Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 33 Ný hugsun. Nýr lífsstíll Nýtt hverfi 15. maí. „ÁBYRGÐ lýð- ræðislega kjör- inna fulltrúa er mjög mikil og við höfum ekki sinnt henni sem skyldi,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og bætir við að viðhorfsbreyting þurfi að hefjast einhvers staðar. „Umhverfisráðuneytið hefur verið of veikt og ekki sinnt fræðsluskyldu sinni nógu vel. En við viljum að það fái sambærilega stöðu í stjórnsýsl- unni og fjármálaráðuneytið og setji því ramma sem öll önnur ráðuneyti vinni eftir.“ Kolbrún leggur áherslu á sjálf- bæra þróun og segir hana ganga út á að hugsa hlutina til enda. Ákvarð- anir eigi alltaf að byggjast á um- hverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum forsendum. „Ef við tökum ákvörðun eingöngu út frá hagrænum hvötum getur það komið niður á umhverfinu eða samfélaginu og ef við hugsum aðeins út frá sam- félaginu getum við lent í óhóflegum kostnaði,“ tekur Kolbrún sem dæmi og vill að horfið verði frá frekari virkjana- og stóriðjuáformum og unnið að því að byggja upp sjálfbæra orkustefnu. „Við viljum byggja upp atvinnulíf í samhljómi við náttúr- una.“ Þýðir ekki að vera orkusóði Kolbrún segir að útfæra þurfi bindandi mörk fyrir losun gróður- húsalofttegunda svo að hægt sé að standa við það langtímamarkmið í þeim efnum. „Við erum ekki enn far- in að sýna neina viðleitni í þá átt og höfum bara aukið losunina,“ segir Kolbrún en VG leggur til að stofnað verði loftslagsráð til að útfæra þess- ar reglur ásamt fleiri verkefnum. Að undanskilinni stóriðju eru samgöngur gríðarlegur losunar- valdur að sögn Kolbrúnar sem legg- ur mikla áherslu á almennings- samgöngur og segist hlynnt hagrænum hvötum sem og grænu bókhaldi, og raunar öllu sem eykur meðvitund einstaklinga og fyrir- tækja um ábyrgð þeirra í umhverf- ismálum. Kolbrún telur hins vegar lausnina á loftslagsvandanum ekki vera fólgna í skógrækt. „Það þýðir ekki að vera orkusóði og ætla að leysa það með gróðursetningu. Ég myndir frekar vilja setja trukk í að græða upp landið og endurheimta jarðveg og náttúruleg vistkerfi okk- ar,“ segir Kolbrún og bætir við að mun meiri rannsóknir þurfi á skóg- rækt og áhrifum hennar á vistkerfið ef þær eigi að nýtast sem raunveru- legt mótvægi. Ábyrgð lýðræðislega kjörinna fulltrúa mikil Kolbrúnar Halldórsdóttur Umhverfismál hafa ekki notið for- gangs í stjórnkerfinu og atvinnulífinu og raunar verið afgangsstærð og skiptimynt í stað þess að vera grund- völlur allra ákvarðana um stefnu, áætl- anir og framkvæmdir. Þetta er mat Marðar Árnasonar, þingmanns Sam- fylkingarinnar. Mörður segir að í grunninn séu þrjár ástæður þess að jafnaðarmenn leggi áherslu á um- hverfismál. Í fyrsta lagi þá beri allir jarðarbúar sameiginlega ábyrgð gagnvart umhverfinu og náttúrunni. Í öðru lagi þá beri okkur að afhenda næstu kynslóðum landið jafnverðmætt og við fengum það í hendur og í þriðja lagi sé samfylkingarfólk alþjóðasinnar og það nái líka til umhverfismála. „Við Íslendingar berum ábyrgð á því gagnvart öllu mannkyninu hvernig við för- um með það sem okkur hefur verið trúað fyrir og ein til tvær kynslóðir eiga ekki að hafa leyfi til að taka af- drifaríkar ákvarðanir í þessum efnum.