Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 39
lega rannsókn á þessu: Tökum mögn- uðustu baráttu Bandaríkjamanna gegn kynþáttahatri, borgararétt- indabaráttu Martins Luther Kings. Ég skoðaði ræður hans. Hann svo gott sem notaði aldrei orðið „umburð- arlyndi“. Því fyrir honum var bar- áttan gegn kynþáttahatri ekki spurn- ing um umburðarlyndi. Hún var spurning um efnahagslegan jöfnuð, lagalegt réttlæti, o.s.frv.“ Óskarsverðlaunamyndinni Crash var fagnað ákaft sem hugrakkri um- fjöllun um kynþáttamál í Bandaríkj- unum. Hugmynd leikstjórans um kynþáttamisrétti var alfarið tak- mörkuð við persónuleg samskipti fólks, og það kynþáttahatur sem sýnt var í myndinni snerist um orðbragð, dónaskap í röðinni á pósthúsinu og þess háttar. „Einmitt. Þetta er líka það sem kynþáttahatarar vilja svo mjög losna undan. Það er misskilningur að kyn- þáttahatarar eða þjóðernissinnar séu einkum fornaldarskrímsli sem vilji flýja aftur í reglubundið öryggi þjóð- ríkisins, undan einhvers konar póst- módernísku, markalausu og hnatt- væddu áhættusamfélagi. Þetta er þveröfugt. Þeim finnst þetta umburð- arlynda samfélag okkar alltof skipu- lagt. Þeim finnst ekkert mega og allt- of mikið af reglum: það má ekki berja konuna, ekki kalla útlendinga öllum illum nöfnum, ekki gera þetta og hitt. Adorno sá að svona urðu fasisminn og nasisminn aðlaðandi: ekki sem fórn eða masókismi smáborgarans sem vill deyja fyrir Þýskaland, heldur hreint jouissance þess að mega ráðskast með aðra. Með því að gerast þjóðernissinni máttu drepa og nauðga o.s.frv. Þetta hef ég séð með eigin augum í átökunum á Balk- anskaga, vel að merkja.“ Vinstrið já að spyrja stóru spurninganna Þú nefnir Adorno, en þú hefur haldið því fram að af Frankfúrt- arskólanum séu það einkum hann og Benjamin sem lifi. Fleiri marxistar í dag, svo sem Judith Butler og kannski fremstur Frederic Jameson, hafa haldið Adorno á lofti. Er það okkar „vonlausa“ ástand án valkosta andspænis kapítalismanum sem rím- ar við myrka sýn Adornos? „Adorno sem hugsuður aðhylltist ákveðna messíaníska svartsýni, og var þeirrar svartsýnu skoðunar að öll vestræn siðmenning hefði náð há- marki í útrýmingarbúðunum. Ég tel þessa hugsun mun heilbrigðari en þann aktívisma sem Ernesto Laclau, Hardt, Negri og fleiri hafa mælt fyr- ir. Sjáum til: Við þykjumst öll hlæja að Fukuyama og allir gera grín að honum. En ég held að allir á vinstri kantinum séu algjörir Fukuyama- istar. Hvað er vinstrið að takast á við í dag? Jú, fólk er á móti stórfyrir- tækjum, vill sjá aðeins meira réttlæti í tilteknu máli þar og tilteknu máli hér, meira umburðarlyndi, minna kynþáttahatur o.s.frv. Laclau, Hardt og Butler eru ekki að spyrja stóru spurninganna: hvað ætlum við að gera við þennan kapítalisma, hvað ætlum við að gera við lýðræðið, o.s.frv.? Fólk er í raun að samþykkja að kapítalisminn sé eina spilið í bæn- um og berst fyrir einhverjum smá- vægilegum umbótum.