Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 28
stjórnmál 28 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ G eir H. Haarde er enginn nýgræðingur í pólitík, síður en svo. Þegar hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum haustið 2005 var það ákaflega áreynslulítið og sömu sögu er að segja af því þegar hann varð forsætisráðherra sl. haust, hann stökk einhvern veginn eins og fullskapaður inn í æðsta embætti þjóðarinnar og þannig hefur hann komið þjóðinni fyrir sjónir síðan. Ég hitti Geir á formanns- skrifstofunni í Valhöll, sem er nákvæmlega eins og hún var í tíð Davíðs Oddssonar, Þor- steins Pálssonar og líklega einnig í formanns- tíð Geirs heitins Hallgrímssonar. – Geir, mig langar til þess að hefja samtalið á svolítið persónulegum nótum. Hvernig upp- lifir þú þessi störf þín í dag, að vera bæði for- maður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð- herra? „Ég lít svo á að ég hafi fengið stórkostlegt tækifæri, sem mjög fáir menn fá, til þess að stýra stærsta stjórnmálaflokki landsins og vera jafnframt oddviti ríkisstjórnarinnar. Ég tel reyndar að ég sé býsna vel undir þetta bú- inn. Að vera utanríkisráðherra í tæpt ár og áður fjármálaráðherra í sjö og hálft ár veitir mjög góðan undirbúning fyrir nánast hvað sem er í stjórnmálum, vegna þess að flest mál sem upp koma rata með einhverjum hætti inn á borð fjármálaráðherrans. Ég hef einnig starfað í áratugi í Sjálfstæðisflokknum, gekk í flokkinn árið 1968 og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hann, m.a. verið for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna, formaður þingflokksins og varaformaður Sjálfstæðisflokksins áður en ég var kjörinn formaður. Þessi undirbúningur skiptir miklu máli og það er því fátt sem kemur mér á óvart, hvort heldur er í formannsstarfinu eða í starfi forsætisráðherra. Þessi reynsla er mér dýrmætt veganesti fyrir þau störf sem ég gegni nú og sömuleiðis byggi ég á sex ára há- skólanámi mínu í Bandaríkjunum, frá því ég var ungur maður. Mikil alþjóðleg reynsla frá þingmannsstarfi mínu og öðru og það áhuga- mál mitt að leggja mig eftir tungumálum er önnur stoð sem ég nú styðst við. Allt hjálpast þetta að.“ Breið fylking ólíkra sjónarmiða – Gott og vel, það efast sennilega enginn um að þú varst tilbúinn. Þú starfaðir samt sem áður svo lengi í skugga Davíðs Odds- sonar, sem hafði nákvæmlega sömu ábyrgð og skyldur og þú í dag, hann var formaður og hann var forsætisráðherra. Hvernig upplifun er það að hafa allt í einu alla þessa ábyrgð á eigin herðum, ekki í skugga eða skjóli neins annars? „Ja, ég verð bara að svara því hreinskiln- islega: Það var nákvæmlega eins og ég átti von á. Undirbúningurinn og aðdragandinn var með þeim hætti að þetta var ekkert sem óx mér í augum eða ég miklaði fyrir mér. Ég veit að þessum störfum mínum fylgir mikil ábyrgð og ég axla hana eins vel og ég get. Mér líður mjög vel í báðum þessum störfum og mér finnst mér ganga vel. Ég fíla mig í djobbinu, eins og krakkarnir myndu segja!“ segir Geir og hlær enda stutt síðan að hann fékk flokk leikskólabarna í heimsókn í ráðuneytið sem hann fræddi um stjórnarráðið. Ekkert barnanna hafði hinn minnsta áhuga á að verða forsætisráðherra á fullorðinsárum! Tipla lítið á tánum – Sjálfstæðisflokkurinn, geysilega breið fylking þar sem mörg ólík sjónarmið rúmast innandyra. Getur það ekki verið erfitt að vera formaður í slíkum flokki? Þarft þú ekki oft að tipla á tánum og gæta þess að ná lendingu í málum innan flokksins sem sátt muni ríkja um? „Nei, ég tipla nú lítið á tánum. Það er þann- ig hjá okkur að þegar búið er að leiða ólík sjónarmið saman og samræma eftir megni verður