Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
Ef eitthvað hljómar of vel tilað vera satt, er sú oftastraunin eins og flestir,sem komnir eru af barns-
aldri, hafa trúlega rekið sig á. Samt
virðast orð eins og „yngir“, „grenn-
ir“, „lyftir“, „sléttir“ og „fjarlægir
appelsínuhúð“ vekja vonir, sem eru
heilbrigðri skynsemi yfirsterkari.
Slíkar staðhæfingar í stórum stöfum
á íburðarmiklum og rándýrum
snyrtivörum eru enda ákaflega
þekkilegar.
Oftast fylgja leiðbeiningar og inni-
haldslýsingar í litlum bæklingum
með afar smáu letri. Þar eins og í
auglýsingum og kynningarefni er
rannsóknarferlið tíundað og farið
svo hástemmdum orðum um gæði og
áhrifamátt vörunnar að ætla mætti
að sjálfur Einstein hefði lagt lóð sitt
á vogarskálarnar í þágu fegrunar og
megrunar. Alls konar efnafræði-
heiti, sem eru venjulegu fólki óskilj-
anleg, blandast stundum saman við
væmið orðskrúðið í – að því er virð-
ist – undarlegri viðleitni til að ljá
textanum akademískan blæ og
væntanlega trúverðugleika.
„Andlit“ kremsins er yfirleitt ung
stúlka, sem aldurs síns vegna gæti
vart verið komin með hrukkur, hvað
þá appelsínuhúð og fellingar eins og
kreminu er ætlað að vinna á. Fegr-
unariðnaðurinn, sem veltir milljörð-
um árlega og byggist að miklu leyti
á glæstri umgjörð og kænni mark-
aðssetningu, virðist stundum ganga
út á að blekkja fólk, ala á trúgirni
þess og tæla það til að eyða formúu í
óraunhæfa drauma í snyrtilegum
dósum.
Á eigin skinni
Sumir vakna upp af draumnum
þegar dýrkeyptur skammturinn er
búinn og óbreyttur raunveruleikinn
blasir eftir sem áður óvæginn við í
speglinum.
Hin fimmtuga Lesley Regan, pró-
fessor og fæðingar- og kvensjúk-
dómafræðingur í Lundúnum, ákvað í
samvinnu við bresku sjónvarpsstöð-
ina BBC2 að rannsaka á eigin
skinni, hvort fullyrðingar snyrti-
vöruframleiðenda um gæði og
áhrifamátt vörunnar ættu við rök að
styðjast. Hún gerðist tilraunadýr og
spæjari í senn og vílaði ekki fyrir sér
þótt æðaslit, svitaholur og hrukkur í
andliti hennar birtust margstækk-
aðar á skjánum í heimildaþáttunum
Professor Regan’s Beauty Parlour,
eða Snyrtistofa prófessors Regans,
sem sýndir voru í síðasta mánuði.
Fyrst kannaði hún snyrtivörur
ætlaðar til að hægja á öldrunarum-
merkjum; „kremið, sem snýr klukk-
unni við“, „kollagenfylli, sem gengur
af hrukkunum dauðum“, og önnur
með viðlíka fullyrðingum af hálfu
framleiðenda.
Varanleg áhrif á fjárhaginn
Niðurstaða hennar var í stórum
dráttum sú að krem á um 6.500 kr.
geri ekki meira gagn en þau, sem fá
má í næsta apóteki fyrir nokkur
hundruð krónur. Einu viðvarandi
áhrif kremanna í fínu pakkningun-
um, segir hún vera á fjárhaginn.
„Rétt eins og við þyrftum að láta
minna okkur á að við erum þjóð, sem
hefur meiri peninga en vit,“ spaug-
aði hún í viðtali í The Sunday Times.
Í þágu rannsóknarinnar prófuðu
sérfræðingar alls konar snyrtivörur,
krem, sjampó og hárnæringu á Reg-
an og sjónvarpsáhorfendur urðu
vitni að prófessornum „fyrir“ og
„eftir“. Sjálf ferðaðist hún um og
heimsótti snyrtivöruframleiðendur,
t.d. Boots í Nottingham þar sem ein
milljón krukkna af snyrtivörum er
framleidd á hverjum degi, og spurði
hvítklædda fólkið hjá snyrtivöruris-
anum Procter & Gamble spjörunum
úr um andoxunarefni, kollagen, efni
til að eyða appelsínuhúð, sindurefni
og annað, sem fegrunariðnaðurinn
stærir sig oft af í auglýsingum.
