Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 65 Chiptuning - Unitronic Aflaukning véla og endurforritun á stjórnbúnaði. Endurstilli búnað fyrir sparakstur. Allir evrópskir bílar og Toyota 1,4 D4D. Bensínvélar 1,4 og 1,6. Sími 823 8046. Jeppar Útsala - Útsala Suzuki Vitara 1600 árg. ‘99, beinsk., skoðaður 08, drátt- arkúla. Verð aðeins 395.000 stgr. Sími 893 5201. Bílar VW Touareg V8 árg. 2006 Ek. 19 þús. Leðurinnrétting, loftpúða- fjöðrun, vetrarpakki, fjarlægðarskynj- ari, bakkmyndavél, dráttarkrókur, navigation o.fl. 6.900 þús. Tilb. staðgr. 6.200 þús. Sími 899 7071. Opel Vectra 2000 1600 CC. Bíllinn minn er til sölu, 4 dyra, sjálf- skiptur, álfelgur, ekinn 99 þús., silfur- grár á litinn, skoðaður ‘08, mjög vel með farinn bíll, listaverð er 590 þús. Upplýsingar í síma 694 2326. Hjólhýsi LMC 520 Dominant til sölu. LMC 520 hjólhýsi til sölu. Fullbúið með öllu, svefnpláss f. 4. Til sýnis í Aust- urbergi 32. Uppl. í síma 868 1574. Landhaus 2006 + Lóð Þau eru komin Hobby Landhaus UML Hægt að fá lóð á Laugarvatni. Aukabúnaður f. ca. 600 þ. Alde ofna- kerfi, gólfhiti, 10 ferm. heilsárs-for- tjald með súlum, timburþaki og gólfi. Myndir og nánari uppl. í s: 8984500 og 894 6000 www.vagnasmidjan.is Húsbílar Til sölu Ford Transit húsbíll. Ford Transit 2,5TD, 100 hö, árg. ‘00. Ekinn 98 þ. Svefnpl. f. 6. Sæti f. 8. Verð 2.990 þ. S. 895 3810. Glæsilegur húsbíll til sölu stórglæsilegur húsbíll GMC 1994. Túrbó diesel, ekinn 41 þúsund km. Sjón er sögu ríkari, einn með öllu. Verð 7.5 millj. Uppl. í s 897 0490. Mazda 6 árg. 2003. Verð 1.730.000. Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum og spegl- um, topplúga, hiti í sætum, sumar + vetrardekk á felgum. Ekinn 42.000. Mögul. að yfirtaka lán 1.300.000. Sími 846 1187. Ford árg. '02, ek. 75 þús. km. Ford Escape XLT 2002, einn með öllu, krókur, leður, sóllúga o.fl. Skoða skipti á góðum fólksbíl dýrari/ódýrari. Ásett verð 1.890.000. Sími 821 7615/ itv@go.is Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl 569 1100 Pera vikunnar Árið 2005 seldi bifreiðaumboð 60 bíla. Af þeim voru 30% silfurlitir. Árið 2006 seldi þessi sami aðili jafnmarga silfurlita bíla og árið á undan en nú voru silfruðu bílarnir aðeins 25% af heildarsölunni. Hve marga bíla seldi bifreiðaumboðið árið 2006? Skilafrestur fyrir réttar lausnir er til kl. 12 mánudaginn 30. apríl. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi þann 23. apríl. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl.16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins Rangur starfstitill Í FRÉTT um bensínverð í Morgun- blaðinu í gær er Runólfur Ólafsson sagður formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT RÁÐSTEFNA um einkafram- kvæmd á Íslandi verður haldin á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um einkaframkvæmd við Háskólann í Reykjavík mánudaginn 23. apríl kl. 15.30 – 18.15. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á möguleikum einka- framkvæmdar á Íslandi til næstu framtíðar og kynna hugmynd að framtíðarsýn. Ráðstefnan er vett- vangur umræðna um tækifæri á Ís- landi, hvað vel hefur tekist erlend- is, víti til varnaðar og lykilatriði til árangurs. Meðal frummælenda er Árni Mathiesen fjármálaráðherra sem mun ræða um einkafram- kvæmd á Íslandi í næstu framtíð. Er einka- framkvæmd framtíðin? MORGUNBLAÐINU barst eftir- farandi yfirlýsing frá Háskólanum í Reykjavík. „Mishermt er í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um kynbund- inn launamun í Morgunblaðinu í gær að Svafa Grönfeldt, rektor Háskól- ans í Reykjavík, hafi lýst yfir stuðn- ingi við þær aðferðir sem lýst er í stefnuskrá Samfylkingarinnar um afnám launaleyndar. Hið rétta er að Háskólinn í Reykjavík mun verða eitt af fyrstu fyrirtækjum og stofnunum landsins til að sækja um vottun jafnra launa á vegum félagsmálaráðuneytisins eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Háskólinn í Reykjavík vill vera í fararbroddi í jafnréttismálum og hefur HR valið þessa leið sem heppi- legasta til að tryggja jafnrétti starfs- manna sinna.