Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 39
Við spöruðum til dæmis mikið með því að klippa til svart filt og líma á rúður, því í húsum myndarinnar eru mjög margar brotnar rúður. Að brjóta rúður er bæði kostn- aðarsamt og tímafrekt, þannig að við notuðum þetta trix. Þá um- stöfluðum við leikmyndinni okkar, sem hafði verið sama gatan í nokkrar vikur, og bjuggum til glænýja götumynd úr sömu skilt- um, veggjum og búningum. Þetta var mjög skemmtilegt uppfinn- ingatímabil.“ Soderbergh vildi sumsé gera al- vöru óð til film noir-myndanna og því kom vitanlega ekkert annað til greina en að hafa myndina svart- hvíta – meira að segja eru notaðar sömu kvikmyndalinsur og í boði voru fyrir hálfri öld, til þess að ná allri áferð og stemningu réttri. Samt fær hann ítrekað spurn- inguna: Af hverju er myndin svarthvít? „Ég er með brenglaðar hug- myndir um hvað sé söluvænlegt við kvikmyndir, eins og dæmin sanna,“ segir hann glottandi, en sannfæringin fleytir honum jafnan langt. „Öll mín ánægja felst í að gera myndina, ánægjan liggur ein- göngu þar. Svo fer ég í næsta verkefni. Og ég verð að segja að þessi mynd var eitt af ánægjuleg- ustu verkefnunum sem ég hef unnið. Hún kemst einna næst því, af öllum mínum myndum, að vera eins og hún var í höfðinu á mér fyrirfram.“ Engin írónía Sem fyrr segir hreppti Soder- bergh Óskarinn fyrir Traffic, en sama ár var hann einnig til- nefndur sem besti leikstjóri fyrir Erin Brockovich – í fyrsta sinn í 60 ár sem sami maður hlaut tvö- falda leikstjóratilnefningu. Julia Roberts lék Erin Brockovich og í kjölfarið lék hún í tveimur af þremur Ocean’s-myndum Soder- berghs (Ocean’s Thirteen kemur senn út). Soderbergh vinnur nefni- lega gjarnan aftur með sama fólk- inu; meðal góðkunningja má einn- ig nefna Matt Damon, Catherine Zeta-Jones og Luis Guzmán. Nú er lag að spyrja um leikstíl- inn í Góða Þjóðverjanum. „Áður en við hófum tökur á myndinni skrifaði ég eins konar stefnuyfirlýsingu, manifesto, handa okkur öllum, og listaði líka upp fjölda kvikmynda frá tíma- bilinu, sem fólk gat horft á. Við reyndum að hafa í huga að leik- stíllinn á 5. áratugnum var annar en nú. Þetta var fyrir daga Mar- lons Brando og Montgomery Clift og James Dean. Kannski má segja að enn hafi verið uppi á ten- ingnum ákveðinn útvortis leikstíll, í öllu falli var hann ólíkur þeim aðferðum sem kvikmyndaleikurum eru kenndar í dag.“ En hvernig nálgast maður leik- máta sem kominn er úr tísku – með innlifun eða léttri íróníu? „Nei, það er engin írónía, þá myndi þetta aldrei virka. Ég sagði við leikarana: Ef þér líður skringi- lega, ertu að gera þetta rétt. Ég veit við myndum gera þetta öðru- vísi í venjulegri samtímamynd, en markmið okkar var að vinna með stíl og tíðaranda 5. áratugarins.“ Hér kemur Cate Blanchett til skjalanna og bendir á að þetta sé helsta sérstaða myndarinnar. „Til- vísanirnar eru bæði sögulegar og samtímalegar – þess vegna held ég að það sé svona sterk upplifun að horfa á þessa mynd. Andlitin eru kunnugleg en umhverfið fram- andi og gamaldags, maður dettur inn og út úr myndinni, inn og út úr tímanum. Því má líka bæta við að viðhorf okkar, sem unnum að myndinni, til stríðsreksturs er mjög flókið og tilfinningaslungið, stríð er í okkar huga viðkvæmt mál en á þeim tíma voru menn kannski ekki að taka móralskt á því efni í bandarískum kvikmynd- um.