Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐRÆÐI 21. ALDAR tæki að sér öll stærstu verkefnin á meðan illa upplýstur og fátækur meirihlutinn gerði sér að góðu að fá öðru hverju að velja á milli „þessa liðs“ og „hins liðsins“. Þessi var hugsunin á bakvið full- trúalýðræðið. Meira að segja á 19. öldinni fól hún í sér of mikla einföld- un að mati manna eins og skáld- sagnahöfundarins íhaldssama Ant- hony Trollope og Keith Hardie, stofnanda Sjálfstæða breska verka- mannaflokksins á Bretlandi. Við lok 20. aldarinnar er þessi hugsun orðin óverjandi.“ Velmegun og menntun The Economist nefndi ýmis dæmi um þau efnahagslegu og félagslegu umskipti, sem riðið hefðu yfir ríkari hluta heimsins á einni öld. Þar má nefna, að fjöldi franskra barna, sem hélt áfram námi eftir barnaskóla, sextíufaldaðist á þessum tíma og fyrir hvert eitt ungmenni sem fór í framhaldsskóla eða háskóla fóru nú 50. Útbreiðsla menntunarinnar hefði víða verið mun magnaðri, t.d. í Jap- an. The Economist sagði að efnahags- leg velmegun gerði meðalborg- aranum kleift að eyða minni tíma á vinnustað en ella „og því hefur hann meiri tíma en áður til að kynna sér málefni sem varða stjórnun heima- lands hans og taka skynsamlega af- stöðu til þeirra ef hann kærir sig um það. Til þessa getur hann ekki ein- vörðungu reitt sig á þá gríðarlega auknu útbreiðslu, sem einkennt hef- ur blaðaútgáfu og hófst fyrir einni öld, heldur getur hann einnig nýtt sér tækninýjungar 20. aldar svo sem útvarp og sjónvarp og nýjasta fyr- irbrigðið á þessu sviði, Alnetið.“ Og áfram hélt The Economist: „Þetta er bylting og það væri stór- einkennilegt ef slík bylting yrði ekki til þess að hrikta tæki í stoðum póli- tísks kerfis sem byggist á kennisetn- ingum frá því fyrir byltingu.“ Áhrif þessara breytinga eru þegar komnar fram í einu efni, að mati vikuritsins: „Nú á ofanverðum ára- tugnum hafa margir gert sér ljóst að þeir eru jafn færir (eða ófærir) um að taka flestar pólitískar ákvarðanir og mennirnir og konurnar sem kjör- in eru til að vera fulltrúar þeirra. Al- menningur býr yfir sömu menntun, næstum sama aðgangi að þeim upp- lýsingum sem þörf er fyrir, og mik- ilvægi þess að komast að réttum nið- urstöðum er hið sama; beini fólk athygli sinni að tiltekinni spurningu getur það oftast veitt skynsamlegt svar. Því lengur sem unnt verður að tryggja framhald hagvaxtar síðustu 50 ára og því víðar sem áhrifa upp- lýsingabyltingarinnar gætir, því stærra verður hlutfall þjóðarinnar sem þessi sannindi eiga við um. Ólíkt afa sínum telur meðalmað- urinn nú um stundir ekki að hinn kjörni fulltrúi hans sé honum á ein- hvern hátt æðri. Raunar hefur það mikla flóð upplýsinga, sem alþýða manna hefur, þökk sé tölvutækninni, fengið aðgang að á síðari hluta 20. aldar, leitt í ljós að fulltrúarnir eru langt frá því að vera yfir almenning hafnir.“ Jarðbundnar ákvarðanir Loks benti The Economist á að viðfangsefni stjórnmálanna hefðu breyst. Með hruni kommúnismans hefði vægi hinna hugmynda- fræðilegu þátta stjórnmálanna minnkað stórlega. Þær ákvarðanir, sem taka þyrfti afstöðu til, væru mun jarðbundnari en áður og við kosningar stæði valið um marga svipaða kosti, sem vörðuðu m.a. smáatriði hagstjórnar. „Verk- efnaskrá nútíma stjórnmála er með þeim hætti að mun heppilegra er að ætla kjósendum að ganga reglulega á kjörfund líkt og hið beina lýðræð- iskerfi gerir mönnum kleift. Önnur afleiðing minnkandi vægis hugmyndafræðinnar er sú að völd stjórnmálaflokkanna fara þverrandi. Þetta er mikilvægt atriði vegna þess að flokkarnir – fyrirbrigðin sem menn lýsa yfir stuðningi við eða and- mæla á kjördag og mynda síðan rík- isstjórnir – eru ákafir stuðnings- menn fulltrúalýðræðisins. Sjálf tilvera flokkanna er að miklu leyti háð því. Þeir