Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 40
Jaxlar Varnarmennirnir Carles Puyol og Lilian Thuram teygja úr skönkunum. Þeir eru í hópi leik- reyndustu manna á Nývangi. Hart barist Börsungar slá ekkert af á æfingum. Hér fylgist Eiður Smári Guðjohnsen með Samuel Eto’o og Oleguer glíma um knöttinn. Það er brakandi blíða í Barse-lónuborg þennan mars-morgun. Veðrið eins og þaðgerist best á Íslandi – í júlí eða ágúst. Ég er staddur fyrir utan hið sögufræga höfuðvígi Barcelona- liðsins, Nývang, og freista þess að fá aðgang að æfingu liðsins. Dreg í því skyni upp skilríki og veifa framan í menn. „Ísland,“ segir vörðurinn við hliðið og hrifningin leynir sér ekki. „Ertu vinur Eiðs?“ Sennilega gerir hann ráð fyrir að allir Íslendingar þekkist. Athygli vekur að vörðurinn segir skýrt og greinilega „Eiður“, eins og hann hafi slitið barnsskónum í Borgarfirðinum. Hvað þetta varðar liggur katalónskan bersýnilega nær íslenskunni en gamla góða enskan. Eins og mönnum er kunnugt heitir okkar maður „Ædur“ þar um slóðir. Það reynist auðsótt að komast inn á æfinguna enda búið að plægja ak- urinn fyrir mig. Ég held sem leið ligg- ur meðfram norðurhlið Nývangs en æfingasvæði liðsins er við hliðina á sjálfum vellinum. Hafi menn séð fyrir sér heilu hektarana er það misskiln- ingur. Evrópumeistararnir æfa á pínulitlum grasbala sem varla nær því að vera löglegur knattspyrnuvöll- ur að stærð. Vara- og unglingaliðin æfa annars staðar. „Ég kann vel við þennan æf- ingavöll,“ segir Eiður Smári Guð- johnsen við mig síðar um daginn. „Það fylgir því ákveðin stemning að koma á leikvanginn á hverjum degi og við notum meira að segja sömu búningsaðstöðuna og fyrir leiki.“ Til samanburðar má geta þess að æfingasvæði Chelsea í Lundúnum, þar sem Eiður Smári var áður, er langt frá Stamford Bridge og þannig mun það víðast hvar vera hjá stórlið- unum í Evrópu. U.þ.b. fimmtán manns eru saman komnir við völlinn í sömu erindum og ég. Mestmegnis blaða- og fjölmiðla- menn. Spænskur starfsbróðir minn hefur þegar dregið skrifblokk úr pússi sínu – ætlar augljóslega ekki að láta neitt framhjá sér fara. Við stöndum við aðra hlið æf- ingavallarins. Risavaxið vírnet gnæfir yfir okkur. Það þjónar þeim tilgangi að halda tuðrunni inni á svæðinu, líkt og kemur í ljós síðar. Við hina hlið vallarins er veggur þakinn risavöxn- um myndum af leikmönnum Barce- lona. Eiður Smári er einbeittur á sinni mynd. Myndirnar af Ronald- inho eru tvær. Hvernig ætli það sé að æfa svona innan um sjálfan sig, ef þannig má að orði komast? Þegar ég er búinn að bíða átekta í um stundarfjórðung – og m.a. forða mér á elleftu stundu undan vatns- úðaranum – dregur til tíðinda. Leik- menn Barcelona byrja að tínast inn á völlinn. Okkar maður er í broddi fylk- ingar ásamt brasilíska bakverðinum Sylvinho. Vel fer á með þeim. Aðstaða almennings til að fylgjast með æfingunni utan hliðsins er bág- borin en eigi að síður eru örugglega tvö til þrjú hundruð manns þar sam- an komin og bresta á mikil fagn- aðarlæti þegar goðin ganga á hólm. Hver stjarnan rekur aðra en fljótt kemur í ljós að ein sú skærasta er fjarri góðu gamni – Ronaldinho hefur fengið frí. Eftir að hafa hlaupið tvo hringi kringum völlinn er hópnum skipt í tvennt og spilaður reitabolti. Leik- menn mynda hring og tveir taka sér stöðu í miðjunni; reyna að ná bolt- anum af hinum. Eins og gefur að skilja er ekki hlaupið að því að slá menn á borð við Messi, Deco og Eið Smára út af laginu, þannig að sumir þurfa að snúast býsna lengi um sjálfa sig í miðjum hringnum. Létt er yfir mönnum og öllum mistökum fagnað með skærum skrækjum. Eins og lög gera ráð fyrir. Á einum tímapunkti lenda miðherj- arnir Eiður Smári og Samuel Eto’o saman inni í hringnum. Eru þá í hinu óvenjulega hlutverki að vinna boltann en ekki koma honum í markið. Aðlög- unarhæfni Íslendingsins er greini- lega meiri því hann flengist um flöt- ina meðan Kamerúninn tiplar um á tánum. Menn geta ímyndað sér hvor Á bala Börsunga Reuters Stjórnandinn Hollendingurinn Frank Rijkaard sér til þess að strengir Barcelona-sinfóníunnar séu rétt stilltir. Þeir fara á fætur á morgnana og reima á sig skóna líkt og vér dauðlegir menn. En þar lýkur samanburð- inum. Leikmenn knattspyrnuliðs Barcelona eru engir venjulegir launþegar. Þeir eru átrúnaðargoð milljóna manna um heim allan. Orri Páll Ormarsson var fluga á vegg, eða öllu heldur vírneti, á æfingu Evrópumeist- aranna fráfarandi á Nývangi á dögunum. knattspyrna 40 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.