Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Mallorca 25. maí og 1. júní frá kr. 49.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca í lok maí og byrjun júní á frábæru tilboði. Bjóðum einstök kjör á gistingu á hinu vinsæla Las Gaviotas íbúðahóteli í Alcudia. Frábærar íbúðir sem bjóða góða staðsetningu og frábæran aðbúnað í sumarfríinu. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á Las Gaviotas íbúðahótelinu. Verð kr.59.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku á Las Gaviotas. Aukavika kr. 14.000. Verð kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku á Las Gaviotas. Aukavika kr. 14.000. Frábær gisting - aðeins 11 íbúðir Sértilboð - Las Gaviotas LÝÐRÆÐI 21. ALDAR V ið teljum okkur lifa í lýð- ræðislegu samfélagi og hugtakið lýðræði hefur yfir sér jákvætt gildismat. Það er þó mjög flókið og margslungið hugtak og lýðræði hefur mörg birt- ingarform. Ég held að það sé langt frá því að við séum komin að endi- mörkum þróunar lýðræðisins. Í sjálfu sér er það ekki mjög rótgróið fyrirbæri, til dæmis í Evrópu. Þar nægir að benda á ríki Austur- Evrópu. Og þegar litið er vestur um haf, til Bandaríkjanna, þá má líka deila um hversu virkt lýðræðið hefur verið þar. Lengi vel höfðu aðeins hvítir íbúar Bandaríkjanna kosningarétt. Er hægt að tala um að þá hafi verið lýðræði? Konur fengu kosningarétt síðar en karlar og kosningaaldurinn hefur smám saman færst neðar, svo lýðræði í þeirri mynd sem við þekkjum það er tiltölulega nýtt af nálinni,“ segir Úlfar Hauksson stjórnmálafræð- ingur og aðjúnkt við Háskóla Ís- lands. Úlfar segir að ef menn velti fyrir sér að koma á beinu lýðræði, í stað þess fulltrúalýðræðis sem nú er ríkjandi í okkar heimshluta, þurfi fyrst að ræða hvernig eigi að hrinda því í framkvæmd. „Beint lýðræði er gott og blessað í orði. En lýðræði hverra? Framkvæmdin gæti orðið ákaflega flókin. Eiga niðurstöður kosninga ávallt að vera bindandi? Þarf ekki að skilgreina vel og vandlega hvaða markmiðum á að ná fram? Svo eru ýmsar hug- myndir uppi um svokallað nánd- arlýðræði. Er það hugmyndin, að fólk hafi sem mest að segja um allra nánasta umhverfi sitt, eða er- um við að tala um grundvallarupp- byggingu stjórnkerfisins?“ Úlfar segir að hér á landi hafi ekki verið mikil umræða um merk- ingu og inntak lýðræðis. „Þessi skortur á umræðu endurspeglast til dæmis í því karpi sem varð um málskotsrétt forseta. Ég sé fyrir mér að beint lýðræði muni þróast í skýrt afmörkuðum málum, sem eru tiltölulega einföld. Vissulega er hárrétt að almenningur, t.d. hér á Íslandi, hefur góðan aðgang að upplýsingum en á móti má spyrja hvort almenningur hafi áhuga á að láta til sín taka í mörgum málum með beinu lýðræði.“ Úlfar segir suma fræðimenn halda því fram, að þjálfa þurfi al- menning í þátttöku og skoð- anaskiptum um þjóðfélagsmál. „Við höfum hins vegar dæmi frá Sviss, því ríki þar sem beint lýðræði hef- ur verið sem mest, en þar hefur þátttaka almennings í kosningum minnkað verulega. Það rennir ekki stoðum undir þá kenningu að fólk taki virkari þátt í þjóðfélagsmálum ef það venst á það um langa hríð. Ég held að ákveðið ofmat ríki á vilja almennings til að vera virkur í stefnumótun frá degi til dags.