eru því andvígir beinu lýðræði. Að kalda stríðinu loknu geta flokkarnir hins vegar ekki Morgunblaðið/Einar Falur » Liðin er sú tíð, þegarstjórnvöld ein sátu að öllum upplýsingum sem þurfti til að taka vel grundaðar ákvarðanir. E inn kostur við fulltrúalýðræðið er að kjörnir fulltrúar eiga að sjá hlutverk sitt þannig að þeim beri að taka ákvarðanir sem taka mið af al- mannaheill. En það þarf ekki að gilda um íbúakosningar, nema hinn venjulegi borgari hafi tamið sér lýðræðisvitund og rökræðus- iði, að sögn Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki við Háskóla Íslands. „Sagt er að þingmanni beri að taka ákvörðun í samræmi við samvisku sína. Ég skil það ekki sem hans prívatsamvisku, heldur að honum beri sem þingmanni að taka ákvarðanir sem hann telur þjóna al- mannaheill.“ – Á hann það ekki við sína samvisku? „Alla vega ekki sína sérvisku,“ áréttar Vilhjálmur. „Þetta er samviska, en mér finnst þetta stundum skilið eins og sér- viska,“ bætir hann við og hlær. „Ég held að það væri ákaflega nöturleg framtíðarsýn ef við hefðum enga pólitíska fulltrúa heldur bara einhvern sem telur niðurstöður úr heimatölvum hverju sinni og síðan fram- kvæmdavald. En leiðin til pólitísks þroska liggur alltaf með þjóðinni, ekki bara inni á þingi. Stundum er talað um að hver þjóð velji sér þá fulltrúa sem hún á sjálf skilið og það er auðvitað mikilvægt að almenningur finni til meiri ábyrgðar og sé virkjaður bet- ur inn í ákvarðanir.“ – Er hugmyndin um beint lýðræði ekki útópísk í eðli sínu? „Vissulega er sjálf lýðræðishugsjónin út- ópísk, – að leita sífellt betri leiða til að móta þennan upplýsta almannavilja sem ákvarðanir í lýðræðisríki eiga að end- urspegla. Það eru skapandi stjórnmál að líta ekki svo á að lýðræðið sé unnið í eitt skipti fyrir öll heldur sé það í stöðugri mót- un. Í raun er þetta sambærilegt við það að vera manneskja. Maður er maður og það er staðreynd. En það er alltaf verkefni að vera maður. Við erum lýðræðisríki. En það er líka verkefni að verða öflugra lýræðisríki. Og hvað er öflugt lýðræðisríki? Það er spurningin sem við þurfum alltaf að vera að spyrja okkur. Þar eru engar skyndilausnir. Það gleym- ist stundum í þessari umræðu að fyr- irkomulag lýðræðisins er stofnanabundið og snýst ekki bara um ákvörðunaraðferðir. Stofnanagrunnur þarf að vera í góðu lagi, t.d. þrískipting ríkisvaldsins. Þetta er nauð- synleg forsenda þess að við búum í lýðræð- isríki.“ Vilhjálmur segir margskonar rök fyrir því að ekki séu allar ákvarðanir teknar í al- mennum kosningum, s.s. hagkvæmnisrök, auk þess sem fulltrúar starfi í umboði fólks- ins, fari með valdið og taki síðan afleið- ingum þess í kosningum. „Hinsvegar er það ákaflega takmarkað viðhorf til fulltrúa- lýðræðis að þeir fari einir með völdin í fjög- ur ár og taki síðan afleiðingunum í kosn- ingum, – á þeim eina tímapunkti hafi lýðurinn sitt umsagnarvald. Ég held það séu margskonar leiðir í fulltrúalýðræði til að virkja almenning til samráðs. Einn besti punkturinn í sambandi við samræðustjórn- mál er að fulltrúar almennings taki ákvarð- anir í samráði við þá sem ákvarðanir varða og leitist við að skapa sæmilega sátt í sam- félaginu um stjórnvaldsákvarðanir.“ Spenna í lýðræðinu Vilhjálmur leggur áherslu á mikilvægi þess að ákvarðanir séu vel ígrundaðar og skynsamlegar. „Mikið er lagt upp úr fag- legu stoðkerfi á sumum þjóðþingum, þar sem þeir sem undirbúa löggjöf og taka stjórnvaldsákvarðanir þurfa að hafa sem bestan aðgang að upplýsingum til þess að ákvarðanir verði faglegar. Ég veit ekki hvort nógu mikið er lagt upp úr því hér á landi, – stundum er því haldið fram að þing- ið sé of fáliðað.