Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 27 nú yfir. Hún er ánægð með að umhverf- ismálin skuli vera orðin að kosninga- máli. „Mér finnst mjög sorglegt að lifa þá tíma að það sé verið að eyði- leggja náttúruna, fólk vill fá pásu. Stjórnmálamenn þurfa að hlusta á það. Öll þessi barátta umhverf- isverndarsamtaka er að skila sér.“ Hún segist þó vera smeyk við ál- fyrirtækin. „Þessi stóru álfyrirtæki hafa svo mikið vald og eigin leiðir til að fá það sem þau vilja. Ég efast um að þau fari að hætta við bara af því að við fílum þetta ekki. En ég get ekki hætt baráttunni því ég gæti ekki fyr- irgefið sjálfri mér ef ég sæti bara hjá og horfði á allt landið virkjað.“ Helena segist alla tíð hafa verið náttúrubarn og notið útiveru, ferðast hringinn og heimsótt alla helstu ferðamannastaði. „En hálendið var mér hulin ráðgáta en þar er óspjölluð náttúra. Hálendið er gersemin sem við eigum og það á að láta það í friði. Þetta laukst upp fyrir mér á Kára- hnjúkum. Þetta getum við selt grimmt í framtíðinni, skipulagðan aðgang að þessari perlu.“ Hún ferðast heilmikið með fjöl- skylduna, á jeppa en keyrir ekki mik- ið nema á fjöllum. Hún er mikið á hjóli og gengur líka milli staða í bæn- um. „Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að hjóla, það er eitthvað heilandi við það.“ Hún notar hjólið sem samgöngutæki og nennir ekki „tilgangslausri hreyfingu“ eins og hún kallar hana. Lífrænt ævintýri Margir þekkja lífræna kaffi- húsið Hljómalind við Laugaveg sem hefur verið starfrækt í rúm tvö ár. Helena og maður hennar stofnuðu kaffihúsið ásamt öðru pari en nú hafa tveir félagar bæst í rekstrarhópinn. „Hvatinn hjá mér var í fyrsta lagi sá að mig lang- aði til að reka lífrænan veitingastað og kynna þær vörur fyrir fólki og það er að skila sér. Margir detta inn af forvitni en fara svo að spurja um þetta lífræna. Í öðru lagi var ástæðan sú að mig langaði að vera með stað þar sem hægt væri að halda tónleika fyrir alla aldurshópa. Okkur langaði til að reka reyklausan og áfeng- islausan veitingastað þar sem krakk- ar á menntaskólaaldri gætu verið. Þetta er mikil hugsjónavinna,“ segir Helena. Dýrt er að reka kaffihús með 100% lífrænum vörum og stend- ur reksturinn varla undir sér. Tak- markið var að gefa rekstrarafgang í góðgerðarmál en það hefur ekki ver- ið hægt í miklum mæli hingað til. Hún byrjar daginn venjulega á kaffihúsinu til að fara yfir fjármál þess og fer svo á Mýrargötuna þar sem Undraland er til húsa en þarna eru tíu kvikmyndafyrirtæki saman með eina hæð. „Við erum þar með klippistúdíó og vinnuaðstöðu.“ Þetta hefðbundna vinnumynstur brýtur hún upp með tökum og tarna- vinnu við kvikmyndahátíðir. „Það er nauðsynlegt að vinna líka fyrir aðra, það getur verið erfitt að vera einyrki. Maðurinn minn kennir einnig í Margmiðlunarskólanum.“ Trúin og hógværð Óhætt er að segja að Helena fer ekki sofandi í gegnum lífið heldur tekur afstöðu. „Ég hef alltaf verið mjög gagnrýnin og sagði mig úr Þjóðkirkjunni þegar ég var nýfermd. Ég trúi samt á guð og er alls ekki andkristin en vildi finna mína eigin leið. Ég hef alltaf verið mjög leitandi og gerðist búddisti á mennta- skólaárunum. Ég heillaðist alveg af búddismanum og hugmyndinni um að bera ábyrgð á sínu eigin lífi. Ég ástundaði búddíska iðkun í 14 ár en síðan byrjaði ég að læra hugleiðslu og jóga og er núna á fullu í því. Það heillaði mig að það er mikil hógværð í indverskum trúarbrögðum og ekki mælt með óhóflegri neyslu. Alls eng- inn meinlætalifnaður, heldur frekar lítill íburður og nægjusemi, hógværð gagnvart náunganum. Það er búið að kenna mér rosalega mikið,“ segir Helena, sem einmitt var einn af upp- hafsmönnum Kaupum ekkert- dagsins hérlendis. Hún segir neyslu Vesturlandabúa úr hófi og segist sjálf ekkert vera undanskilin því. „Við borðum meira en við þurfum og það er svo mikil neysla á allt, alltaf svo mikið að gera og lítil ró.