“ Grunvallarmál eða útfærslur? The Economist vísaði til þess að viðfangsefni stjórnmálanna hefðu breyst, ekki væri lengur tekist á um grundvallarstefnur, heldur út- færslur á ýmsum þjóðfélagsmálum. „Ég held að einmitt þessi rök virki gegn beinu lýðræði,“ segir Úlfar. „Ef ekki eru djúpstæð ágreinings- mál, heldur fremur tæknilegar út- færslur, er þá ekki einmitt betra að sérfræðingar leysi þau mál, í stað þess að almenningur setji sig inn í þau öll og taki um þau ákvörðun? Það krefst bæði tíma og ákveð- innar þekkingar að setja sig inn í einstök, tæknileg atriði, sem eru í sjálfu sér flókin. Ef kjósa ætti um slík atriði, þá er hætta á að þau verði einfölduð í umræðunni. Við hljótum alltaf að velta því fyrir okkur hvert markmið atkvæða- greiðslunnar er. Þegar tekist er á um einstök úrlausnarefni, en ekki grundvallarstefnu, þá hljóta menn að hafa það markmið að finna bestu, hagkvæmustu og sanngjörn- ustu leiðina. Ég er ekki viss um að almennar kosningar myndu ná því markmiði. Slíkar kosningar myndu bjóða upp á að sá háværi minni- hluti, sem ætti mestu og þrengstu hagsmuna að gæta, myndi beita sér af öllu afli til að sjónarmið hans yrðu ofan á, þótt þau væru ef til vill ekki best fyrir almannahag.“ Beint lýðræði myndi veikja stjórnmálaflokkanna, því völdin færðust frá þeim. „Núna móta flokkarnir stefnu, sem borin er á borð fyrir kjósendur á fjögurra ára fresti. Beint lýðræði myndi koll- varpa því fyrirkomulagi. Engin leið er fullkomin og beint lýðræði getur átt rétt á sér, rétt eins og fulltrúa- lýðræði. Ég vil ekki útiloka þá að- ferð, en hún getur verið mjög erfið í framkvæmd. Hagsmunahópar myndu matreiða flókin mál eftir því sem þeim hentaði best. Almenn- ingi stendur e.t.v. á sama um hvort ein tæknileg útfærslan yrði fyrir valinu fremur en önnur, en samt getur niðurstaðan orðið sú að hún gangi í raun þvert á vilja þorra manna. Lágvær meirihluti, sem á ekki beinna, skýrra hagsmuna að gæta, lætur mál ef til vill ekki til sín taka og beitir sér ekki í kosn- ingum, þar sem þröngir hagsmunir gætu náð undirtökunum.“ Úlfar segir ákveðna þvingun byggða inn í lýðræðið. „Minnihlut- inn verður að sætta sig við nið- urstöður kosninga, jafnvel þótt mjótt sé á mununum. Í kosning- unum í Hafnarfirði á dögunum, þar sem tekist var á um hvort álverið ætti að stækka, náði mjög naumur meirihluti að koma í veg fyrir stækkun. Þar höfðu engin skilyrði verið sett, um hvort kosningin skyldi vera bindandi, hversu mikil þátttaka yrði að vera, eða að auk- inn meirihluta þyrfti til. Þar fór kosningin að vísu á skjön við kenn- inguna um að þröngir hagsmunir geti náð undirtökum, því Alcan beitti sér mjög fyrir stækkun en hafði ekki erindi sem erfiði. En á móti má segja að munurinn hefði e.t.v. orðið enn meiri ef Alcan hefði ekki beitt sér á þennan hátt og enn aðrir vilja halda því fram að kjós- endur hafi snúist öndvert við til- raunum Alcan til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Úlfar heldur að nándarlýðræði muni þróast, fremur en að beint lýðræði á landsvísu verði ofan á. „En þá verða menn að setja sér ákveðin markmið. Ef á að ná fram almannavilja, þá verður að setja skilyrði um þátttöku, það gengur ekki að 10% kosningabærra manna taki þátt og rúm 5% ráði úrslitum. Slík úrslit gætu endurspeglað vilja færri einstaklinga en næðist með fulltrúalýðræði. En þetta eru allt áleitnar spurningar. Þrátt fyrir að menn tali fjálglega um að beint lýð- ræði sé hin sanna mynd lýðræðis, þá getur það brugðið sér í allra kvikinda líki og menn verða að hafa varann á sér. En í skýrt af- mörkuðum málum, sem ekki eru mjög tæknilega flókin, getur það átt rétt á sér. Þegar kemur að mjög flóknum málum get ég ímyndað mér að almenningur vilji fremur lesa góða bók eða horfa á bíómynd en stauta í gegnum tor- skilin skjöl um tæknilegar út- færslur. Ef grundvallarstefnan er á hreinu, þá vill almenningur fremur fást við eitthvað annað og láta sér- fræðinga á viðkomandi sviði sjá um útfærsluna. Fólk vill áreiðanlega kjósa um grundvallarmál, á borð við hvort ráðast eigi í miklar virkj- anir. Hins vegar á ég bágt með að sjá fyrir mér beinar kosningar um útfærslur á uppistöðulóni, svo dæmi sé tekið.