Morgunblaðið - 20.04.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 20.04.2007, Síða 28
mælt með... 28 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Vorhreingerning og spil Nú þegar það er orðið sólríkt og bjart þá er kominn tími á almenni- lega tiltekt í skápum og skúffum. Hvernig væri að virkja fjölskylduna í tiltekt, jafnvel hafa verðlaun, grilla svo og standa fyrir skemmtilegu spilakvöldi? Séu börnin orðin læs toppar fátt að sitja með sínu fólki yfir Scrabble-spilinu eða Pictionary. Skagafjörður og hrossin Í Skagafirði verða um helgina dag- arnir Tekið til kostanna. Bæði í kvöld og annað kvöld eru sýningar hesta- manna á gæðingum og atriði í léttum dúr. Hestadagarnir hefjast hinsvegar með Theodórsþingi sem Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir í dag, en þingið er haldið til heiðurs Theo- dóri Arnbjörnssyni fyrrverandi hrossaræktarráðunaut. Af öðrum viðburðum má nefna reiðkennslusýn- ingu Hólaskóla, vorsýningu kynbóta- hrossa, opinn dag á hrossaræktar- búum og sýningu á stærsta hesthúsi landsins. Hægt er að skoða dag- skrána á www.digitalhorse.is Ferða- og sumarsýning Hvernig væri nú að heimsækja Fíf- una um helgina, en þar verður eitt- hvað fyrir alla fjölskylduna? Á ferða- sýningunni verður hægt að kynna sér allt mögulegt sem stendur til boða þegar fólk fer að ferðast út á land í sumar. Á sumarsýningunni er hægt að fræðast um allt sem við kemur sum- arhúsi og sumrinu og svo geta golf- unnendur viðað að sér hinu og þessu um íþróttina. Valinn verður blóma- skreytir ársins, boðið upp á hesta- teymingar fyrir börnin og línudans er líka á dagskránni. Gróttudagur á Nesinu Á morgun verður árlegur Gróttu- dagur haldinn í Gróttu á Seltjarnar- nesi frá kl. 13–16 en þá er fjara og fært gangandi vegfarendum út í eyj- una. Að þessu sinni sér Selkórinn um skipulagningu dagsins og af því til- efni munu félagar í kórnum hefja upp raust sína í eyjunni. Gestir geta farið upp í vitann, börnin fá plastpoka til að safna í fjársjóðum úr fjörunni og hægt verður að kaupa vöfflur, kaffi og safa. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga út í Gróttu geta ekið með Björgunarsveitinni Ársæli. Íshokkí fyrir fjölskylduna Hvernig væri nú að fjölskyldan drifi sig á íshokkíleik í skautahöllinni í Laugardal á morgun, laugardag? Þar verður þriðji úrslitaleikur Ís- landsmóts karla klukkan 17. Það er mikið um að vera á íshokkí- leikjum, skemmtileg tónlist er leikin meðan á leik stendur og oft skapast mjög skemmtileg stemmning. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Morgunblaðið/Sverrir Graflax er lostæti sem flestirþekkja og hver veiðimaðurætti að grafa sinn fisk sjálf- ur. Hér er auðveld og skemmtileg aðferð frá Ragnari Ómarssyni mat- reiðslumeistara fyrir veiðimenn jafnt sem aðra sem ættu að geta galdrað fram þennan létta og ljúf- fenga rétt. Graflax 11⁄2 kg laxaflak (beinhreinsað, biðjið fisksalann að gera það fyrir ykkur) 100 g salt 70 g sykur 10 g (um ½ tsk.) svartur pipar 1 msk. fennelduft 1 msk. kóríanderduft 3 msk. dill (dillinu, fennelinu og kóríandernum má skipta út fyrir önnur krydd ef eitthvað er ekki til í kryddskápnum) börkur af einn sítrónu 1 msk. fersk mynta, gróft söxuð (má sleppa) Blandið öllu kryddtegundunum saman og stráið 1⁄3 hluta blöndunnar í botninn á bakka. Leggið laxaflakið í bakkann þannig að roðið snúi niður og stráið svo restinni af kryddinu yf- ir flakið og lokið bakkanum vel með plastfilmu. Látið standa á borði í 3 klst. og síðan í kæli í sólarhring. Þá er flakið hreinsað undir köldu vatni og þerrað á pappír. Loks er fersku dilli stráð yfir, lax- inn síðan sneiddur þunnt og borinn fram með graflaxsósu og ristuðu brauði. Graflaxsósa 2 msk. púðursykur 2 msk. hunang 2 msk. sætt sinnep 2 msk. Dijon sinnep 1 msk. dill ½ tsk. kóríanderduft (má sleppa) 2 msk. sítrónusafi 1 dl bragðlítil olía (ekki extra virgin) 2 msk. sýrður rjómi (val) smakkað til með salt og pipar Hrærið púðursykrinum, hunang- inu, sinnepinu, dillinu og sítrónusaf- anum vel saman. Hellið þvínæst olíu- nni varlega útí og hrærið í allan tímann. Bætið loks sýrða rjómanum saman við (má sleppa) og smakkið til með salti og pipar. Graflax – sígildur í veisluna Sósan Krydduð og góð. Girnilegur graflax Sígildur forréttur sem klikkar aldrei. Meistaramatur mbl.is/meistaramatur VEFVARP mbl.is meistaramatur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.