“ Byltingarvonin í fátækrahverfunum Þú og Alain Badiou hafið leitast við að endurvekja hugmyndina um al- gildi sem forsendu allrar róttækni, í andstöðu við póststrúktúralisma De- leuzeu, Derrida o.fl. En þegar þú skammar póststrúktúralistana hvaða valkost hefur þú sjálfur að bjóða? „Það er ekkert val! Því hallast ég frekar að Adorno og Agamben en Hardt, Negri, Laclau og félögum, þ.e.a.s. ég tel að við eigum þá að játa ósigur okkar. Menn eins og Negri og Laclau eru að reyna að túlka sigra auðmagnsins þannig að þeir feli ein- hvern veginn í sér sigur fyrir okkur, jafnvel mjög þægilegan sigur á borð við þann að við þurfum ekki að horf- ast beint í augu við kapítalismann heldur séu sjálfsprottnar hreyfingar „mergða“ að éta hann upp innanfrá. Þetta er bara ekki rétt. Kapítalism- inn er grimmari en svo, við höfum ekki roð við honum. Horfumst bara í augu við þá staðreynd að á nokkurra ára fresti kemur fram „stór“ vinstri- leiðtogi, t.d. Nelson Mandela í S- Afríku við lok aðskilnaðarstefnunnar, Lula í Brasilíu og nú síðast Chávez í Venesúela. Þeir fá að komast visst langt, en um leið og einhver þessara leiðtoga ógnar auðmagninu á raun- verulegan hátt er þeim refsað. Þetta er allt annar raunveruleiki en sá sem þessar póst-marxísku möntrur um einangraðar baráttur gera ráð fyrir.“ Eru þessir leiðtogar þá ekki að breyta neinu? „En ef þú grátbiður mig að nefna hvar ég tel að möguleikar andstöð- unar felast held ég reyndar að það sé akkúrat í fátækrahverfunum sem hafa farið sístækkandi síðastliðin ár og áratugi. Chávez verður minnst fyrir það í sögu sósíalismans að hafa verið fyrstur til að kalla fram póli- tíska virkni fátækrahverfanna. Vandamál 19. aldarinnar var að virkja verkamanninn í hin pólitísku ferli, á 20. öld var vandamálið að virkja konur, smábændur og ýmsa minnhlutahópa, en ég held að vanda- mál 21. aldarinnar sé einmitt þetta: að virkja öreigalýðinn úr fátækra- hverfunum, favelas. Þetta er um milljarður mannkyns! Ég tel kapítalismann einfaldlega of þrunginn innri mótsögnum til að hann geti haldið áfram, og að því leyti er ég bara gamaldags marxisti. Ekki sakar að gerast grænmetisæta og fara á G8-mótmæli og þetta allt, og ég hvet ykkur unga fólkið til þess, en legg áherslu á að við bíðum eftir rétta sögulega augnablikinu til að grípa til raunverulegra aðgerða.“ Ég kveð Žižek fyrir utan Skífuna á Laugaveginum, þar sem hann segist þurfa að ná sér í nokkra dvd-diska. Ég held hann sé enn að tala við mig. Lengri gerð viðtalsins er að finna á mbl.is. Morgunblaðið/ÞÖK Rétta tækifærið? Þegar Sla- voj Žižek kútveltist með töskuna sína innum dyrnar á Hótel Fróni er hann þegar byrjaður að greina umhverfið. Höfundur er heimspekingur. vidart@hi.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 39 Tónskáldið og gítarleikarinn Goran Bregovic hefur verið einn helsti merkisberi balkanskrar tónlistar í tvo áratugi. Hann kemur hingað ásamt fjörutíu manna hljómsveit sem samanstendur m.a. af strengja- og lúðrasveit, harmóníkuleikurum, serbneskum karlakór og búlgörskum söngkonum. Goran flytur dagskrá sem nefnist „Fjör fyrir brúðkaup og jarðarfarir“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár. „Næstum þrjár klukkustundir af heitum tilfinningum, ógnarkrafti, litadýrð, ástríðu, framandleika og töfrum.“ El Pais Laugardalshöll, 19. maí kl. 21. Miðasala á midi.is og í miðasölusíma Listahátíðar, 552 8588. Actavis styrkir tónleika Goran Bregovic á Íslandi. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Vorblóts. Snillingurinn Goran Bregovic á Íslandi ásamt 40 manna hljómsveit Tvímælalaust einn af hápunktum Listahátíðar! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 4 6 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.