Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 67
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Opið hús laugard. 5. maí og
sunnud. 6. maí kl. 13-17. Munir sem þátttakendur í
félagsstarfi hafa unnið að í vetur verða til sýnis. Á
laugard. verður tískusýning og á sunnud. sýnir Út
og suður línudans ásamt börnum úr Hlíðarskjóli.
Ingvar Hólmgeirs. verður með nikkuna báða dag-
ana. Veislukaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull-
smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
12.30. S. 554-1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er
opin á miðvikudögum kl. 13-14. S. 554-3438. Fé-
lagsvist er spiluð í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13
og í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu-
dagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur. Vorfagnaður
verður haldinn föstudaginn 27. apríl kl. 20. Fjöl-
breytt skemmtiatriði og dans.
Félagsstarf Gerðubergs | Miðvikud. 25.apríl kl. 13
er lagt af stað á Sögusýningu Landsbankans, allir
velkomnir. Skráning á staðnum og s. 575-7720.
Fimmtud. 26. apríl kl. 13.15 ,,Kynslóðir saman í
Breiðholti“ félagsvist, samstarf Seljaskóla og eldri
borgara, Garðheimar veita verðlaun, allir velkomnir.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir í félagsstarfið.
Fastir liðir eins og venjulega. Komdu við í morg-
unkaffi, skoðaðu dagskrána og hresstu síðan upp á
skrokkinn með fótgönguliðinu eða farðu í heila-
leikfimi með setuliðinu. Sveltur sitjandi kráka en
fljúgandi fær. S. 568-3132, asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mánudag, er
ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla
krakka. Söngur, sögur, brúðuleikhús o.fl. Almenn
samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir prédikar. Tón-
listarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Fyrirbænir í
lok samkomu. Barnagæsla meðan á samkomu
stendur og kaffisala að henni lokinni. Allir velkomn-
ir.
KFUM og KFUK | Afmælisfundur AD KFUK verður
haldinn þriðjudaginn 24. apríl og hefst með kvöld-
verði kl. 19. Verð kr. 3200. Á fundinum verða nýjar
félagskonur boðnar velkomnar í félagið. Skráning í
matinn er í s. 588-8899 til hádegis 23. apríl.
80ára afmæli. Mánudag-inn 23. apríl verður
Þóra Þorleifsdóttir áttræð. Af
því tilefni býður hún ættingjum
og vinum að eiga með sér
ánægjustund í Víkingasal Hót-
els Loftleiða kl. 17–19. Gjafir
eru vinsamlegast afbeðnar.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Samþykki
afmælisbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
Hægt er að hringja í síma 569-
1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, Einnig er hægt að
senda vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er sunnudagur 22. apríl, 112. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.)
Ílok mánaðarins sendir Trygg-ingastofnun ríkisins í fyrsta sinnút Græna umslagið svokallaða.Ágúst Þór Sigurðsson er fram-
kvæmdastjóri líftryggingasviðs TR:
„Græna umslagið inniheldur yfirlit
yfir allar þær greiðslur sem lífeyris-
þegar munu fá mánaðarlega á næsta
12 mánaða tímabili. Einnig eru birtar
með skýrum og auðlæsilegum texta all-
ar forsendur upphæða, s.s. upplýsingar
úr tekjuáætlun og um hjúskapar-
stöðu,“ segir Ágúst Þór. „Með þessu
eiga lífeyrisþegar að geta fengið skýra
sýn á greiðslur og lífeyristrygginga-
réttindi. Einnig koma fram almennar
upplýsingar, t.d. um upplýsingaskyldu
bótaþega og þær kæruleiðir sem bóta-
þegi getur nýtt sér.“
Græna umslagið er nú sent út í maí,
en verður framvegis sent í desember
og inniheldur greiðsluyfirlit næsta árs
á eftir.
Með tilkomu grænu umslaganna
hættir Tryggingastofnun að senda líf-
eyrisþegum mánaðarlegt greiðslu-
yfirlit: „Fyrir um hálfum áratug var
hætt að senda út greiðsluseðla vegna
ótekjutengdra bóta eins og mæðra-
launa og barnalífeyris og gaf það góða
raun. Nú er svo komið að stór hluti
skjólstæðinga Tryggingastofnunar
nýtir sér aðgengi að upplýsingum um
bóta- og lífeyrisgreiðslur á Netinu. Síð-
ustu ár hefur Tryggingastofnun sent
hátt í 44.000 greiðsluseðla mánaðar-
lega til lífeyrisþega og kostar, eins og
gefur að skilja, mikla peninga og
mannskap að senda þetta magn seðla,
sem nú verður hægt að nýta til betri
hluta.“
Rafrænir greiðsluseðlar
Mánaðarlegir greiðsluseðlar verða
aðgengilegir rafrænt á síðunni
www.skattur.is. „Það er rétt að taka
það fram að greiðslurnar halda áfram
að berast þó greiðsluseðillinn komi
ekki inn um bréfalúguna. Þeir sem
þess óska sérstaklega geta þó fengið
greiðsluseðla áfram senda mánaðar-
lega,“ segir Ágúst.
