Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 40
lífslistamaður 40 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ E iríkur Finnsson hefur alla tíð verið uppá- tækjasamur dellukarl. Það er varla til það farartæki eða tóm- stundagaman sem hann hefur ekki prófað. Hann byrjaði með mekk- anó-sett og þríhjól og upp frá því tók hver græjan við af annarri. Skellinöðrur, sportbátar, óteljandi fólksbílar, mótorhjól, talstöðvar, tölvur, myndavélar, fjarstýrð mód- el, græjur og gæludýr af öllum stærðum og gerðum. Þessa dagana ekur hann um á skærgulu fjórhjóli sem er útbúið með veltigrind og öll- um aukabúnaði sem hugsast getur en það mun ekki líða á löngu áður en hann kemur sér upp einhverju nýju farartæki og áhugamáli. Hann er líka vel þekktur í sínu fagi því hann er guðfaðir pítunnar á Íslandi. Hann stofnaði fyrsta pítustaðinn á Bergþórugötu fyrir næstum 25 ár- um og síðar stofnaði hann sósufyr- irtæki sem ber hans nafn, E. Finnsson. Fyrir tæpum tveimur árum tók hann til starfa í mötuneyti Breið- holtsskóla og fljótlega sá hann að kerfið sem skólinn notaði við af- greiðslu skólamáltíðanna var óhentugt. Því þróaði hann tölvu- kerfi fyrir mötuneytið. Gamla kerf- ið var svifaseint og kostaði mikla vinnu og var að auki ekki mjög sveigjanlegt. Það virkaði þannig að starfsmaður á skrifstofu skólans þurfti um hver mánaðarmót að út- búa plöstuð skírteini og dreifa til þeirra nemenda sem keyptu skóla- máltíðir og skírteinin voru síðan götuð fyrir hverja máltíð. Gallinn á gamla kerfinu var að börnin áttu það til að gleyma eða týna þessum skírteinum og eins gat það tekið tíma og vinnu að útbúa ný skírteini. Nýtt tölvukerfi þróað í eldhúsinu Nýja tölvukerfið reynist hins vegar vel. „Mér datt í hug að útbúa þyrfti kerfi þar sem börnin þyrftu ekki að bera neitt á sér. Sex ára krakkar sem fara heim til sín í þriggja gráðu frosti og gleyma úlp- unni í skólanum eiga erfitt að henda reiður á eitthvert skírteini,“ sagði Eiríkur. Í stað skírteinis fá börnin leyninúmer sem saman- stendur af fæðingarári þeirra og tveimur tölustöfum að eigin vali. Börnin halda þessu sama númeri upp allan grunnskólann sem er ákaflega þægilegt. Skólastjóri Breiðholtsskóla er ákaflega ánægður með frumkvæði Eiríks. „Hann er svo mikill frum- kvöðull í sér hann Eiríkur, ég held að hann ráði bara ekki alveg við þetta,“ sagði Sigþór Magnússon skólastjóri í samtali við Morgun- blaðið. Nýja kerfið virkar þannig að þegar röðin kemur að nemanda í mötuneytinu þá slær hann inn leyninúmer sitt á lítið lyklaborð. „Þá kemur mynd af honum upp á tölvuskjá og þá fer ekkert á milli mála hver er að fara að borða og það er okkar hagur ef við getum orðað það svo,“ sagði Sigþór. Ef búið er að greiða máltíðir fyrir barnið blikkar grænn rammi á skjánum en ef ekki er búið að greiða er ramminn rauður. „Það er engum vísað frá þó að rauður rammi blikki á skjánum en þá veit barnið um leið ef ekki er búið að borga. Skrifstofustjórinn fær einn- ig yfirlit yfir hvern dag og þannig veitir kerfið aðhald án þess að það bitni á börnunum.