Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 55 Sími 575 8500 - Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14:00-15:30 LAUGARNEASVEGUR 112B - NÝ ÍBÚÐ Í dag á milli kl. 14-15,30 verður til sýnis skemmtileg, mjög óhefðbundin fullbúin 3ja-4ra herb. 94,4 fm. Ný íbúð við Laugarnesveg 112B í Reykjavík. Íbúðin er á tveimur hæðum og er tæplega 4 m. lofthæð á efri hæðinni sem gefur ótal möguleika. Sérinngangur er í íbúðina og úr henni er fallegt útsýni út á Faxaflóann og upp á Snæfellsnes. Íbúðin er með sérsmíðuðum inn- réttingum og vönduðum gólfefnum. Sjón er sögu ríkari. V. 22,7 m. • Þriðja hæð 346 fm efsta hæð, vandaðar og glæsilegar skrifstofur ásamt fundaraðstöðu og opnu rými. Hæðin er inndregin með mjög góðum svölum. • Jarðhæð 250 fm. og 162 fm. skrifstofur, mikið opið rými. • Sameiginlegt eldhús ásamt mötuneyti. Til leigu - Lágmúli - skrifstofur Glæsilegt húsnæði, mjög góð staðsetning. Óskað er eftir tilboði í leigu. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarson í símum 588 4477 og 822 8242 Til sölu - Samtals 3090 fm Smiðjuvegur - Kópavogi Verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði, samtals 3090 fm. Bílastæði og athafnarsvæði er allt malbikað. Húsnæðið er staðsett á mjög góðum stað og er mjög sýnilegt. Húsnæðið er full- búið og er í dag nýtt undir húsgagnaverslun ásamt lager og skrifstofum. Aðkoma er mjög góð og er sameiginleg með annarri starfsemi í húsinu. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarson í símum 588 4477 og 822 8242 Til sölu – Dalvegur, Kópavogi Samtals 734,5 fm Tveir eignahl 487,6 fm og 246,9 fm jarðhæð ofan við húsið. Húsn er að hluta á tveimur hæð- um. 487,6 fm skiptist í 418,3 fm lager (góða lofthæð), móttöku og skrifst. Góðar innkeyrsluh. 2. hæð 69,3 skrifst., starfsmannaðst., eldhús og salerni. 246,9 fm skiptist í 140 fm vörumót- taka, lager og skrifstofur. Góðar innkeyrsluh. 2. hæð 106 fm innréttuð fyrir skrifst, geymsl, starfsmannaaðst., eldhús og salerni. Góðar innkeyrsluh. Sér rafmagns- og hitalagnir eru fyrir báða hluta. Mjög gott útipláss er við þessa eign og góð aðkoma fyrir bíla og gott athafn- apláss. Eignin er með leigusamn. Óskað er eftir tilboði í eignina. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. RÍKISSTJÓRNIR síðustu 16 ára undir forystu Sjálfstæðismanna hafa gert góða hluti og umhverfið hefur verið þeim hagstætt. Lítið at- vinnuleysi er í landinu, hagvöxtur góður, kaupmáttaraukning veruleg og erlendar skuldir hafa verið lækk- aðar. Yfir hverju er maður að kvarta? Í mínum huga er for- gangsröð aðgerða fyr- ir okkur þegnana röng. Þeir sem minnst mega sín eru aftast í röðinni og minna er fyrir þá gert. Ekki er vafi á að þeir sem minna mega sína hafa dregist aftur úr í samfélaginu vegna aðgerðarleysis stjórn- arliða. Ekki hafa þeir þó gleymt sjálfum sér né þeim sem meira hafa umleikis, ástæðan er sögð hve mikils virði það sé þjóðinni að þeim þóknist að hafa rekstur sinn á Íslandi. Skattar þeirra voru því lækkaðir og fríðindi aukin sem mest mátti verða svo þeir flýðu ekki land. Til eru fræðimenn sem reynt hafa með blaðaskrifum og um- ræðum að vekja athygli ráðamanna á bágri stöðu öryrkja, aldraðra og annarra sem lítils mega sín. Það eina sem þeir uppskera er að vera kallaðir til viðtals á sjónvarpsstöðv- unum í Kastljós og Ísland í dag og þá mæta þeir talsmanni ríkisstjórn- arinnar í þessum málaflokki, fjár- málaráðherranum lítt reynda, og uppskera ekkert nema að hann tal- ar órökstutt niður til viðmælenda sinna. Hann fæst ekki til að skilja stöðu þessa fólks og dásamar þá ríku sem enn eru ekki farnir af landi brott með sín skattframtöl til Bahama eða annarra skattap- aradísa. Forgangsröðun ríkistjórn- arinnar í skattamálum er óvið- unandi. Eftirlaunafrumvarp þingmanna verður ríkisstjórninni til ævarandi ósóma, frekar subbulegt verkefni. Fjöldi fyrrum opinnberra starfs- manna er á fullum eftirlaunum þó þeir séu enn í fullu starfi hjá sama launagreiðanda! Meirihluti þing- manna hefur lýst þeirri skoðun sinni að laga þurfi þetta frumvarp. Þarna hefðu þingmenn stjórnarand- stöðunnar getað slegið sér upp en nei, þeir hugsuðu til