Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 46

Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 46
46 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Um er að ræða 180,7 fm raðhús á einni hæð með innb. bílskúr. Þrjú svefnherbergi, góð verönd, hiti í stéttum. Gott og vel skipu- lagt hús á góðum stað í lokaðri götu rétt hjá t.d. skóla, leikskóla og golfvelli. Húsið er laust fljótlega. Mögul. að taka íbúð upp í. Kaupverð 44,9 m. Ómar sýnir þér og þínum í dag á milli 14 og 16 Sími 588 4477 Bakkastaðir 63 Opið hús í dag kl. 14-16 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Sérlega falleg 115,6 fm íbúð á 6. hæð í þessu vinsæla húsi. Íbúðin er vel innréttuð og er með tvennum svölum með mjög víðáttumiklu út- sýni. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, tvennar stofur, eldhús, þvottahús, baðherbergi, hol og forstofa. Á efstu hæð er sameiginlegt ca 30 fm herbergi með salerni og sam- eiginlegar stórar svalir. Sameign og húsið að utan lítur mjög vel út. Aðkeypt ræsting fyrir sameignina. V. 29,9 m. 7581 ESPIGERÐI - MIKIÐ ÚTSÝNI Tæplega 100 fm íbúð á 1. hæð í góðu lyftuhúsi. Tvö svefnherbergi og tvær stofur. Vestursvalir. Frá- bær staðsetning, beint fyrir ofan bandaríska sendiráðið - spölkorn niður að Tjörn. Laus strax. V. 32 m. 7529 ÞINGHOLTSSTRÆTI 30 OPIÐ HÚS FRÁ KL. 17 TIL 20 MÁNUDAGSKVÖLD Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 15-16 lækjarsmári 68 - sérinngangur Falleg og björt 2ja herb. 67 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) með sérinn- gangi í fallegu tveggja hæða fjölbýli á þessum vinsæla stað í Kópavogi. Björt stofa með útgangi á hellulagða verönd með skjólveggjum og sér- garði. Þvottahús innan íbúðar og parket á stofu, eldhúsi og holi. Fallegt baðherbergi með baðkari, innréttingu og flísum. Verð 18,5 millj. Berglind tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 15-16, neðri hæð til vinstri. Teikningar á staðnum. Fréttir á SMS LÖGLÆRÐIR lærdómsmenn og sérfræðingar fóru um fjölmiðla eins og eldibrandar. Viska spek- inga er að þjóð sem slík geti aldrei haft eignarhald á einu né neinu. Ekki batnar eldfimt heimsást- and eða friðarferli ef það spyrst að á Íslandi séu slíkir fræðimenn í virktum er segi fullum fetum að þjóð eða ríki geti aldrei átt neitt sem slík, né hafi eignarrétt til þess. „Þjóðin getur ekki verið eig- andi í eignarréttarlegri merk- ingu,“ segir virtur prófessor og kallar það lýðskrum hjá hér- lendum að telja sig geta átt eitt- hvað saman sem þjóð! Það mætti allt eins setja það í stjórnarskrá að „alltaf sé gott veður“ segir annar lögspekingur háðuglega! Fleiri sérfræðingar efna til at- hygli og þeir þykjast fróðastir og skemmtilegastir sem fráleitast kyrja! Bíðum við; hvað um auðlindir, landgrunn, fiskimið, orku o.fl. sem landsmenn hafa talið sig eiga í sameign? Að fráteknu því auð- vitað sem aðilar hafa séreignabréf upp á. Hvernig í ósköpunum get- ur íslenska ríkið átt eitthvað ef þjóðin sem lifir í ríkinu og hefur talið sig eiga ríkið sem sameig- inlegt stjórntæki, má skyndilega ekkert eiga „í eignarréttarlegri merkingu“? Í orðabókum er jú skilgreiningin á ríki og þjóð af sama meiði, hefur eitthvað breyst. Ef þjóð getur ekki átt fiskimið og landgrunn sem auðlind, hvern- ig geta landeigendur þá t.d. selt veiðileyfi í ám, vötnum og heiðum. Er laxinn í sjónum öðruvísi villtur en eftir að hann gengur í árnar í „eignarréttarlegri“ merkingu? hann vill jú fara aftur til sjávar, ekki