“ Á skjánum birt- ast einnig upplýsingar um hvort viðkomandi nemandi hafi ein- hverjar sérþarfir í mataræði. Kokk- urinn útbýr lista yfir það hráefni sem er í matarréttum dagsins inn í tölvuna og þá blikkar viðvörun hjá þeim nemendum sem hafa ofnæmi eða óþol við hinum ýmsu hlutum. Gagnlegt fyrir foreldra Kerfið er ekki síst hagstætt að því leyti að það gerir starfsfólki mötuneytisins auðveldara fyrir að skipuleggja máltíðir og áætla fjölda matarskammta. Hægt er að skrá inn veikindi og fjarvistir nemenda og allt bókhald er bæði skilvirkara og fljótlegra. Kerfið nýtur sín hvað best þegar upp koma óvæntir hlutir og matartímar riðlast eða hópar barna þurfa að borða á öðrum tím- um en venjulega. Þá er engin hætta á að það gleymist að í hópnum er barn með matarofnæmi eða sér- þarfir. Eftir því sem líður á morg- uninn getur starfsfólk mötuneyt- isins séð í kerfinu hversu margir matarskammtar hafa farið út og áætlað mun nákvæmar en áður hversu margir eru eftir. Sigþór sagði að sér væri kunnugt um að þetta kerfi væri einnig í skóla á Álftanesi þar sem menn eru einnig ákaflega ánægðir með reynsluna af því. „Foreldrar hafa einnig gagn af þessu kerfi því auðvelt er að fylgj- ast með mataræði barna sem eru í áhættuhóp og hugsanlega með át- röskunarsjúkdóma,“ sagði Sigþór. Kerfið skráir nefnilega líka ef börn koma og fá ábót og borða vel. „Við skömmtum mátulega á diskana og viljum frekar að krakkarnir komi og fái sér ábót,“ sagði Eiríkur um ástæðuna fyrir ábótinni, þannig næst betri nýting. Hann sagðist einnig eiga auðveldara með að fylgjast með birgðastöðunni og hrá- efnisnýtingu. „Næst þegar ég elda sama rétt get ég athugað hvað fóru margir skammtar af honum,“ sagði Eiríkur. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins heimsótti hann í mötuneytið fór ekkert á milli mála að hann náði vel til krakkanna. „Þetta er ákaflega lifandi starf, maður er ekki bara kokkur heldur oft og tíðum hálf- gerður sálfræðingur. Hingað koma 500 viðskiptavinir á hverjum degi allir með sínar þarfir og áhyggju- efni,“ sagði Eiríkur. Skólastjórinn tók undir það: „Við höfum haft nokkra drengi á ungl- ingastiginu sem líður svolítið illa og Eiríkur hefur haft frumkvæði að því að kynna þeim störfin í eldhús- inu og leyfa þeim að vera með sér í því starfi og þeir hafa fengið heil- mikið út úr því. Hann setti á þá svuntur, húfur og hanska og lét þá taka til hendinni,“ sagði Sigþór. Inni í mötuneytinu hangir gríð- arlega stórt líkan af gulri flugvél. Það er fjarstýrt flugmódel af gerð- Matreiðslumaðurinn Eiríkur Finnsson sér um mötuneyti fyrir um það bil sexhundruð og fjörutíu nemendur og starfsfólk í Breiðholtsskóla í Reykjavík. Eiríkur er litrík persóna og uppfinningamaður og því fer fjarri að hann fari troðnar slóðir. Dagur Gunnarsson hitti Eirík í skólamötuneytinu og fræddist um tölvuforrit, flugvélamódel og fjórhjól. Á vefvarpinu á mbl.is má einnig sjá myndskeið þar sem rætt er við Eirík. Ræður ekki við frumkvöðulinn í sér Morgunblaðið/ÓmarVígalegur Eiríkur ferðast um borg- ina á öflugu fjórhjóli sem er hlaðið öllum hugsanlegum aukabúnaði. Áhugamál Eiríkur á mörg áhugamál, fjarstýrð flugvélamódel er eitt þeirra og hangir eitt mód- elið í lofti mötuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.