Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes ENN EIN YNDISLEG SÓLARUPPRÁS OG EKKI SÁLU AÐ SJÁ SVO KEMUR MAÐUR HEIM MEÐ FISK FYRIR KLUKKAN NÍU. DAGURINN ER VARLA BYRJAÐUR SUNDSPRETTUR Í MORGUNSÁRIÐ OG SVO BÁTSFERÐ ÉG HEF SÉÐ HRESSARA FÓLK Í VINNUNNI ÞÚ GETUR BORÐAÐ ÞETTA SJÁLFUR ÉG VIL FÁ SJÓNVARP! Kalvin & Hobbes PABBI SJÁÐU, ÉG VEIDDI FISK JÁ, HANN ER GLÆSILEGUR. ÉG SKAL KENNA ÞÉR AÐ HREINSA HANN GERA HVAÐ? FLÁ HANN OG BEIN- HREINSA TAKK FYRIR ÞESSAR OSTASAMLOKUR. ÞÆR ERU VONANDI ALVEG BEINLAUSAR Kalvin & Hobbes MÉR SÝNIST ÉG SJÁ HVAL ÞARNA Í DJÚPINU! ÞETTA ER STEINN! SJÁÐU, ÞARNA ER RISA STÓR ÁLL! ÞETTA ER ÞANG! ÓTRÚLEGT, ÞARNA ER MASTUR AF LÖNGU SOKKNU SPÆNSKU HERSKIPI! ÞETTA ER GREIN! ÞETTA ER ÖMURLEGT! AF HVERJU ERU ENGIN BÍÓ HÉRNA! Litli Svalur © DUPUIS ANSANS... KOMDU ÞÉR ÞAÐAN NIÐUR KRAKKAORMUR! HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ REYNA AÐ GERA? JA... ÉG ER AÐ LEITA AÐ SLÖKKVARANUM TIL ÞESS AÐ SLÖKKVA... SLÖKKVA! ER EKKI Í LAGI MEÐ ÞIG? ÞETTA ER HÁSPENNULÍNA! BURT MEÐ ÞIG SPELLVIRKI! ANNARS HRINGI ÉG Í FORELDRA ÞÍNA, KRAKKI... HLAUPTU BURT! FLJÓTUR! ÉG GAT ÞAÐ EKKI KENNARI. MÉR VAR BANNAÐ AÐ REYNA Í DAG: AÐ KUNNA AÐ VEIÐA dagbók|velvakandi B&L, takk fyrir mig ÉG vil láta vita af því sem vel er gert. Þannig er mál með vexti að ég keypti bíl hjá B&L fyrir rúmu ári. Því miður fór fljótlega að bera á bil- un í sjálfskiptingunni. Ég talaði við þá hjá B&L og þeir sögðu „ekkert mál við sjáum um málið þér að kostnaðarlausu“. Bíllinn varð góður en tæpu ári seinna kom það sama upp og nú fauk svolítið í mig. Aftur tala ég við B&L, viðmælandi sagði við mig „þetta gengur ekki, við skul- um sjá um að skipta um skiptingu“. Það gladdi mig mikið því ég hefði aldrei getað staðið undir kostnaði við viðgerðina. Nú segi ég ykkur að B&L er með frábæra þjónustu. Takk fyrir mig. Guðjón Sigurðsson EES og XF ÞUNGAMIÐJA deilnanna um aug- lýsingar og umfjöllun Frjálslyndra, XF, um innflytjendur er loksins komin fram, en það er spurningin hvort við ætlum að segja okkur úr EES eða ekki, efla eða minnka sjálf- stæðið. Ef þessi harða innflytj- endastefna þeirra kæmist til fram- kvæmda yrðu afleiðingarnar margvíslegar, sumar til góðs, aðrar ekki. En þær yrðu eitthvað svipaðar því að sumu leyti og þegar sjáv- arútvegsráðherra leyfði hér hval- veiðar að nýju í atvinnuskyni, blendnar, erlendis og innanlands. Auðurinn í þjóðerniskenndinni er mikill og á grundvelli hans urðu margar þjóðir það sem þær eru, án efa, þar af kemur sjálfstraust sem hjálpar mönnum að berjast við um- hverfið, í köldu landi ekki hvað síst. Þau vandamál sem Guðjón Arnar og fleiri eru að benda á eru hluti af stærra vandamáli, hnignun Evrópu, fólksfækkun innan Evrópu meðal iðnvæddustu ríkjanna þar sem mest velmegun ríkir, yfirleitt, og hvernig valdahlutföllin breytast með inn- flutningi útlendinga, sem fyrst í stað taka við láglaunastörfunum, en festa sig svo smám saman betur í sessi víðast hvar. Það er án efa ágætt en það er eins og um þetta hafi ekki verið rætt í samhengi. Þær breyt- ingar sem hér um ræðir eru stað- reynd en það er eins og meira sé rætt um ákveðinn málflutning en hvar þetta byrjar og hvar þetta end- ar. Ég efast um að Íslendingar verði miklir þjóðernissinnar, hvorki með tilraunum Frjálslyndra né annarra til að láta svo verða. Þetta mál á sér þó margar hliðar. Í stað kýtinga er rétt að líta á okkur, að minnsta kosti sem hluta af Evrópu, fyrst við erum í EES, og þar með hluti af þeirra vandamálum, þótt einangrun okkar og íhaldssemi hafi kannski firrt okk- ur hluta þeirra enn. Ingólfur Sigurðsson, Furugrund 58, Kópavogi. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND, rúmlega 1 cm breitt, tapaðist fyrir páska í mið- bænum eða í austurbæ. Finnandi vinsamlega láti vita í síma 587 4026. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is BÆJARBÚAR nýta gjarnan daginn í að ganga Laugaveginn. Kaffihús og veitingastaðir eru opin og einnig er tilvalið að kíkja í Kolaportið. Morgunblaðið/Ásdís Tveir töff Verið velkomin á fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar Að þessu sinni heitir fyrirlesturinn: Fullyrðingar í merkingum matvæla Fyrirlesari er: Brynhildur Brim, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun Kynntar verða nýjar evrópureglur um fullyrðingar í merkingum matvæla (Regulation (EC) No 1924/2006 on nutrition and health claims made on foods). Reglugerðin tekur gildi í EB 1. júlí 2007, en ekki er ljóst hvenær hún tekur gildi hér á landi. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. þriðjudaginnn 24. apríl 2007 kl. 15.00 - 16.00 á 5. hæð Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, Reykjavík VALGERÐUR Sverrisdóttir er fyrsta konan til að gegna embætti utanríkisráðherra í sögu íslenska lýðveldisins og hefur í starfi sínu lagt sérstaka áherslu á jafnrétt- ismál. Í erindi á Jafnréttistorgi fjallar Valgerður vítt og breitt um jafnrétti og utanríkismál og um ólíka áherslu kynjanna í hinum ýmsu málaflokkum. Valgerður hef- ur tekið virkan þátt í stjórnmálum í rúma tvo áratugi og mun í erindi sínu einnig fjalla um reynsluheim kvenna í pólitík og þær hindranir sem konur, sem hyggjast hasla sér völl í stjórn- málum, þurfa að glíma við, bæði hjá pólitískum andstæðingum, samherjum og í samfélaginu. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 23. apríl kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð á Akureyri og er öllum opinn. Ræðir reynslu- heim kvenna í pólitík Valgerður Sverrisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.