Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Um er að ræða 180,7 fm raðhús á einni hæð með innb. bílskúr. Þrjú svefnherbergi, góð verönd, hiti í stéttum. Gott og vel skipu- lagt hús á góðum stað í lokaðri götu rétt hjá t.d. skóla, leikskóla og golfvelli. Húsið er laust fljótlega. Mögul. að taka íbúð upp í. Kaupverð 44,9 m. Ómar sýnir þér og þínum í dag á milli 14 og 16 Sími 588 4477 Bakkastaðir 63 Opið hús í dag kl. 14-16 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Sérlega falleg 115,6 fm íbúð á 6. hæð í þessu vinsæla húsi. Íbúðin er vel innréttuð og er með tvennum svölum með mjög víðáttumiklu út- sýni. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, tvennar stofur, eldhús, þvottahús, baðherbergi, hol og forstofa. Á efstu hæð er sameiginlegt ca 30 fm herbergi með salerni og sam- eiginlegar stórar svalir. Sameign og húsið að utan lítur mjög vel út. Aðkeypt ræsting fyrir sameignina. V. 29,9 m. 7581 ESPIGERÐI - MIKIÐ ÚTSÝNI Tæplega 100 fm íbúð á 1. hæð í góðu lyftuhúsi. Tvö svefnherbergi og tvær stofur. Vestursvalir. Frá- bær staðsetning, beint fyrir ofan bandaríska sendiráðið - spölkorn niður að Tjörn. Laus strax. V. 32 m. 7529 ÞINGHOLTSSTRÆTI 30 OPIÐ HÚS FRÁ KL. 17 TIL 20 MÁNUDAGSKVÖLD Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 15-16 lækjarsmári 68 - sérinngangur Falleg og björt 2ja herb. 67 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) með sérinn- gangi í fallegu tveggja hæða fjölbýli á þessum vinsæla stað í Kópavogi. Björt stofa með útgangi á hellulagða verönd með skjólveggjum og sér- garði. Þvottahús innan íbúðar og parket á stofu, eldhúsi og holi. Fallegt baðherbergi með baðkari, innréttingu og flísum. Verð 18,5 millj. Berglind tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 15-16, neðri hæð til vinstri. Teikningar á staðnum. Fréttir á SMS LÖGLÆRÐIR lærdómsmenn og sérfræðingar fóru um fjölmiðla eins og eldibrandar. Viska spek- inga er að þjóð sem slík geti aldrei haft eignarhald á einu né neinu. Ekki batnar eldfimt heimsást- and eða friðarferli ef það spyrst að á Íslandi séu slíkir fræðimenn í virktum er segi fullum fetum að þjóð eða ríki geti aldrei átt neitt sem slík, né hafi eignarrétt til þess. „Þjóðin getur ekki verið eig- andi í eignarréttarlegri merk- ingu,“ segir virtur prófessor og kallar það lýðskrum hjá hér- lendum að telja sig geta átt eitt- hvað saman sem þjóð! Það mætti allt eins setja það í stjórnarskrá að „alltaf sé gott veður“ segir annar lögspekingur háðuglega! Fleiri sérfræðingar efna til at- hygli og þeir þykjast fróðastir og skemmtilegastir sem fráleitast kyrja! Bíðum við; hvað um auðlindir, landgrunn, fiskimið, orku o.fl. sem landsmenn hafa talið sig eiga í sameign? Að fráteknu því auð- vitað sem aðilar hafa séreignabréf upp á. Hvernig í ósköpunum get- ur íslenska ríkið átt eitthvað ef þjóðin sem lifir í ríkinu og hefur talið sig eiga ríkið sem sameig- inlegt stjórntæki, má skyndilega ekkert eiga „í eignarréttarlegri merkingu“? Í orðabókum er jú skilgreiningin á ríki og þjóð af sama meiði, hefur eitthvað breyst. Ef þjóð getur ekki átt fiskimið og landgrunn sem auðlind, hvern- ig geta landeigendur þá t.d. selt veiðileyfi í ám, vötnum og heiðum. Er laxinn í sjónum öðruvísi villtur en eftir að hann gengur í árnar í „eignarréttarlegri“ merkingu? hann vill jú fara aftur til sjávar, ekki satt? Hvað verður um þjóð- lendur og lendur sveitarfélaga ef