Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 31 stokka og steina þótt moskur megi finna í sumum þorpum. Þeir hafa búið á landi sínu síðan á fjórtándu öld, ver- ið afskekkt alla tíð og menning þeirra og hefðir því lítið breyst í aldanna rás. Ferðamenn halda til Dogon-héraðs til þess að kynna sér hina frumstæðu lífshætti og ekki er síður heillandi að njóta hinnar stórbrotnu náttúru þarna. Yfirleitt eru um 4–5 kílómetr- ar milli þorpa Dogona undir kletta- hlíðinni löngu og svo eru stöku versl- unarstaðir á fjallsléttunni sjálfri. Þegar ég hafði náð mér til fulls af veikindunum hóf ég fjögurra daga ferð í Dogon-héraði, frá þorpinu Nombori til Ireli í fylgd með Barou, brosmildum leiðsögumanni um þrí- tugt. Að nóttu til svaf ég á þaki mold- arkofa og starði upp til stjarnanna. Vart þarf að taka fram að ekkert raf- magn var að finna í þorpunum og rennandi vatn ekki heldur. Ekkert truflaði því kyrrðina og útsýnið að stjörnum prýddum himingeimnum var í einu orði sagt ógleymanlegt; himintunglin skinu svo skært að ég greindi vart á milli þeirra í stjörnu- þokunni. Þar fyrir utan voru gangan að deg- inum og hvíldin að kvöldi stórfín til- breyting frá þeim ys og þys sem fylgdi því að ferðast borga á milli í yf- irfullum farkostum. Á morgnana vaknaði ég við fyrstu geisla sól- arinnar og heyrði hvert dýrahljóðið af öðru; fyrst stöðugan sláttinn í krybb- unum og öðrum skordýrum og síðan létu stærri skepnur til sín taka. Han- inn gól, rollurnar jörmuðu og stöku sinnum rumdi asni svo undir tók. Loks bárust hlátrasköll krakkanna frá götunni og barnsgrátur ef svo bar undir. Væri moska í þorpinu myndu boð imamsins, sem kallaði múslima til bænastundar, óma rétt fyrir dag- renningu. Síðasta tóninn í þessari hljómkviðu slógu síðan konurnar sem muldu korn sitt taktfast í miklum mortélum. Talsverðs var til að vinna að ljúka því striti áður en steikjandi hitinn gerði þeim erfitt fyrir. Og svona vaknaði ég dag hvern klukkan hálfsex að morgni. Þegar við Barou vorum búin að fá okkur morgunmat – Neskaffi með sykri og eina bagettu – lögðum við af stað til næsta þorps undir kletta- veggnum. Við spjölluðum um hitt og þetta, æskuár okkar eða túrisma í Malí, eða við þögðum og virtum fyrir okkur hlíðina björtu sem var okkur stöðugt um 200–300 metra á vinstri hönd. Á um það bil fimm mínútna fresti rauf glaðvært kall þögnina eða sam- ræður okkar Barous. „Aga po!“ var sagt og það var fyrsta kveðjan í þó nokkurri runu sem var alltaf á sömu lund: Halló! Hvernig hafið þér það? Hvernig líður fólki yðar? Hvernig er- uð þér til heilsunnar? Þegar hverri spurningu hafði verið svarað á sama hátt, „séo“ (vel/fínt), skiptu spyrj- endur og svarendur um hlutverk. Rétt eins og annars staðar í Vestur-Afríku voru kveðjur afskaplega mikilvægar. Í öllu Malí fæða konur að jafnaði yf- ir sjö börn og það gat því verið mikið um krakka þar sem við fórum um. Þeir áttu sér eigin ávörp til okkar og oftar en ekki fylgdi útrétt hönd: „Ma- dame, bonbon?“ „Madame, Bic?“ „Madame, cadeau?“ (Geturðu gefið góðgæti/penna/gjöf?) Um klukkan tíu að morgni fengum við Barou okkur hressingu, annað hvort hrísgrjón eða kúskús, og hvíld- um okkur svo yfir hádaginn undir skyggni úr pálmalaufum. Um þrjú- eða fjögurleytið var orðið nógu svalt til að hefja gönguna á ný að næsta Timbúktú Þrír hirðingjar af flokki Túarega sitja í sínu fínasta pússi á Eid al-Fitr-hátíðinni. Á boðstólum eru armbönd úr silfri og brassi, bognir rýt- ingar og hálsmen. Maðurinn til vinstri er með hefðbundið leðurveski um hálsinn og það er vitaskuld einnig til sölu. »Ég reyndi að munaeftir öllum möguleg- um og ómögulegum hlutum sem gætu leitt til hækkaðs verðs eftir á: Myndu hnappar fylgja umsaminni greiðslu? Yrði hún örugglega tilbúin að morgni – eða eftir tvo daga?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.