Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ 24. apríl 1977: „Fá blöð ef nokkur hafa tekið harðari af- stöðu með aðhaldi í ríkisút- gjöldum en Morgunblaðið; nauðsyn þess að gæta hófs og hygginda í ríkisfjármálum á erfiðum erfnahagstímum; að arðsemi framkvæmda eigi að ráða verkefnaröð – og að setja þurfi samneyzlunni hlutfallsskorður af heildar- tekjum þjóðarinnar hverju sinni. Bygging þjóð- arbókhlöðu er hins vegar verkefni sem Morgunblaðið styður með odd og egg – vegna sérstöðu málsins og aðdraganda – enda liggur sómi þjóðarinnar við, að það verði leyst af reisn og höfð- ingsskap. Samhliða því að Morg- unblaðið lýsir yfir þessari af- stöðu sinni fagnar það ráð- stöfun á ágóða af útgáfu þjóðhátíðarmyntar 1974, sem fram kemur í tillögu rík- isstjórnarinnar, er nú liggur fyrir Alþingi, þ.e. til verndar verðmæta lands og menning- ar, er í arfleifð þjóðarinnar felast. Nettóágóði af útgáfu þjóðhátíðarmyntar skal renna í þjóðhátíðarsjóð, sem annars vegar stuðli að nátt- úruvernd en hins vegar að varðveizlu fornminja, gam- alla bygginga og annarra menningarverðmæta. . . . . . . . . . . 26. apríl 1987: „Í Vestur- Evrópu eru vaxandi umræð- ur um sameiginlegt átak lýð- ræðisþjóðanna í varn- armálum. Samstarf Breta og Frakka verður sífellt nánara á þessu sviði og nú er meðal annars rætt um sameiginlega smíði þeirra á kjarn- orkueldflaug. Í nýlegri skoð- anakönnun lýsa 88% Frakka yfir stuðningi við sameiginlegt, vestur-evrópskt varnarkerfi. 75% eru þeirrar skoðunar, að Evrópuríkin geti ekki tryggt öryggi sitt til frambúðar gagnvart Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu án kjarnorkuvopna. Þá er meiri- hluti Frakka þeirrar skoð- unar, að beita eigi frönskum kjarnorkuvopnum til að verja landamæri Vestur-Þýska- lands.“ . . . . . . . . . . 27. apríl 1997: „Þær upplýs- ingar, sem fram hafa komið um starfsemi almennu lífeyr- issjóðanna benda til þess, að þeir þurfi að styrkja stöðu maka sjóðfélaga og að tryggja þurfi réttindi heima- vinnandi maka, þegar um skilnað er að ræða. Almenn samstaða er áreið- anlega um það, að skyldu- aðild eigi að vera að sameign- arsjóðum en mikil reiði sjóðfélaga í séreignarsjóð- unum vegna þeirra áhrifa, sem frumvarp ríkisstjórn- arinnar mundi hafa á stöðu í lífeyrismálum er ótvíræð vís- bending um að leita þurfi sanngjarnrar málamiðlunar í þeim efnum. Það er ekkert vit í því að efna til stórkost- legs ófriðar um lífeyrismál, sem mundi færast inn á vett- vang lífeyrissjóðanna sjálfra, ef frumvarp ríkisstjórn- arinnar yrði að lögum óbreytt.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKORTUR Á VATNI Skortur á vatni er farinn að valdaneyðarástandi í Ástralíu. Þurrk-ar hafa verið langvarandi og nú er svo komið, eins og fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í gær, að taki ekki að rigna muni stjórnvöld verða að loka áveitum úr tveimur stærstu fljótunum, sem hefði skelfilegar afleiðingar á stærsta landbúnaðarsvæði landsins. Fljótin eru nú orðin svo vatnslítil að stefnir í skort á drykkjarvatni. Vatns- skorturinn og þurrkarnir í Ástralíu hafa verið raktir til loftslagsbreytinga en áströlsk stjórnvöld hafa verið treg til að fallast á slíkar kenningar þar til nú að sinnaskipti virðast vera að verða. Hins vegar er langt frá því að vatnsbú- skapur Ástrala sé sjálfbær og er það ekkert einsdæmi í heiminum. Víðast hvar er gengið mun hraðar á vatnsforðabúr en þau endurnýja sig og afleiðingarnar gætu verið skelfilegar. Skortur á vatni hefur valdið óeirðum í Sómalíu, Kína, Indlandi og Pakistan. Í Mið-Austurlöndum er tekist á um að- gang að vatni og ám. 1,2 milljarðar manna hafa ekki aðgang að neysluhæfu vatni og samkvæmt spám Sameinuðu þjóðanna verður sú tala komin upp í fimm milljarða manna af þeim 7,9 millj- örðum, sem spáð er að muni byggja jörðina árið 2025 ef fram heldur sem horfir. Í þýska vikuritinu Die