satt? Hvað verður um þjóð- lendur og lendur sveitarfélaga ef þjóðarsamfélagið getur ekkert átt eins og spekingar segja? Hvað um rafveitur, orkuveitur, leikhús, hafnir, vegi, flugvelli, já ríkishá- skólann sem löglærðu háðfugl- arnir námu við og þá handritin sem Danir „gáfu íslensku þjóð- inni“ … eru þetta virkilega núna allt „eignir án hirðis“ ef samfélag þjóðarinnar og samfélög sveitar- félaga geta ekkert átt? ætli þeir hjá Góða hirðinum viti af öllu þessu á lausu? Langt aftur í sögulegum tíma hafa samfélög þjóða átt sameig- inlega arfleifð, menningu, verð- mæti og búsetu. Nú er þjóð- arsálin hér vakin upp við að eiga ekkert, þeir einir eigi sem hafi það þinglýst hjá sýslumanni, sem reyndar er á mála hjá þjóðríkinu, ekki satt? Nema spádómar Nostradamus- ar séu að rætast, spádómar um að bjargvættar mannkyns komi frá lítilli eyju í norðri. Því ekki, hvernig væri að nýta þetta nýja viðhorf sem þróunaraðstoð fyrir heimsbyggðina, senda þá sem spámannlegastir eru og nokkra bókstafstrúaða lagapostula í út- rás og sjá hvernig nálægar þjóðir taka þessu nýstárlega fagnaðar- erindi um þjóðarrétt, hvað ætli þeir kæmust langt? Pálmi Pálmason Eignalaus þjóð? Höfundur starfar við fram- kvæmdastjórn. BARNAVERNDIR og lögaðilar í þessum málaflokki sveitarfélaganna hafa sýnt af sér ótrúlega mikla bresti við framgang mála á umliðn- um árum, og oft á tíðum sýnt ein- stæðum mæðrum mikinn hroka og dónaskap sem leitt hefur af sér að viðkomandi persóna hefur brotnað alveg niður og hefur ekki borið sitt barr eftir þau viðskipti – þegar barn eða börn hafa verið rifin úr höndum móðurinnar með valdi og án mis- kunnar – oft vegna lítilla saka og jafnvel loginna saka til þess eins að taka börnin af mæðrum sínum og koma í vistun annars staðar. – Þessi framkoma og kostnaður við slíkan gjörning er oft á tíðum margfaldur svo skiptir tugum þúsunda og ekk- ert til sparað við þessar aðgerðir – þar sem barn og móðir eru þolendur sem ekki verður bætt á neinn hátt síðar meir. – Hér er um slíkan óynd- isverknað að ræða að mig skortir orð til að lýsa því niðurbroti á persónu, móður og kvöl barnsins sem löggjaf- inn framkvæmir oft í góðri trú, en er svo sannarlega vanmetin af valdboð- ans hálfu. – Inngrip af þessu tagi þurfa tafarlaust skoðunar við og það strax. – Er ekki meiri sparnaður fólginn í því að aðstoða einstæðar mæður og hjálpa þeim tímabundið á meðan börnin eru að vaxa úr grasi og ná fullum þroska, heldur en að grípa til slíkra hrottafenginna að- gerða eins og áður er lýst. – Er ekki kominn tími til að þessar barna- verndir á vegum sveitarfélaganna verði í eitt skipti fyrir allt aflagðar og þeirra afglöp heyri sögunni til og það fé sem til þeirra hefur runnið verði notað á betri hátt. – Og þessi mál falli undir Heimilishjálp sveitar- félaganna til einstæðra mæðra, með húsnæði og fjárstuðningi tímabund- ið. – Þetta getur ekki verið dýrara í framkvæmd – og þó svo væri þá væri það ekkert á við þann smán- arblett sem af þessum nefndum hef- ur farið og alþjóð hefur orðið vitni að á síðustu vikum. Ég skora á þá aðila sem um þessi mál fjalla að breyta til batnaðar þjóðinni til heilla. – Og börnin séu ætíð vistuð hjá sinni eig- inlegu móður. – En vistun hjá vanda- lausum sé aðeins í neyðartilfellum. EINAR H. GUÐMUNDSSON, stjórnarmaður í Baráttu- samtökum eldri borgara og öryrkja www.betrikjor.net Barnaverndir brjóta lög á skjólstæðingum sínum Frá Einari H. Guðmundssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.