“ Hugleiðslu stundar hún tvisvar á dag en tilgangurinn með henni er að tengjast guði og virkja kærleikann sem býr innra með manni. Helena útskýrir að neysla minnki sjálfkrafa með hugleiðslu en hún leiðir meðal annars til þess að fólk þarf að borða minna og með tíma og æfingu þarf fólk á endanum að sofa minna. Hún er ekki ánægð með ástandið í heiminum en segir að „fólk þurfi að fara á botninn til að geta spyrnt sér aftur upp“. Henni finnst þó ánægju- legt að fólk sé orðið meðvitaðra um umhverfið en endurvinnslumál eru eitt af því sem hún vildi gjarnan bæta úr. „Stjórnvöld mættu standa sig betur, því eftir höfðinu dansa lim- irnir. Mér finnst ekki verið að hvetja mann til að flokka sorp eða keyra minna. Þótt hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér er það ábyrgð stjórn- valda að leiða vagninn.“ Óvænt fjölskylda Skemmtileg saga liggur að baki því hvernig Helena kynntist afa sín- um frá Púertó Ríkó þegar hún var 26 ára gömul árið 1993. „Mamma mín átti stjúpa en aldrei neinn pabba. Amma sagði henni alltaf að pabbi hennar hefði verið í bandaríska hern- um á Íslandi en væri dáinn. Mamma er mjög dökk með svartar afrókrull- ur og það var alltaf verið að spurja hana hvaðan hún væri en hún átti ekkert svar við því öðruvísi en að giska. Það var ekki talað um þetta á heimilinu. Amma dó þegar mamma var 28 ára gömul og þá byrjaði hún að leita að pabba sínum. Það tók hana 20 ár að finna hann. Hún skrif- aði persónulegt bréf til hans sem hún lét herinn fá. Hún fékk ekki að vita hver hann var en viku seinna hringdi hann í hana. Hann var bandarískur ríkisborgari, búsettur í New York en ættaður frá Púertó Ríkó. Amma og hann voru saman í tvö ár en afi út- skýrði að skyndilega hefði hún horf- ið. Hann leitaði að henni en ekkert gekk. Loks var skyldu hans á Íslandi lokið og hann fór aftur heim. Hann átti aðra konu í Bandaríkjunum sem hann skildi við þegar hann kom heim sem var ólétt á svipuðum tíma og amma. Hann eignaðist nýja konu og átti með henni fjóra syni,“ segir Hel- ena sem eignaðist þarna óvænt afa og ömmu, Reinaldo og Louise. „Nokkrum dögum eftir símtalið kom hann svo í heimsókn og var hér í viku. Þá var ég nýfarin til Frakk- lands og hitti hann ekkert þá og var mjög spæld yfir því. Hann tók mömmu opn- um örmum. Öll fjölskyldan eins og hún lagði sig fór síðan til Púertó Ríkó sum- arið á eftir og var þar í mánuð. Þarna eignuðumst við skyndilega stóra fjöl- skyldu. Afi dó fyrir þremur árum en við náðum að kynnast honum vel og hitta hann oft. Við fórum á ætt- armót í Púertó Ríkó og þau komu líka að heimsækja okkur í París. Svo erum við öll boðin í brúðkaup á Hawaii sumar en bróð- urdóttir mömmu er að fara að gifta sig.“ Helena segir að Magnea móðir hennar hafi í kringum þetta stofnað Samtök stríðsbarna á Íslandi og fjöldi fólks hafi fundið föður sinn í gegnum þessi samtök. Hún segir að þetta hafi skipt sköpum fyrir móður sína og sjálfri hafi henni fundist gott að geta útskýrt af hverju hún væri fremur dökk yfirlitum. Sjálf á hún þrjú hálfsystkini og eina alsystur, Ilmi Maríu Stef- ánsdóttur, en faðir þeirra er Stefán Geir Karlsson. „Mér finnst mik- ilvægt að rækta samband við fjöl- skylduna. Maður á ekki endilega samleið með öllum í lífsstíl, það eru frekar vinirnir sem maður velur þannig. En ég held það sé engin til- viljun að maður fæðist inn í einhverja fjölskyldu.