“ Lýðræði, þjóðríki, fullveldi Úlfar segir að í huga fólks sé lýð- ræði gjarnan nátengt þjóðríkinu og fullveldi þess. „Á tímum hnattvæð- ingar og vaxandi styrks al- þjóðlegra og yfirþjóðlegra samtaka þurfum við að ræða um lýðræði í víðara samhengi. Ég sé fyrir mér að sveitarstjórnarstigið styrkist, þjóðríkið verði áfram í sinni gömlu mynd, en svo þarf að ræða hvernig á að útfæra lýðræðið út fyrir mörk þjóðríkisins.“ Þingræði er nátengt lýðræðinu í huga almennings, þ.e. að fram- kvæmdavaldið starfi í skjóli og með samþykki kjörinna fulltrúa þjóð- arinnar. „Menn reyna gjarnan að færa þingræðishugmyndina yfir á alþjóðlegar eða yfirþjóðlegar stofn- anir. Sumir fræðimenn telja þetta mjög óraunhæfa kröfu og segja eðlilegra að líta til þess að stofn- anir séu lögmætar, þ.e. starfi innan ramma laga, en ekki að þessi þing- ræðislega tenging sé til staðar. Beint lýðræði getur gengið upp innan sveitarfélaga eða smærri ein- inga en fulltrúalýðræðið hefur fest sig í sessi þegar kemur að stjórn þjóðríkja. Og ég held að fáir reyni að halda því fram að beint lýðræði sé fýsilegur kostur við stjórn á ríkjasamböndum á borð við Evr- ópusambandið. Það myndi ekkert endilega fela í sér lýðræðislega nið- urstöðu. Og hvernig í ósköpunum ætti að framkvæma það á svo um- fangsmiklu sviði?“ Þær raddir heyrast oft að þátt- taka í kosningum til Evrópuþings- ins sé léleg í ríkjum ESB og sú rök- semd m.a. færð fram, að almenningi í þessum ríkjum þyki þingið sér fjarlægt. „Það má raun- ar deila um hversu léleg kosn- ingaþátttakan er. Hún hefur gjarn- an verið um 40%, sem þykir nú ágætis þátttaka í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ég held hins veg- ar að skýringin á þessu sé sú, að Evrópuþingið fæst ekki við alvöru- mál, heldur einhverjar tæknilegar útfærslur sem höfða lítt til almenn- ings og er ekki stefnumótandi nema að mjög takmörkuðu leyti. Fólki finnst því ekki skipta sköpum hvernig kosningar til Evrópuþings fara.“ Með styrkara sveitarstjórnarstigi er líklegt að beinar atkvæða- greiðslur um ákveðin mál verði al- gengari, að mati Úlfars. „Smærri einingar bjóða fremur upp á mögu- leikann á beinu lýðræði, þar sem fólk tekur ákvarðanir um vel af- mörkuð mál. Ég sé ekki fyrir mér að beint lýðræði verði regla nema á neðstu stigum stjórnsýslunnar og í allra stærstu málum, til dæmis þar sem tekin væri ákvörðun um hugs- anlega aðild að Evrópusamband- inu. Það væri svo stórt mál og grundvallarbreyting á stöðu okkar meðal þjóða, að við hlytum að leggja það undir atkvæði þjóð- arinnar.“ GOTT OG BLESSAÐ Í ORÐI – ERFITT Í FRAMKVÆMD Morgunblaðið/Árni Sæberg Stór mál Úlfar Hauksson telur að fólk vilji kjósa um grundvallarmál. » „Ég held að ákveðið ofmat ríki á vilja al- mennings til að vera virkur í stefnumótun frá degi til dags.“ lengur sagt að þeir komi fram sem fánaberar stórbrotinnar hug- myndar, sem mannkyn allt geti sam- einast um. Um leið og fánarnir eru dregnir niður, tekur tryggðin sem áður var helsta bindiefni flokkanna að leysast upp; menn eru nú mun lík- legri til að leggjast í „flokkaflakk“ en áður; flokkarnir verða „loðnari“ og veikari fyrirbrigði. Eftir því sem dregur úr valdi þeirra geta þeir ekki lengur varist með sama krafti og áð- ur kröfum um að lýðræðið verði fært í nútímalegra horf. Nú á dögum þarfnast kjósendur ekki sérstakrar stéttar manna og kvenna, sem nefnist stjórn- málamenn, til að túlka óskir þeirra; almenningur hefur komist að því að stjórnmálamenn eru fremur óáreið- anlegur hópur manna; og stétt- arfélögin sem stjórnmálamennirnir hafa komið á fót, stjórnmálaflokk- arnir, eru að glata styrk sínum. Þessar þrjár staðreyndir geta orðið til þess að tryggja framgang hins beina lýðræðis. Í heimi jafnræðis og rafvísinda mun hin gamla gufuvél mismun- unarinnar ekki lengur duga.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.