“ En þarna kemur fram ákveðin spenna í lýðræðinu á milli þess að vit sé í ákvörð- unum og vilja meirihlutans, að dómi Vil- hjálms. „Ég held stundum að það sé mest vit í ákvörðunum sem fáir taka og stundum sem einn tekur. Við höfum vel upplýst fag- fólk og það er mikilvægt í vitrænum ákvörðunum, skynsamlegum og ígrund- uðum, að byggt sé á faglegri þekkingu. Á móti kemur að lýðræði er hugsjón um það að lýðurinn ráði, að ákvarðanir séu teknar þannig að það stríði ekki gegn vilja meiri- hluta fólks. Þá er oft verið að telja hausa – hverju flestir eru fylgjandi.“ Á milli þessara tveggja sjónarhóla er skapandi spenna, að sögn Vilhjálms. „Meg- inleiðin til að vinna úr þeirri skapandi tog- streitu sem myndast milli vitsins í ákvörð- unum og vilja meirihlutans er rökræðan. Hún verður að vera okkar leiðarljós. Í því skyni þarf að efla fjölmiðla og lýðræðislega menntun og við þurfum að temja okkur betri rökræðusiði.“ „Þegar rætt er um þátttökulýðræði finnst mér alltof mikil áhersla vera á að fá út- komu sem er vilji meirihlutans. En það er aðeins endapunktur sem þarf til að skera úr um mál. Að mínu viti er oft mikilvægara að horfa á aðdragandann og hvernig meiri- hlutaviljinn myndast. Þar kemur ígrundunin til sögunnar; hvernig auka má skynsamlega ígrundun þeirra sem taka ákvörðun, hvort sem það eru fulltrúar í fulltrúalýðræði eða borgarar sem koma beint að ákvörðunum.“ Vilhjálmur segist vera efins um þá fram- tíðarsýn að hver og einn kjósi í sínu ein- rúmi við heimatölvu og hinn endanlegi dóm- ur felist í talningu atkvæða í lokin. „Það skiptir meira máli að skapa farvegi í sam- félaginu, vettvang þar sem fólk kemur sam- an, annaðhvort í beinum eða óbeinum skiln- ingi, og tekur þátt í rökræðu. Einn helsti ljóður á íslenskri þjóð sem pólitískri einingu eru rökræðusiðirnir; við höfum ekki tamið okkur nógu góða rökræðusiði. Það er al- gengt í stórum ágreiningsmálum að það myndist andstæðar fylkingar, eins og um keppni sé að ræða og það þurfi hernaðarlist til að ná yfirhöndinni.“ Óraunsæ hugsjón? Hann segir að það megi vel vera að það sé talin óraunsæ hugsjón, en engu að síður sé nauðsynlegt að mætast í rökræðum. „Ef við gefum okkur í rökræðurnar, þá erum við reiðubúin að hlusta á andstæð sjón- armið, því þær fela ekki síður í sér að hlusta. Við vegum rökin og metum og ef þau eru marktæk, þá erum við fús að breyta eigin afstöðu. Kappræða miðast hins- vegar við fyrirframgefna afstöðu, sem varin er með kjafti og klóm.“ Rökræður þýða ekki endilega að fólk komist að einróma niðurstöðu, en ef vandað er til lýðræðislegs ákvörðunarferlis, þá verður fólk á endanum sáttara við að vera ósammála, að mati Vilhjálms. „Nú er hvað mest rætt um umhverfismál og mér finnst skiljanlegt að fólk sé ósam- mála um þau. Það er skrýtið að gera þá kröfu til stjórnmálaflokks að hann tali ein- um rómi um umhverfismál, nema þá hann sé stofnaður um þau. Af hverju ættu menn að vera á einu máli í flokki eins og Sjálf- stæðisflokknum? Ef menn hlusta á ólík sjón- armið og eru ekki bara í skotgröfum, þá öðlast þeir skilning á andstæðum sjón- armiðum og geta komið sér saman um stefnu, þó ekki væri nema vegna þess að menn hafa átt kost á að koma að ákvarð- anatökunni í skynsamlegri rökræðu. Aðal- atriði er að umræðan sé upplýst og síðan að áveitur séu frá þessari almennu rökræðu til stjórnmálamanna, þannig að þeir séu í takt við þetta vit þjóðarinnar, sem myndast í deiglu rökræðunnar. Kosningar um einstök mál eru bara ein áveita. Þó að beinar kosn- ingar fari fram um mál, þá held ég að hinir kjörnu fulltrúar hljóti að fara með málið á endanum. Þær eru meira hjálparmeðal og byggjast á þeim leikreglum sem lagðar eru fyrir.“ SKAPANDI STJÓRNMÁL OG LÝÐRÆÐI Morgunblaðið/Árni Sæberg Rökræður Vilhjálmur Árnason vill rökræður í stað kappræðna um stjórnmál. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.