“ Beðið eftir meðbyr „Líklega er mórölsk afstaða, til dæmis gagnvart stríði og braski, meira evrópsk en amerísk,“ bætir Soderbergh við. „Þess vegna von- umst við eftir hliðhollari lestri á myndinni hér í Evrópu,“ segir hann og viðurkennir: „Við höfum fengið vonda gagnrýni í Banda- ríkjunum. En ég held að Warner Brothers hafi frá upphafi haft hugboð um betri viðtökur í Evr- ópu og allt og sumt sem við getum gert núna er að reyna að kynna myndina og vekja á henni jákvæða athygli.“ Og myndin skiptir máli, að áliti leikstjórans. „Já, þessi bók heillaði mig vegna þess að hún fjallar um skeið sem ég þekkti ekki mikið, tímann strax eftir seinna heims- stríðið, með kalda stríðið úti við sjónarrönd. Ég veit ekki hvort ég myndi geta bætt neinu við það sem sagt hefur verið um stríðstím- ann sjálfan, um hann hafa svo margar frábærar myndir verið gerðar, en mér fannst þessi tími spennandi.“ Um leið og Soderbergh fer um, ásamt leikurum sínum, og reynir að afla Góða Þjóðverjanum fylgis, hillir undir næsta verkefni hans, sem þegar er farið að vekja áhuga og umtal. Það er tvíleikur um byltingarár Che Guevara, annars vegar myndin The Argentine, sem hefst þegar Che og félagar gera strandhögg á Kúbu 1956 til höfuðs herstjórninni, og hins vegar Guer- rilla, sem hefst á för Che Guevara til höfuðstöðva Sameinuðu þjóð- anna í New York árið 1964. Aðal- hlutverk leikur einn úr myndaal- búmi Soderberghs, Benicio Del Toro. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 39 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ● Do you want to study in Denmark? ● Do you want to study in Denmark in an international environment? ● Are you looking for a programme which gives you good job opportunities? ● Are you interested in Fashion Design? ● Are you looking for a short education at university level? Do as Kristin Holmgeirsdóttir and other young students. Every year The Academy of Southern Denmark in Søn- derborg welcomes students from Iceland. Come and join us! Sønderborg has an active ”Íslendingafélag”. Visit our website www.sdes.dk to read more about your future in Denmark. Do you want to study Fashion Design? Grundtvigs Allé 88 DK-6400 Sønderborg Tlf. +45 7412 4141 www.sdes.dk Alþjóðlegt MBA • Alþjóðlegur hópur framúrskarandi kennara • Námið er sambærilegt því besta sem býðst í erlendum háskólum • Fjölbreyttur hópur öflugra nemenda • Námið fer fram á ensku • Sterk tengsl við atvinnulíf OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1 SÍMI: 599 6200 www.hr.is Samstarfsaðilar um nýsköpunarþjálfun í MBA við HR eru: Ahmad Rahnema, IESE Business School Allen Michel, Boston University Ashley Braganza, Cranfield University Gerard Seijts Richard, Ivey School of Business Joe Pons, Axioma Marketing Kristín Friðgeirsdóttir, London Business School Marc Sachon, IESE Business School Paul Kearns, Personnel Works Ltd Patrick Turner, Insead Business School Opinn kynningarfundur - fimmtudaginn 29. mars kl. 17:15 að Ofanleiti 2. Kennslufundur með Dr. Joe Pons - fimmtudaginn 12. apríl kl. 11:00-12:20. Skráning á fundi í póstfang mba@ru.is eða síma 599 6262. Allar nánari upplýsinar eru á www.ru.is/mba M E Ð A L K E N N A R A E R U : –krefjandi áskorun F A B R IK A N 2 0 0 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.