Fá má nánari upplýsingar á vef
Tryggingastofnunar ríkisins á slóðinni
www.tryggingastofnun.is, eða í síma
560 4400 og hjá umboðsskrifstofum um
land allt.
Bótagreiðslur | Nýtt fyrirkomulag greiðsluseðla hjá Tryggingastofnun
Græna umslagið
Ágúst Þór Sig-
urðsson fæddist í
Reykjavík 1963.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíð
1983, prófi í lög-
fræði frá Háskóla
Íslands 1988 og
LLM í þjóðarétti frá University of
London 1990. Ágúst Þór hóf störf hjá
Tryggingastofnun ríkisins 1991 og
hefur verið framkvæmdastjóri lífeyr-
istryggingasviðs frá 1998. Ágúst er
kvæntur Matthildi Aðalsteinsdóttur
og eiga þau eina dóttur.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Tónleikar á vegum List-
vinafélags Hallgrímskirkju í dag kl. 17
Kammerhópurinn Camerarctica flytur
„Kvartett um endalok tímans“ eftir Olivier
Messiaen. Ármann Helgason leikur á klarin-
ett, Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, Sig-
urður Halldórsson á selló og Örn Magn-
ússon á píanó. Miðasala við innganginn.
Miðaverð kr. 1500/750 fyrir listvini, eldri
borgara, öryrkja og námsfólk. Sjá nánar
listvinafelag.is.
Norræna húsið | Tónleikasyrpa í dag kl.
15.15: Katie Buckley hörpuleikari og Frank
Aarnink slagverksleikari. Miðaverð er 1.500
kr. og 750 kr. fyrir eldri borgara og nem-
endur.
Þorlákskirkja | Kvartettinn Camerarctica
flytur verkið „Kvartett fyrir endalok tím-
ans“ eftir Olivier Messiaen kl. 20.30. Kvart-
ettinn skipa þau Ármann Helgason, klarin-
ett, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla,
Sigurður Halldórsson selló og Örn Magn-
ússon, píanó.
Leiklist
Félagsheimili Kópavogs / Hjáleigan | Kl.
20.30. Á borðinu í Bingósalnum hittist
sama fólkið en svo kemur Nanna og sest í
sæti Gísla. Þar með kemst hann nær Ólafíu.
Unga parið situr á móti þeim. Hvaðan kem-
ur þetta fólk og hvernig tengjast bingótöl-
urnar lífi þess? Nýtt leikrit eftir Hrefnu Frið-
riksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Mannfagnaður
Hóla- og Fellakirkja | Af óviðráðanlegum
orsökum verða breytingar á auglýstu
kirkjukaffi Dýrfirðingafélagsins sunnudag-
inn 22.apríl n.k. Í stað Bústaðakirkju, eins
og auglýst var í fréttablaði félagsins, verður
kirkjukaffið í Fella- og Hólakirkju og hefst
með guðsþjónustu kl. 14. Stjórnin.
Fyrirlestrar og fundir
Krabbameinsfélagið | Krabbameinsfélag
Hafnarfjarðar boðar til aðalfundar og
fræðslufundar í Hásölum, safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu, þriðju-
daginn 24. apríl kl. 20. Venjuleg aðalfund-
arstörf. Ingólfur S. Sveinsson læknir ræðir
um áhrif streitu á heilbrigði. Kaffi og kon-
fekt í boði Góu.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | Kynning á
sumarferðum 2007 verður í Þróttarheim-
ilinu við Engjaveg þriðjudaginn 24. apríl kl.
13.30. Allir eldri borgarar velkomnir. Upp-
lýsingar í síma 892-3011.
Börn
Borgarbókasafn – aðalsafn | Borg-
arbókasafnið býður börnum og fjölskyldum
þeirra í bókmenntagöngu í miðbænum
sunnudaginn 22. apríl kl. 15. Lagt verður af
stað frá Tryggvagötu 15. Sigrún Eldjárn hitt-
ir göngufólkið við Tjörnina.
