Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 36
sjónspegill
36 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Til eru margar tegundir afmóðursýki, og fjallaðisíðasti Sjónspegill umeina slíka er víkur að ótt-
anum við hermdarverk sem gripið
hefur um sig í Bandaríkjunum. Og
ekki var sagan alveg öll því er ég
kom frá New York liðlega viku á
eftir ferðafélögum mínum var
sallafín taska sem ég keypti dag-
inn fyrir brottför frá Ekvador og
þeir tóku með sér alla leiðina ekki
svipur hjá sjón, skítug og leit út
fyrir að vera fimm ára auk þess
sem aðalhandarhaldið hafði verið
slitið af. Og afleita sögu hafði son-
ur minn að segja af gagnsæu
plastboxi sem innihélt vöðvaauk-
andi duft sem hann hafði vandlega
valið í sérverslun um slík uppá-
tæki í Quito. Duftið hafði dreift
sér um alla stærstu tösku hans,
boxið opnað og innihaldið rann-
sakað en lokið ekki skrúfað nógu
vel á aftur og dottið af, loks há-
markaðist ósóminn á því að allir
lásar höfðu verið klipptir af og
eldfastar snúrur komnar í staðinn,
að sjálfsögðu með nær óleys-
anlegum hnútum. Má lengi spyrja
hvað langt megi ganga þegar um
blásaklausa ferðamenn frá Norð-
ur-Evrópu er að ræða, farangur
þeirra þegar yfirfarinn, skoðaður
og gegnumlýstur á brottfararstað,
loks kyrfilega bókaður á leið-
arenda. Ekkert hefur maður á
móti sérstökum varúðarráðstöf-
unum ef brýn ástæða þykir til við
millilendingu en þá hlýtur réttur
þolenda vera að fagmannlega sé
staðið að verki, óhæft starfslið
fremji ekki skemmdarverk á eig-
um þeirra. Sé ekki betur en að
skömm ábyrgra sé mikil og ótví-
ræð, í raun réttu refsiverð…
Mörgum má á síðustu miss-erum hafa verið spurnhvort móðursýki hafi
gripið listamarkaðinn, þótt af öðr-
um, fagurfræðilegri og heilbrigð-
ari toga sé en fyrrgreint, við-
brögðin líka sýnu önnur og
jákvæðari. Um að ræða stjörnu-
fræðilegt klifur málverksins á
uppboðum sem á sér enga hlið-
stæðu, jafnvel ekki hámarkið í lok
níunda áratugsins, nær líka yfir
mun stærra svæði, Asía kominn í
pataldurinn. Aðdragandinn þó
nokkur eins og lesendur pistla
minna hafa fengið að fylgjast með
á undanförnum misserum og ár-
um. Dauði málverksins hafði
nefnilega enn einu sinni verið sett-
ur á svið af óvægum rétttrún-
aðarpostulum hugmyndafræði-
legra viðhorfa, en að sjálfsögðu
deyr ekkert í list og mennt sem
ber í sér safa og vaxtarmagn, frá-
leitt. Hins vegar eldist ekkert eins
hratt og tískustraumar sem rétt-
rúnaður dagsins standa að og gír-
ugir listakaupmenn nefna höfuð-
strauma, mainstream, hvernig sem
Móðursýki?
Hátt boðið Konstantin Somov (Pétursborg 1869- París 1939): „Pastorale
Russe“ (Rússnesk sveitasæla), 1922, olía á dúk. Slegin á 5,2 milljónir
Bandaríkjadollara, sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk eftir
málarann og um leið rússneskt málverk á uppboði.
Bragi Ásgeirsson