Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 73
snúið við upptökuferlið var, að eftir að Funeral fór í gang, tók við tveggja og hálfs árs vera á vegum úti. Þannig að það var ekkert til af lögum þegar við byrjuðum á Neon Bible. Það var erfiðast að koma sér í samningar- og upptökugír aftur og losa sig úr ferða- lagahamnum.“ – Viðtökurnar sem Funeral fékk hljóta nú að hafa farið fram úr ykkar allra björtustu vonum? „Já, auðvitað. Við gerðum okkur fyrir það fyrsta engar vonir. Við von- uðumst þó eftir því að hafa efni á að túra og geta selt nóg af plötum til að geta gert aðra plötu (Funeral hefur nú selst í 500.000 eintökum, þannig að vonir meðlima rættust svo um munar).“ – Nú komust þið á forsíðu Time og hafið verið afar áberandi í fjölmiðla- umfjöllun. Engu að síður virðist þið lítt gefin fyrir viðtöl og slíkt. Hvað segirðu um þessa staðhæfingu mína? „Amm … ekkert okkar hefur neitt sérstaklega gaman af því að tala við fólk sem við þekkjum ekkert (hann og blaðamaður fara að hlæja, enda að gera nákvæmlega það sem Kings- bury er svo illa við). Okkur langar frekar að vera uppi á sviði, spilandi og syngjandi, og láta tónlistina tala. Að veita viðtöl er bara leið til að koma sveitinni á framfæri. En til að skilja okkur, þá er best að hlusta, frekar en að lesa viðtöl.“ – Já, ég er sammála því að það er eitthvað firrt við það að tveir menn, sem hafa aldrei talað saman áður, spjalli saman í korter og með því er þeim ætlað að ná einhverri „nánd“ … „Já, nákvæmlega … þetta er sann- arlega undarlegt samband (ég held að ísinn hafi verið brotinn með þessu! Innsk. AET).“ Montreal – Segðu mér nú Tim. Hvernig skynjar þú þessa margumræddu kanadísku senu sem allir eru að tala um. Er þetta einhver sena … eða ekki? „Ja … ég get a.m.k. sagt þér það Arnar, að fólk er að sönnu farið að fylgjast betur með því sem er að ger- ast í dag í kanadískri tónlist. En það er erfitt að segja ... það hefur alltaf verið slatti af áhugaverðum böndum hérna en það er eins og áhugi að utan sé stöðugt að aukast.“ – Og gróskan er í Vancouver, Tor- onto og Montreal þaðan sem þið er- uð. Hefur þú alltaf búið í Montreal? „Nei, ég flutti hingað frá Toronto fyrir um sex árum.“ – En af hverju er Montreal svona gróskumikil tónlistarborg? „Margir hafa flutt hingað af því að það er fremur ódýrt að búa hérna. Borgin hefur verið sem segull á skap- andi fólk og auk þess er þetta af- skaplega falleg borg. Hún er nokkuð evrópsk, gamall arkitektúr og svona franskur fílingur í gangi. Hún er mjög sérstök og engin borg í Norður Ameríku líkist henni.“ – Þið tókuð plötuna nýju upp í kirkju. Af hverju? „Við vorum að leita að hljóðveri og höfðum m.a. rætt þennan möguleika. Hljóðver eru oft fremur geld og köld; líflaus. Þetta var bara meira spenn- andi – og fallegra. Við fundum svo kirkju sem var til sölu rétt utan við Montreal. Þetta var líka skynsamlegt fjárhagslega, þar sem það þarf að borga tímana í venjulegu hljóðveri en þarna þurftum við þess ekki; bara allt borgað á einu bretti og svo er hægt að nota hana aftur síðar.“ – Þetta er svipað og Sigur Rós gerði … „Einmitt.“ – Gekk vel að taka upp í kirkjunni? „Við komum þarna inn með frekar hráar hugmyndir og það tók smá tíma að aðlagast. Það fór líka tími í að gera allt klárt. Við máluðum og svona, komum plássinu í stand. Það þurfti að rífa út bekki og slíkt. En það var fínt, þetta hristi hópinn sam- an eftir tónleikafárið, gerði okkur „eðlilegri“.“ Hljómsveit fólksins – En hefur það ekki verið dálítið undarlegt að hitta allt í einu menn eins og Bowie og Bono? „Amm … (hugsar) … í fyrstu kannski. Fyrir mig var rosalegast að hitta David Byrne (leiðtoga Talking Heads) en ég hef verið mikill aðdá- andi hans alveg frá því í mennta- skóla. Það var mikið mál fyrir mig. Þetta er svona eins og að hitta pró- fessor sem maður hefur dálæti á.“ – Jæja, ég á bara eina spurningu eftir … „Gott og vel! (viðmælendur verða alltaf gríðarlega fegnir þegar þeir heyra þetta og iðulega fær maður góð og ríkuleg svör við lokaspurning- unni, enda menn guðslifandi fegnir að vera lausir úr viðtalinu, slaka þar með á vörnum og masa óheftir).“ – Hefur þú einhverja hugmynd um af hverju fólk er svona hrifið af Ar- cade Fire? Hvar liggja töfrarnir? „Mér finnst eins og við leggjum okkur í líma við að búa til tónlist sem er spennandi að heyra. Tónlist sem væri spennandi fyrir okkur sjálf, þó við værum ekki í hljómsveitinni. Við erum í alvörunni að reyna að búa til tónlist sem við getum með stolti boðið fólki að kaupa eða að hlusta á. Ég hef verið í böndum þar sem þetta er ekki málið, þar snerist þetta meira um að semja fyrir okkur sjálf, skítt með áhorfendur. En með Arcade Fire hefur þetta verið öðru- vísi. Á tónleikum t.d., þá djöflumst við eins og brjálæðingar í stað þess að horfa á fæturna okkar. Við reyn- um að vera persónulegri og opnari. Ég veit það ekki … mér finnst bara eins og allir séu mjög samtaka í því að reyna að ná til fólks með tónlist- inni.“ Kröftug Arcade Fire hefur fengið góðar viðtökur við nýju plötunni Neon Bible. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 73 ÖRUGG FJÁRFESTING Á ÍSLENSKA HLUTABRÉFAMARKAÐN U M E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 18 4 Kynntu þér málið á kaupthing.is, í þjónustuveri bankans í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Vegna frábærra undirtekta á ICEin 0308 höfum við opnað fyrir sölu á ICEin 0408. Fjárfestu á íslenska hlutabréfamarkaðnum án fyrirhafnar og með takmarkaðri áhættu. ICEin 0408 er höfuðstólstryggður hlutabréfareikningur sem fylgir gengi íslenska hlutabréfa- markaðarins, OMXI15 vísitölunni (áður ICEX-15). • Lágmarksupphæð er 500.000 kr. • Innlánið er bundið í eitt ár • Ávöxtun allt að 25% • Höfuðstóll er tryggður • Upphafsgengi ákvarðast í lok dags 26. apríl Sölutímabil ICEin 040816.-26. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.