Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 38
heimspeki
38 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Það undarlegasta við aðstanda augliti til auglitis viðSlavoj Žižek er að hann er íallri viðkynningu nákvæm-
lega eins og maður ímyndaði sér
hann. Hjá þeim sem hafa séð myndir
á borð við Žižek! eða The Pervert’s
Guide to Cinema hefur ímyndunarafl-
inu kannski verið hjálpað svolítið. En
þegar Slavoj Žižek kútveltist með
töskuna sína innum dyrnar á Hótel
Fróni er hann þegar byrjaður að
greina umhverfið, óðamála, með hlið-
sjón af sálgreiningu Jacques Lacan.
Slavoj virðist ekki taka eftir neinu
öðru en talandanum í sjálfum sér –
vöðlar einhverju út úr sér um Coke
Light, sýpur hveljur, og spyr mig
hvar hann geti keypt nýjustu ensku
þýðinguna af Arnaldi Indriðasyni.
Ég hef 45 mínútur til að ræða við
manninn og vandanum verður best
lýst sem lúxusvanda. Žižek hefur gef-
ið út eina til tvær bækur árlega frá
falli Berlínarmúrsins og þær spanna
vítt svið. Heimspeki, þjóðfélags-
gagnrýni, lacanísk sálgreining og
kvikmyndarýni eru sérsvið Žižeks.
Hvar á að byrja? Žižek er reyndar
þegar byrjaður að tala, og hefur talað
linnulaust sl. tíu mínútur án þess ég
hafi svo mikið sem kynnt mig, svo ég
ákveð að það sé best að kveikja á tæk-
inu, láta kylfu ráða kasti og spyrja að
því fyrsta sem mér dettur í hug …
Útópískt brjálæði klámsins
Íslendingar úthýstu nýlega klám-
ráðstefnunni „Snow Gathering“. Sem
kvikmyndarýnir, hvert er álit þitt á
klámmyndum og klámmyndaiðn-
aðinum?
„Ég sem manneskja veit of mikið
um klám og hvernig það er gert til að
geta fordæmt það á þann hátt sem
landar þínir virðast hafa gert. Ég hef
talað við fólk sem hefur rannsakað og
gert klám. Vandinn er ekki sá að það
sé verið að pynda konur í klámi, að
klám sé þrælahald eða eitthvað slíkt.
Það er engu að síður mjög dapurlegt
að horfa á „hardcore“ klám. Kon-
urnar með sílikon-brjóstin og karl-
arnir notaðir sem verkfæri, þetta er
of dapurlegt í gervileika sínum. Því er
ekki að furða að nýja trendið í klám-
inu er amatör-klám, þ.e.a.s. klám þar
sem menn myndast við að halda í ein-
hverja upprunahugmynd, hugmynd-
ina um eitthvað „ekta“. En ég get
náttúrulega ekki að því gert að minn
illi marxíski hugur fer alltaf að
spyrja: Hvernig gerðu þeir þetta?
Það sem ég hef áhuga á í klámi er
ákveðið útópískt brjálæði sem þar er
sóst eftir, enda getur þar verið um
fegurð að ræða þegar vel tekst til.
Hin ósjálfráða sameining uppleystra
líkama heillar mig, og kemst kannski
næst því sem Deleuze átti við með
kenningu sinni um „líkama án líf-
færa“. Hins vegar er alltaf eitthvað
sem stíflar þetta flæði löngunnar, öf-
ugt við það sem Deleuze heldur fram.
Vekur mér mestan viðbjóð
Það sem hins vegar skelfir mig
frekar en klámið er þessi nýja hreyf-
ing, „kappfróun“, þar sem fólk safn-
ast saman, má ekki snertast og fróar
sér. Þarna er þessi algjörlega narsiss-
íska athöfn gerð að einhvers konar
góðgerðastarfsemi, vegna þess að
þátttakendur safna áheitum sem
renna til fátækra barna í þriðja heim-
inum, eitthvað slíkt, líkt og til sönn-
unar á því að þetta sé ekki afsökun
fyrir kynsvalli, heldur hugsjón. Þetta
vekur mér mestan viðbjóð.
Skilningur þessa fólks á kynlífi og
sjálfsfróun er væntanlega sá að á
þessu tvennu sé einhver verulegur
munur, og að hið síðarnefnda sé ein-
hvern veginn hreinna og feli ekki í sér
„klám“. Það sem þarna vantar inn í
myndina segir okkur mikið um form-
gerð sjálfsverunnar, því auðvitað er
sjálfsfróun uppistaðan í kynlífi hvort
eð er. Hinn raunverulegi bólfélagi er
aldrei annað en leikmunur í órum
hins, líkt og ég sagði áðan. Þetta
sjálfsfróunaræði er dæmigert fyrir
ákveðna löngun sem Adorno greindi
fyrir löngu síðan. Þú vilt reyna að
hreinsa veru þína af mengun hins, þú
villt koffínlaus samskipti. Við viljum
nágranna, en nágranna sem er ekki
lykt af og hefur ekki hátt.“
Umburðarlyndi að vilja fjarlægð
Þetta leiðir hugann að erindi þínu
um umburðarlyndi sem dyggð í
frjálslyndu samfélagi.
„Já, þetta ræddi ég í fyrirlestri
mínum. Umburðarlyndi er það að
vilja fjarlægð. Í samskiptum fólks
með ólíkan uppruna á þetta að þýða
einhvers konar yfirborðskenndan
áhuga á menningu hvors annars. En
ef ég ætla í raun að vingast við ein-
hvern, að verða vinur hans, þá þurf-
um ég og hann að skiptast á dóna-
bröndurum. Mér er það alveg ljóst:
við þurfum að fara yfir strikið í sam-
einingu til að verða vinir. Pólitísk
rétthugsun og umburðarlyndið sem
henni fylgir er ótti við hinn, sem er í
raun skortur á umburðarlyndi.
Umburðarlyndi hefur nýverið yf-
irtekið skilning okkar á vandamálum
sem hafa verið fyrir hendi lengi. Hér
hef ég einkum í huga rasisma. Nú á
dögum er litið á rasisma sem vanda
sem einkum snúist um umburð-
arlyndi. En ég hef gert dulitla sögu-
Engin lausn und-
an fargi óranna
Slavoj Žižek er einn af
forvitnilegustu heim-
spekingum samtímans.
Viðar Þorsteinsson
ræddi við hann um sér-
stök áhugamál hans,
klám og vinstrirót-
tækni.
BMW3 lína
www.bmw.is
Sheer
Driving Pleasure
Með bílinn handa þér
Bíll á mynd: BMW 318i með 17” álfelgum og krómlistum.
* BMW 318i kr. 3.750.000.
Útborgun 30%.
Lán í 84 mánuði.
Kr. 35.300* á mánuði.
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is