Zeit birtist í upphafi þessa mánaðar viðtal við Peter Brabeck Letmathe, stjórnarformann Nestlé, þar sem hann lýsir þeim vanda- málum, sem blasa við vegna skorts á vatni. Hann segir að vatnsnotkun sé allt of mikil í heiminum og hún aukist helmingi hraðar en fólki fjölgi. Fólk geri sér ekki grein fyrir því að vatn sé takmörkuð auðlind rétt eins og olía. Maðurinn noti vatnsforðabúr, sem líkja megi við olíulindir. Þær séu frá síðustu ísöld og endurnýi sig ekki. Dæmi um það séu gríðarleg vatnsforðabúr undir Sahara-eyðimörkinni, sem Líbýumenn dæli úr í gegnum 7,5 metra breiðar leiðslur til að nota í norðurhluta lands- ins. Í Bandaríkjunum sé gengið á svip- aðar birgðir, sem ekki endurnýist. „Margar ár eru nú vatnsminni vegna aukins hita eða hafa þornað alveg upp,“ segir hann. „Í Kaliforníu rennur til dæmis ekkert vatn, því er dælt upp úr jörðinni. Fyrir tíu árum þurfti að fara niður á 90 metra dýpi til þess að dæla vatni á landbúnaðarhéruðin í Punjab á Indlandi, nú þarf að fara niður á 270 metra. Í Peking fellur vatnsborðið dag- lega um hálfan metra. Þar verður engin endurnýjun.“ Brabeck-Letmathe bendir á að 93% vatnsnotkunar mannsins liggi í land- búnaði. Það þarf eina milljón lítra af vatni til að framleiða eitt tonn af korni. Það þurfi einn lítra af vatni til að fram- leiða eina kaloríu af jurtafæði, en tíu lítra til að framleiða eina kaloríu af kjöti. Að hans hyggju er það geggjun að ætla að leysa orkuvanda heimsins með því að framleiða lífrænt etanól úr maís. Til að framleiða einn lítra af etan- óli þurfi 4560 lítra af vatni. Að auki bitni þessi lausn á þeim fátækustu. Nú þegar hafi verð á maís næstum þrefald- ast og lífrænir orkugjafar muni leiða til enn frekari hækkana. Víða er landbúnaður stundaður þar sem aðstæður væru ekki fyrir hendi án áveitukerfis. Það á til dæmis við um Spán og Ítalíu. Bændur þar borga mun minna fyrir vatnið en almennir neyt- endur og fá vatnið langt undir kostn- aðarverði. Nú gætu komið þeir tímar að það gangi ekki lengur. Litið er á réttinn til vatns sem grundvallarrétt, en hvernig á að tryggja hann? Í Suður- Afríku hefur verið tekið á vatnsvand- anum með því að veita hverjum og ein- um rétt til að fá 25 lítra af vatni á dag, en allt umfram það þurfi að borga. Haldi mannkynið áfram að ganga á vatnið eins og gert hefur verið verður ástandið í Ástralíu ekki undantekning heldur regla og þá gæti margt breyst sem nú er talið sjálfsagt. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ K osningabaráttan er að leiða í ljós, að það er lítill ágreiningur um helztu málefni meðal lands- manna, ef miðað er við þau djúp- stæðu og hörðu átök, sem ein- kenndu íslenzk stjórnmál fyrstu 50 ár lýðveldisins. Jafnvel í umhverfismálum eru flokkarnir að nálgast hver annan. Það er augljóst, að allir vilja þeir hægja á ferðinni í sambandi við stórvirkjanir og stóriðju. Innan allra flokka er vaxandi stuðn- ingur við sjónarmið umhverfisverndarsinna. Á undanförnum misserum hafa umræður um um- hverfismál vegna Kárahnjúkavirkjunar verið fyr- irferðamiklar og ætla mátti um skeið, að þjóðin væri klofin í herðar niður í afstöðu til þeirra. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði ýtti heldur undir þá skoðun. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós, að undirtónninn í málflutn- ingi talsmanna allra flokka er sá, að okkur beri að vernda umhverfi okkar og fara hægar í sak- irnar í uppbyggingu stóriðju en áður. Þannig er t.d. ljóst, að hugmyndum um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum er ekki tekið með neinum fögnuði. Þessi samhljómur í öllum flokkum í umhverfis- málum gerir Vinstri grænum erfitt fyrir að halda þeirri stöðu, sem þeir hafa haft í skoðanakönn- unum og Íslandshreyfingunni að ná fótfestu í kosningabaráttunni. Þessi tvö framboð hafa gert út á umhverfismálin en þegar í ljós kemur, að þeir hafa ekki þá