Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 28
mælt með... 28 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Vorhreingerning og spil Nú þegar það er orðið sólríkt og bjart þá er kominn tími á almenni- lega tiltekt í skápum og skúffum. Hvernig væri að virkja fjölskylduna í tiltekt, jafnvel hafa verðlaun, grilla svo og standa fyrir skemmtilegu spilakvöldi? Séu börnin orðin læs toppar fátt að sitja með sínu fólki yfir Scrabble-spilinu eða Pictionary. Skagafjörður og hrossin Í Skagafirði verða um helgina dag- arnir Tekið til kostanna. Bæði í kvöld og annað kvöld eru sýningar hesta- manna á gæðingum og atriði í léttum dúr. Hestadagarnir hefjast hinsvegar með Theodórsþingi sem Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir í dag, en þingið er haldið til heiðurs Theo- dóri Arnbjörnssyni fyrrverandi hrossaræktarráðunaut. Af öðrum viðburðum má nefna reiðkennslusýn- ingu Hólaskóla, vorsýningu kynbóta- hrossa, opinn dag á hrossaræktar- búum og sýningu á stærsta hesthúsi landsins. Hægt er að skoða dag- skrána á www.digitalhorse.is Ferða- og sumarsýning Hvernig væri nú að heimsækja Fíf- una um helgina, en þar verður eitt- hvað fyrir alla fjölskylduna? Á ferða- sýningunni verður hægt að kynna sér allt mögulegt sem stendur til boða þegar fólk fer að ferðast út á land í sumar. Á sumarsýningunni er hægt að fræðast um allt sem við kemur sum- arhúsi og sumrinu og svo geta golf- unnendur viðað að sér hinu og þessu um íþróttina. Valinn verður blóma- skreytir ársins, boðið upp á hesta- teymingar fyrir börnin og línudans er líka á dagskránni. Gróttudagur á Nesinu Á morgun verður árlegur Gróttu- dagur haldinn í Gróttu á Seltjarnar- nesi frá kl. 13–16 en þá er fjara og fært gangandi vegfarendum út í eyj- una. Að þessu sinni sér Selkórinn um skipulagningu dagsins og af því til- efni munu félagar í kórnum hefja upp raust sína í eyjunni. Gestir geta farið upp í vitann, börnin fá plastpoka til að safna í fjársjóðum úr fjörunni og hægt verður að kaupa vöfflur, kaffi og safa. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga út í Gróttu geta ekið með Björgunarsveitinni Ársæli. Íshokkí fyrir fjölskylduna Hvernig væri nú að fjölskyldan drifi sig á íshokkíleik í skautahöllinni í Laugardal á morgun, laugardag? Þar verður þriðji úrslitaleikur Ís- landsmóts karla klukkan 17. Það er mikið um að vera á íshokkí- leikjum, skemmtileg tónlist er leikin meðan á leik stendur og oft skapast mjög skemmtileg stemmning. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Morgunblaðið/Sverrir Graflax er lostæti sem flestirþekkja og hver veiðimaðurætti að grafa sinn fisk sjálf- ur. Hér er auðveld og skemmtileg aðferð frá Ragnari Ómarssyni mat- reiðslumeistara fyrir veiðimenn jafnt sem aðra sem ættu að geta galdrað fram þennan létta og ljúf- fenga rétt. Graflax 11⁄2 kg laxaflak (beinhreinsað, biðjið fisksalann að gera það fyrir ykkur) 100 g salt 70 g sykur 10 g (um ½ tsk.) svartur pipar 1 msk. fennelduft 1 msk. kóríanderduft 3 msk. dill (dillinu, fennelinu og kóríandernum má skipta út fyrir önnur krydd ef eitthvað er ekki til í kryddskápnum) börkur af einn sítrónu 1 msk. fersk mynta, gróft söxuð (má sleppa) Blandið öllu kryddtegundunum saman og stráið 1⁄3 hluta blöndunnar í botninn á bakka. Leggið laxaflakið í bakkann þannig að roðið snúi niður og stráið svo restinni af kryddinu yf- ir flakið og lokið bakkanum vel með plastfilmu. Látið standa á borði í 3 klst. og síðan í kæli í sólarhring. Þá er flakið hreinsað undir köldu vatni og þerrað á pappír. Loks er fersku dilli stráð yfir, lax- inn síðan sneiddur þunnt og borinn fram með graflaxsósu og ristuðu brauði. Graflaxsósa 2 msk. púðursykur 2 msk. hunang 2 msk. sætt sinnep 2 msk. Dijon sinnep 1 msk. dill ½ tsk. kóríanderduft (má sleppa) 2 msk. sítrónusafi 1 dl bragðlítil olía (ekki extra virgin) 2 msk. sýrður rjómi (val) smakkað til með salt og pipar Hrærið púðursykrinum, hunang- inu, sinnepinu, dillinu og sítrónusaf- anum vel saman. Hellið þvínæst olíu- nni varlega útí og hrærið í allan tímann. Bætið loks sýrða rjómanum saman við (má sleppa) og smakkið til með salti og pipar. Graflax – sígildur í veisluna Sósan Krydduð og góð. Girnilegur graflax Sígildur forréttur sem klikkar aldrei. Meistaramatur mbl.is/meistaramatur VEFVARP mbl.is meistaramatur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.