formaðurinn að taka af skarið og menn virða það. Þannig er það til dæmis í þing- flokknum, menn rökræða og skiptast á skoð- unum en á endanum verður að koma nið- urstaða. Það er auðvitað rétt sem þú segir að Sjálf- stæðisflokkurinn er mjög breiður flokkur og við reynum að taka tillit til sjónarmiða fólks úr ólíkum áttum. Ég nefni fólk sem kemur úr verkalýðsarmi flokksins, fólk utan af landi með sérstök landsbyggðarsjónarmið, fólk úr atvinnurekstri o.s.frv. og hin ólíku sjónarmið leiðum við saman og náum sameiginlegri nið- urstöðu. Það hefur verið lykillinn að baki hins mikla fylgis og góða árangurs flokksins á und- anförnum áratugum að forystumenn hans hafa borið gæfu til þess að ná þessu þannig saman. Þetta getur verið erfitt en þegar það gengur vel og þetta tekst er Sjálfstæðisflokk- urinn stór og sterkur.“ Hafði fullt umboð – Það hlýtur til dæmis ýmislegt að hafa gengið á í þingflokki Sjálfstæðisflokksins nú um daginn vegna áforma um að stjórn- arskrárbinda auðlindaákvæðið. „Við ræddum það auðvitað ítarlega en ég hafði fullt umboð til þess að leiða það mál með þeim hætti sem ég gerði og ég tel að það hafi gengið vel. Auðvitað eru skiptar skoðanir um það hvað eigi að ganga langt í að skilgreina hugtakið þjóðareign og náttúruauðlindir í þjóðareign en það var samhljóða niðurstaða í þingflokknum að auðvitað myndum við virða stjórnarsáttmálann frá 2003 hvað þetta varð- aði. Okkar bíður nú það verkefni leysa þetta viðkvæma mál á næsta kjörtímabili.“ – Hvernig finnst þér að sjálfstæðismenn hafi tekið þér sem nýjum formanni? „Ég er bæði þakklátur og ánægður með þær móttökur sem ég hef fengið hjá sjálf- stæðismönnum. Ég fékk 95% fylgi á síðasta landsfundi. Slíkur stuðningur leggur auðvitað á herðar mér enn ríkari ábyrgð og skyldur að standa undir væntingum. En þegar ég finn fyrir því mikla trausti sem sjálfstæðisfólk um land allt hefur sýnt mér er það mikil hvatning til góðra verka. Í mínum huga er líka mik- ilvægt að finna að þetta traust nær langt út fyrir raðir sjálfstæðisfólks. Ég hef á löngum ferli farið víða um land og leitast við að setja mig vel inn í málefni og að- stæður. Mér finnst ég því vera á heimavelli hvar sem ég kem á landinu.“ – Verður þú fyrir mikilli gagnrýni úr röðum eigin flokksmanna og hvernig bregst þú við gagnrýni? „Nei, ekki finnst mér það nú og alls ekki óeðlilegri gagnrýni. Menn verða að geta tekið sanngjarnri gagnrýni. Mér finnst eðlilegt að uppi sé höfð gagnrýni ef fólk er ekki sátt og ég, eins og aðrir, verð bara að geta tekið því.“ – Hvers konar gagnrýni verður þú fyrir? „Ja, umm,“ segir forsætisráðherra og á engin svör svo ég held áfram og segi: Nú set- ur formanninn hljóðan og hann man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma verið gagnrýndur! Hann svarar að bragði með óræðu brosi og segir: „Jú, jú, sumir hafa gagnrýnt mig fyrir það að vera ekki áberandi, bæði innan flokks, en þó aðallega utan. Andstæðingar mínir á þessum vetri hafa mjög reynt að halda því á lofti að ég sé hvergi sjáanlegur. Staðreynd málsins er sú að ég vinn mín störf eins og mér er eiginlegt. Ég hef aldrei þurft mikið á því að halda að troða mér í sviðsljósið. Ég kem fram þegar mér finnst það rétt og áskil mér rétt til þess að ákveða sjálfur hvenær ég tjái mig og við hvaða að- stæður. Ég er ekki sannfærður um að það sé heilladrjúgt fyrir stjórnmálamenn að hafa nánast búsetu í fjölmiðlum. Almennt séð held ég að ég geti sagt að ég sé ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni, a.m.k. ekki gagnrýni sem er sanngjörn og málefnaleg. Hins vegar viðurkenni ég það að óréttmæt gagnrýni, eins og mikið ber á í þinginu, getur farið í taugarnar á mér.