og gáfuð með ágæta kímnigáfu. Samt voru þau hjón ólík, sem var stundum eins gott, þegar Davíð fór sem geys- tast í málflutningnum og þurfti að heyra fáein rósemdarorð. Engum duldist sú ást og virðing, sem þau báru hvort til annars. Gamlir vinir þeirra og samstarfs- menn Davíðs færa henni alúðarkveðj- ur. Sigurður B. Þorsteinsson og Þórður Harðarson. Það er ekki auðvelt að minnast Davíðs Davíðssonar í fáum tugum dálksentimetra. Ég get samt ekki lát- ið vera að setja á blað nokkur minn- ingabrot af kynnum okkar og sam- veru í hartnær 4 áratugi. Á námsárunum í London kynntist Davíð notkun geislavirkra efna (ísó- tópa) til rannsókna á sjúkdómum og lækningu þeirra og tók virkan þátt í þeirri starfsemi. Fáum árum eftir að hann kom heim setti hann á stofn Ísó- tópastofu á Landspítalanum til að sinna slíkri starfsemi. Kynni okkar hófust nokkrum árum seinna þegar hann var að leggja drög að því að fá sn. línuskanna til að skrá myndrænt dreifingu geislavirkra efna í líkaman- um. Eins og önnur tæki fram til þessa var línuskanninn fenginn að gjöf frá Alþjóða kjarnorkumálastofnun Sam- einuðu þjóðanna (IAEA), fyrir at- beina Davíðs. Línuskanninn var tekinn í notkun árið 1971. Sama ár réðst ég til starfa á Ísótópastofu. Eftir það vorum við Davíð í nánu samstarfi allt þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Ég tel mig afar lánsaman að hafa fengið að kynnast Davíð Davíðssyni. Það var ekki alltaf auðvelt að starfa með honum, en afar lærdómsríkt og oftast mjög skemmtilegt. Ekki vorum við alltaf sammála og fyrir kom að við rukum upp, en það jafnaði sig fljótt. Davíð var gagnrýninn á menn og málefni og ekki hlaupandi á eftir dægurflugum. Hann var mjög rökfasur og einkar lagið að finna dæmi – oft óskyld um- ræðuefninu – til að sýna mönnum fram á veikleika í málflutningi þeirra. Hann hafði mikið stærðfræðilegt innsæi og var fljótur að átta sig á töl- um og setja þær í samhengi. Og iðu- lega var hann búinn að reikna í hug- anum út úr tölum ofan og neðan striks, áður en sá sem sat við hlið hans hafði náð að slá þær inn í lófa- tölvuna sína. Starfsemi slík sem verið hefur við lýði á Ísótópastofu hefur lengst af verið kölluð ísótóparannsóknir og -meðferð, en er nú líklega að vinna sér nafn sem kjarnlækningar – nokkuð bein þýðing úr erlendum málum (e. nuclear me- dicine). Þróun fagsins hefur orðið nokkuð á annan veg en Davíð hafði hugsað sér. Honum fannst myndræni hlutinn full fyrirferðarmikill. Þróuninni varð þó ekki snúið við, en það er ekki síst vegna þessarar afstöðu Davíðs að á Ísótópastofu Landspítalans þróaðist fjölbreyttari starfsemi en á mörgum virtum stofnunum erlendis. Einnig varðandi myndræna þáttinn má segja að við höfum um tíma verið í farar- broddi, og þá fyrst og fremst vegna einarðrar afstöðu Davíðs, eins og sést af eftirfarandi sögu: Um miðjan 8. áratuginn voru sn. gammamyndavélar farnar að ryðja sér til rúms erlendis og var þá farið að vinna að því að fá slíkt tæki á Ísótópa- stofu. Þar var þó við ramman reip að draga, fjármunir af skornum skammti eins og endranær. Ekki þótti viðeigandi að leita enn til IAEA. Um þetta leyti var farið að tengja tölvur slíkum tækjum. Slíkt jók mjög notagildi tækjanna, gerði hreyfirann- sóknir mögulegar, auk stafrænnar úrvinnslu mynda. Tölvur voru þó ekki almennt komnar í slíka notkun, enda þróun þeirra skammt á veg komin, miðað við það sem nú er. Áhugi okkar Davíðs beindist mjög að því að fá tölvu með gammamyndavélinni. Þeg- ar útlitið var sem verst um útvegun fjármagns vildi ég þó slá af kröfunum og kaupa gammamyndavélina fyrst, í von um fé til tölvukaupa innan skamms. Davíð var hins vegar gall- harður á því að þetta yrði keypt í einu lagi, taldi gammamyndavélina einskis virði án tölvu. Fór svo að Davíð hafði sitt fram og fjárveiting fékkst fyrir báðum tækjunum. Þetta er gott dæmi um framsýni Davíðs og einbeitni. Sumir mundu kannski tala um ósveigjanleika og