sérstöðu, sem ætla hefði mátt, eiga þeir erfiðara um vik en ella. Vaxandi fylgi við þá hugmynd, að útkljá ágreining um stór mál á borð við virkjanir og stóriðju í almennum atkvæðagreiðslum hvort sem er á landsvísu eða í einstökum sveitarfélög- um gerir það líka að verkum að þessi mál brenna ekki jafn mikið á fólki og áður. Hvaða tilgangi þjónar það í þessum kosningum að rífast um hugsanlegt álver við Húsavík ef nokkuð ljóst er að hvort það verður byggt eða ekki fer eftir nið- urstöðum kosninga þar en ekki eftir því hver úr- slit þingkosninganna nú verða? Hugmyndum um þjóðaratkvæði um einstök stór mál eða atkvæðagreiðslu í einstökum sveit- arfélögum hefur að vísu verið misjafnlega tekið í flokkunum en þó fer ekki á milli mála, að þær eiga vaxandi stuðningi að fagna í öllum flokkum. Það verður t.d. erfitt fyrir bæjarstjórn Reykja- nesbæjar að standa frammi fyrir kjósendum sín- um að þremur árum liðnum hafi ákvörðun verið tekin um álver í Helguvík án þess að leggja hana undir atkvæði fólks á Suðurnesjum. Og þótt bæj- arstjórnin geti vísað til samninga, sem þegar hafi verið gerðir við Norðurál, hafa talsmenn hennar engu svarað þeim ábendingum, að það sé einfald- lega hægt að taka upp samningana við Norðurál og óska eftir stuðningi þess við að atkvæða- greiðsla fari fram. Það væri afar óskynsamlegt fyrir Norðurál að hafna slíkum óskum bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar. Tíðarandinn er á margan hátt furðulegt fyr- irbæri. Eftir atkvæðagreiðsluna í Hafnarfirði er t.d. nánast óhugsandi að ráðizt yrði í nýja stór- virkjun á borð við Kárahnjúkavirkjun án þess að leggja slík áform undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Í Skagafirði eru augljóslega mjög skiptar skoðanir um virkjanir þar og liggur beint við að þær ákvarðanir verði teknar í atkvæðagreiðslu meðal íbúa á því svæði. Þegar tónninn í samfélaginu hefur breytzt á þann veg, að talið sé nánast sjálfsagt að ákvarð- anir um mál sem þessi, sem varða náttúruvernd og umhverfi séu teknar í almennum atkvæða- greiðslum er augljóst, að það er erfiðara fyrir stjórnmálaflokka og framboð að skapa sér sér- stöðu í alþingiskosningum á grundvelli slíkra mála. Þess vegna ræður afstaðan til þessara mála ekki þeim úrslitum í kosningabaráttunni nú, sem ætla hefði mátt fyrir nokkrum mánuðum og misserum. Líklegt má telja, þegar horft verður til baka að nokkrum árum liðnum, að kosningarnar í Hafn- arfirði hafi markað ákveðin þáttaskil að þessu leyti. Í þeim kom í ljós, að það er auðvelt að leggja mikið deilumál undir dóm íbúanna sjálfra. Þegar niðurstaðan er fengin, þótt einungis hafi munað 88 atkvæðum er hún óumdeild. Það leyfir sér enginn að deila við þennan dómara. Nú er augljóslega í uppsiglingu mikil deila um staðsetningu innanlandsflugs í kjölfar þess, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Það er sjálfsagt mál að atkvæðagreiðsla fari fram um staðsetningu innanlandsflugs, hvort það eigi að búa um það á Keflavíkurflugvelli eða byggja nýj- an flugvöll í námunda við Reykjavík. Það mál varðar hagsmuni allra landsmanna og þess vegna sjálfsagt að þeir taki allir þátt í slíkri atkvæða- greiðslu. Sú staðreynd ein, að fólk getur gengið út frá því sem nokkurn veginn vísu, að það fái að hafa áhrif á ákvarðanir um mál af þessu tagi gerir það að verkum, að deilurnar um umhverfismálin hafa orðið minni en talið var um skeið í kosningabar- áttunni nú. Hins vegar fer ekki á milli mála, að það þarf að ræða hvernig slíkum atkvæða- greiðslum er háttað, hverjir taki þátt í þeim hverju sinni, hvernig ákvarðanir eru teknar um, hvort þær fari fram o.sv. frv. En í raun og veru má nánast ganga út frá því sem vísu, að það sé orðin víðtæk samstaða um þessa aðferð til þess að taka ákvarðanir í hinum stærstu málum. Samgöngumálin – aldraðir – skattamálin Þ að kom mörgum á óvart, þegar í ljós kom í