Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 26
|sunnudagur|25. 3. 2007| mbl.is Axlapúðar hafa aldreiverið stærri en ummiðjan níunda áratugsíðustu aldar. Bæði konur og karlar klæddust beitt- um jakkafötum, sem gáfu frá sér skilaboð um vald. Ekki síst voru stórar axlapúðaklæddar pils- eða buxnadragtir ómiss- andi klæðnaður fyrir konur í stjórnunarstöðum. Pilsin voru gjarnan níðþröng í takt við lík- amsræktaræði áratugarins. Allir sem vildu tolla í tískunni notuðu herðapúða, oft marga í einu. Herðapúðar voru í öllum fötum og hætt við því að axl- irnar yrðu ansi stórar þegar púðaklædd skyrta var notuð innanundir flaksandi frakka, sömuleiðis með stórum púðum. Línurnar voru oft skarpar og ónáttúrulegar, eins og m.a. end- urspeglaðist í hönnun Thierry Mugler. Hann ýkti allar línur með risaöxlum og mjöðmum með ofurmjóu mitti. Hann var ekki endilega að spá í hvort að hin venjulega kona vildi vera í fötum hans. Enginn skortur var á stjörnum í Mugler-klæðnaði og á meðal þeirra sem hafa tek- ið þátt í tískusýningum hans eru Diana Ross, Sharon Stone og Ivana Trump. Annar hönnuður, Martin Margiela, sýndi í línu sinni fyrir næsta vetur föt sem voru jafn ýkt og margt af því sem Mugler gerði. Axlirnar voru beinar og beittar, ekki mjög árennilegar og ótrúlegt að nokkur eigi eftir að vilja klæðast þessu. Eða hvað? Style.com hefur þetta að segja um málið: „Já, þetta er framúrstefnutíska sem búið er að ýkja til hins ítrasta og marg- ar konur eru dauðhræddar við hana. Á hinn bóginn, ef eitthvað er að marka viðbrögðin við síð- ustu sýningu Margiela, eiga tískuritstjórar eftir að flykkjast að til að taka myndir af línunni, og aðrir hönnuðir eiga eftir að lesa í skilaboðin á leið sinni fram á veg.“ Þarna er beinlínis verið að segja að fleiri hönnuðir taki smám saman upp þessa stefnu. Þá er bara að vona að ritstjór- arnir og aðrir hönnuðir vilji ekki axla ábyrgðina á því að þessi hörmung komist aftur í tísku. Þó risaherðapúðar snúi ekki aftur í þessari mynd hefur axlal- ínan verið að breytast undan- farið. Ermar eru víðar og axla- saumar gjarnan á miðjum upphandlegg. Meiri vídd er á fötum í kringum axlirnar og tískan því að nálgast þennan stíl. Sportleg jakkaföt í anda Kat- harine Hepburn hafa líka látið á sér kræla í vetur og verða jafn- vel enn meira áberandi komandi vetur. Fötin eru laus og þægileg en að sama skapi með karl- mannlegu yfirbragði. Þau hafa yfirbragð „film noir“-stíls frá ár- unum í kringum 1950. Kannski klæðilegra en ofurherðapúðarnir en samt of karlmannlegt fyrir mig. ingarun@mbl.is Martin Margiela Eiga konur eftir að taka þessari útlínu fagnandi? YSL Ákveðin mýkt er yfir þessum klæðnaði þó fötin séu karlmannleg. Stella McCartney Afapeysa úr komandi vetrarlínu hönnuðarins. Martin Margiela Ýktur bleikur litur og ýktar línur. Karl Lagerfeld Karlmannlegar axlir eru honum ofarlega í huga í næstu haustlínu. Að axla ábyrgð Stórir herðapúðar þykja mörgum hafa verið einhver mesta tískusynd níunda áratugar síðustu aldar og er þó af fjölmörgu að taka. Inga Rún Sigurðardóttir leit aftur til framtíðar og spyr hvort að konur eigi eftir að fremja slíka glæpi á ný í nafni tískunnar og þá fyrr en síðar. Thierry Mugler Beittar línur níunda áratugarins, með stórum herðapúðum og sterkum lit, eru allsráðandi. Hepburn Þekkt fyrir karlmann- legan og afslapp- aðan klæðnað. Skörp Blúnd- ur og blóm er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar minnst er á Grace Jones. AP daglegtlíf Dogonfólkið býr í fámennum þorpum, eiga eigið tungumál og trúa enn flestir á stokka og steina. » 30 ferðalög Fjölbreytni mannlífsins kemur vel fram á ljósmyndum frétta- ritara Morgunblaðsins á lands- byggðinni. » 34 ljósmyndir Kvikmynd Stevens Soder- berghs, Góði Þjóðverjinn, fjallar um líf og framtíð fólks við lok síðari heimsstyrjaldar. » 38 kvikmyndir Venjan er að fótboltalið Barce- lona birtist í glæstri umgjörð Nývangs, en æfingarnar fara fram á litlum bala þar hjá. » 40 fótbolti Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, telur sig hafa fengið stórkostlegt tækifæri, sem mjög fáir menn fá. » 28 stjórnmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.