eigin framtíðar því að því kemur að þeir lenda í þessari forréttindaklíku . Hátekjuskattur var afnuminn í upphafi þessa kjörtímabils. Það er mjög óeðlilegt forgangsverkefni á meðan ekkert er gert fyrir almúg- ann. Erfðaskattur var lækkaður veru- lega á kjörtímabilinu. Mjög eðlileg aðgerð en efnameiri fjölskyldum þó meira til hags eins og aðrar aðgerð- ir ríkistjórnarinnar og því var þetta sett í forgang. Fjármagnstekjuskattur er aðeins 10%. Hvergi í Evrópu er meiri munur á honum og al- mennum launaskatti. Enn er ástæðan sögð þörf á að halda stór- eignafólki í landinu, láglaunafólkið er í raun látið sjá um það verkefni! Stimpilgjöld á lán halda skuldsettu fólki í gíslingu bankanna. Það getur ekki flutt sig þar sem lánakjör gætu boðist betri því það kostar svo mikið að skuldbreyta. Þing- menn allra flokka tala um þetta sem ósanngjarna skattlagningu en engin gerir neitt. Stærsta skulda- fangelsi landsins. Skattleysismörk hafa ekki fylgt lánskjaravísitölu eins og hugmyndin var að gera þegar staðgreiðslu skatta var komið á árið 1988. Við- miðunin við lánskjaravísitöluna var afnumin nánast strax og var það gert af Ólafi Ragnari Grímssyni þá- verandi fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins sem nú er partur af Samfylkingunni, munið það. Í dag eru skattleysismörk kr. 90.000 en þyrftu að vera kr. 130.000 til 140.000 til að halda í við lánskjara- vísitöluna. Vaxtabótahrun varð hjá um 10.000 framteljendum, reikna má með að það snerti fjölskyldur með nálægt 40.000 einstaklingum. Ætla mætti að þetta hafi gerst vegna þess að ríkidæmi þessara framtelj- enda hafi aukist. Nei, fast- eignamatið hækkaði, fólkið var þá talið ríkara og því mátti lækka vaxtabætur um hundruð milljóna og hækka líka með því fasteignagjöld- in. Launin voru samt óbreytt og eignaaukning varð í raun engin heldur aðeins pappírsleikur. Þetta ruglaði afkomu þúsunda sem mega ekki við óvæntum skakkaföllum. Ríkisstjórnin lofaði að fara í málið, gerði það seint og um síðir og þá aðeins að litlum hluta. Barnabætur hafa verið lækkaðar um milljarða frá 1990. Til að sýnast hafa stjórnarliðar tvívegis hækkað þær lítillega og nú á að leika sama leikinn á ný. Þessar hækkanir skila þó til baka einungis hluta af því sem áður var tekið. Þetta hefur komið illa við ungar barna- fjölskyldur. Lífeyrissjóðir sem settir voru á fót 1969 áttu að verða viðbót við ellilífeyrinn. Þegar greinarhöfundur hóf töku eftirlauna hafði reglunum verið breytt. Fæstir þeirra sem í dag fá greitt úr lífeyrissjóðum hafa unnið sér full réttindi en njóta samt ekki ellilauna ríkisins. Það tekur ráðherra aðeins 10 ár að ná fullum réttindum til eftirlaunagreiðslna á meðan það tekur aðra alla ævina að ná aðeins hluta þess sem lofað var. Eldri eftirlaunaþegar sem eru farnir að fá greiddan lífeyri frá líf- eyrissjóðum greiddu skatt af fram- lögum sínum til sjóðanna lengst af, tiltölulega er stutt síðan því var breytt. Hluti lífeyrisins hefur því verið tvískattaður. Ég hef heyrt þingmenn tala um að þetta þurfi að lagfæra en enginn gerir neitt. Er það af því að meirihluti þingmanna er það ungur að þetta snertir þá ekki? Í gamla daga þegar greinarhöf- undur var að vinna fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í kosningum var kjörorð flokksins Stétt með stétt. Þegar maður les þennan greinarstúf þá skilur maður af hverju flokkurinn er hættur að nota og vinna í sam- ræmi við þetta metnaðarfulla kjör- orð. Í dag vinnur flokkurinn fyrst og fremst fyrir stéttir vel stæðra, aðrir geta beðið. Ég er sammála vinum mínum sem segja mig vera krata. Ég sé engan alvöru krataflokk í boði. Ég lýsi óánægju minni og sleppi því að kjósa. Flokknum manns á að koma við ef hann missir stuðningsmenn vegna óánægju með störf sín. Ég vil taka fram að aðeins örfá atriði sem tekin eru fyrir í þessari grein snerta afkomu undirritaðs. Stétt með stétt? Gunnar Kr. Gunnarsson telur forgangsröðun ríkisstjórn- arinnar í skattamálum óvið- unandi »Eftirlaunafrumvarpþingmanna verður ríkistjórninni til ævar- andi ósóma, frekar subbulegt verkefni. Gunnar Kr. Gunnarsson Höfundur var stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.