Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 36
góðgerðarstarf 36 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sykursýki fylgir velmegun Sykursýki barna er mjög vaxandi vandamál víða um heim. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Árna V. Þórsson yfirlækni, El- ísabetu Konráðsdóttur og Guðlaugu Jónínu Aðalsteinsdóttur um sykursýki, sumarbúðir og styrktarsjóð Thorvaldsensfélagsins. Sykursýki í börnum og ungling-um er gríðarlega mikið vax-andi vandmál um allan heim og fer Ísland ekki varhluta af þeirri þróun. „Algengi sykursýki er raunar mjög mismunandi eftir heims- hlutum, hún er einna hæst á Norð- urlöndum og hefur verið um langt árabil,“ segir Árni V. Þórsson yf- irlæknir á Barnaspítala Hringsins. „Það land sem hefur lengi verið með hæsta nýgengi er Finnland, en þá er átt við tilfelli sem greinast á ári af hverjum 100 þúsund börnum sem eru yngri en 15 ára. Nýjustu tölur frá Finnlandi núna eru 66 af hverj- um 100 þúsund barna og unglinga. Ég fór á þing Alþjóðasykursýk- issamtakanna í Höfðaborg í Suður- Afríku í desember sl. og þar birtum við sem niðurstöður 35 ára uppgjörs faraldsfræðirannsókna á Íslandi. Niðurstöður okkar sýna að það hef- ur verið stöðug aukning á nýgengi sykursýki barna og unglinga á Ís- landi á öllu þessu tímabili en aukn- ingin er langmest síðasta áratug. Nýjasta talan er 18,4 miðað við 100 þúsund 15 ára og yngri. Núna fá þjónustu á göngudeild sykursjúkra barna um 120 einstaklingar frá land- inu öllu.“ Hvers vegna er aukningin svona mikil? „Það veit það enginn með nokk- urri vissu. Vitað er að ákveðin áhættugen geta aukið líkurnar á sykursýki en geta engan veginn út- skýrt þessa hröðu aukningu.“ Svo virðist því sem hlutverk um- hverfis sé talsvert. En þrátt fyrir mjög umfangsmiklar rannsóknir víðsvegar um heiminn, ekki síst á Norðurlöndum, þá hefur ekki tekist að negla niður neinn einn umhverf- isþátt sem geti skýrt þetta. Hins vegar virðist vera fylgni milli ný- gengni sykursýki og almennrar vel- megunar. Langmesta aukningin í heiminum síðasta áratug er í Aust- ur-Evrópu eftir að „Múrinn“ féll, þar er aukningin 5 til 6% á ári í stað um 3% á ári hjá öðrum þjóðum. Þess má þó geta að ef tekin eru aðeins lönd í Austur-Asíu þá er nýgengið um frá 0,5 til 1 af hverjum 100 þús- undum barna innan 15 ára.“ Þunginn eykst á heilbrigð- iskerfið Hvaða áhrif hefur þessi aukning hér á landi? „Hún hefur augljóslega mikil áhrif - þunginn eykst á heilbrigðiskerfið og kemur fyrst fram á barna- og göngudeildum sem sjá um að sinna sykursjúkum börnum og unglingum. En svo færist þetta fram og upp í fullorðinsgeirann.“ Hvað skiptir mestu máli í meðferð sykursjúkra barna og unglinga? „Fyrir utan insúlínið sem bjargar lífi þeirra og er nauðsynlegt alla daga til að halda sjúkdómnum í skefjum þá skiptir mestu máli að hafa vel þjálfað og menntað starfs- fólk sem getur sinnt fræðslu, eftirliti og rannsóknum.“ Hvar kemur aðstoð Thorvaldsens- félagsins inn í? „Thorvaldsensfélagið gaf stórgjöf árið 2003, sem varð til þess að stofn- aður var sérstakur sjóður til styrkt- ar málefnum sykursjúkra barna og unglinga. Sjóðurinn hefur styrkt við- veru fagfólks í sumarbúðunum, þar eru bæði læknar og hjúkrunarfræð- ingar á sólarhringsvöktum. Nýverið hefur verið veitt umtalsverð upphæð úr sjóðnum til að styrkja gæðaverk- efni við göngudeild sykursjúkra barna og unglinga, þar sem að- almarkmiðið er að freista þess að bæta almenna sykurstjórnun barnanna. Það er gert með aðeins meiri mannskap og meiri tíma fyrir hvern og einn sjúkling. Þetta er mjög mik- ilvægt verkefni því á síðari árum hefur verið ótvírætt sannað að því betur sem tekst að stjórna blóðsykr- inum því minni hætta er á hinum al- varlegu fylgikvillum sem geta fylgt sykursýki síðar meir á lífsleiðinni. Líf þessara einstaklinga verður aldrei alveg eðlilegt en markmiðið er að þetta unga fólk lifi sem næst eðli- legu lífi, geti tekið þátt í sem flestum leikjum og námi sem þau hefðu ella getað alveg. Fólk með sykursýki getur gegnt langflestum störfum í samfélaginu til jafns við aðra. Ef hægt er að þoka stjórnunni í betri átt eru langtímahorfur þessa unga fólks mun betri.