“ Helena lítur út fyrir að vera í jafn- vægi, ánægð og sátt við lífið, sama hvort það er lífræna fæðinu, útiveru eða hugleiðslu að þakka. „Ég er alla- vega mjög sátt við mínar aðstæður og finnst ég endalaust gæfusöm.“ ingarun@mbl.is Ég hef alltaf verið mjög gagnrýnin og sagði mig úr Þjóðkirkjunni þegar ég var nýfermd. Ég trúi samt á guð og er alls ekki andkristin en vildi finna mína eigin leið. Ég hef alltaf verið mjög leitandi og gerðist búdd- isti á menntaskólaárunum. Það heillaði mig að það er mikil hóg- værð í indverskum trúarbrögðum og ekki mælt með óhóflegri neyslu. Enn á ný liggur leiðin inn íkjörklefann. Ekki munég bregða af vananum aðsinni þótt mikið skorti á þann eldmóð sem fylgdi fyrstu at- kvæðaseðlunum. Rúmlega tvítug lét ég leiða mig upp í pontu frammi fyr- ir troðfullri Laugardalshöll í míní- pilsi með skrifaða ræðu, sem var flutt með titrandi rödd um leið og hnjákollarnir slógu taktinn í tauga- æsingi. Alvöruþrunginn mannfjöldi tók þessu framlagi vinsamlega en þá fyrst færðist fjör í leik og bros um hvarma þegar næsta ræðumanni varð fótaskortur á tungunni svo að hann hvatti viðstadda til að kjósa Kristján Hlújárn! Og hvílík kosning og hvílíkur sigur! Mér fannst sem veisluhöldin næstu daga ætluðu eng- an endi taka. Þetta var árið 1968 og síðan hef ég sjaldan fagnað kosningaúrslitum, jafnvel vatnað músum yfir sumum. Vinstri flokkarnir, sem ég studdi lengi í nafni jafnréttis og bræðra- lags, komust raunar stundum svo langt að eiga hlut að samsteypu- stjórnum en allar voru þær með þeim annmörkum að springa á miðju kjörtímabili og við tóku gömlu íhaldsúrræðin sem svo voru kölluð. Og smám saman hafa þessir ágætu flokkar geispað golunni, breytt um nöfn, sameinast öðrum og tekið upp ný stefnumál og ég löngu orðin póli- tískur munaðarleysingi sem hvorki gleðst né hryggist yfir úrslitum kosninga. Ekki man ég hvort hugtakið fá- tæktarmörk var til þegar ég kaus til Alþingis í fyrsta sinn árið 1967 en sé að miðað við þá lífskjarabyltingu, sem orðin er, hefur þorri þjóðar- innar verið þar langt fyrir innan. Ýmsir jafnaldrar mínir, sem ólust upp í torfkofum eða hermanna- bröggum, hafa nú vetursetu á hlýj- um Spánarströndum en þær til- heyrðu nánast öðru sólkerfi þegar ég var ung og róttæk. Nú stynur margur undan góðærinu og sam- félagið er nokkuð öðruvísi í laginu en það sem ég lét mig dreyma um. Lítið man ég úr kosningaræðunni sem ég hélt áður en við Íslendingar fengum daglegar sjónvarpssend- ingar, áfengan bjór og leyfi til að halda hunda í þéttbýli. Samt minnir mig að hún hafi einkennst af blá- eygri þjóðernisrómantík sem lengi vel tengdist róttækni í þjóðfélags- málum hérlendis. Sú tík hefur víst ekki þótt brúkleg til undaneldis enda ásýnd þjóðarinnar orðin ger- breytt eins og heimsmyndin öll. Þegar pólitískur munaðarleysingi lítur yfir farinn veg getur hann ekki varist brosi. Sá vegur hefur líka leg- ið í aðrar og furðulegri áttir en skjálfraddaða stúlku í mínípilsi gat órað fyrir í Laugardalshöllinni forð- um. Niðurstaðan er með svipuðum ólíkindum og þegar eldjárn breyttist skyndilega í hlújárn. Þegar Eldjárn varð Hlújárn HUGSAÐ UPPHÁTT Guðrún Egilson ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum Árni Þór Sigurðsson 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi Norður Steingrímur J. Sigfússon 1. sæti Norðausturkjördæmi Björn Valur Gíslason 3. sæti Norðausturkjördæmi Jón Bjarnason 1. sæti Norðvesturkjördæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.