Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes ALLIR SEM ÉG ÞEKKI ERU MEÐ KAPALSJÓNVARP EÐA HAFA FENGIÐ LEYFI TIL AÐ EN ÉG ÞARF AÐ HORFA Á ÖMURLEGAR SUMAR- ENDURSÝNINGAR EN HVAÐ ÞAÐ ER ILLA MEÐ ÞIG FARIÐ HANN LÉT MIG HAFA “OLÍVER TWIST”! “ÁRÁS ÓGURLEGU ROTTAN- NA” ER Á KAPALNUM Í KVÖLD HORFA Á HVAÐ SEM ÞEIR VILJA Kalvin & Hobbes HOBBES, ÉG FÉKK GAS- BLÖÐRU FLOTT! AF HVERJU GERIST EKKERT? PRÓFAÐU AÐ HOPPA! ÞARNA SÉRÐU, BLAÐRAN SVÍFUR. ÞÚ HÉLST HINS- VEGAR EKKI NÓGU FASTHÉRNA UPP OG LÁTA HANA BERA MIG ÉG ÆTLA AÐ KLIFRA Kalvin & Hobbes ÉG ER BÚINN Í BAÐI MAMMA MIKIÐ VARSTU SNÖGGUR VÍÍ!! HA HA HA!! Litli Svalur © DUPUIS TEIKNINÁMSKEIÐIÐ ER VIÐ ENDA GANGSINS AÐ TEIKNA EFTIR UPP- STILLINGU ER TIL VINSTRI OG MÓDELTEIKNING TIL HÆGRI HRGM... GRAMML... TAKK... HMM UPPSTILLING MÓDEL EN MAÐUR VERÐUR AUÐVITAÐ AÐ SKRÁ SIG FYRST... BÆÐI ÞÚ OG VINUR ÞINN MYNDLISTA- SKÓLI FRIÐFINNS dagbók|velvakandi Vort daglegt brauð VIÐ Íslendingar erum því miður og kannski ekki að ástæðulausu vön að borga það sem krafist er í búðinni eða annars staðar þar sem við erum rukkuð. Við erum ómeðvituð um verðlag – fjöldi fólks veit ekki hvað mjólkurlítrinn kostar – borgar bara. Í Danmörku ætlar allt vitlaust að verða og reiðar húsmæður gera mikið veður vegna hækkana á mat- vöru. Það kom fram í fréttum hér eitt kvöldið að brauð sem kostar 80 kr. í Frakklandi kostar um og yfir 300 kr. hér. Ástæðan var teygjanleg en brauð hér talin góð. En ég verð að segja að brauð hér eru ekki góð. Þau eru 50% loft, allt- of létt og tolla ekki saman nema – eins og ungur maður sagði – límd saman með ostinum. Það er ekki hægt að setja á þau smjör eða ann- að sem er smurt, þá fara þau í frumeindir og hverfa. Það eru nokkur ár síðan ég reyndi að steikja hakk á pönnu og horfði á það gufa upp í loftið en eftir voru nokkrar fituklessur sem syntu um pönnuna í föstu formi. Aðspurður fulltrúi hjá Neytenda- samtökunum taldi þetta, að kaupa vatn í formi kjöthakks, alveg eðli- legt – verslanir mega sprauta ein- hverjum prósentum af vatni í hakk- ið án þess að skaðast. Í Þýskalandi er nautavöðvi grandskoðaður af húsmóðurinni áður en honum er rennt gegnum hakkavélina að henni ásjáandi. Hér kaupum við rándýra skinku í formi hlaups af einhverjum óútskýrðum kjöttegundum í loft- tæmdum umbúðum – en aðrar Evr- ópuþjóðir fá sneiddar steikur og bóga á sinn disk fyrir 40% lægra verð. Þetta er ekki bændum að kenna. Þetta er okkar neytendakæruleysi. Bökum okkar brauð sjálf – það tekur 10 mínútur að búa til deig sem hægt er að baka á meðan horft er á fréttirnar. Nestið börnin í skól- ann – ekki láta þau kaupa syk- ursnúð úr hveitidrullu og kók í há- deginu. Það er engin lausn á matar- og ruglvenjum okkar í peningaaustri að flytja inn matvöru. Það þarf skipulag og strangt aðhald almenn- ings á verði og gæðum þess sem við borgum fyrir og við munum aldrei sjá lækkun á neysluvörum með óheftum innflutningi eða tollalækk- unum ef við borgum og kaupum og vinnum meira. Verið heima – vinnið minna og bakið ykkar daglegt brauð. Það er hollast. Það hefur alltaf sannast á þessu landi að embættismenn eru í emb- ættum fyrir sig sjálfa – ekki til að vinna fyrir fólkið sem borgar þeim laun – fólkið verður að vinna að sín- um hagsmunum sjálft. Aðrir gera það ekki. Erla Magna Alexandersdóttir, spámiðill, Brekkubæ 7, Rvk. Athugasemd ÉG vil gera athugasemd við dóm sem var dæmdur 2. mars í Héraðs- dómi Reykjavíkur, málsnúmer E-1059/2006, Hilda Hafsteinsdóttir gegn Gústav Kristjáni Gústavssyni. Athugasemdin er svohljóðandi: Gamli maðurinn ber á mig lygar um að ég hafi komið á hurð hjá hon- um og hótað honum. Hann getur ekki sannað þessa frásögn sína, það urðu aldrei nein deilumál við hann út af neinu. Það var aldrei hægt að sjá í lögregluskýrslu. Hann tók upp á þessu alfarið upp á sína ábyrgð. Dómarinn snýr málinu við, að hann sé trúverðugur án sannana. Að rík- issjóður eigi að borga kostnað minn, lögfræðikostnað, eins og hans, þó að það hafi ekki verið tilgreint. Stefnandi bar að hún hefði strax orðið vör við óvild fjölskyldu stefnda þegar hún flutti í húsið árið 1999 og skæting í sinn garð. Hún kvaðst hafa lent í útistöðum við aðra íbúa hússins og hefði sér verið hót- að lífláti og hún verið þjófkennd. Eigi þetta við um þrjá eða fjóra íbúa hússins sem nú séu fluttir burt. Hún kvaðst alltaf hafa vera al- mennileg við þetta fólk, en það vildi ekki þýðast hana. Hún kvað rangt að það hefði verið kvartað við sig eða verið ágreiningur á milli sín og annarra íbúa hússins. Hilda Hafsteinsdóttir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ferdinand ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magn- ússon útvarpsstjóri skrifuðu á föstudag undir samning um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Markmið samningins er að lýsa nánar tilgangi og hlutverki Ríkisútvarpsins og þeim kröfum sem gerðar eru til þess. „RÚV gegnir mik- ilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og í samningnum er útvarpsþjónusta í almannaþágu ítarlega skilgreind og afmörkuð frá annarri starfsemi á fjöl- miðla- og samkeppnismarkaði.“ Hlutverk RÚV í almannaþágu skilgreint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.