Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is AÐDÁENDUR Sigur Rósar fá nóg að bíta og brenna á árinu því vænt- anlegar eru DVD myndir, geisla- diskar, bók í tímaritsformi og ljós- myndabók svo fátt eitt sé talið. John Best, umboðsmaður sveit- arinnar, segir að skýringin á þess- um miklu afköstum sé að ýmis verkefni séu búin að vera á teikni- borðinu í talsverðan tíma og nú hafi loks gefist tími til að ljúka við þau. Tímarit og vínyll Það fyrsta sem kemur út er þó ekki beinlínis á vegum sveitarinnar þó það tengist henni, en það er út- gáfa á fyrsta hefti ársfjórðungsrits- ins Artist in Residence (a+r) sem hefur göngu sína á árinu. John Best segir að aðstandandi þess rits sé Jeff Anderson, sem sé hljómsveit- inni að góðu kunnur frá gamalli tíð. Hann hafi síðan fengið að fylgjast með sveitinni í tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og afrakst- urinn sé In a Frozen Sea: A Year With Sigur Ros, sem Best segir að sé frekar tímarit en bók. Ritið, sem er 32 síður á stærð við umslag utan um 12“. Samhliða útgáfunni verður opn- aður vefur á vefsetrinu www.ainr- .com þar sem hægt verður að hlusta á lög og horfa á myndbönd með sveitinni, skoða myndir af henni og eins kaupa sérstakan vín- ylpakka með plötunum Ágætis byrjun, () og Takk, en á Takk, sem var fimm vínyl-hliðar af músík og ein með mynd, verða nú tvö lög á sjöttu hliðinni, Smáskífa og Vaka, en Smáskífa hefur aldrei komið út á vínyl. Plötunum verður pakkað upp á nýtt fyrir þessa sérútgáfu og að- eins framleidd af henni 5.000 eintök og fáanleg frá 1. júní næstkomandi. Hrafnagaldur og Hlemmur Þá stefnir hljómsveitin að því að gefa aftur út á árinu tónlistina úr Hlemmi í takmarkaðri útgáfu, en hún var áður gefin út í plastpoka með ljósrituðu umslagi. „Það var kominn tími til að gefa plötuna al- mennilega út,“ segir Best og bætir við að hér á landi verði fáanleg sér- stök útgáfa þar sem DVD af mynd- inni fylgir, en hún verður aðeins framleidd í 1.000 eintökum. Disk- urinn verður aftur á móti fáanlegur stakur um allan heim. Annað gamalt verkefni sem hefur beðið frekari vinnslu er Hrafna- galdur, en hljómsveitin lét kvik- mynda tvenna tónleika í Grande Halle Charlie Parker í París 28. og 29. september 2004. Best segir að verið sé að vinna þær upptökur, klippa og tilheyrandi, og stefnt að því að verkið verði tilbúið til útgáfu í sumar. „Það er þó ekki búið að ákveða hvernig útgáfunni verður háttað, nema að því leyti að það verður gefinn út DVD diskur. Vel má vera að tónlistin verði líka gefin sérstaklega út á geisladisk eða verði einfaldlega sem sérstök hljóð- rás á DVD disknum, það kemur í ljós.“ Stuttskífa meðal annars Einnig er í bígerð stuttskífa með gömlum lögum Sigur Rósar í nýjum búningi sem tekin voru upp seint á síðasta ári. Á þeirri skífu, sem einn- ig á að koma út í sumar að sögn Johns Best, eru fjögur lög, Rokk- lagið, sem heita mun Prinsinn og kanína, Lagið í gær, Salka og Von í mikið breyttri mynd. Áður hefur verið sagt frá því að kvikmynd um ferð Sigur Rósar um Ísland síðasta sumar verður frum- sýnd í haust. John Best segir að til hafi staðið að frumsýna hana í ágúst en sér sýnist líklegra að hún birtist ekki á hvíta tjaldinu fyrr en í september ef að líkum lætur, en í dag kvikmyndar hljómsveitin óraf- magnaða tónleika sem nýttir verða í myndina. „DVD útgáfa af mynd- inni kemur svo út mánuði síðar ef allt gengur eftir, í október,“ segir Best, en um líkt leyti kemur út ljós- myndabók með myndum sem hann tók á ferðinni með sambýliskonu sinni. Hann segir að lítið sé af tón- leikamyndum í bókinni, enda sé til- gangur hennar að sýna flest annað en tónleikana sjálfa, þ.e. segja sög- una á bak við ferðina í myndum, en texti verður með minnsta móti. Notað og nýtt Ekki er allt upp talið því hljóm- sveitin tekur upp nýja skífu í næsta mánuði með órafmögnuðum út- gáfum af lögum sem hljómsveitin hefur áður gefið út í bland við lög sem hafa verið á tónleika- dagskránni undanfarin ár en ekki komið út til þessa. „Fyrir mér eru þetta skyld verkefni, kvikmyndin um tónleikaferðina um Ísland, stuttskífan og svo platan sem tekin verður upp í maí, enda hélt Sigur Rós sína fyrstu órafmögnuðu tón- leika í ferðinni, spilaði á Kára- hnjúkum, og platan því mjög tengd ferðinni. Stuttskífan er líka tengd myndinni, því á henni verða lög í tónleikaútsetningum sem ekki hafa áður komið út á plötu. Þetta virðist því allt afskaplega mikið og flókið, en er það í sjálfu sér ekki.“ – Það er varla að maður þori að spyrja um meira, en laggó: Hvað með nýja plötu? „Strákarnir eru byrjaðir að taka upp nýja plötu, en hún kemur væntanlega ekki út fyrr en seint á næsta ári. Það á eftir að taka sinn tímann að koma öllum verkefnum út sem við erum með í vinnslu núna,“ segir John Best að lokum. Fyrningar og stórmerki Sigur Rós hreinsar upp gamlar syndir og syndgar upp á nýtt Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Mögnuð Sigur Rós spilar órafmagnað á tónleikum til styrktar Varmársamtökunum. Það er nóg að gera hjá hljómsveitinni um þessar mundir. Þjóðlagasöngur / Söngleikjatónlist Ljóðadeild / Óperudeild Sviðshreyfingar / Nemendaópera Umsækjendur eru minntir á að sækja einnig um á https://rafraen.reykjavik.is Frekari upplýsingar fást á skrifstofu skólans Snorrabraut 54, sími 552 7366 og á heimasíðunni songskolinn.is Unglingadeild yngri 11-13 ára Unglingadeild eldri 14-15 ára Almenn deild Grunnnám / Miðnám / Framhaldsnám Háskóladeild Einsöngsnám / Söngkennaranám Umsóknarfrestur um skólavist veturinn 2007-08 er til 30. apríl 2007 Inntökupróf fara fram 20.-31. maí Söngskólinn í Reykjavík er einn fremsti tónlistarskóli landsins og býður upp á alhliða tónlistarnám með söngröddina sem aðalhljóðfæri Nokkrir nemendur í Unglingadeild eldri Úr sýningu Nemenda- óperunnar á “Show business!”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.