Regan kveðst ætíð hafa verið upp-
numin af fegrunargeiranum en hafa
orðið fyrir nokkrum vonbrigðum við
rannsókn sína, t.d. þegar hún komst
að raun um að sápukennt efni í
sjampói hafði verið þróað til að
hreinsa fitugar bílavélar og að
naglalakk ætti rætur að rekja til
bílamálningar.
Snyrtivörur eða lyf
„Aðalatriðið, – og þversögnin, er
að samkvæmt skilgreiningunni geta
snyrtivörur ekki haft varanleg áhrif
á húðina. Ef svo væri þyrfti að end-
urskilgreina þær sem lyf og þá yrðu
snyrtivörufyrirtækin knúin til gera
víðtækar og kostnaðarsamar lækn-
isfræðilegar rannsóknir áður en var-
an færi á markað.“
En svo hnykkt sé á þversögninni,
sem Regan segir hafa orðið sér op-
inberun: ef snyrtivara virkar eins og
sagt er á umbúðunum og í auglýs-
ingum, er hún einfaldlega lyf og því
seld undir fölskum formerkjum. Ef
hún virkar aftur á móti ekki, eru
snyrtivörufyrirtækin sek um stór-
felldar blekking-
ar og gætu átt yf-
ir höfði sér
málsóknir, enda
væru þeir illa
sviknir, sem
kaupa snyrtivör-
ur í von um fal-
legra andlit,
skrokk og hár.
Þótt almenn-
ingur botni ekkert í fyrirbærum eins
og pro-calcium, biospheres og no-
nosomes, sem ásamt fleiri torskild-
um, lofa að „lyfti“, stundum „tví-
lyfti“ eða gefi „sílíkonáferð“, er
ilmurinn, áferðin, umbúðirnar og
andrúmsloftið í verslununum oft svo
lokkandi að fólk gleymir að jóla-
sveinninn er ekki til í alvörunni.
Regan hefur fullan skilning á trúar-
þörf fólks að þessu leytinu. „Við er-
um öll auðtrúa og enginn er óskeik-
ull. Það er bara partur af því að vera
mannlegur,“ segir hún.
Lukka í krukku?
Á síðasta ári eyddu Bretar 554
milljónum punda (meira en 72 millj-
örðum íslenskra króna) í húðsnyrti-
vörur, einkum þær sem lofuðu að
hægja á öldrun. Rakakremið Crème
de la Mer selst þar til að mynda
mjög vel, þótt krukkan kosti um
fimmtán þúsund krónur. Það er þó
fjarri því dýrasta kremið á mark-
aðnum, því fyrir ígildi sumra þeirra
mætti fara í sumarfrí án þess að
Hrukkan, krukkan og lukkan
Þversögnin í fegrunarbransanum er sú að ef snyrtivörurnar virka eins og sagt er í auglýsingunum
ætti að skilgreina þær sem lyf; ef ekki, eru þær seldar undir fölskum formerkjum
Fegurðin er afstæð Sumir hafa ekki trú á að hrukkukrem geri gagn og
svo eru aðrir sem kæra sig kollótta þótt þeir hrukkist með aldrinum.
SNYRTIVÖRUR»
Í HNOTSKURN
»Eitt nýjasta hrukkukrem-ið á markaðnum, ReVive
Peau Magnifique, kostar
1.050 pund í Bretlandi, sem
jafngildir um 130 þús. ís-
lenskra króna.
»Auglýsingar um kremiðeru mörgum óskiljan-
legar og jafnframt illþýð-
anlegar, en þær eru á þessa
leið:
»Eina varan sem virkjarfullvaxta stofnfrumur til
að framleiða algjörlega nýj-
ar húðfrumur án skurð-
aðgerðar. Peau Magnifique
örvar og aðgreinir óvirkar,
fullorðnar stofnfrumur til að
örva nýjar húðfrumur um
leið og þær græða DNA
klofnun.
»Árangurinn birtist ímýkri húð með 45%
minni hrukkum og bjartari
húð til frambúðar.