þjóðarsamfélagið getur ekkert átt eins og spekingar segja? Hvað um rafveitur, orkuveitur, leikhús, hafnir, vegi, flugvelli, já ríkishá- skólann sem löglærðu háðfugl- arnir námu við og þá handritin sem Danir „gáfu íslensku þjóð- inni“ … eru þetta virkilega núna allt „eignir án hirðis“ ef samfélag þjóðarinnar og samfélög sveitar- félaga geta ekkert átt? ætli þeir hjá Góða hirðinum viti af öllu þessu á lausu? Langt aftur í sögulegum tíma hafa samfélög þjóða átt sameig- inlega arfleifð, menningu, verð- mæti og búsetu. Nú er þjóð- arsálin hér vakin upp við að eiga ekkert, þeir einir eigi sem hafi það þinglýst hjá sýslumanni, sem reyndar er á mála hjá þjóðríkinu, ekki satt? Nema spádómar Nostradamus- ar séu að rætast, spádómar um að bjargvættar mannkyns komi frá lítilli eyju í norðri. Því ekki, hvernig væri að nýta þetta nýja viðhorf sem þróunaraðstoð fyrir heimsbyggðina, senda þá sem spámannlegastir eru og nokkra bókstafstrúaða lagapostula í út- rás og sjá hvernig nálægar þjóðir taka þessu nýstárlega fagnaðar- erindi um þjóðarrétt, hvað ætli þeir kæmust langt? Pálmi Pálmason Eignalaus þjóð? Höfundur starfar við fram- kvæmdastjórn. BARNAVERNDIR og lögaðilar í þessum málaflokki sveitarfélaganna hafa sýnt af sér ótrúlega mikla bresti við framgang mála á umliðn- um árum, og oft á tíðum sýnt ein- stæðum mæðrum mikinn hroka og dónaskap sem leitt hefur af sér að viðkomandi persóna hefur brotnað alveg niður og hefur ekki borið sitt barr eftir þau viðskipti – þegar barn eða börn hafa verið rifin úr höndum móðurinnar með valdi og án mis- kunnar – oft vegna lítilla saka og jafnvel loginna saka til þess eins að taka börnin af mæðrum sínum og koma í vistun annars staðar. – Þessi framkoma og kostnaður við slíkan gjörning er oft á tíðum margfaldur svo skiptir tugum þúsunda og ekk- ert til sparað við þessar aðgerðir – þar sem barn og móðir eru þolendur sem ekki verður bætt á neinn hátt síðar meir. – Hér er um slíkan óynd- isverknað að ræða að mig skortir orð til að lýsa því niðurbroti á persónu, móður og kvöl barnsins sem löggjaf- inn framkvæmir oft í góðri trú, en er svo sannarlega vanmetin af valdboð- ans hálfu. – Inngrip af þessu tagi þurfa tafarlaust skoðunar við og það strax. – Er ekki meiri sparnaður fólginn í því að aðstoða einstæðar mæður og hjálpa þeim tímabundið á meðan börnin eru að vaxa úr grasi og ná fullum þroska, heldur en að grípa til slíkra hrottafenginna að- gerða eins og áður er lýst. – Er ekki kominn tími til að þessar barna- verndir á vegum sveitarfélaganna verði í eitt skipti fyrir allt aflagðar og þeirra afglöp heyri sögunni til og það fé sem til þeirra hefur runnið verði notað á betri hátt. – Og þessi mál falli undir Heimilishjálp sveitar- félaganna til einstæðra mæðra, með húsnæði og fjárstuðningi tímabund- ið. – Þetta getur ekki verið dýrara í framkvæmd – og þó svo væri þá væri það ekkert á við þann smán- arblett sem af þessum nefndum hef- ur farið og alþjóð hefur orðið vitni að á síðustu vikum. Ég skora á þá aðila sem um þessi mál fjalla að breyta til batnaðar þjóðinni til heilla. – Og börnin séu ætíð vistuð hjá sinni eig- inlegu móður. – En vistun hjá vanda- lausum sé aðeins í neyðartilfellum. EINAR H. GUÐMUNDSSON, stjórnarmaður í Baráttu- samtökum eldri borgara og öryrkja www.betrikjor.net Barnaverndir brjóta lög á skjólstæðingum sínum Frá Einari H. Guðmundssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.