“ Samfylkingin vill slá öllum stóriðjuáformum á frest í nokkur ár, bæði á umhverfislegum og efnahagslegum forsendum. Á meðan verði búin til rammaáætlun um nátt- úruvernd, um hvaða svæði þurfi að friða. „Við útilokum ekki stóriðju en við teljum almennt að uppbygging at- vinnulífs eigi að fara í annan farveg.“ Þarf að stemma á að ósi Hvað loftslagsmál varðar segir Mörður að Ísland eigi mjög mikið undir því að árangur náist í baráttu gegn hlýnun jarðar. „Loftslagsváin er að okkar viti helsta úr- lausnarefni mannkyns, við erum svo hátíðleg að segja það,“ útskýrir Mörður og leggur áherslu á að Ísland eigi ekki að vera undanþáguþjóð í þessum efnum. Samfylk- ingin vilji t.a.m. skapa markað fyrir losunarheimildir þannig að fyrirtæki geti keypt sér ákveðinn meng- unarkvóta og um leið sé umbun fyrir að minnka út- streymi. „Stærsta verkefnið, fyrir utan stóriðjuna, lýtur að orkunotkun í bíla- og fiskiskipaflotanum,“ segir Mörð- ur og bætir við að í þeim efnum ætti að geta náðst árang- ur á skömmum tíma með því að nota hagræna hvata. Þótt miklar vonir séu bundnar við skógrækt og landgræðslu megi ekki líta svo á að það sé allsherjarframtíðarlausn. „Það er sérstakt verkefni, en við þurfum engu að síður að stemma á að ósi og koma í veg fyrir sjálfa losunina,“ segir Mörður. Eiga að vera grundvöllur allra ákvarðana Mörður Árnason ÍSLAND hefur setið hjá í þeirri miklu umhverf- isbylgju sem nú gengur um heim- inn, segir Ósk Vil- hjálmsdóttir, frambjóðandi Ís- landshreyfing- arinnar. Ósk legg- ur mikla áherslu á öll þau tækifæri sem felast í umhverfisvitund fyrir ís- lenskt samfélag, m.a. varðandi ímynd- arsköpun fyrir landið og þróun vist- vænna orkugjafa. „Umhverfisstefnan á að snúa að öllum þáttum samfélags- ins,“ segir Ósk og bætir við að ekki sé aðeins um friðun miðhálendisins að ræða heldur einnig orkunotkun, losun úrgangsefna, landnýtingu og land- vernd. Ósk segir Íslandshreyfinguna leggjast gegn frekari álversuppbygg- ingu á næsta kjörtímabili og að nú sé kominn tími fyrir nýja hugsun. „Ég er ekkert á móti virkjunum í sjálfu sér og það má vel vera að það rísi einhverjar litlar, afturkræfar virkjanir. En ég lít svo á að tími stórra heildarlausna sé liðinn. Hlutverk stjórnmálamanna er að koma með hugmyndir um almenn, góð skilyrði til að byggðir geti dafnað, en ekki einhverjar risavaxnar lausnir,“ segir Ósk. Rót vandans, ekki plásturinn Sjálfbær þróun er gegnumgangandi í stefnu Íslandshreyfingarinnar og Ósk segir að til að Ísland geti verið lif- andi land þurfi efnahagslegir, sam- félagslegir og umhverfislegir þættir að spila saman. Til að sporna við hlýnun andrúmsloftsins þurfi, auk þess að stöðva frekari stóriðju, algjöra bylt- ingu í ferðamáta landsmanna. Al- menningssamgöngur þurfi að efla og um leið þurfi fólk að líta sér nær og velja sér t.d. vistvæna bíla. Hvað skógrækt varðar segir Ósk að hún geti verið ágæt en sé alls ekki ein allsherjarlausn. „Það þarf að líta á rót vandans, ekki plásturinn,“ segir Ósk sem vill sjá græna skatta og hagræna hvata til að hvetja til umhverfisvænni lifnaðarhátta. Aðspurð hvort auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign segir Ósk: „Eign felur í sér að þú megir gera það sem þú vilt við hana en við erum bara með jörðina að láni og í anda sjálf- bærrar þróunar ber okkur skylda til að skila auðlindunum ekki í verra ásig- komulagi en við fengum þær.“ Ísland hefur setið hjá Ósk Vilhjálmsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.