“ Yfirlýsing frá Háskól- anum í Reykjavík MYNDASÝNING/ferðakynning sem íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir í samvinnu við 66° norður verður miðvikudaginn 25. apríl kl. 18-20 í verslun 66° norður í Faxafeni 12. Boðið verður upp á létta hressingu og 20% afslátt af útivistarfatnaði fyrir fullorðna frá 66° norður. Leifur Örn Svavarsson sérfræð- ingur í snjóflóðavörnum á Veður- stofunni og einn reyndasti fjalla- leiðsögumaður á Íslandi fjallar um 2 spennandi ferðir: Mont Blanc og Ammassalik á Grænlandi Leifur hóf fjallamennskuferil sinn með Alpaklúbbnum sem ung- lingur og hlaut frekari þjálfun hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykja- vík, þar sem hann starfaði í tugi ára. Leifur á að baki fjölda leiðangra og klifurferða hérlendis sem er- lendis, þar ber hæst: Gunnbjörns- fjall, Forell fjall og Liverpool land á Grænlandi og Mt. Mckinley (hæsta fjall norður Ameríku), Elbrus (hæsta fjall Evrópu), Peak Lenina og nýlega Aconcagua (hæsta fjall suður Ameríku). Íslenskir fjallaleiðsögumenn í samstarfi við 66° norður DAGANA 26. og 27. apríl verður haldin árleg ráðstefna þroskaþjálfa- brautar við Kennaraháskóla Íslands og ber hún yfirskriftina: Horft til framtíðar. Þar kynna útskriftarnemar loka- verkefni til BA-gráðu sem þeir hafa unnið í nánu samstarfi við vænt- anlegan starfsvettvang. Á dagskrá eru áhugaverð verkefni sem gefa innsýn í þá sérfræðiþekkingu og möguleika til dýpkunar á völdu sviði sem nemendum stendur til boða. Verkefnin að þessu sinni eru á sviði barna- og fjölskyldumála, skóla- mála, heilbrigðismála og öldr- unarþjónustu, réttinda og atvinnu- mála og fullorðinsfræðslu og búsetuþjónustu. Ráðstefnan er haldin í Skriðu, fyr- irlestrasal Kennaraháskóla Íslands í Stakkahlíð og hefst kl. 9 með ávarpi Vilborgar Jóhannsdóttur, lektors og forstöðumanns þroskaþjálfabrautar. Í fréttatilkynningu er bent er á að efni ráðstefnunnar höfðar jafnt til fagfólks og annars starfsfólks og notenda þjónustunnar og aðstand- enda þeirra. Aðgangur er öllum op- inn og ókeypis og hægt er að sækja einstaka fyrirlestra. Ráðstefna útskriftarnema í þroska- þjálfafræðum STOFNUN Vigdísar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands (SVF) og Promens hafa gert með sér samkomulag um samstarf til ársins 2011. Framlag Promens felst í fjárhagslegum stuðningi sem varið verður til efl- ingar starfsemi stofnunarinnar. Samninginn undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Ís- lands, og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens. Vigdís Finn- bogadóttir var viðstödd undirrit- unina ásamt stjórn stofnunarinnar. Promens verður einn af helstu bakhjörlum SVF og leggur þannig sitt af mörkum svo mögulegt verði að hrinda í framkvæmd framtíðar- áformum stofnunarinnar um al- þjóðlega þekkingarmiðstöð tungu- mála á Íslandi. SVF stundar rannsóknir í erlend- um tungumálum og meðal helstu fræðisviða eru málvísindi, bók- menntir, þýðingar, menningarlæsi, kennsla erlendra tungumála og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Promens er alþjóðlegt fyrirtæki og meðal stærstu plastframleiðenda heims. Fyrirtækið starfrækir 64 verksmiðjur í 22 löndum og hefur á að skipa 5.800 starfsmönnum. Áætl- uð velta fyrirtækisins árið 2007 er rúmlega 60 milljarðar íslenskra króna. Góð tungumálakunnátta og menningarlæsi skipta miklu máli fyrir starfsemi alþjóðlegs fyrirtækis eins og Promens og oft ræðst ár- angurinn af menntun starfsmanna á þessu sviði. Stjórnendur Promens eru áfram um að heiðra merkt framlag Vigdísar Finnbogadóttur, fv. forseta, til tungumála og vilja leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á gagnsemi rannsókna og menntunar á sviði tungumála og menningarlæsis. Til lengri tíma litið er það von stjórnenda Promens að geta stuðlað að aukinni tungumála- kunnáttu íslenskra ungmenna og læsi þeirra á menningu annarra þjóða. Slík menntun eykur víðsýni þeirra og hæfni til að takast á við ögrandi verkefni í alþjóðlegu um- hverfi. Fyrirtækið sér hag í sam- starfi við stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur og þeim tækifærum sem felast í því að geta nýtt sér þekkingu og reynslu sérfræðinga hennar, segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur og Promens í samstarf Morgunblaðið/G. Rúnar Undirritun Forsvarsmenn Promens og Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur undirrituðu samstarfssamninginn á föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.