óbilgirni. En þegar hann taldi sig hafa yfirburða málstað kom ekki til mála að slá af kröfunum. Og fljótlega eftir þetta var tölva talin ómissandi fylgihlutur gammamyndavélar. Davíð átti sér mörg áhugamál utan vinnunnar. Þau sem við deildum hvað mest með okkur voru tónlist og ís- lenskt mál. Tónlistin var Davíð áreið- anlega í blóð borin. Hann fór ekki mörgum orðum um það, en ég gat ekki betur skilið en að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að helga sig tónlistinni, þegar hann var leiddur inn á aðra braut, þar sem áfangi var stúdentspróf og síðan próf frá Læknadeild HÍ. Tónlistaráhuginn hélst þó áfram og flutningur góðrar tónlistar hafði mikil áhrif á hann. Davíð var gagnrýninn á tónlist, líkt og flest annað. Hann átti gott plötu- safn og flygill var heima á Sóleyjar- götunni. Dálæti hafði hann á píanó- sónötum Beethovens.Yngri tónskáld áttu a.m.k. sum upp á pallborðið, Charles Ives kemur mér í hug, og svo náttúrlega Scriabin. Davíð kenndi mér að meta Glenn Gould og lánaði mér plötu með gullfallegum leik strengjakvartetts á Sjö orðum Krists á krossinum. Marga hugleiðinguna áttum við saman um blæbrigði málsins og am- bögur sem við máttum verða vitni að. Viðtengingarháttur fannst honum of- notaður. Þar vorum við ekki alveg sammála, en fannst þó hvorugum setningin „ég kem ef ég sé á leiðinni“, sem Davíð hafði eftir ónefndum manni, eiga rétt á sér. Honum fannst einnig orðið „hjá“ oft rangnotað, og þótti hlálegt að heyra talað um að setja upp nál hjá sjúklingi eða mæla blóðþrýsting hjá sjúklingi. Hann gerði óspart grín að ýmsum aukaorð- um sem menn létu falla, t.d. í setningu eins og „eruð þið systur eða eitthvað svoleiðis?“ Þær eru ómetanlegar stundirnar þegar Davíð var í essinu sínu hjá okk- ur hinum á Ísótópastofunni. Hann var óþrjótandi sagnabrunnur og á stundum æringi hinn mesti. Það var aldrei lognmolla í kringum hann. Mörg tilsvör hans óborganleg og báru vitni leiftrandi gáfum. Sameig- inlegt áttum við það að meina ekki allt sem við sögðum – eða lærði ég það kannski af honum? Þetta gat stund- um gengið heldur langt, eins og t.d. þegar síminn hringdi og sá var ekki viðstaddur sem spurt var um, þá gat viðkvæðið verið „hér eru alltaf allir í kaffi“. Því miður hefur mér ekki tek- ist að muna nema lítið brot af sögum hans, þær hefðu margar mátt varð- veitast. Eins og lög gera ráð fyrir varð Davíð að hætta fullu starfi á Land- spítala þegar hann varð sjötugur. Sem betur fer fengum við þó að hafa hann í hlutastarfi á Ísótópastofu í nokkur ár til viðbótar. Eftir það urðu samverustundirnar strjálli. Síðast hitti ég hann heima hjá sér fyrir lík- lega tveimur árum. Andagiftin var óbreytt og fjallað var lengi um allt milli himins og jarðar, ekki síst þjóð- félagsmál. Honum tókst að senda mig heim með bók sem hann hafði þá fyrir stuttu lesið, The Open Society and Its Enemies I, eftir heimspekinginn Karl Popper. Davíð var alla tíð gagnrýninn á þjóðfélagsmál og þá sem þeim stýrðu og fór þar ekki eftir flokks- línum. Lýðskrum, orðagjálfur, hræsni og yfirdrepsskapur fór illa í hann, en vel kunni hann að meta góða orðræðu, hvaðan sem hún kom. Ein- lægni og alþýðleiki voru aðalsmerki. Félag um notkun geislavirkra efna í læknisfræði var stofnað sl. haust, kallað Kjarnlækningafélag Íslands, í stíl við sambærileg félög erlendis. Það hefði verið vel við hæfi að gera Davíð að heiðursfélaga. Reyndar var hann ekki mikið fyrir félög eða fundi, né heldur titlatog, svo óvíst er hvort hann hefði þegið slíkan titil. Maður að nafni George de Hevesy var braut- ryðjandi notkunar geislavirkra efna í læknisfræði fyrir miðja síðustu öld. Hann hefur verið nefndur „father of nuclear medicine“ – faðir kjarnlækn- inga. Undirritaður stakk upp á því í fyrirlestri á námskeiði Endurmennt- unar HÍ fyrir tæpu ári, að Davíð ætti skilið að vera nefndur faðir kjarn- Davíð Davíðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.