Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sú niðurstaða samráðsnefndar um Reykjavíkurflugvöll sem kynnt hefur verið kemur ekki á óvart, þ.e. að bókhaldslega sé besti kosturinn að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og að Reykjavíkurborg græði svo og svo marga milljarða á skiptunum. Sömu rök geta líka átt við með því t.d. að flytja alla plássfreka íþrótta- starfsemi svo sem knattspyrnuvelli, golf- velli og aðra viðlíka starfsemi út fyrir bæjarmörkin og nýta það land sem losnaði til ann- ars, þar mætti eflaust finna marga milljarða til viðbótar. En málið er bara ekki svo einfalt og snýst ekki bara um gróðasjónamið heldur miklu frekar um notagildi, þjón- ustu, öryggi og þæg- indi. Á sama hátt og borgarbúar vilja greiðan aðgang að íþrótta- og tóm- stundastarfi og ann- arri þjónustu í næsta nágrenni við sig vilja landsmenn allir eiga greiðan og öruggan aðgang að höfuðborg sinni og þeirri mik- ilvægu þjónustu sem þar er samankomin, svo sem að Landsspít- ala, stjórnsýslu-, menningar- og menntastofnunum. Með því að gera flugvöll á Hólms- heiði yrði hann þar með hæsti áætlunarflugvöllur landsins og notagildi hans því margfalt lakara en núverandi Reykjavíkurflug- vallar vegna þoku og lágskýja sem einatt eru á þessu svæði, mætti jafnvel hugsa sér að hann myndi skipa sér í flokk með flugvöllunum á Ísafirði og í Vestmannaeyjum hvað notagildi varðar en þar falla hvað oftast út dagar til flugs vegna veðurs og landslags- aðstæðna. Ef bráðnauðsynleg þörf er talin vera á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá er öllu skárra að hann flytjist þessa fáeinu hundruð metra út á Löngusker með þeim mikla tilkostnaði og fyr- irhöfn sem því fylgir, en þar yrði veðurfar og flugtæknilegar að- stæður sambærilegar við þær sem eru á núverandi flugvelli og ekki síst yrði aðgangurinn að þjónust- unni styttri og betri en uppi á Hólmsheiði. Á þetta ekki síst við um sjúkra- og neyðarflugið. Á ný- loknum landsfundi Sjálfstæð- isflokksins var samþykkt ályktun um samgöngumál þar sem segir meðal annars „Uppbygging heil- brigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofn- ana landsins er í Reykjavík og því eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er“. Það er ljóst að sá aðgangur yrði ekki eins greiður og kostur er með því að gera flugvöll á Hólmsheiði. Flugvöllur á Hólmsheiði Jakob Ólafsson telur flugvall- arstæði á Hólmsheiði ekki ákjósanlegt »Notagildi flugvallará Hólmsheiði yrði því margfalt lakara en Reykjavíkurflugvallar vegna þoku og lágskýja. Jakob Ólafsson Höfundur er þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar OPIÐ HÚS Í DAG BRATTAKINN 28, HAFNARFIRÐI Bogi Molby Pétursson Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Mikið endurbætt 160 fm einbýlishús með 30 fm sérstandandi bílskúr. Hús- ið stendur á stórri lóð sunnanmegin í götunni. Í húsinu eru fjögur svefnher- bergi og bjartar stofur. Nýleg gólfefni og innréttingar, nýlegar raf-, vatns- lagnir og skólp. Skjólgóður bakgarður í suður með hellulagðri verönd. Gott sérbýli á rólegum fjölskyldustað. V. 39,0 millj. Bjarni og Sigurrós taka á móti áhugasömum frá kl. 16.30-18.00 LANGALÍNA 10-14 GARÐABÆ www.borgir.is Ægir Breiðfjörð Löggiltur fasteignasali Ármúli 1, 108 ReykjavíkSími: 588-2030 | www.borgir.is Einstaklega vel hannað íbúðarhúsnæði við sjávarsíðuna með framúrskarandi útsýni www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Í einkasölu falleg, talsvert endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli ásamt aukaherb. í kj. Nýl. innrétt. í eldhúsi. Endurnýjað baðherb. Fráb. staðsetn. V. 23,9 millj. Opið hús í dag, sunnudag 22. apríl kl. 14-16. Guðbjörg tekur á móti áhugasömum. Sími 588 4477 Lundarbrekka 16 - 2. hæð. 4ra herb. með aukaherb. Opið hús í dag kl. 14-16 Falleg og velskipulögð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í traustu steinhúsi. Ný- legt eldhús og tæki. Endurnýjað rafmagn. Nýtt gler. Parket. Góð sam- eign. Verð 18,9 millj. Jónas og Anna sýna í dag milli kl. 14 og 15. Ásvallagata 39 Opið hús í dag kl. 14-15 Stórglæsilegt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Húsið er 150,9 fm og bílskúrinn 36,3 fm. Húsið er fullbúið með glæsilegum innréttingum og vönduðum gólfum. Glæsilegur, frágenginn garður með góðri sól- verönd. Mjög léttur garður í umhirðu. Húsið skiptist í forstofu með skáp, glæsilegar stofur með útgengi út á timburverönd, 4 svefnher- bergi með góðum skápum, eldhús með glæsilegri innréttingu og góð- um borðkrók og vönduðum tækjum, gott þvottahús, glæsilegt flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtu og góðri innréttingu. Parket og flís- ar á gólfum. Þetta er einstaklega vel skipulagt hús og nýting þess mjög góð. Hellulagt bílaplan og stéttar með hitalögn. Eign á frábærum stað. Verð 66,0 millj. Sæviðarsund Opið hús í dag kl. 14.00–15.00 530 1800 59.900.000 Einstaklega glæsilegt 182,5 fm 6 herbergja raðhús við verðlaunagötu 2006 á besta stað í Hæðarhverfi í Garðabæ. Glæsilegar innréttingar úr mahogny og parket og flísar á gólfum. Fallegur garður við eignina og ágætt útsýni. Ásta Kristín og Gísli taka á móti gestum. Blómahæð 6 - 210 Gbæ smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.