“ Halda áfram að bæta lífskjörin – Hvaða mál brynnu á þingmanninum Geir H. Haarde ef hann væri óbundinn og óbeisl- aður af þeirri ábyrgð sem á honum hvílir sem formaður og forsætisráðherra? „Það væru sömu málin og ég er að beita mér fyrir sem flokksformaður og forsætisráð- herra þótt ég hafi kannski minna svigrúm sem slíkur og þurfi að taka meira tillit til ann- arra í núverandi störfum. Ég vil halda áfram að bæta lífskjör fólksins í landinu, sérstaklega þeirra hópa sem hafa búið við lakari kjör en aðrir. Það er grunn- atriði í stefnu Sjálfstæðisflokksins að styðja við bakið á þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti í lífsbaráttunni en til þess að hægt sé að gera það af myndarskap þurfa verðmætin að verða til í þjóðfélaginu, með sem hagkvæmustum hætti, þ.e.a.s. hér verður að vera atvinnufrelsi og svigrúm fyrir einstak- lingana til þess að athafna sig. Verðmæta- sköpun er auðvitað forsenda þess að við get- um búið við velferð. Þessu myndi ég auðvitað vilja beita mér fyrir af miklum krafti. Í dag er miklu ríkari skilningur á þessum sjónarmiðum, heldur en áður var. Þau sjónarmið sem eitt sinn voru mjög hávær hér, að ríkið ætti að hafa afskipti af öllum hlutum, eru sem betur fer mjög á undanhaldi. Almennt er nú viðurkennt að markaðs- búskapur með eðlilegu aðhaldi gefur besta raun.“ Jarðvegseyðing og landfok – Ef við ræðum einstök málefni og byrjum á umhverfismálum sem mjög hafa brunnið á þjóðinni undanfarin misseri. Hvert vill Sjálf- stæðisflokkurinn stefna í virkjana- og stóriðj- umálum og hvað finnst formanninum um þá skoðun Morgunblaðsins að fólkið á stöðunum eigi sjálft að ákveða hvort virkjað verður eða ný stóriðja reist? „Ég held að íbúalýðræði eigi eftir að þróast hér á landi og verða virkara. Það er að mínu mati eðlilegt. Hvað varðar spurningu þína um virkjanir og stóriðju finnst mér umræða um umhverfismál hér á landi að mörgu leyti á villigötum. Umhverfismál eru miklu stærri og víðfeðmari málaflokkur en svo að umræða um þau eigi bara að snúast um virkjanir og stór- iðju. Ég vil ekki loka á frekari virkjanir eða frek- ari stóriðju. Ég vil hins vegar fara varlega og taka fullt tillit til umhverfissjónarmiða en bendi um leið á það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil verið mjög virkur í nátt- úruverndarmálum og átt forystumenn í gegn- um árin sem beitt hafa sér á þeim vettvangi. Í umræðunni núna gleymast iðulega önnur umhverfisvandamál, eins og jarðvegseyðing, landfok og gróðureyðing sem eru mjög alvar- leg umhverfisspjöll. Við þurfum að halda áfram að efla landgræðslu og skógrækt af miklum krafti. Stóriðjufyrirtæki eins og það sem nú er að rísa á Reyðarfirði mun hafa gríðarleg jákvæð áhrif á samfélagið þar. Sú verksmiðja er raun- verulegt hátæknifyrirtæki sem býður upp á störf jafnt fyrir konur sem karla og mun skila Fílar starf forsætis Morgunblaðið/ÞÖK Formaðurinn Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki samstarf Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna, en telur að slíkt samstarf myndi kalla á flókna samninga um málefni. Ekki er annað að merkja, en Geir Hilmar Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra, sé reiðubúinn að hella sér út í kosningabaráttuna. Hann telur að hann og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ærin verkefni fyrir höndum á næsta kjörtímabili verði flokknum treyst fyrir forystu í næstu ríkisstjórn. Hann nefnir m.a. frekari skattalækkanir í samtali við Agnesi Bragadóttur, stóreflingu ís- lensks háskólasamfélags, lífskjarabætur til þeirra sem við lökust kjörin búa og hvernig samfélagið geti búið sig til frekari vaxtar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.