Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Stór-bruni varð í mið-borg Reykjavíkur á miðviku-daginn. Rúm-lega 200 ára gamalt hús, Austur-stræti 22, gjöreyði-lagðist og Lækjar-gata 2, sem var reist fyrir meira en 150 árum, stór-skemmdist. Saman mynduðu þessi hús eina elstu varð-veittu götu-mynd í Reykjavík. „Mér finnst bæði dapurt og sárt að þurfa að upp-lifa brunann og átökin við eldinn og sjá smám saman þessar af-leiðingar,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-stjóri. Það þykir lík-legt að kviknað hafi í út frá loft-ljósi í sölu-turni sem stendur á milli bygginganna. Þaðan breiddist eldurinn hratt út til beggja átta. Rann-sókn á elds-upp-tökum stendur nú yfir og er ekki úti-lokað að kveikt hafi verið í. Milli 80 og 100 manns unnu að slökkvi-starfinu. Ágæt-lega gekk að ráða niður-lögum eldsins í Lækjar-götu 2. Verr gekk í Austur-stræti og að lokum varð að rífa þakið af húsinu. Stór-bruni í mið-borginni Morgunblaðið/Sverrir Húsið við Austur-stræti 22 er ónýtt. Þar var Pravda til húsa. Aur-flóð varð á Sauðárkróki á sunnudags-morgun. Flóðið lenti á 7 íbúðar-húsum og 2 bílum. Það var snar-ræði starfs-manna RARIK að þakka að ekki fór verr. Það liðu aðeins 15–20 mínútur frá því að lekans varð vart þar til lokað var fyrir vatns-rennslið sem kom frá sprunginni pípu. Hreinsunar-starf fór fram alla vikuna. Jón Arnar Berndsen, bæjar-verk-fræðingur hjá Sveitar-félaginu Skaga-firði, segir að erfitt sé að meta tjónið. Íbúðar-húsin skemmdust mikið, líka innanstokks-munir. Aur-flóð á Sauðárkróki Morgunblaðið/ÞÖK Frönsku forseta-kosningarnar Fyrri um-ferð frönsku forseta-kosninganna fer fram í dag. Skoðana-könnun, sem birt var á miðvikudag, sýndi að Nicolas Sarkozy, fram-bjóðandi hægri-manna, fengi 29,5% at-kvæða, Segolene Royal, fram-bjóðandi sósíal-ista, 24,5% og miðju-maðurinn Francois Bayrou 18,5%. Hægri-öfga-manninum Le Pen er spáð 13,5%. Sam-kvæmt þessu fær enginn fram-bjóðenda til-skilinn meirihluta og því verði kosið á milli tveggja efstu 6. maí. Er því spáð, að þá fái Sarkozy 53% en Royal 47%. Enn er um þriðjungur kjósenda óákveðinn eða 17 milljónir manna. Konur í meiri-hluta Matti Vanhanen var kjörinn forsætis-ráðherra á þingi Finnlands á miðvikudag. Ráðherra kynnti nýja samsteypu-stjórn. Konur eru í meiri-hluta í stjórninni, eiga að gegna 12 ráðherra-embættum og karl-menn 8. Konurnar eiga meðal annars að fara með dóms-, atvinnu-, fjar-skipta-, Evrópu-, mennta-, sam-göngu- og landbúnaðar-mál. Tarja Halonen, for-seti Finnlands – sem einnig er kona – skipaði ráð-herrana formlega á fimmtu-daginn. Erlent Á miðvikudags-kvöld komu 7 manns á slysa-deild Land-spítalans í Foss-vogi. Þeir höfðu brennst af völdum sjóð-heits vatns-flaums sem rann niður Vatns-stíg. Yfir-leitt var um 1.–2. stigs bruna að ræða. Tveir þurftu að dvelja nokkra daga á spítalanum. Lögregla fékk til-kynningu kl. 21.42 þegar heita vatnið tók að streyma. Vatnið varð aldrei mjög djúpt, krafturinn var tölu-verður og það var 80°C heitt. Vatn lak inn í kjallara verslunar við Vatnsstíg 12 og olli miklum skemmdum. Um 40 mínútur tók að stöðva lekann. Vatns- flaumur brennir illa Mann-skæðasta skot-árás í nútíma-sögu Banda-ríkjanna varð á mánu-daginn. Náms-maður í Há-skóla í Virginíu-fylki skaut á fólk í heima-vist og kennslu-stofum. Hann myrti 32 manns og síðan sjálfan sig. Morðinginn hét Cho Seung-hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreu-maður, sem kom til Banda-ríkjanna ásamt for-eldrum sínum þegar hann var 8 ára. Hann þótti ákaf-lega ein-rænn og ljóst að mikil, inni-byrgð reiði þjakaði hann. Hann var sendur í geð-rannsókn síðla árs 2005. Cho skildi eftir sig langt bréf, fullt af bræði, þar sem hann kenndi ríkum krökkum og sið-spillingu um skot-árásina. Sama dag og harm-leikurinn átti sér stað, sendi Cho pakka með 28 mynd-skeiðum og 43 ljós-myndum til NBC-sjónvarps-stöðvarinnar. Þar beinir hann skot-vopni að mynda-vélinni. Birting stöðvarinnar á myndunum er mjög um-deild. Mann-skæð skot-árás Reuters Minningar-reitur um fórnar-lömb árásar-innar. Sumar-dagurinn fyrsti var haldinn hátíð-legur á fimmtu-daginn um allt land. Skátar, lúðra-sveitir og skrúð-göngur voru á sínum stað, og lista-menn landsins skemmtu börnum sem full-orðnum í besta veðri. Gleði-legt sumar! Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er vinsælt að fá sér andlits-málningu. Fríða Rún Einarsdóttir úr Fimleika-félaginu Gerplu varð sex-faldur Norður-landa-meistari á Norður-landa-móti ung-linga í fim-leikum sem haldið var í Kaupmannahöfn í Danmörku um seinustu helgi. Fríða Rún sigraði í fjöl-þrautinni og vann sigur á öllum 4 áhöldunum: í stökki, á tví-slá, jafnvægis-slá og í gólf-æfingum. Hún var í sigur-sveit Íslands sem vann liða-keppnina og það er í fyrsta skipti sem Ísland hrósar sigri í liða-keppni á Norðurlanda-móti. „Ég bjóst alls ekki við þessu þar sem ég var að keppa gegn mjög sterkum stelpum,“ sagði Fríða Rún. Sex gull-verðlaun Morgunblaðið/Kristinn Fríða Rún Einarsdóttir Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.