Lesley Regan
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
NÚTÍMA brjóstahaldarar líkjast
ekki fyrstu eintökunum sem þróuð
voru fyrir hundrað árum. Brjósta-
haldarar geta verið skemmtilegir,
kynþokkafullir, þægilegir, litríkir og
blúnduskreyttir (nema kannski ekki
allt þetta í einu). Haldararnir eru
ekki í felum aftast í búðum heldur fá
veglegan sess sem fallegir og
skemmtilegir hlutir.
Söngkonan Madonna á sinn þátt í
því en hún gerði brjóstahaldara vin-
sæla sem utanyfirfatnað, ekki eitt-
hvað sem er í felum undir öðrum föt-
um. Haldararnir sem Jean Paul
Gaultier hannaði fyrir Blonde Ambi-
tion-tónleikaferðalag hennar, vöktu
óskipta athygli.
Einnig hefur bandaríska keðjan
Victoria’s Secret byggt upp mikið
veldi í undirfatnaði og vekja tísku-
sýningar „englanna“ þeirra yfirleitt
mikla athygli.
Þriðjungi finnst vanta stuðning
En hefur brjóstahaldarinn þróast
nóg? Eru konur ánægðar með það
sem er á boðstólunum? Samkvæmt
nýrri könnun Lycra, sem hægt er að
skoða á heimasíðu fyrirtækisins, eru
þær ekki nógu sáttar. Könnunin,
sem var gerð í Bretlandi í tilefni ald-
arafmælisins, leiddi í ljós að þriðj-
ungi kvenna fannst brjóstahaldarinn
ekki veita nógu mikinn stuðning.
Fjórðungi fannst hann ekki vera bú-
inn að finna réttu stærðina. Mak-
arnir eru heldur ekki með á nót-
unum en helmingur þeirra hefur
hvorki hugmynd um brjóstahald-
arastærð konu sinnar né smekk.
Karlarnir vilja helst sjá konur í
dýramunstri og blúndum en kon-
urnar sjálfar leggja mesta áherslu á
að haldarinn sé þægilegur og passi
vel.
Hátæknihaldari í augsýn?
Tilgangur könnunarinnar var líka
að átta sig á því hvers konar brjósta-
haldarar líti mögulega dagsins ljós
innan hundrað ára. Lycra veltir til
dæmis fyrir sér hvort það sé ekki
kominn tími á hátæknilegan „i-Bra“
með innbyggðum MP3-spilara.
Flestar konur óskuðu sér reyndar
að til væri ekki tæknihaldari heldur
fjölbreyttari, margnota brjóstahald-
ari. Haldari sem aðlagaði sig að mis-
munandi fatnaði með breytilegum
Brjóstahaldarinn
í hundrað ár
Töff Söngkonan Madonna gerði brjóstahaldara að meira en undirfötum.
Hér er hún á tónleikum árið 1990 í haldara eftir Jean Paul Gaultier.
TÍSKA»
Í HNOTSKURN
»1907 Orðið „brassiere“ ernotað í fyrsta sinn í Vogue.
Hönnuðurinn Paul Poiret
hvetur konur til að henda
korselettinu og fara að nota
brjóstahaldara.
»1913 Mary Phelps Jacobsbýr til sinn eigin brjósta-
haldara úr borða og silkiklút-
um og fær fyrsta bandaríska
einkaleyfið ári síðar.
»1923 Rússneski innflytj-andinn Ida Rosenthal
stofnar Maidenform í BNA og
finnur upp skálakerfið.
»1937 Nylon notað í fyrstaskipti í brjóstahaldara.
»1959 Fyrirtækið DuPontfinnur upp Lycra, sem á
eftir að auka þægindi brjósta-
haldara verulega.
»1964 Kanadíska fyrirtækiðCanadell kemur fram með
undrahaldarann Wonderbra.
»1977 Fyrsti íþróttahald-arinn, „The Jogbra“, kem-
ur á markaðinn.
»1994 Wonderbra slær ígegn á ný vegna vinsællar
herferðar með fyrirsætunni
Evu Herzigova.
»1997 Fundin upp sérstöksaumavél sem gerir það að
verkum að hægt er að búa til
saumlausa brjóstahaldara.