skoðanakönnun Capa- cent-Gallup fyrir nokkrum vikum, að þátttakendur í þeirri könnun töldu samgöngumálin veigamestu málin, sem til umræðu voru þá stundina. Að vísu munaði litlu á samgöngumálum og umhverfismálum en engu að síður voru sam- göngumálin í efsta sæti. Í samgöngumálum er heldur enginn grundvall- armunur á afstöðu flokka og framboða. Það eru allir sammála um mikilvægi þess að góðar sam- göngur séu í landinu. Það er enginn ágreiningur nú orðið um að grafa beri jarðgöng víða um land. Það er heldur enginn ágreiningur um að tvöfalda beri þjóðvegakerfið á fjölförnustu leiðum og breikka vegi annars staðar. Eini ágreiningurinn snýst um tímasetningu, hvaða framkvæmdir eigi að hafa forgang. Auðvitað á ekki að gera lítið úr ágreiningi um forgangsröðun en hann snýst ekki um meginlínur í vegaframkvæmdum. Sú afstaða kjósenda, að samgöngumálin séu í fremstu röð þeirra málefna, sem fjalla þarf um í kosningabaráttunni er skiljanleg. Nú er flestum landsmönnum orðið ljóst, að óbreytt vegakerfi okkar er lífshættulegt. Umferð risastórra flutn- ingabíla um þjóðvegina er orðin svo mikil, að þeir sem þar eru á ferð á litlum bílum eru í lífshættu og stórir jeppar eru í þessu samhengi litlir bílar. Þessi veruleiki hefur áreiðanlega átt stóran þátt í því, að íbúar þéttbýlissvæðanna setja samgöngu- málin á oddinn ekkert síður en íbúar dreifbýlis- ins. Og raunar má segja að frá því að umræður hófust að ráði fyrir rúmu ári um nauðsyn þess að tvöfalda þjóðvegakerfið á fjölförnustu leiðum og breikka vegi annars staðar, hafi það tekið ótrú- legan skamman tíma að ná samstöðu um þá stefnumörkun. Nú er meiri samstaða en verið hefur í áratugi á meðal allra landsmanna um nauðsyn stórfelldra umbóta í samgöngumálum. Það eru ekki lengur landsbyggðarmenn einir sem hafa uppi þann málflutning og það eitt hefur í för með sér grundvallarbreytingu í samgöngu- málum. Fyrir nokkrum mánuðum töldu líka margir, að málefni aldraðra yrðu mjög til umræðu í þessari kosningabaráttu vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hefðu farið sér of hægt í að taka á þeim. Málefni aldraðra hafa hins vegar ekki orðið að því ágreiningsmáli í kosningabar- áttunni, sem búast mátti við af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna samkomulags, sem ríkis- stjórnin gerði við aldraða á síðasta ári og hins vegar vegna þeirra hugmynda, sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra, setti fram í setning- arræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir rúmri viku. Þetta tvennt hefur leitt til þess, að málefni aldraðra hafa ekki verið jafn mikið til umræðu og ætla hefði mátt og ekki jafn mikill ágreiningur um þau á milli flokka og framboða og margir töldu. Þetta veldur því líka, að fram- boð á vegum aldraðra á ekki jafn mikinn hljóm- grunn meðal kjósenda og talið var fyrir nokkrum misserum að óbreyttu. Nú fyrir helgina birti Morgunblaðið niðurstöðu í könnun sem Capacent-Gallup gerði á afstöðu fólks til skattamála. Í þeirri könnun kom fram, að meðal almennings er engin sterk krafa um að hækka fjármagnstekjuskatt. Hins vegar er sterk krafa um að lækka tekjuskatt af launatekjum. Í þeim umræðum, sem fram hafa farið á und- anförnum árum um mismun á skattlagningu fjár- magnstekna og launatekna hefur krafan ekki verið sú fyrst og fremst að hækka fjármagns- tekjuskattinn heldur jafna þann mun, sem er á skattlagningu tekna, sem verða til með mismun- andi hætti. Þann mun er hægt að minnka með verulegri lækkun tekjuskatts. Á undanförnum árum hafa stjórnarflokkarnir staðið að umtals- verðri lækkun tekjuskatts og eru þar augljóslega á réttri leið. Nú er orðið tímabært að stíga nýtt og stórt skref í skattamálum, sem ekki sízt mundi byggja á verulegri lækkun tekjuskatts af launatekjum. Um þetta gætu að vísu orðið deilur, Laugardagur 21. apríl Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.