Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Íslands-hreyfingin – lifandi land er nýr stjórnmála-flokkur sem mun bjóða fram lista í öllum kjör-dæmum í alþingis-kosningunum 12. maí nk. Fram-boðið var kynnt í Þjóðmenningar-húsinu á fimmtu-daginn. Þá sagði Ómar Ragnarsson, sem er for-maður flokksins til bráða-birgða, að tvenn megin-markmið væru skýr. Í fyrsta lagi að halda umhverfis-tengdum málum inni í um-ræðunni til kjör-dags, og í öðru lagi að koma í veg fyrir að mynduð yrði hrein stóriðju-stjórn. „Nú siglir mann-kynið inn í nýja öld umhverfis-mála þar sem frekar er spurt um grænt eða grátt en hægri eða vinstri,“ sagði Ómar. Í bráðabirgða-stjórninni er Margrét Sverrisdóttir vara-formaður en formleg kosninga-stjórn verður kynnt síðar, og stefnu-skrá flokksins verður birt á vef-svæði fram-boðsins, islandshreyfingin.is, á næstu dögum. Nýr grænn stjórnmála-flokkur Morgunblaðið/RAX Jakob Frímann Magnússon, Margrét, Ómar og Ósk Vilhjálmsdóttir. Gera þurfti hlé á blaðamanna-fundi Ban Ki-moon, framkvæmda-stjóra Sam-einuðu þjóðanna, í Bagdad á fimmtu-daginn þegar sprengja sprakk um 40 metra frá fundar-staðnum. Ban kross-brá og hann beygði sig þegar sprengingin varð. Hann hélt síðan fundinum áfram. Skömmu áður hafði Ban sagt að þar sem ástandið í öryggis-málum hefði batnað í Írak væri hann að íhuga að senda fleiri starfs-menn SÞ til landsins. Ban Ki-moon hrökk í kút Ban Ki-moon brá. Of feitar konur eru lík-legri en aðrar til að vera án at-vinnu og holda-far hefur meiri áhrif á atvinnu-þátttöku kvenna hér á landi en óhóf-leg áfengis-neysla hjá báðum kynjum. Þetta er ein af niður-stöðum rann-sókna dr. Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur, fyrsta íslenska doktorsins í heilsu-hagfræði. Tinna Laufey segir að er-lendar rann-sóknir hafi sýnt fram á sam-band á milli líkams-þyngdar og atvinnu-þátttöku kvenna, og að það samband sé mjög sterkt hér á landi. „Þetta samband kom ekki fram hjá körlum,“ segir Tinna Laufey um rann-sóknir sínar sem voru hluti af doktors-ritgerð hennar. Hún segir að niður-stöðurnar hljóti að sýna að meiri kröfur séu gerðar til út-lits kvenna en karla þó að ekki sé hægt að ein-blína á það sem einu mögu-legu ástæðuna. Hins vegar eru Íslendingar sem glíma við áfengis-vanda lík-legir til þess að vera í vinnu og vinna al-mennt mikið. Of feitar konur frekar án at-vinnu Vinstri-hreyfingin – grænt fram-boð fær 27,6% at-kvæða og 17 þing-menn kjörna á Al-þingi sam-kvæmt síma-könnun Capacent Gallup fyrir Morgun-blaðið og RÚV um fylgi flokkanna á lands-vísu dagana 14. til 20. mars. Sjálfstæðis-flokkurinn fengi 25 þing-menn kjörna, Sam-fylkingin 13, Framsóknar-flokkurinn 5 og Frjáls-lyndi flokkurinn 3 þing-menn. VG bætir við sig tæpum 2 prósentu-stigum frá könnuninni 8. til 13. mars. Sjálfstæðis-flokkurinn fékk þá 40,2% en 36,2% nú. Sam-fylkingin fer úr 20,6% í 19,7%, Fram-sókn úr 6,9% í 8,6% og Frjáls-lyndir úr 4,8% í 6,6%. VG enn á upp-leið Á föstu-daginn var haldið upp á hálfrar aldar afmæli Evrópu-sambandsins í Róm. Fyrir 50 árum undir-rituðu 6 þjóðir samkomu-lag í Róm og mynduðu þar með sam-eiginlegt markaðs-svæði í Evrópu. Þetta voru Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Belgía og Lúxemborg. Í hátíðar-ræðu sinni sagði Jose Manuel Barroso, for-seti framkvæmda-stjórnar Evrópu-sambandsins, að Evrópa þyrfti mark-mið sem mundu veita íbúunum inn-blástur næstu 50 árin. Barroso og Romano Prodi, forsætis-ráðherra Ítalíu, voru við-staddir at-höfnina sem haldin var í ítalska þinginu. „Við þurfum að sann-færa íbúa Evrópu um að Evrópu-sambandið sé besta lausnin fyrir 21. öldina og þær áskoranir sem henni fylgja, til dæmis harðnandi alheims-væðingin, sjálf-bær vöxtur og sam-keppni,“ sagði Barroso. Evrópu-sam- bandið 50 ára REUTERS Silvio Berlusconi mætir í afmælið. Björk heldur sína fyrstu tón-leika hér á landi í sex ár mánu-daginn 9. apríl í Laugardals-höll. Tón-leikarnir marka upp-haf heims-tónleikaferðar Bjarkar til kynningar á sjöttu hljóðvers-plötu hennar, Volta. Hún kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á dag-skránni eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar. Miða-sala fyrir tón-leikana hefst fimmtu-daginn 29. mars. Björk með tón- leika á Íslandi Morgunblaðið/ÞÖK Björk á Sykurmola- tónleikunum í nóvember sl. Í næstu viku leikur lands-lið Íslands í knatt-spyrnu gegn Spán-verjum í undan-keppni Evrópu-mótsins. Lands-liðið varð fyrir miklu áfalli í vikunni þegar Hermann Hreiðarsson hjá Charlton, Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Burnley og Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá Hannover til-kynntu að þeir gætu ekki leikið með. Hermann og Gunnar eru meiddir og Jóhannes á von á barni með eigin-konu sinni á næstu dögum. Auk þess verður Heiðar Helguson ekki með af persónu-legum ástæðum. Í þeirra stað valdi Eyjólfur Sverrisson landsliðs-þjálfari þá Indriða Sigurðsson hjá Lyn, Hólmar Örn Rúnarsson hjá Silkeborg og Ármann Smára Björnsson hjá Brann. Lands-liðið missir reynslu-boltana Morgunblaðið/Kristinn Heiðar Helguson, einn helsti varnar-maður lands-liðsins. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.