“ Sykursýki barna er vax- andi vandamál Morgunblaðið/Sverrir Samhent gegn sykursýki Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, Árni V. Þórsson og Elísabet Konráðsdóttir. Sumarbúðir fyrir börn og ung-linga með sykursýki hafa ver-ið starfræktar á Löngumýri í Skagafirði. „Við vorum með sex daga sum- arbúðir þar fyrst í júní árið 2003 og höfum síðan endurtekið það árlega,“ segir Elísabet Konráðsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á göngudeild barna og unglinga með sykursýki á Barna- spítala Hringsins. En hvernig er tilhögun þessa starfs? „Við höfum sett okkur markmið með þessari starfsemi: Í fyrsta lagi að börnin öðlist meira sjálfstæði og öryggi. Í öðru lagi að þau geti deilt reynslu sinni með öðrum börnum með sykursýki því í mörgum til- vikum hafa þau aldrei hitt önnur börn sem eru að glíma við sama sjúkdóm. Í þriðja lagi að þau geti skemmt sér í öruggu umhverfi. Í mörgum tilvikum hafa þau aldrei farið í neinar sumarbúðir því for- eldrum finnst erfitt að láta þau frá sér nema fagfólk sé á staðnum. Í fjórða og síðasta lagi er markmiðið að gefa foreldrum hvíld þessa daga því þessi sjúkdómur krefst mikillar umönnunar af hálfu foreldranna.“ Hvernig er starfið skipulagt? „Það felst bæði í að uppfræða börnin um sykursýkina og að skemmta þeim. Við erum með fræðsluprógramm hluta úr degi og svo höfum við gert sitthvað skemmtilegt, við höfum farið á Ak- ureyri, farið í sund og flúðasiglingin á Blöndu er mjög vinsæl. Ótalmargt annað hefur verið skemmtilegt gert, farið í veiði, á hestbak og í ratleiki. Kvöldunum er gjarnan varið í kvöld- vökur og börnin hafa verið dugleg að búa til skemmtiatriði.“ Mæðir mikið á fagfólkinu? „Í fyrra voru 29 börn frá sjö til 12 ára og það þarf að aðstoða þau við að mæla blóðsykur oft á dag og gefa sér insúlín. Huga þarf að líðan þeirra, hugsanlegum blóðsykursföllum og ekki síst að sjá til þess að næringin sé ákjósanleg. Á næturnar skiptumst við fagfólk- ið á að mæla blóðsykur. Við höfum mælt tvisvar á nótt hvert barn. Stungið er fyrir blóðdropa á fingri og sykur mældur. Þess ber að geta að staðarhaldari á Löngumýri, Gunnar Rögnvalds- son, fjölskylda hans og starfsfólk hafa tekið okkur mjög vel og sýnt börnunum mikla umhyggju og skiln- ing.“ Er mikil ásókn í sumarbúðirnar? „Já, það er mjög mikil aðsókn og nú er svo komið að Langamýri tekur ekki miklu fleiri börn, við þurfum því jafnvel að fara að takmarka aðgang eða fjölga skiptunum. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem sækja um. Einnig um unglingabúðirnar sem hafa verið starfræktar sl. tvö sumur.“ Kostar mikið fyrir börn og ung- linga að koma í sumarbúðir ykkar? „Ég held að gjaldið sé sambæri- legt og í öðrum sumarbúðum. Það munar því mjög mikið um þá styrki sem sumarbúðirnar hafa fengið frá Thorvaldsensfélaginu, Pokasjóði og Landsvirkjun, sem eru stærstu styrktaraðilarnir. En fjöldi fyr- irtækja hefur styrkt verkefnið í minna mæli og Skagafjarðardeild Rauða krossins hefur sent fólk part úr degi til að kenna börnunum skyndihjálp.“ gudrung@mbl.is Börnin öðlast meira sjálfstæði og öryggi Umönnun og ævintýri Börn í sumarbúðunum á Löngumýri í Skagafirði skemmta sér í flúðasiglingu á Blöndu. Í fyrra voru 29 börn í búðunum. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.