Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 57
þáttatekjur, laun starfsmanna, rekstrarhagnað, vexti af fjármagni og rentu af þeim auðlindum sem nýttar eru, sem er sá hluti tekna sem er umfram endurgjald fyrir aðra framleiðsluþætti. Við aðgrein- ingu rentu frá öðrum þáttatekjum er gengið út frá markaðsvirði ann- arra framleiðsluþátta, þ.e. mark- aðslaunum, markaðsvöxtum af lánsfé og að rekstrarhagnaður sé eðlileg ávöxtun á fé í rekstrinum. Virðisaukinn af starfsemi álvers og orkuvers sbr. framangreint kemur fram sem hagnaður álfyr- irtækisins, vaxtagreiðslur þess, laun starfsmanna og þjónustuaðila, hagnaður orkusalans, vaxta- greiðslur hans og laun starfs- manna og þjónustuaðila. Alla þessa liði er unnt að meta allvel. Það verður þó ekki gert hér heldur reynt að greina tvennt nánar. Ann- ars vegar hversu stór hluti virð- isaukans verður eftir hér á landi og hins vegar hversu stór hluti virðisaukans er renta af auðlind- inni og hvað verður um hana. Stóriðja og orkuframleiðsla er að mestu fjármögnuð með erlendu fé. Aðföng önnur en rafmagn koma að mestu frá útlöndum og launa- kostnaður er jafnan lítill hluti kostnaðar í stóriðju og orkufram- leiðslu og álitamál hvort telja á með við mat á áhrifum stóriðju í efnahagskerfi þegar full vinna er fyrir alla. Stærsti hluti virðisauk- ans felst í vaxtagreiðslum og hagn- aði álversins og orkusalans. Hlutir erlendra aðila í virðisaukanum eru vaxtagreiðslur álversins og orku- versins og hagnaður álversins eftir skatta. Hlutdeild innlendra aðila eru launagreiðslur fyrirtækjanna, hagnaður orkusalans og skattur af hagnaði álversins. Hlutur inn- lendra aðila í virðisaukanum er því ekki stór og hefur líklega farið minnkandi á undanförnum. Síðara atriðið sem greina átti er þáttur auðlindarinnar í virðisauk- anum og að kanna hverjum hún fellur í skaut. Verður það gert með því að athuga hvort renta af auð- lindinni felist í þeim þáttatekjum sem ræddar hafa verið, launum, vaxtatekjum og rekstrarhagnaði og ef svo er hvert hún rennur. Ef gert er ráð fyrir markaðslaunum fyrir vinnu og að vextir af fjár- magni til orkuversins og álversins lúti markaðslögmálum taka þessir framleiðsluþættir ekki til sín hluta af auðlindarentunni og á það líka við um hráefni og önnur aðföng til starfseminnar. Er því ljóst að auð- lindarentan felst í hagnaði orku- versins og álversins. Til þess að meta hvaða rentu auðlindin skilar og hvert hún skilar sér er þrennt afgerandi. Í fyrsta lagi það heims- markaðsverð orku, í öðru lagi sölu- verð hins íslenska orkusala og í þriðja lagi framleiðsluverð rafork- unnar. Í næstu grein verður reynt að gera grein fyrir rentunni og ráð- stöfun hennar. Höfundur er hagfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 57 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS GRENIMELUR 13 E.SÉRH. Glæsileg og björt 4ra herbergja mikið end- urnýjuð efri sér hæð við Grenimel í Reykja- vík. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, baðherbergi, stofu, borðstofu og tvö her- bergi. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sér geymsla. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG) FRÁ KL. 15-16. V. 34,9 m. 6565 OPIÐ HÚS KRISTNIBRAUT 51 205 Nýleg og falleg íbúð á 2.hæð í litlu fjölbýlis- húsi.búðin skiptist í forstofuhol, eldhús með borðkrók, stofu, þvottaherbergi, baðher- bergi, og tvö svefnherbergi. Útsýni. Eiguleg og falleg íbúð. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-15. V. 24,4 m. 6500 Bólstaðarhlíð-Gott útsýni Um er að ræða 98,7 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð auk 5,9 fm geymslu. Samtals er eignin 104,6 fm. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Sér geymsla fylgir í kjallara. Einnig er sameiginlegt þvotta- hús í kjallara sem og sameiginleg vagna og hjólageymsla V. 21,9 m. 6539 Dofraborgir - verönd og heitur pottur Um er að ræða 77,0 fm 3ja her- bergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli ásamt 20, 8 fm bílskúr og 11,2 fm geymslu. Íbúðin skiptist þannig: stofa, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og hol, auk geymslu. Bíl- skúrinn er á jarðhæð og innaf honum er geymsla. Samtals er eignin 109,0 fm. Stór verönd og heitur pottur. V. 25,4 m. 6491 Ásholt m. bílageymslu 2ja herbergj 48 fm íbúð á 3. hæð i eftir sóttu lyftuhúsi ásamt 26,8 fm bílskýli sem innangengt í Húsið er byggt árið 1990 og er steinsteypt. Fallegur lokaður garður. Mjög góð sameign er í húsinu. Laus strax. Húsvörður. V. 16,9 m. 6576 Berjarimi - m. bílageymslu 2ja herb. mjög falleg 58 fm íbúð á jarðhæð ásamtt stæði í bílageymslu. Sérverönd sem hægt er að byggja sólpall á. Lögn fyrir þvottavél á baði. Getur lostnað fljótlega. V. 17,5 m. 6563 Hlíðarhjalli 2ja - Björt og vel staðsett Mjög góð 60,5 fm íbúð á 2.hæð t.v. Íbúðin skiptist í forstofuhol, eldhús, stof- ur, baðherbergi og svefnherbergi. Vel stað- sett og góð íbúð. Laus strax - lyklar á Eignamiðlun. V. 16,8 m. 6574 Háagerði - Raðhús Um er að ræða gott 125,2 fm endaraðhús á góðum stað í smáíbúðahverfinu. Húsið skiptist í 5 her- bergi, 2 stofur, eldhús, 2, baðherbergi og þvottahús. GÓÐ KAUP, SÉRBÝLI V. 33,5 m. 6569 Lækjarvað - Efri sérhæð + Bíl- skúr Efri sérhæð í tvíbýlishús. Húsið er endahús og er um að ræða tengihús á tveimur hæðum. Bílskúr fylgir íbúðinni. Húsið er timburhús og er það klætt að utan með fallegri málmklæðningu. Hiti er í gólfi. Skiptist í búðin í stofu, eldhús, þvottahús, baðher- bergi, sjónvarpshol og þrjú svefnherbergi. Innréttingar og skápa vantar í lokafrágagn. V. 39,0 m. 6392 Þorragata - fyrir eldri borgara - Laus strax. Falleg 2ja herbergja 58,2 fm íbúð á jarðhæð með sér garði í þessu vin- sæla húsi við Þorragötu. Íbúðin skiptist í for- stofu, baðherbergi, stofu/eldhús og svefn- herbergi. Sér geymsla fylgir á hæðinni. Sam- eiginlegt þvottahús. Um er að ræða íbúð fyrir borgara. V. 18,0 m. 6330 Stokkseyri - Sumarhús á sjávarl- óð Nýkomið í sölu sumarhús á sjávarlóð við Stokkseyri. Húsið er skráð 58,0 fm og skipt- ist í stofu, eldhúskrók, tvö svefnherbergi, milliloft og baðherbergi. Húsið stendur á sjávarlóð með stórfenglegu útsýni. Óskað er eftir tilboðum í eignina. 6512 Álfhólsvegur - Fallegt útsýni Um er að ræða 3ja herbergja bjarta og fallega íbúð á góðum stað í Kópavogi. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, þvottaher- bergi og tvö svefnherbergi. Mjög góð sér geymsla fylgir í kjallara. 6572 Á sjávarlóð á Álftanesi Nýtt glæsilegt einbýli sem stendur nær upp við sjáv- arkambinn en einnig er óbyggt svæði vestan megin hússins og má því segja að lóðin sé óvenju velstaðsett. Húsið í heild er 307 fm en þar af er um 50,5 fm bílskúr og 62 fm sér íbúðarrými. Byggingaraðili hefur lagt mikinn metnað í húsið og vinnubrögð eru vönduð. Húsið selt tilb. til innréttinga. Laus nú þegar. V. 85 m. 6577 Grasarimi - Góð eign Um er að ræða 155,4 fm einbýlishúsmeð 20,7 fm innbyggð- um bílskúr. Bílskúr hefur verið stækkaður og því er hann aðeins stærri en uppgefinn fm fjöldi hjá FMR. Eignin skipstist í forstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, stofa, borðstofa, sjónvarpshol, eldhús og þvottahús. Garður við húsið er sérstaklega skemmtilegur og góður. Stórglæsileg timbur- verönd með tengi fyrir heitann pott. Bílskúr er fullbúinn og góður. V. 46,5 m. 6578 Bæjargil - Garðabær Mjög gott ein- býlishús með innbygðum bílskúr, húsið er hæð og ris á góðum stað í Garðabænum, húsið er 191,1fm. Húsið skiptist í hol, stofur, eldhús, sólskála, þrjú svefnherbergi gesta- baðherbergi, baðherbergi og bílskúr með þvottahúsi V. 49 m. 6561 Hranubær- Útsýni Mjög góð 2ja her- bergja 60,8 fm íbúð á annari hæð, með góð- um suður svölum og útsýni yfir elliðadalinn. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu, baðher- bergi og svefnherbergi, geymsla í kjallara. V. 14,9 m. 6558 Efstasund - standsetning Um er að ræða 99,6 fm eign sem er hæð og ris í þessu gróna hverfi. Íbúðin skiptist í 2 stórar stofur, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og óinnréttað risloft. V. 27 m. 6571 OPIÐ HÚS Í DAG OPIÐ HÚS Í DAG Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag milli kl. 16:00 og 17:00 Þórðarsveigur 18 íbúð 401 Lyfta / Útsýni / Bílgeymsla Glæsileg 86,8 fm 3ja herb. enda- íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Parket á gólfum, fallegar samstæðar innrétt- ingar. Opið eldhús inn í borð- stofu/stofu. Bjartar svalir og skemmtilegt útsýni (Esjan og uppá Skaga). Rúmgott flísalagt baðher- bergi með baðkeri og sturtuað- stöðu. Lítið herbergi/geymsla með glugga innan íbúðar sem í dag er nýtt sem tölvuherbergi. Góður skápur í anddyri og báðum svefnherbergjum. Opin og skemmtileg íbúð í nýlegu lyftuhúsi með stæði í lokaðri bílgeymslu. Geymsla á 1. hæð. Mjög falleg eign. Verð 21,9 millj. Valdimar tekur á móti gestum milli kl. 16 og 17 í dag sunnudag. Bjalla merk 401. Teikningar á staðnum ÁHRIF af áratugalangri óstjórn í umferðar- og skipulags- málum höfuðborgarsvæðisins verður nú æ augljósari. Hlutar borgarinnar breytast í bílaeyði- mörk á hverjum degi með tilheyr- andi mengun og slysahættu. Skuggi einkabílismans teygir sig yfir borgarhverfin og börnin okk- ar eru hætt að ganga. Þá rísa bæjarstjórar á höf- uðborgarsvæðinu upp og krefjast 7–9 milljarða til aukinna vega- framkvæmda. Þannig á að koma á móts við aukna umferð og fjölgun bíla. Í stað 4-falds ljósorms á leið inn til Reykjavíkur á hann að verða 6-faldur eða 8-faldur. Hvílík framtíðarsýn! Fleiri bílar munu einnig þurfa sitt pláss á leið- arenda og blikkið mun leggja mið- borgina enn frekar undir sig. Eða þá að suðvesturhornið verður loks alvöru bílaborg, án nokkurs kjarna. Eitt atkvæði í hverjum bíl, takk fyrir, og við setjum svifrykið í stokk! Ó, þið náttúrubörn Íslands sem sitjið á kaffihúsunum, hvar er rödd ykkar nú? Munuð þið slást í för með þessum hugumstóru mönnum sem nú banka uppá hjá fjárlaganefnd í aðdraganda kosn- inga og biðja um 7-9 milljarða í malbik og steypu? Mönnum sem af einskærri umhyggjusemi fyrir útsvarsgreiðendum tímdu ekki að láta örfáar milljónir í almennings- samgöngukerfið í fyrra? Mannkynssagan kennir okkur að á þrengingatímum eru það frumlegar og djarfar lausnir sem skilja eftir sig spor. Frambúð- arlausn á umferðarvanda höf- uðborgarsvæðisins fæst ekki með því að byggja stærri umferð- armannvirki fyrir fleiri bíla, þar sem einn maður tekur með sér tonn af blikki í vinnuna. Hún felst í því að ráðast nú einusinni í raun- verulegar endurbætur á almenn- ingssamgöngukerfinu, laga það að þörfum notenda og gefa því for- gang framyfir einkabílinn. En til þess þarf pólitískan kjark og á honum er mikill skortur um þess- ar mundir. Áskell Örn Kárason Umferðarhnútur Höfundur er sálfræðingur, býr í Reykjavík en er að flytja út á land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.