Í DAG, sunnudag, kl. 14, verður leiðsögn í fylgd Hannesar
Lárussonar myndlistarmanns um sýningar á verkum Jóns
Engilberts og Jóhanns Briem í Listasafni Íslands.
Hannes mun í leiðsögn sinni um sýningu Jóns veita
hinni erótísku sveiflu í verkunum sérstaka athygli. Til-
tekin verða ýmis dæmi en sjónum einkum beint að tákn-
fræði verksins Vorgleði, sem er frá byrjun sjötta áratug-
arins. Einnig mun Hannes gera samanburð á blíðu og
dulúð í verkum Jóhanns, svo og spennuþrungnum og út-
hverfum myndheimi Jóns.
Hannes Lárusson með leiðsögn í LÍ
Erótísk sveifla í listaverkum
Jóns Engilberts
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
YVONNE
Kristín Fulbright
brautskráðist
með doktors-
gráðu í alþjóð-
legum lýðheilsu-
vísindum, með
áherslu á kynlífs-
heilbrigði, frá
New York Uni-
versity í janúar 2007. Doktors-
ritgerð hennar ber titilinn, ,,Ice-
landic Women’s Experiences of
Their Mothers as Sex Communica-
tors“, og var unnin að hluta á Ís-
landi. Yvonne Kristín dvaldi hér-
lendis í fjóra mánuði árið 2005 og tók
viðtöl við átta konur á milli tvítugs
og fertugs. Aðalmarkmið hinnar eig-
indlegu rannsóknar var að kanna
þátt mæðra í því að fræða dætur sín-
ar um kynlíf, m.a. hvernig mæður
miðluðu kynfræðslu til dætra sinna,
hvernig mæður lýstu kynlífi og hvað
dæturnar upplifðu sem hindrun eða
hvatningu þegar kom að því að ræða
við mæður sínar um kynlíf.
Yvonne Kristín lauk meistara-
gráðu í kynfræðslu frá University of
Pennsylvania og BS-gráðu í sálfræði
og félagsfræði frá Penn State Uni-
versity. Hún er höfundur þriggja
bóka á sviði kynfræðslu. Yvonne
Kristín er álitsgjafi um kynferðismál
í fjölmiðlum vestanhafs. Árið 2004
setti hún á laggirnar þjónustusíðuna
Sexuality Source, Inc. www.sexual-
itysource.com sem sérhæfir sig í
ráðgjöf og fræðslu um kynlíf og kyn-
lífsheilbrigði. Auk ritstarfa og ráð-
gjafar starfar Yvonne Kristín sem
aðjúnkt í kynlífsheilbrigðisfræðum
við Argos University.
Yvonne Kristín fæddist árið 1975.
Hún er dóttir Óskar Lárusdóttur
Fulbright frá Stykkishólmi og Char-
les G. Fulbright, og barnabarn Lár-
usar Kristins Jónssonar og Guð-
mundu Jónasdóttur, sem bæði eru
fallin frá.
Doktor í
lýðheilsu-
fræðum
FRÉTTIR
Árshátíð bridskvenna
Árshátíð bridskvenna verður
haldin í Ársal Hótel Sögu, laugar-
daginn 28. apríl 2007.
Hátíðin hefst kl. 11 með fordrykk
og mat og svo er spilað fram eftir
degi. Verð aðeins 5000 krónur.
Allar konur sem spila brids eru
velkomnar.
Vinsamlegast skráið ykkur sem
fyrst og ekki síðar en um hádegi 27.
apríl.
Skráning hjá Svövu (553-5061) og
Gróu (551-0116).
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
♦♦♦
Fréttir
í tölvupósti
KLAPPSTÝRULIÐ-
IÐ Resses frá Japan
keppir hér á asísku
klappstýrumóti í To-
kyo í gær.
Það er ekki að sjá
annað á stúlkunum
en að pýramídinn
hafi gengið upp og
þær séu ánægðar
með árangurinn.
Klappstýruhefðin
kemur frá Banda-
ríkjunum þar sem
hún er mjög vinsæl í
kringum íþróttaleiki.
Fleiri lönd hafa
tekið það upp eftir
Bandaríkjunum að
vera með
klappstýrulið og eins
og sjá má er það orð-
ið vinsælt í Asíu enda
tók mikill fjöldi liða
þátt í þessu opna
meistaramóti
klappstýruliða. Reuters
Klapp-
stýru-
keppni